Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 1. nóvember 1991 AÐ UTAN Friðarráðstefnan heldur áfram í Madrid: ísraelar vara Araba við að tala bara um landsvæði ísraelar og arabískir nágrannar þeirra héldu áfram vióræðum á friö- arráðstefnunni í Madrid í gær. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra fsraels, hélt ræðu í gær þar sem hann varaði Araba við því að einblína á að eini möguleikinn fyrir því að friður Enn ein mistökin hjá breskum dómstólum: Skoti sat sak- laus í fang- elsi í 10 ár Skoskur maður, sem hefur setið í fangelsi í meira en 10 ár fyrir nauðgun og aðra ofbeldis- glæpi, var látinn laus á mið- vikudag, eftir að ný sönnunar- gögn komu fram, sem sýndu fram á að hann var saklaus af öllum ákærum. John McGranaghan, 48 ára gamall, var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fýrir það, sem lýst var í réttarsalnum sem hryllileg nauðgun. í ljósi nýrra sönnun- argagna var hann látinn laus. Þar kemur m.a. fram að hann er ekki einu sinni í sama blóð- flokki og hinn meinti nauðg- ari. Sýknun McGranaghans þykir sýna enn og aftur hvernig komið er fyrir dómkerfmu í Bretlandi. Undanfarið hafa nokkur mál komið fram þar sem ný sönnunargögn sýna fram á sakleysi áður dæmdra manna. Frægasta málið er þeg- ar nokkrir írar, sem höfðu set- ið í fangelsi fyrir sprengjuárás í meira en 10 ár, var sleppt þegar í ljós kom að þeir voru saklaus- ir. Reuter-SIS náist sé að ísraelar láti Iand í staðinn. Um er að ræða land sem ísraelar her- námu árið 1967 í Sex daga stríðinu. Þetta var í fyrsta sinn í 43 ár sem leið- togi ísraelsmanna hélt ræðu án þess að nokkur Arabi gengi út. Að vísu var Shamir lítt fagnað. í ræðu sinni sleppti Shamir algjör- lega að tala um málefhi Vesturbakk- ans, Gazasvæðanna og Gólanhæða, eða stöðu Jerúsalem. Hann ítrekaði að ísraelar ættu tilkall til „hins heil- aga lands", samkvæmt Biblíunni. Hanao Ashrawi, talsmaður Palest- ínumanna, sagði að ræða Shamirs hafi sýnt fram á ósveigjanleika ísraela og hún hafi valdið ótta meðal sinna manna. Farouq al-Shara, utanríkis- ráðherra Sýrlands, ásakaði Shamir um að hagræða staðreyndum og falsa mannkynssöguna. Kamel Abu Jaber, utanríkisráðherra Jórdaníu, sagði að friður ætti að vera grundvallaður á höfuðreglum Sam- Yitzhak Shamir, forsætisráö- herra ísraels. einuðu þjóðanna, þar sem óleyfilegt er að nema land með hervaldi. Hann krafðist þess að Arabar í austurhluta Jerúsalem yrðu ekki lengur undir stjom ísraela. í ræðu sinni talaði Shamir um að það væri ekki hægt að tala bara um landsvæði. Það væri fleira sem ætti að ræða um. Bandarískur embættismaður sagði að enn sem komið er væri enginn ár- angur kominn af ráðstefnunni, en vildi ekki útiloka möguleikann á að það yrði síðar. Á blaðamannafundi eftir fundinn sagði Shamir að hann vonaðist til að þessi fundur myndi marka upphafið að nýjum kafla í mannkynssögunni í Miðausturlöndum, sem bytti enda á óvináttu, ofbeldi, hryðjuverk og stríð. Þess í stað kæmu samningavið- ræður, hjálpsemi, friðsamleg sam- búð og umfram allt, friður. „Það er ekki nein leið betri