Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 1. nóvember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ástand húsnæðismála Formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfírði segir í viðtali við blaðamann frá Tímanum í gær, að „allir stjórnmálaflokkar virðist vera sammála um það að lægst launaða fólkið eigi ekki þak yfír höfuðið". Þetta er óneitanlega hörð ásökun í garð stjórn- málaflokkanna í landinu. Þó er engan veginn víst að þessi ummæli verkalýðsforingjans veki þau viðbrögð hjá forystumönnum flokkanna sem verðug væru, því að harðorðar yfírlýsingar eru ekki nýnæmi á íslensk- um umræðuvettvangi, þótt minna sé um að þeim sé fylgt eftir í verki eða að á bak við þær standi jafnmik- il alvara sem djarflega er talað. Hvað varðar sannleiksgildi þessarar ásökunar Sig- urðar T. Sigurðssonar í garð stjómmálaflokkanna, þá er eins víst að forystumönnum þeirra tækist að afs- anna hana með tilvitnunum í flokksþingssamþykkt- ir. Þar með yrði skynsamleg umræða um stöðu hús- næðismála litlu bættari, því að orðaskak af því tagi er endalaust. Það er hins vegar rétt að ringulreið húsnæðismál- anna verður skrifuð á reikning stjórnmálamanna að verulegum hluta. En ástand húsnæðismála verður ekki einhliða færð stjórnmálamönnum til skuldar. Því miður fyrir verkalýðs- og launþegahreyfinguna, þá hefur hún ekki staðið sig nógu vel í að vera keyri á pólitíkusana um að framkvæma heilbrigða hús- næðismálastefnu. Verkalýðs- og launþegahreyfingin hefur látið það viðgangast að húsnæðiskerfí, sem hún stóð að í samstarfi við ríkisstjórn og Alþingi fyr- ir aðeins 5-6 árum, var brotið á bak aftur áður en það tók að fullu til starfa. Hér skal ekki efast um að „fortíðarvandanefnd“ hafi skýrt rétt frá um fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins í nýlegri úttekt sinni. Hins vegar eru skýr- ingar á ástæðum þessa ástands engan veginn full- nægjandi. Málefni Byggingarsjóðsins hafa verið af- rækt í fjögur ár, frá því að Alþýðuflokkurinn tók við forystu húsnæðismála í ríkisstjórn og versnað því meira sem árin hafa liðið og félagslegum sjónarmið- um hefur verið vikið til hliðar. Auðvitað koma stjórnmálamenn við þá sögu, en hvar hefur verka- lýðshreyfingin staðið í andspyrnu gegn þessari þró- un? Verkalýðshreyfingin og ríkisvaldið hefðu átt að sameinast um að þróa húsnæðiskerfíð frá 1986 í stað þess að láta grafa undan því. í því sambandi hefði átt að samræma vexti á húsnæðislánum sem næst vöxtum á útlánum almennt, en nota skatta- kerfið og möguleika til vaxtabóta til þess að létta lánabyrði hins almenna launamanns eftir efnum og ástæðum. Eins og sakir standa nú í húsnæðismálum er þörf gagngerrar uppstokkunar á kerfinu í heild. Um það ættu stjórnmálamenn og launþegahreyfing að sam- einast. Fortíðarvandinn er vissulega fyrir hendi. Hins vegar er gagnslítið að stagast á honum enda- laust. í stað þess eiga ráðamenn þjóðarinnar að sam- einast um að byggja upp varanlegt húsnæðiskerfí á virkum, félagslegum grunni. GARRI Marfit slcnrtir hér á landi í mannleg- um samakqrtum, mju mannasiði. Hér vaöa allir yfir aila og telja sinn mesta vinning aö geta látiö fjara undan náunganum í atvinnulegu og efnahagslegu tilliti. Þá er um- gengnin viö einstaka persónur svo afbrigðiieg á opinberum vettvangi, að ekkert nema einangrun og nesja- mennska getur valdið. En allt á þetta aö vera mjög fínt og eftír- breytaivert og sanna aö landsmenn séu veraldarvanir. Augiýsingaiön-: aöurinn er alveg sér á parti bvaö þetta snertír. Þar eru menn í fleti fyrir sem aDt er mögulegt Og þá munar ekki um aö orða drauma sína sem svo, að þeir ætli að mark- aðssetja fsland. Hl hliösjðnar má