Tíminn - 01.11.1991, Page 3
Föstudagur 1. nóvember 1991
Tíminn 3
Viðskiptahalli hálfs árs 7,3 milljörðum meiri en í fyrra:
Innflutningur neysluvara
fjórðungi meiri en í fyrra
Hveraig fær það staðist að þjóð, sem varla hefur séð kauphækkanir
á annað ár, skuli nú safna milijarða viðskiptahalla við útlönd, fyrst
og fremst vegna fjórðungs aukningar á innflutningi ailskyns neyslu-
varaings (annars en matvæla) og um 66% aukningar í innflutningi
einkabfla milli ára? Og er það mögulegt að íslenskir stórkaupmenn
þurfí stórlega að óttast það að fólk, sem þegar hefur keypt 25-35%
meira af fatnaði og fleira dóti en í fyrra, muni nú streyma í tugþús-
undatali til útlanda og flytja þaðan heim með sér vörur upp á 2-3
milljarða króna eða meira í ferðatöskunum sínum?
í nýju hefti Hagtalna bendir Seðla-
bankinn landsmönnum á að þeir
voru þegar á miðju ári búnir að
safna upp 12,4 milljarða viðskipta-
halla við útlönd, eða sem svaraði
20% útflutningstekna. Þetta var 7,3
milljörðum meira en á miðju ári í
fyrra. Þar sem verðmæti útflutnings
var óbreytt milli ára, verða þessi
umskipti til hins verra fyrst og
fremst rakin til 5,6 milljarða meiri
innflutnings á fyrri helmingi ársins.
Þegar nánar er litið á þennan við-
bótarinnflutning, kemur í ljós að
viðbótin er að meirihluta til komin
vegna aukins innflutnings einkabfla
og almenns neysluvarnings. Þjóðin
hefur varið um 65% hærri upphæð
til bílakaupa en í fyrra. Og innflutn-
ingur annarra neysluvara en mat-
væla jókst í kringum 25% að meðal-
tali. Innflutningur á fötum, skóm og
slíkum varningi er 25% meiri í ár og
innflutningur húsgagna og raf-
magnstækja rúmlega 30% meiri.
Svo dæmi sé tekið, höfum við keypt
50% fleiri kæli-/frystiskápa en í fyrra
og yfir 30% fleiri þvottavélar og út-
varpstæki.
Hvern hlut almenningur á í stór-
auknum (29%) innflutningi fjárfest-
ingarvara (annarra en flutninga-
tækja) verður ekki ráðið af hagtö!-
unum. Viðbótin aðeins í bflum og
neysluvamingi (öðrum en mat) var
rösklega 3,1 milljarður króna fyrstu
sex mánuði ársins (úr 9,5 í 12,6
milljarða). Til að áætla hvað fólk
þurfti að borga fyrir þessi viðbótar-
innkaup á smásöluverði, má líklega
tvöfalda þessa milljarða a.m.k. (Svo
dæmi sé tekið er meðalverð kæli-
skápa og sjónvarpstækja t.d. aðeins
um 20 þús. kr. í innkaupi.)
Verði þróunin hin sama sfðari
hluta ársins, gætu viðbótarinnkaup
ýmiss konar neysluvamings orðið í
kringum 12 milljarða króna á árinu
öllu. Það samsvarar hátt í 200.000
kr. á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu, eða hátt í íjómm mánaðar-
launum fólks á „stnpuðum Iág-
launatöxtum".
Þar á ofan kunngera nú íslenskir
stórkaupmenn ótta sinn um það að
25 þúsund manns a.m.k. (6. hver fs-
lendingur á aldrinum 20-70 ára)
drífi sig til nálægra stórborga til að
gera jólainnkaup fyrir vægt áætlað
100.000 kr. hver, eða 2,5 milljarða
króna samtals — auk þess sem ferð-
ir og uppihald kosta varla minna en
1 milljarð.
Miðað við tíðar fréttir af afkomu
„almennra launþega" (þ.e. meiri-
hluta þjóðarinnar), bögglast fram-
angreindar tölur illilega fyrir brjósti
Tímamanns. Hann spurði formann
BSRB, Ögmund Jónasson, hvort
hann geti komið þessu heim og
saman. „Ég kann ekki skýringu á
þessu, þó ég vildi að svo væri. Því
þarna erum við komin að kjama
málsins. Mér finnst að það væri
verðugt verkefni fyrir Þjóðhags-
stofnun eða aðrar hinna sameigin-
legu rannsóknarstofnana okkar, sem
reglulega koma út og tjá sig í meðal-
tölum um það hvað íslenska þjóðin
má og má ekki, að hún greini hlut-
ina betur. Að hún reyni að finna það
út um tekjuskiptinguna á íslandi,
hvar kaupmátturinn liggur og hvar
hann liggur ekki. Hvernig heildar-
tekjur þjóðarinnar dreifast innbyrð-
is. Því þetta er lykillinn að einhverri
vitrænni framtíð.