til að koma á friði en að ræðast við. Slíkar viðræður eru forsenda þess að koma á friði,“ sagði Shamir. Reuter-SIS Kínverjar aðstoða írani við að þróa kjarnorku á þann hátt að hún verði notuð á friðsamlegan hátt: Aöeins til heimanota Kínvetjar sögðu í gær að þeir aðstoðuðu írana við að þróa kjarnorku til friðsamlegra nota, en neituðu ásökunum um að aðstoða við smíði kjamorkuvopna. „Kínverjar hafa aðstoðað margar þjóðir, þar á meðal írani, við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota,“ sagði Wu Jianmin, talsmaður ut- anríkisráðuneytis Kína, í gær. „Kínverjar fara eftir þremur grundvallarreglum. Sú fyrsta er að kjarnorka verði notað í friðsam- legri þágu. Önnur er að Kínverjar samþykkja reglur IAEA, sem er Al- þjóðlega kjarnorkustofnunin. Þriðja reglan er sú að það land, sem fær aðstoð, fái ekki kjarnorku- tækni flutta yfir til sín án leyfis Kínverja,“ sagði Wu. Hann neitaði að skýra í smáatrið- um hvað fælist í þessu verkefni fyr- ir írani, eða hvort Alþjóðlega kjarnorkustofnunin hefði lagt sína blessun yfir hana. Aftur á móti sagði hann að fréttir um að íranir notfærðu sér tækni Kínverja til að þróa kjarnorkuvopn væri með öllu tilhæfulausar. íranska sendinefnd- in hjá Sameinuðu þjóðunum hefur einnig neitað þessu fréttum, en ekki alls fyrir löngu birtist grein í Washington Post þar sem það var fullyrt. Washington Post hafði eftir ónafngreindum embættismönn- um að Kínverjar hefðu selt írönum tæknilegan útbúnað, sem almenn- ingur gæti notað sér, en einnig til að framleiða úraníum sem notað er í kjarnorkuvopn. í fréttinni seg- ir að áætlun Irana til að þróa kjarnorkuvopn gangi ágætlega. í apríl sl. voru viðbrögð frá Pek- ing á svipuðum nótum, þegar vest- rænar fréttir hermdu að Kínverjar væru að aðstoða Alsírmenn við að þróa kjarnorkuvopn. Þá var einnig sagt að það væri einungis í frið- samlegri þágu. Reuter-SIS Hroðaleg morð við landa- mæri Guatemala og Mexíkó: Sjö lík fundust illa út- leikin Lögreglan í Mexíkó eru að rannsaka morðin á að minnsta kosti sjö manns, sem sennilega eru frá Mið-Ameríku. Lík fólks- ins fundust í ánni sem er við landamæri Guatemala og Mexíkó. Þau voru mjög illa leikin, að sögn embættis- manna. „Líkin, sem hafa fundist, voru illa leikin. Á þeim voru greini- leg merki um barsmíðar, skots- ár og sár eftir hnífa. Mörg þeirra voru hræðilega útleikin og á einu þeirra hafði höfuðið næstum verið skorið af,“ segir Rafael Gonzalez Lastra aðstoð- arlögreglustjóri. Gonzalez Lastra hafði miklar áhyggjur af því að rannsóknin tefðist og flæktist vegna óvissu um þjóðerni fólksins. „Föt þeirra og skór benda til að þau séu frá Mið-Ameríku, en það er samt sem áður mögu- leiki á að fólkið hafi verið Mexí- kanar," segir hann. Lögreglan útilokar ekki þann möguleika að skæruliðasveitir frá Guatemala eða E1 Salvador séu ábyrgar fyrir þessum voða- verknaði. Reuter-SIS FRÉTTAYFIRLIT PEKING . Dómstóllinn i Peking hefur dæmt 12 manns til dauða og 4 til ilftíð- arfangelsis í herferö gegn glæpagengjum. Fólkið til- heyrði fimm glæpagengjum samtals. Aftökur í Kfna fara yfirleitt