Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. nóvember 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Þröstur Ólafsson: MEÐ FORNESKJU í FARTESKINU Undarlegir eru sumir menn. Alltaf þurfa þeir að heyja heilagt stríð gegn einhverju, jafnvel eigin hugarfóstri. Það er eins og sumir ágætir menn þurfi sífellt að hafa fortíðina í andlegu fóstri, en bera nútímann út, eins og gert var við nýfædd meyböm hjá sumum heiðnum forfeðrum okkar. Og alveg eins og rökin skorti hjá þeim heiönu, þá verða þau enn fá- tæklegri hjá þeim sem eru svo skelfilega áttavilltir í tímanum, að þeir vita sannast að segja ekki sitt rjúkandi ráð. Það eru ömurleg örlög góðra drengja að verða svo viðskila við tímann, að ratljósin séu þjóðsögur og boðskapurinn landráðabrigsl. Ef ekki væri fyrir það síðara, þá væri margt af því, sem skrifað hef- ur verið um nýgerða samninga um Evrópskt efnahagssvæði, ekki svaravert. í dagblaðinu Tímanum í dag (30.10.) eru tvær greinar um samningana um EES og forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra við gerð þeirra samninga. Sú síðari, sem er eftir Hlöðver Þ. Hlöðversson, er sýnu léttvægari en sú fyrri, enda er efni hennar rýrt. Því ætla ég ekki að eyða miklu rými í hana. Ég hef reyndar ekki nema eina bón til Hlöðvers: Komdu þér að efninu. Rökræddu um EES. Við getum ekki notast við dulúðarfull- ar þjóðsögur til að komast að rök- rænni niðurstöðu um alþjóðlega samninga af þeirri gerð sem þessi samningur er. Grein Hlöðvers skírskotar ekki til heilbrigðrar skynsemi, eins og var aðall sveitunga okkar fyrr á öld- inni, heldur til þess hluta tilfinn- ingalífsins, sem hefur afvegaleitt margan góðan manninn og vísað heilum þjóðfélögum inná villu- gjarna stigu. Þórarinn Þórarinsson ritar grein á sömu síðu sem hann nefnir: „Fær Alþingi svipaða stöðu og fyrir 1874?“. Þar er ekki verið að vanda mönn- um kveðjurnar. Jóni Baldvini er stillt þar upp sem ótíndum land- ráðamanni við hlið frelsishetjunn- ar Jóns Sigurðssonar. Þessi ósmekklega og illkvittnislega ásökun í garð Jóns Baldvins er krydduð tilvitnunum í kvæði Jón- asar Hallgrímssonar frá árunum í kringum 1840! Málflutningur Þór- arins er með ólíkindum. Misskiln- ingur hans er mikill. Fullyrðingar Þórarins eru eftir- farandi: 1. EES-samningurinn skerðir lög- gjafarvald Alþingis um rúmlega 50%. 2. Setja verður lög til að fram- fylgja úrskurðum dómstóls EB. 3. Höggvið hefur verið skarð í landhelgi íslands með þessum samningi. Allar þessar fullyrðingar eru á misskilningi byggðar, misskilningi sem ég vona að sé ekki vísvitandi. Á hvern hátt skerðir EES- samn- ingurinn löggjafarvald Alþingis? Kemur þjóðin til með að heyra undir eitthvert annað löggjafar- vald, verði samningurinn sam- þykktur? Nei, þessi fullyrðing er staðlausir stafir. Rómarsamningur EB verður ekki æðri íslenskum lögum. Við erum ekki að ganga í EB. Við erum að gera viðskiptasamning við EB. Ró- marsamningurinn kemur okkur ekki við að öðru leyti en því, að til hans er sótt fyrirmyndin um fjór- frelsið svokallaða. EES-samníngurinn er ekki tilkominn sem þvingunaraðgerö eriends stórrfkis. EB hefði eflaust verið guðs lifandl fegið ef við hefðum staðið fyrir utan samningana og í hrelnieika meydóms okkar beðið auðmjúklega um tvíhliða samning, sem eingöngu hefði snert fisk. EES-samningurinn er ekki til- kominn sem þvingunaraðgerð er- lends stórríkis. EB hefði eflaust verið