Þarna er vitanlega að finna ástæð-
una fyrir því að við segjum að það
þurfi að auka kaupmátt kauptaxt-
ans. Við emm ekki að tala um að það
eigi að auka kaupmátt íslensku
þjóðarinnar, heldur þess hluta
hennar sem býr við of kröpp kjör —
það er fólkið sem er á þessum kaup-
töxtum. Það fólk getur ekki hafa ver-
ið að stórauka neyslu sína að undan-
förnu. Það þarf því að reyna að kort-
leggja þetta, finna hitt liðið, þetta
sem við höfum kallað sjálfsaf-
greiðsluhópa, þ.e. eigendur fjár-
magns og hlutabréfa ásamt þeim
hluta launastéttarinnar sem best
býr.
Það vekur t.d. athygli að þeir, sem
núna berjast hatrammast á móti því
að bæta kaupmátt kauptaxtanna,
em yfirleitt fólk sem sjálft hefur náð
drjúgum hluta af kökunni og hefur
rýmileg fjárráð sjálft,“ sagði Ög-
mundur.
Tíminn lagði sömu spurningu fyrir
Ara Skúlason, hagfræðing ASÍ.
Hann hefur heldur ekki einfaldar
skýringar á takteinum. Að töluverð-
um hluta geti þetta þó borið vitni
um „þjóðirnar tvær“.
Hins vegar telur Ari það nokkuð
Ijóst að vemlega hafi tekið að draga
úr „kaupæðinu" á síðari hluta árs-
ins. Á fyrri hluta ársins hafi ríkt hér
bjartsýni um betri kjör. Fólk hélt að
kreppan væri búin og við blasti betri
tíð. En þær væntingar hafa bara því
miður ekki ræst, heldur hafa þvert á
móti birst svartar skýrslur um færri
fiska og minni þjóðarframleiðslu.
Ýmsar vísbendingar séu að koma í
ljós um að fólk sé farið að gera sér
betur grein fyrir afleiðingum þessa.
Það sé nú farið að halda að sér hönd-
um varðandi innkaup og önnur út-
gjöld. - HEI
Kirkjuþingi 1991 lauk í gær. Biskupsritari segir:
Eignir kirkjunnar
eru almenningseign
Kirkjuþingi 1991 lauk í gær. Séra
Þorbjöm Hlynur Áraason biskups-
ritari segir í samtali við Tímann að
mörg meridleg mál hafi verið rædd
á þinginu. Þar má nefna sjálfsvíg
ungmenna, nýtrúarhreyfingar og
viðbrögð þjóðkiriqusafnaða við
þeim. Einnig var fjallað um frum-
varp tíl laga um kirkjuþing og
kirkjuráð og endurskoðað frum-
varp að lögum um veitíngu presta-
kalla. Þá var fjallað um frumvarp
um sóknarkirkjur og kirkjubygg-
ingar, þar sem gerð er tílraun til
þess að fella inn í einn bálk öll
ákvæði sem skipta máli varðandi
nýbyggingar, viðhald og meðferð á
kirkjum.
Þorbjöm Hlynur segir að kirkju-
málaráðherra hafi tilkynnt í ræðu
sinni á þinginu, að hann vildi láta
skipa nefnd, sem tæki upp þetta
kirkjueignamál á grundvelli álits
kirkjueignanefndar. „Þorsteinn
Pálsson er fyrsti kirkjumálaráðherr-
ann sem virðist viðurkenna það
grundvallarsjónarmið, sem kemur
fram í áliti kirkjueignanefndar, að
kirkjueigur séu kirkjueigur, en ekki
kannski ríkiseigur," segir Þorbjörn
Hlynur. Stjórnvöld hafa að vísu ekki
fjallað um þessi mál. Þessar kirkju-
jarðir, sem eru reyndar í eigu ein-
stakra kirkna en ekki þjóðkirkjunn-
ar, eru um 400 talsins. Samkvæmt
ákvæðum frá 1907 er það Landbún-
aðarráðuneytið sem hefur umsjón
með þessum eignum, leigir þær t.d.
í ábúð. Bændur búa á um 400 jörð-
um sem einstakar kirkjur eiga, út-
skýrir Þorbjörn. Heildartala kirkju-
og ríkisjarða er hins vegar mun
hærri.
Þorbjörn Hlynur segir málið í raun
og veru vera þannig, að það séu ein-
stakar kirkjusóknir vítt og breitt um
landið sem eiga ákveðnar jarðir, eins
og t.d. Þingvallasveit, en þar eru
jarðirnar Heiðarbær I og II, Kára-
staðir og Brúsastaðir. Þetta eru jarð-
ir sem Þingvallakirkja á. f mörgum
tilvikum gæti það orðið kirkjunni
tekjuauki að fá þessar jarðir í sína
umsjá, en einnig í mörgum tilvikum
gæti það orðið baggi. Þannig að það
er ekkert víst, ef af þessu yrði, að það
myndi færa kirkjunni mikið, annað
en það að þessum málum yrði kom-
ið á hreinL Aðgreining ríkis og
kirkju yrði ljósari hvað varðar fjár-
mál og ytra skipulag, segir Þorbjörn
Hlynur.
