Tíminn - 09.11.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 09.11.1991, Qupperneq 5
Laugardagur 9. nóvember 1991 Tíminn 5 Skógafoss var síðasta millilandaskip sem lagði úr íslenskri höfn áður en sjómannaverkfallið skall á kl. 13.00 í gær. Þegar Skógafoss mjakaðist frá bakka Sundahafnar í gær, var ekki langt í að verkfallið skylli á, klukkan var 11.36. Tlmamynd: Aml Bjama Verkfall undirmanna hafið: Vörur eftir Verkfall undirmanna á íslenskum kaupskipum hófst kl. 13:00 í gær. Allt kapp var lagt á að koma skipum úr höfn fyrir þann tíma. Fyrstu skip í millilandasiglingum stöðvast um miðja næstu viku. Birgðir af ís- lenskum físki og fiskafurðum er- lendis eru ekki miklar. Kaupmenn búast við að nýlenduvörur fari að skorta eftir tvær til þrjár vikur. fer að þrjár Það á ekkert frekar við um eina vöru en aðra. Birgðir af þeim ný- lenduvörum, sem fluttar eru inn reglulega, duga í um það bil tvær til þrjár vikur. Þetta er samdóma álit Jóns Ásbergssonar, framkvæmda- stjóra Hagkaups, og Sigfúsar Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra Fé- lags íslenskra stórkaupmanna. Sigfús segir og að mestur hluti inn- skorta vikur flutnings á þessum árstíma sé allra- handa jólavarningur og af honum séu stórkaupmenn vel birgir. Eins og komið hefur fram í Tíman- um sem annars staðar, gæti langvar- andi verkfall stefnt mörkuðum fyrir íslenskan fisk í voða. Ógerlegt er að segja hversu lengi þær birgðir, sem til eru, duga. En það er ekki mjög lengi. —-aá. Alþýðuflokkurinn og sjávarútvegsráðherra í kapphlaupi um að breyta lögum um landanir erlendra skipa í íslenskum höfnum: Erlend skip fá að landa hér á landi Sjávarútvegsráðherra mun á næst- unni leggja fram frumvarp á Al- þingi, sem heimilar erlendum skip- um að sækja þjónustu og landa í ís- lenskum höfnum. Alþýðuflokkur- inn er einnig með frumvarp í smíðum um sama efni. Tálið er að með því að heimila er- lendum skipum að leita hafnar í ís- lenskum höfnum, muni verkefni aukast hjá skipasmíðastöðvum, auk ýmissa annars konar viðskipta. Þetta kom fram á Alþingi í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn frá Guðjóni Guðmundssyni alþing- ismanni. Lögin, sem rætt er um að breyta, voru sett árið 1922. Tilgangur lag- anna var að reyna að koma í veg fyr- ir veiðar útlendinga úr íslenskum fiskistofnum, en þegar lögin voru sett var landhelgi Islands 3 sjómílur. Guðjón sagði að ef erlendum fiski- skipum yrði heimilað að landa í ís- lenskum höfnum myndu skipa- smíðastöðvar, sem margar berjast í bökkum, fá aukin viðgerðarverkefni. Viðgerðirnar yrðu þá t.d. greiddar með afla þessara skipa. Auk þess myndi þetta verða til að auka við- skipti á ýmsum öðrum sviðum. Hann sagði að árið 1988 hefði verið áætlað að viðskipti grænlenskra skipa við ísfirðinga hefðu skilað 200 milljónum króna. Þorsteinn sagðist vera með í smíð- um frumvarp sem heimilar erlend- um skipum að landa á íslandi. Hann sagðist ætla að leggja það fram í rík- isstjórninni á þriðjudaginn. í frum- varpinu er gert ráð fýrir að skip, sem sannarlega veiða úr fiskistofnum sem íslendingar eiga sameiginlega með öðrum löndum og ekki hefur verið samið um veiðar úr, verði áfram óheimilt að leita hafnar á ís- landi. Össur Skarphéðinsson, þingflokks- formaður Alþýðuflokksins, sagði að Alþýðuflokkurinn væri með frum- varp í smíðum, sem væri efnislega samhljóða frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra. Össur sagði að sér hefði verið ókunnugt um það frumvarp, sem ráðherra hyggst leggja fram. Afkoma Flugleiða fyrstu 8 mánuði ársins: Afkoma Flugleiða betri en í fyrra Afkoma Flugleiða af reglulegri starfsemi, rekstri, fjármagnstekj- um og gjöldum, var 5% betri en í fyrra, þegar lifíð er á fyrstu átta mánuði ársins. Hagnaðurinn af regluiegri starfsemi á tímabflinu var um 681 mflljónir króna, en á sama tímabili í fyrra var hagnað- urinn um 646 milljónir króna, á verðlagi þessa árs. Að sögn Sigurðar Helgasonar, forsfjóra Flugleiða, stendur rekst- urinn i járnum, þrátt fyrir að af- koman hafí skánað verulega á þessu tímabili, því búast megi við taprekstri síðustu mánuði ársins. í árslok í fyrra