guðs lifandi fegið ef við hefð- um staðið fyrir utan samningana og í hreinleika meydóms okkar beðið auðmjúklega um tvíhliða samning, sem eingöngu hefði snert fisk. Þá hefðu þeir Brusselherrar getað haft alla sína hentisemi. Ef Alþingi samþykkir EES-samninginn, þá verður hann að lögum, íslenskum lögum, alveg á sama hátt og stór hluti íslenskra laga hefur fyrir- myndir í dönskum eða norskum rétti. Lögin eru jafn íslensk fyrir það. Engar breytingar á samningnum öðlast réttargildi nema Alþingi samþykki þær, hverja fyrir sig. Það gildir það sama um þessi lög sem önnur, að hafi menn sett lög á grundvelli alþjóðasamnings, þá setja menn ekki önnur lög sem brjóta í bág við samninginn. Líki þjóðinni ekki þær afleiðingar, sem samningurinn leiðir af sér, þá seg- ir Alþingi samningnum hreinlega upp. Hann hefur skýr 12 mánaða uppsagnarákvæði. Ef ástandið er orðið svo alvarlegt að það þoli enga bið, má einfaldlega beita öryggis- ákvæðinu gagnvart öllum samn- ingnum. Gagnráðstöfun EB gæti í þessu tilliti ekki verið önnur en gagnkvæm og þá er samningurinn kominn úr gildi. Þetta er nú öll skerðingin á lög- gjafarvaldi Alþingis. Hvað þá um dómstólinn? Verður EB- dómstóllinn einskonar æðsti dómstóll á íslandi, þannig að lög- gjafinn verði að aðlaga íslensk lög úrskurðum hans? Hvar í ósköpun- um fmna menn rök fyrir slíkri firru? í hvaða grein samningsins er að finna þetta efnisatriði? Hlutverk EES-dómstólsins er í meginatriðum þríþætt: 1. Að dæma í deilumálum samn- ingsaðila sem þeir höfða. Þannig gæti ísland höfðað mál gegn EB eða einstaka ríki innan þess fyrir meint brot á samningnum. 2. Að dæma í málum sem EFTA- eftirlitsstofnunin höfðar á hendur EFTA-ríki, t.d. vegna ólögmætra ríkisstyrkja. 3. Að dæma í samkeppnismálum sem einstaklingar eða aðildarríki áfrýja eftir svokallaðan fyrsta stigs úrskurð. Niðurstöður dómstólsins eru bindandi á sama hátt og niðurstöð- ur annarra alþjóðadómstóla sem íslendingar eru aðilar að, s.s. Mannréttindadómstólsins í Strass- borg. Allir samningar kalla á eftirlit með að þeir séu haldnir. Þeir verða einnig að hafa úrskurðaraðila sem ætla má að líti ekki einhliða á mál- ið. Þegar um er að ræða sameigin- legan samning verður að vera sam- eiginlegur úrskurðaraðili. Alveg eins og er í íþróttaleikjum og flest- um alþjóðlegum samningum. Þetta atriði skiptir smáþjóð meira máli en stórþjóð, sem beitt getur smáríkið margvíslegum þvingun- um. Nauðsynlegt er að huga vel að Þetta breytir því ekkí, aö alþjóöasamningar eru eins og aðrir samningar skuidbindandi fyrir samningsaðila, því skrifuö orð skulu standa. Samníngur, sem fjallar um gagnkvæmar viöskiptalegar skuldbindlngar, felur þvf ekki í sér fullveldisafsal. Þvert á móti sannar hann fullveidi samningsaðiia. réttaröryggi smáþjóðanna þegar komið er út á hinn víða og úfna sjó alþjóðamála. Þetta breytir því ekki, að alþjóða- samningar eru eins og aðrir samn- ingar skuldbindandi fyrir samn- ingsaðila, því skrifuð orð skulu standa. Samningur, sem fjallar um gagnkvæmar viðskiptalegar skuld- bindingar, felur því ekki í sér full- veldisafsal. Þvert á móti sannar hann fullveldi samningsaðila. Um skarðið í landhelgissamning- inn er eins farið. Sú fullyrðing er einnig byggð á miklum misskiln- ingi. EB fær engan yfirráðarétt innan íslenskrar landhelgi og engin yfir- ráð yfir auðlindum okkar. Við höf- um fúll og óskoruð yfirráð yfir auðlindum