fram fljótlega eftir dóm, og fer aftakan þannig fram að hinir dauðadæmdu eru skotnir í höfuðiö aftanfrá. BANGALORE, Indlandi - Að minnsta kosti 35 manns létust í lestarslysi í suður- hluta Indlands í gær. Talið er aö enn séu slasaðir eða látn- ir innanborðs í lestinni. LONDON . Bretlandsdeild Rauða krossins hefur óskað eftir hröðum aðgerðum tll að koma í veg fyrir hungur og sjúkdóma í Austur-Evórpu. „An mikillar hjálpar í vetur, munu þúsundir karla, kvenna og bama láta lífið vegna skorts á nauðsynjum," segir Michael Whitlam, fram- kvæmdastjóri Rauöa kross- ins I Bretlandi. HONG KONG - Víetnamsk- ur maöur lést i gær eftir átök á milli bátafólksins í flótta- mannabúðunum í Hong Kong, en þar hafa átök staðið yfir í þrjá daga. TÓKÍÓ • Sérfræðingar segja að á meðan þjóðir heims stefna að því að hætta notkun plútóníums, ætli Jap- anir að auka notkun þessa efnís, sem er eitt það hættu- legasta sem maðurinn hefur komist í tæri við NÝJA DELHÍ - Adrian Nastase, utanríklsráðherra Rúmenfu, sem freistaöi þess að reyna að fá upplýsingar um sendiráðsstarfsmanninn sem rænt var fyrir skömmu, tilkynnti í gær að hann hafi frétt að maðurinn sé á lífi og við góða heilsu. MADRID • Yitzhak Shamir, forsætisráðherra (sraels, sagði við arabíska fjandmenn sína á friðarráðstefnunni í gær að viðræðumar hefðu engan tilgang, ef þeir eln- blíndu einungls á aö (sraelar skiluðu aftur landi f skiptum fyrir friö. PARÍS - Tollverðir á Charles de Gaulle-flugvellinum í Frakkiandl fundu 180,5 kg af kókafni f gær, sem er það mesta sem hefur fundist þar í einu. Kókainið var faliö i bókakössum. Á mánudag fundust 57,5 kg af kókaíni, sem átti að fara til Líbanon. Það var falið í kössum undir kaffilíkjör. Ekkl hefur verið til- kynnt um hvort nokkur hafi verið handtekinn vegna þessara mála. BEIRÚT • Mannræningjar ætla brátt að láta fleiri vest- ræna gísla lausa úr gtslingu, þrátt fyrir mótmæli frá Teher- an, en ráðamenn þar eru mjög mótfallnir friðarráö- stefnunni í Madrid og vilja ekki að flelri gíslum verði sleppt. DUBROVNIK, Júgóslav- íu - Marglitur hópur friðar- sinna er í höfninni í Ðu- brovnik til að vekja athygli á ástandinu I Króatfu. Júgó- slavneski herinn hefur haldið uppi látlausum árásum á þessa fomu hafnarborg SOUSTONS, Frakklandi • Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Francois Mitterrand Frakklandsforseti funduðu í gær. Gorbatsjov lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Júgóslavíu og sagðí það vera viðvörun til umheimsins. HONG KONG - Rúmlega 1.500 Vfetnamar mótmæltu í gær samkomulagi á milli Bretlands og Víetnam um að senda fólklð heim aftur. AMSTERDAM - Rétturínn f Hollandi hefur dæmt fjóra menn í fimm ára fangeisi fyrir þjófríað á málverki eftir Van Gogh í apríl sl. Verkið er met- ið á 35 milljónir króna. MANILA . Sonur Ferdin- ands Marcos, fyrrum forseta Filipseyja, flaug tii Manila í gær. Hann er fyrsti meðlimur Marcosfjölskyldunnar til að snúa aftur heim, eftir að for- setinn fyrrverandi missti völd sín fyrir 6 árum síðan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.