hafa að hingaö kæmi maöur, sem tilkynnti að hann væri á ferð um heiminn til að markaðssetja Fraldk- land eöa Bretiand. Þá myndu ís- lendingar líta upp og skiija og reka upp rokna hiátur. Þurfi þeir hins vegar aö líta sér nasr, telj; glamriö vera fúlustu alvöru. Sovétforseti í auglýsingu Um þessar mundir er ein dæmi- gerð íslensk augfysingaherferð f gangi um einhverjar eldhúsinnrétt- ingar í Hafnarfiröi. Stnetísvagnar Reykjavíkur, sem eru sextugir um þessar mundir, eru skreyttir álímd- um augfysingum þar sem reynt er að vekja forvitni á hafnfirsku inn- réttingunum. Á þessum uppíím- ingum á vögnunum er risastór mynd af manni sem er svo sem enginn Jón Jónsson, heldur sjálfúr Mikhaíl GorbaLsjov, forseti Sovét- ríkjanna. Vírðist sem augfysandinn sé aö nofa myndina af forsetanum tii að leggja áherslu á ágætí smíða Þorpsidjótar í fullu sem réttingum. Ljóst er að heföi mynd- inveriðaf Brígitte Baidot eða Mad- onnu, hefði fljótíega fylgt relknlng- ur sem heföi lokað fyrir aHa frekari drauma um eidhósinnrettingar í Hafnarfiröi. Þar hefön menn farið á hausinn heldur snarfcga, enda fáir borgunarmenn hér á landi fyrir reikningi sem kæmi út á Fer Jeltsín á vodkann? Sem betur fer er hér starfandi sov- éskt sendiráð, en starfsmenn þess af forsetanum á strætísvögnum borgarinnar. Eldd er að búast við að ísfcnsk stjómvöld hafi manndóm f sér tíl að benda SVR á, að varla er forsetanum í augfysingaskynL Þau eru svo önnum kafin við að leika stóra bróður í EES, að annaö kemst ekki að í bíli. Sendiráðsmenn gætu hins vegar bent réttum aðilum á, að myndbirtíng af þessu tagi er ekki viðeigandi, hvorid í Timbúktú né í Reykjavík. Gorbatsjov hefur staðið í striingu og valdið, ásamt Boris Jelt- sín, aldahvörfum í heiminum, þótt þeirra hafi ekki gætt á íslandi. Eigi hin ísfcnska smábæjarmennska og augfysingastarfsemi að halda upp- teknum hætti, verður þess eldki langt að bíða að Jeltsín verði kom- inn utan á umbúðlr á vodkann, sem hér er framfciddur. Gorbatsjov hefur aðeins einu sinni komið hingað til Reykjavík- ur, þar sem grunnurinn var lagður *ð lokum kalda stríðsins. ÞóttAl* þýðubandalagið bafi látið um- breytingarnar í heiminum sem vind um eynin þjóta og haldi síg við stefnu Kínverja, er alveg ástæðulaust að nota andlit forset- ans tíi aö freista að efla sölu eid- húsinnréttinga. Eldri er með neinu móti hægt aö sjá aö Gorbat- sjov komi einu cða neinu við, sem starfað er í Hafnarfirði. Nær væri aö nota andlitsmynd af Guðmnndi Árna Stefánssyni á augfysinguna um eldhúsið, enda stendnr tíl að hann verði næstí gúrú Alþýöu- flokksins. Það er þó heimamaður og hann hlýtur að samþykkja myndbirtingu í þágu trésmíðanna. En verið gætí að Guðmundur Ámi neitaði. Ovönduð augfysingastofa, en þær eru frægar fyrir margvís- lega handarbakavinnu, getur unn- ið það afrek að setja Gorhatsjov á rassgatið á strætísvagni, tíl Íofs og dýrðar eldhúsinnréttingu. Við hin lítum hins vegar $vo á, að for- seti Sovétríkjanna sé maður af allt annarrí stærðargráðu en hæfi strákum að leik. Þorpsidjótum hefur fældiað á þessari öld. Marg- ur hélt aö þelr væru hin deyjandi stétt En miðað við augfysinguna með Gorbatsjov er nokkurrar end- uraýjunar von innan vitundariðn- aðaríns. Garrí VÍTT OG BREITT Vilji er allt sem þarf Mikill er máttur upplýsingarinnar í þjóðfélagi sem við hana er kennt. Nú hefur til að mynda fengist stað- fest með vísindalegri rannsókn að meirihluti íslensku þjóðarinnarvill aukinn kaupmátt launa. Það var Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands sem komst að þessari niðurstöðu með akademískri og viðurkenndri rannsóknaraðferð. Var vísindastarfsemin pöntuð af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og eru niðurstöður óyggjandi. 