okkar. Þeir, sem halda fram því gagnstæða, eru annað hvort að blekkja vísvitandi eða hafa ekki kynnt sér málið. Hin árlega endurskoðun, sem Þórarinn skírskotar til, er ekki um þetta atriði, heldur um almennt samstarf á sviði sjávarútvegsmála, sem í reynd er ekki hluti samn- ingsins. Auðvitað má velta vöngum yfir því hvernig áhrifa þessa samnings kemur til með að gæta meðal þjóð- arinnar. Það má hugleiða áhrif hans á fasteignamarkaðinn, á vinnumarkaðinn, á fjármagns- markaðinn og á hag neytenda. Það er nauðsynlegt og gagnlegt og væri einnar messu virði. Þá væri það ómaksins vert að skoða væntanlega þróun í sam- runaferli Evrópu og hugsanleg áhrif hans á pólitíska framvindu hér á landi. Um afstöðuna til inngöngu í EB að öðru leyti þurfum við ekki að deila. Hún er sannarlega ekki á dagskrá. Hafi einhverjum dottið slíkt í hug, eru þær vangaveltur óþarfar nú að loknum þessum samningum. Umræða um fullveldisafsal er ekki aðeins óþörf. Hún er skaðleg, því hún gerir einstaklingum eða flokkum upp þann ásetning að vera að svíkja þjóðina. Reynum að komast að niðurstöðu um þetta mál án þess að grípa til slíks mál- flutnings. Hann sæmir okkur ekki. 30.10.1991 LESENPUR SKRIFA Orð og gerðir Forsætisráðherra núverandi ríkis- stjómar sakar fyrirrennara sína, einkum Steingrím Hermannsson, um persónuleg afskipti af opinber- um málum og atvinnustarfsemi landsmanna og þar með ganga inn á það svið sem löggjafarsamkoma okkar hefði átt að leysa. Og hann lýsir sök á hendur honum fyrir þaö. Vissulega kann að vera hægt að finna slík dæmi. En þegar það er aðgætt að atvinnumál voru að vemlegum hluta sett undir for- sætisráðuneytið til úrlausnar og vamar gegn yfirvofandi uppgjöf og gjaldþrotum, skýrist þetta að vem- legu leyti. Án þess að það þurfi sér- stakrar skýringar við gagnvart öðr- um en núverandi forsætisráð- herra, sem er eins og álfur út úr hól að því er varðar atvinnulíf hér á landi og lýsir því yfir að þau mál varði sig ekki um. Þar verði hver og einn að bjarga sér sjálfur eftir því sem hann best getur. En þegar kemur að gerðum nú- verandi ríkisstjórnar, þann tíma sem hún hefúr setið, verður það hverjum manni ljóst að hún kýs að starfa og segja landsmönnum fyrir um flest með fyrirskipunum. Þetta og hitt skal gert og þetta skal lagt niður. Þar er ekki spurt um hvort sú starfræksla sé og hafi verið rek- in samkvæmt lögum frá Alþingi. Þannig er sagt: Skólann í Reykja- nesi skal leggja niður. Hvað sem Alþingi og skólalöggjöf segja um það, skal skólinn lagður niður, þvert ofan í óskir og vilja heima- manna. Og með því sé verið að veita heimabyggðinni náðarhögg- ið. Hún skal í eyði. Hafnarbúðir, dvalarheimili aldr- aðra og sjúkra, skal leggja niður. Sjúkrahús í Hafnarfirði skal leggja niður. Engu máli skiptir þótt hægt sé með rökum að sýna fram á að það sé vel rekið og enginn baggi á bæj- arfélagi eða ríki. Sjúkrahús á viss- um stöðum skal leggja niður. Rík- isskip og strandferðir skal leggja niður. Og sérstaklega skal þegar hætta þeim þætti þess sem gefur ágóða. Þannig mætti áfram telja. Allt þetta sýnir að núverandi ríkis- stjóm stjórnar með tilskipunum. Það er í ósamræmi við ásakanir hennar á fyrri ríkisstjórnir og ráð- herra. Til hvers em þessir menn líkleg- ir? Undir þetta þjónar flokkur al- þýðu, flokkur jaftiaðarmanna, með bros á vör og stolti. Guðmundur P. Valgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.