var hagnaður af reglulegri starfsemi féiagsins um 360 milljónir króna. Vetta félags- ins fyrstu 8 mánuði ársins var rúmlega 9,4 miiljarðar króna. Fyrstu átta mánuði ársins fluttu Fiugleiöir tæplega 558 þúsund farþega í Innanlands- og mflli- landafhigi, en á sama tíma í fyrra voru þeir 547 þúsund. Farþegum í miUilandaflugi hefur fjölgað um tæp 20 þúsund, en á hinn bóginn hefur þeim fækkað í innanlands- fluginu. Farþegafjöldinn hefur því aukist um 11.000 þúsund, en Slg- urður Helgason segir að maridð hafí verið sett hærra í upphafi árs og að félagið þurfi því að beita að- haldi í rekstrinum. -PS Borgarstjórn vísar sambýlinu við Þverársel til bygginganefndar. Arnþór Helgason: Fordómarnir faldir bak við reglugeröir Borgarstjóm ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að leita umsagnar bygg- inganefndar um leyfi fyrir heimili handa geðfötluðum í Þverárseli. Það var reyndar bygginganefndin sjálf, sem lagði til við borgarstjóm að málið fengi þennan framgang. Meirihluti sjálfstæðismanna stóð að samþykktinni gegn hörðum mót- mælum minnihlutans. Þess er skemmst að minnast að íbúar við Þverársel fóru fram á lög- bann á fyrirhugað heimili geðfatl- aðra. Þeirri beiðni var ekki sinnt af dómurum. Málið var svo tekið fyrir hjá bygginganefnd, sem samþykkti að leggja til við borgarstjórn að mál- inu yrði vísað aftur til sín til um- sagnar. Og það var sem sagt sam- þykkt í gær. Stjórn Svæðisstjórnar fatlaðra kemur saman til fundar á fimmtu- daginn. Samkvæmt öllum lögum og reglum ætti hún nú að sækja um leyfi fyrir heimilið til bygginga- nefndar. Svæðisstjórn telur málið þó ekki svo einfalt. Hún telur ákvörðun borgarstjórnar byggja á alltof þröngri túlkun laga. Ekki standi til að setja á fót stofnun, aðeins heimili. Því er eins víst að Svæðisstjóm haldi bara sínu striki og taki ekki mark á samþykkt borgarstjórnar. Arnþór Helgason, formaður Ör- yrkjabandalags íslands, sagði af til- efninu að þessa borgarstjómar- meirihluta yrði minnst sem þess meirihluta sem faldi fordóma sína bak við ákvæði byggingareglugerð- ar. Hann hafi látið undan þrýstingi íbúa við Þverársel, sem telji sig vera að verja einhverja illa skilgreinda hagsmuni. -aá. Starfsmenn Byggöa- stofnunar uggandi í fyrradag héldu starfsmenn Byggðastofnunar í Reykjavík fund með forstjóra stofnunarinnar og stjómarformanni, þar sem framtíð hennar og starfsmanna var rædd. Emil Bóasson, landfræðingur og starfsmaður Byggðastofnunar, seg- ir að starfsmenn hennar séu ugg- andi um framtíð sína, vegna yfirlýs- inga forsætisráðherra um breyting- ar á skipulagi hennar. Sumir séu jafnvel farnir að velta fyrir sér að leita í önnur störf. „Hafi tilgangur forsætisráðherra með þessum yfirlýsingum verið að dreifa huga starfsmanna frá þeim störfum, sem þeir eiga að vinna, þá hefur honum tekist það fullkom- lega,“ sagði Emil. Hann sagði að starfsmenn Byggða- stofnunar hefðu óskað eftir fundin- um með forstjóra og stjórnarfor- manni. Starfsmenn hefðu ekkert fengið að vita um þær breytingar, sem lyrirhugaðar eru á skipulagi og starfsemi stofnunarinnar, og ekkert samráð hefði verið haft við þá. Ekki hefði verið leitað til þeirra með ráð eða tillögur um það sem betur mætti fara í starfsemi hennar. Emil sagði að litlar upplýsingar hefðu komið fram á fundinum, enda hefðu stjómendur stofnunarinnar ekki verið hafðir með í ráðum. Byggðastofnun heyrir undir for- sætisráðherra. Emil sagði ekki úti- lokað að starfsmenn myndu óska eftir fundi með ráðherra. Hann sagði það athyglisvert að þetta er fýrsti forsætisráðherrann í alllang- an tíma, sem ekki hefur komið í heimsókn í stofnunina fljótlega eft- ir að hann tekur við störfum. Það segði kannski eitthvað um hvaða hug hann bæri til Byggðastofnunar. -EÓ ^KAWECOr haugsugur Mjög vel útbúnar: > Zinkhúöaður geymir • 8000 lítra dæla • Hliöarventill • Stór hjól • O.m.fl. Hinar vinsælu KAWENCO haugsugur 3000 til 12500 lítra Fáanlegar með 4 hjólum og meö fyllilúgu á toppi Mjög hagstætt verð og greiðslukjör cr n 3 O C7 orn ■ö Járnhálsi 2. Sími 91-683266.110 Rvk. Pósthólf 10180

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.