80 af hundraði þeirra, sem vísind- in snéru sér til, vilja að samið verði um aukinn kaupmátt krónu og launa og hlýtur að vekja furðu að 20% skuli hafa öðru vísi skoðanir. En hluti þeirra skrýtnu, sem ekki vilja aukinn kaupmátt, minnkar mikið þegar tekin er afstaða til kaupmáttar lægri launa, eins og vísindin lögðu úrlausnarefni sitt fyrir. Þá fer hundraðshluti þeirra, sem vilja auka kaupmáttinn, upp í 92. Djúpt kafað Sé kafað dýpra í vísindin, liggur fyrir að 84% kvenna vilja aukinn kaupmátt, en aðeins 75% karla hafa þá góðmennsku til að bera, að vilja auka kaupmáttinn. Fylgi við aukningu kaupmáttar og stjómmálaflokka er þannig, að þeir, sem kjósa Kvennalista og alla- ballaflokkinn, vilja meiri kaupmátt en þeir hinir, sem kjósa aðra flokka. Þessi aðferð, að láta Félagsvísinda- stofnun komast að þeirri niður- stöðu að fólk vilji aukinn kaup- mátt, er undirbúningur að kjara- samningum sem fyrir dyrum standa. Sé farið út í smáatriði rann- sóknarinnar, kemur m.a. í ljós að atvinnurekendur eru ekkert sér- staklega á móti auknum kaup- mætti og þá eru þeir væntanlega Meirihluti vil aukinn kaupmát einnig hlynntir auknum kaup- mætti „lægri launa“, eins og vís- indin leggja málin fyrir og fá niður- stöðu um. Væntanlega er hér einkum átt fremur við kaupmátt launa en kaupmátt gjaldmiðilsins, það er krónunnar. Þannig að það, sem kallað er að auka kaupmátt lægri Iauna, þýðir væntanlega að hækka launin — og þá auðvitað lágu laun- in — en ef auka á kaupmátt allra launa, mundi það koma niður á kaupmætti lágu launanna, eða svo- leiðis. Stórfróðlegt væri að frétta hvað hagfræði- og viðskiptadeildin hefur um svona kaupmáttarvísindi að segja. Það ættu að vera hæg heima- tökin, því félagsvísindin og hagvís- indin eru til húsa í sömu klakahöll- inni. Hver vill vera fátækur? Frómar óskir um að auka kaup- mátt svona launa og hinsegin launa eru kannski ekki sá leiðarvís- ir um þróun kaupgjalds og verð- lags, sem ætla mætti af túlkunum launþegarekenda á þessum sér- stæðu félagsvísindum. En það má reyna. Átvinnurekendafélagið lét einnig gera könnun fyrir skömmu um af- stöðu þjóðarinnar til sáttar sinnar. í þeirri könnun vildu fæstir kaup- hækkun og er niðurstaðan sú að rekstur atvinnuvega sé ekki með þeim hætti að þeir geti borgað skárri laun, og í þeirri könnun er ekkert kjaftæði um kaupmátt svona Iauna og hinsegin Iauna. Þetta eru líka upplýsingar, eins og þær sem BSRB er að úthluta. í framhaldi af könnuninni um af- stöðu kjósenda stjómmálaflokk- anna til kaupmáttarins, mætti at- huga ýmsa aðra þætti þjóðlífsins og afstöðu til þeirra. Það væri til að mynda ekki ónýtt að fá vísindalega niðurstöðu um það að meirihluti fólks vildi heldur vera heilbrigður en veikur. Það gæti komið heilbrigðiskerfinu vel að hafa það svart á hvítu. Það væri líka dýrmætt að komast að því hvort meirihlutinn stendur með gáfum á móti heimsku, eða góðvilja gegn illvilja og hvort æski- legt sé að útrýma andlegri sem ver- aldlegri fátækt, svo að eitthvað sé nefnt. Ef kaupmáttur, aukning hans eða rýrnun, byggist á vilja einfalds meirihluta eða á vilja og skoðunum lítils eða fjölmenns úrtaks, er öll fjármálastjóm allt annars eðlis en hingað til hefur verið álitið. Sé svo, er tími til kominn að grípa í taum- ana og hafa endaskipti á hlutunum. Sé þetta tilfellið, hefur Félagsvís- indastofnun unnið þarft tímamóta- verk og ætti að setja hana yfir hag- og viðskiptadeildina. Og nú veit Ögmundur að fólkið í landinu vill aukinn kaupmátt og honum verður ekki skotaskuld úr því að verða við óskum þess. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.