Seinni hluti álitsgerðar kirkju-
eignanefndar er á leiðinni, sem er
eins konar kortlagning á kirkjueig-
unum og hvað hefur orðið um þær.
„Það, sem hefur reyndar gerst með
margar kirkjueigur á þessari öld, er
að þær hafa verið seldar eöa afhent-
ar einstaklingum eða jafnvel sveitar-
félögum á verði sem er langt undir
markaðsverði, og kirkjurnar sjálfar
staðið eftir slyppar og snauðar. Þar
má nefna dæmi eins og Borgarnes.
Allt Borgarnes er byggt á landi sem
var eign Borgarkirkju. Stór hluti af
Akraneslandinu var eign Garða-
kirkju á Akranesi og stór hluti af því
landi, sem Garðabær stendur á, var
eign Garðakirkju á Álftanesi. Þessi
svæði eru út úr myndinni, þau eru
ekki eign kirkjunnar lengur og því
verður ekki breytt. Það er allt í lagi
að minna á þetta, því sumir tala um
að það renni svo og svo mikið til
kirkjunnar frá ríkinu. En það hefur
líka runnið mikið frá kirkjunni til
ríkisins, til sveitarfélaganna og til
einstaklinga," segir Þorbjörn Hlyn-
ur.
Þorbjörn Hlynur bendir á að lokum
að eignir kirkjunnar séu almenn-
ingseign, eins og ríkiseignir, því í
þjóðkirkjunni eru yfir 90% þjóðar-
innar.
-js
Samtök móöurmálskennara:
Málfræðin og
móðurmálið
JMálfræðin og móðurmállð:
Hvort? Hvemig? Hvenær?" er yf-
irskrift ráðstefnu, sem Samtök
móðurmálskennara halda í dag.
í fundarboði segir m.a.: „Breyt-
ingar undanfarinna ára í íslensk-
um skólum hafa gerhreytt hlut-
verki móðurmálskennara. Sffellt
stærri hlutí hvers árgangs lýkur
sífeOt lengra námi, og hverfur tíl
sífellt fjölbreytilegri starfa. Kafl-
inn um íslensku í Aðalnámskrá
grunnskóia frá 1989 er gerbreytt-
ur frá því sem var í námskránni
frá 1976 og kallar á aigeriega ný
vinnubrögð kennara og ný viðhorf
tíl móðurmálskcnnslu. Nýjar
kennslubækur hafa litíð dagsins
ljós, en átt misjöfnum vinsældum
að fagna. Ekki er deilt um að
markmið móðurmálskennslu sé
að gera nemendur að betri mál-
notendum í ræðu og rití, en skipt-
ar skoðanir eru um hvaða leiðir
eigi að fara að þvf marid, Einkum
er deílt um hlutverk milfræð) íþví
sambandi." Á ráðstefnunni verða
flutt sex framsöguerindi. Þórdís
Mósesdóttir vcltir upp spuming-
um um tilgang málfræði í móður-
málskennslu. Sigríður Heiða
Bragadóttir og Auður Ögmunds-
dóttír segja frá niðurstöðum úr
tveggja ára þróunarverkefni og
draga af þvt áiyktanir um hvemig
hafa mætti málfræðikennslu.
Helga Friðfinnsdóttir segir frá
kennsluaðferðinni „markviss mál-
örvun'*. Harpa Hreinsdóttir tjallar
um hvernig búa má nemendur
undir atvinnulíf og framhalds-
nám. Sigurður Konráðsson reifar
hugmyndir um hvaða kunnátta f
móðurmáli megi ptýða góðan
kennara og hvaða möguleika
Kennaraháskólinn hefur til að
gera nemendur sfna að góðum
móðurmálskennurum. Að lokum
kynnir Sölvi Sveinsson hugmynd-
ir sfnar að skipulagi samfelldrar
ísienskukennslu frá fyrsta bekk
grunnskóla UI annars bekkjar í
framhaldsskóla.
Sigurður Konráðsson, kennari í
Kennaraháskólanum, segir að fs-
lenskukcnnsla hafi tekið miklum
breytíngum undanfarin ár. Meiri
áhersla sé nú lögð á skrifað mál.
Kennarar hafi og tekið tíl þess að
börn lesa minna en áður og sumir
þeirra verji meiri tfma f að láta
börnin lesa f skóianum. Sigurður
segir að málfræðikennsla sé mjög
mikilvæg og hann og margir aðrir
séu þeirrar skoðunar að til hennar
þurfi að veija meiri tíma. Menn
séu kannski ekki sammála um
hversu miklum þó, eða hvernig
nákvæmlega eigi að nýta hann.“ *
Ráðstefha Samtaka móðurmáls-
kennara er haldin í Rúgbrauðs-
gerðinni, Borgartúni 6, og hefst
kl. 9:00. Ráðstefnugjald er 1.200
krónur. -aá.