Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 9. nóvember 1991 Finnur Ingólfsson, formaður samstarfsráðs heilsugæslustöðva í Reykjavík, er undrandi á ákvörðun borgarstjórnar um að leggja ráðið niður: Borgarstjórn seilist útfyrir verksvið sitt Borgarstjórn Reykjavflcur hefur samþykkt að leggja niður sam- starfsráð heilsugæslustöðvanna í Reykjavík. Finnur Ingólfsson, formaður ráðsins, segir að það sé ekki borgarstjórnar að taka ákvörðun um starfsemi ráðsins, þar sem það heyri undir heilbrigð- isþjónustulög og þar með heilbrigðisráðherra. „Það er ekki borgarstjórnar Reykja- víkur að taka ákvörðun um það hvort leggja eigi ráðið niður eða ekki. Ráð- ið starfar samkvæmt heilbrigðis- þjónustulögunum og reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur sett. Það er því ráðherra að taka ákvörðun um hvort það eigi að starfa eða ekki. Varðandi þá fullyrðingu, sem fram kemur í greinargerð með tillögunni, um að þetta skapi stjórnunarlega óvissu, þá er það heldur hið gagn- stæða. í Reykjavík eru starfandi fjögur starfandi heilsugæsluumdæmi og yf- ir þeim eru starfandi stjórnir. Það er margt sem er sameiginlegt í starf- semi þessara heilsugæslustöðva. Þetta samstarfsráð er fyrst og fremst samstarfsvettvangur heilsugæslu- stjórnanna um ýmiss konar sameig- inleg verkefni sem tengjast stöðvun- um. Ráðið skerðir á engan hátt vald- svið einstakra stjórna. Þetta er fyrst og fremst samstarfsvettvangur. Því er ætlað að stuðla að aukinni sam- vinnu, verkaskiptingu og hagræði í rekstri þeirra.“ Er þetta mál á einhvern hátt pólit- ískt? „Já, það er það. Allan þann tíma, sem heilsugæsluuppbyggingin í Reykjavík var í höndum borgar- stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis- flokksins, þá stóð hann í vegi fyrir því að í Reykjavík ætti sér stað skynsam- leg uppbygging heilsugæslu eins og varð víða út um land. Með breyttum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga fluttist heilsugæslan yf- ir til ríkisins. Þá ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðmundur Bjarnason, að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu heilsugæslu í Reykja- vík. Hann markaði ákveðna stefnu, sem er að hluta til komin til fram- kvæmda og birtist m.a. í því að lögð er áhersla á uppbyggingu nýrra stöðva. Heimilislæknar, sem starf- andi voru fyrir sjúkratryggingar Tryggingastofnunar ríkisins og veita takmarkaða þjónustu, flytjast frá sjúkratryggingunum yfir á heilsu- gæslustöðvarnar. Reykvíkingar, sem skráðir voru hjá heilsugæslustöðv- um, voru um 35 þúsund fyrir tveim- ur árum, en eru orðnir um 50 þús- und í dag,“ sagði Finnur. -EÓ Stjórn Dagsbrúnar ávítar heilbrigðisráöherra og lýsir stuðn- ingi við kröfur starfsmanna í mjólkuriðnaði: DAGSBRÚN KLÁR í SAMUÐARVERKFALL Stjóm verkamannafélagsins Dagsbrúnar lýsti á fundt sínum í gær fullum stuðningi við þau fé- lög, sem standa í deilu vegna námskeiða í mjólkuriðnaði og greiðslu námskeiðsálags. JafnframtviU stjóm Dagsbrúnar láta koma fram að hún er og hef- ur ávaUt verið aðili að þessari kröfu fyrir þá félagsmenn Dags- brúnar sem starfa í mjólkuriðn- aði, enda er þetta ein af kröfum félagsins í þeim tíllögum sem lagðar hafa verið fyrir VSÍ vegna Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Þá mun stjóm Dagsbrúnar íhuga samúðarvinnustöðvun, ef til verkfalls kemur hjá þeim fé- lögum sem standa nú í sérstakri deilu vegna málsins. Á stjómarfundinum í gær var einnig tekið undir samþykkt verkalýðsfélagsins Þórs á Sel- fossi, ASÍ og BSRB vegna um- mæla Sighvatar Björgvinssonar heilbrigðisráðherra um lyfjanotk- un öryrkja og aldraðra. Um þetta segir í ályktun stjómar Dags- brúnar: „Vegna þeirra ummæla ráðherra í viðkomandi viðtali, að þessir aðilar séu neytendur ávana- og fíknilyfja í stórum stfl, krefst stjóm Dagsbrúnar þess að ráðherra dragi þau ummæU sín til baka og biðji viðkomandi afsök- unar á þeim.“ Ályktun frá fundi BHMR í framhaldi af þeim viðræðum, sem átt hafa sér stað milli samninga- nefnda aðildarfélaga BHMR, eða Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna og samninganefndar rík- isins og vegna birtingar samninga- nefndar ríkisins á „tilboði" sínu til stéttarfélaga ríkisstarfsmanna í dag- blöðum, var eftirfarandi ályktun sam- þykkt á fundi samninganefnda aðild- arfélaga BHMR 6. nóvember 1991: Fundur samninganefnda aðiidarfé- laga BHMR leggur áherslu á að samn- ingsrétturinn er hjá einstökum stétt- arfélögum. Fundurinn mótmælir því hvemig samninganefnd ríkisins reyn- ir að sniðganga þennan rétt félag- anna. Strætisvagnar Reykjavíkur leita aftur til upphafs síns: SVR vantar gamla Studebaker-grind Haldið var upp á 60 ára afmæli Strætisvagnar Reykjavíkur á dögunum. í tilefni þeirra tíma- móta ákváðu forráðamenn SVR að láta gera nákvæma eftirmynd af fyrsta strætisvagninum, en hann var af Studebakergerð með íslenskri yfirbyggingu á vörubflsgrind. Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, var spurður að því hvort byrjað væri á verkinu. „Nei, sannast sagna þá eigum við engan ræfil af Studebak- er,“ sagði Sveinn. Sveinn segir að í tilefni afmælisins hafi ýmis góð fyrirheit verið sett á blað, þ.e. að skrifa sögu Strætis- vagna Reykjavíkur, gerð kynningar- myndar og endurbygging strætis- vagns. „En ef þetta á að takast, þá verðum við að fá, væntanlega er- lendis frá, t.d. Bandaríkjunum, ein- hverja grind eða ræfil af svona vagni. Við höfum nú verið að reyna að halda uppi spurnum hérna inn- anlands af gömlum vögnum, en það hefur ekkert ennþá komið á okkar fjörur sem væri hægt að nota. Þetta lýsir nokkurn veginn þessu ástandi," segir Sveinn. Sveinn bendir á að ef undirvagninn finnst, þá sé það ekki svo mikið mál að byggja yfir hann og þá í gamla stílnum. Frumskilyrðiö er að finna undirvagn með vél og grind, þá er vandamálið að stórum hluta leyst. Sveinn segir að það sé ekki á allra færi að endurbyggja gamla bfla og ekkert venjulegt yfirbyggingarverk- mikla yfirlegu og útsjónarsemi. Þeir leið að grafa upp þúsundþjala- stæði taki slíkt að sér og til þurfi hjá SVR myndu væntanlega fara þá smið“, að sögn Sveins. —js Verkamannafélagið Hlíf álítur EES afdrifaríka ákvörðun: Vill þjóðaratkvæðagreiðslu Fundur, sem haldinn var í Verka- mannafélaginu Hlíf, fimmtudaginn 31. október 1991, álítur ákvörðun um aðild íslands að evrópska efna- hagssvæðinu það afdrifarika að ekki komi annað til mála en að leita eftir áliti þjóöarinnar á henni. Fundurinn skorar á stjórnvöld að standa fyrir víðtækri kynningu og umræðu um málið, kosti þess og galla, en að því loknu verði aðild ís- lands að evrópska efnahagssvæðinu borin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá minnir þessi sami fundur stjórnvöld á sívaxandi húsnæðis- skort hjá tekjulitlum fjölskyldum og væntir þess að alþingismenn og ráð- herrar standi við kosningaloforðin og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar um úrbætur í þeim málum. Frá fundi stjórnar Alþýöu- sambands Suðuriands Á fundi stjórnar Alþýðusam- bands Suðurlands, sem hald- inn var 6. nóvember 1991, var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjórn Alþýðusambands Suðurlands hefur áhyggjur og undrast ýmsar fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar, sem m.a. má sjá í frumvarpi til fjárlaga. Stjórnin telur að verði frum- varpið óbreytt að lögum, muni íslenska velferðarkerfið riða til falls. Stjórn Alþýðusambands Suð- urlands telur að markmið þjóðarsáttarsamninganna hafi náðst í meginatriðum. Reynsl- an af þjóðarsáttarsamningun- um sýnir einnig að laun verka- fólksins eru ekki eini verð- bólguvaldurinn. Þá segir stjórnin ljóst vera að verkafólk hafi fyllilega staðið við sinn hluta samningsins, en það sé meira en hægt er aö segja um ýmsa þá sem að samningsgerðinni stóðu. í komandi kjarasamningum mun verkalýðshreyfingin leggja megináherslu á jöfnun lífskjara og aukningu kaup- máttar, einkum hjá þeim lægst launuðu, og réttláta skiptingu þjóðartekna. Ennfremur skorar Alþýðu- samband Suðurlands á at- vinnurekendur að láta af bar- lómi og bölsýni og ganga af stórhug til viðræðna við verka- lýðshreyfinguna um nýjan kjarasamning."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.