Tíminn - 12.11.1991, Qupperneq 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 12. nóvember 1991
Björgunarsveitarmenn „Tryggva" á Selfossi sóttu illa búna Banda-
j ríkjamenn inn á Kjöl:
A blankskóm í
brjálaöri hríð
„Það er margt hægt að læra af þessari ferð: í fyrsta lagi á fólk aldr-
ei að vera með komaböm í svona ferðum. Og í annan stað vom
margir Bandaríkjamannanna mjög illa búnir, nánast á blankskóm.
Aðrir, sem einhverja reynslu höfðu af ferðum um hálendi íslands,
vom þó vel útbúnir.“
Þetta sagði Garðar Eiríksson, leið-
angursstjóri björgunarsveitarinnar
Tryggva á Selfossi, í samtali við
fréttaritara Tímans, þegar hann
kom til byggða seint í fyrrakvöld
með 35 manna hóp Bandaríkja-
manna af Keflavíkurflugvelli, sem
lent hafði í ógöngum á Kili sökum
illviðris og ófærðar.
Ferð Bandaríkjamannanna var öðr-
um þræði farin í þeim tilgangi að
æfa bflstjórana í að aka í snjó. Lagt
var af stað á 13 bflum inn á Hvera-
velli á laugardagsmorgun sl. Þegar
komið var að Grímslæk, sem er á
innanverðum Kili, seint um kvöldið,
var komið hið versta veður og þar
kolfestu menn bfla sína í snjónum.
Þrír íslendingar voru með í ferð-
inni á vel útbúnum jeppa og óku
þeir með konur og þrjú börn, hið
yngsta 19 mánaða gamalt, á Hvera-
velli um 30 km leið og þaðan var
kallað eftir aðstoð. Stærsti hluti
hópsins lét hins vegar fyrirberast í
bílum sínum við Grímslæk.
Björgunarsveitir voru ræstar út kl.
02.30 aðfaranótt sunnudagsins og
náðu þær að Grímslæk um miðjan
dag. Þá var fólkið, sem fór á Hvera-
velli, komið aftur að Grímslæk, og
tóku björgunarsveitarmenn það og
fólkið, sem látið hafði fyrirberast í
bflunum við Grímslæk, upp í sína
bfla, þar sem bflar ferðafólksins voru
alls ekki útbúnir í samræmi við að-
stæður.
Ferðin til byggða gekk eftir atvik-
um vel og komst hópurinn til
byggða laust fyrir kl. 10 í fyrrakvöld.
Ekið var með Bandaríkjamennina
að Reykholti í Biskupstungum, en
þar fór fólkið yfir í rútu frá Keflavík-
urflugvelli sem kom að sækja það.
„Ég var aldrei hræddur, en ég er
ósköp feginn að vera kominn aftur
til byggða," sagði einn Bandaríkja-
mannanna í samtali við fréttaritara
á planinu við Bjarnabúð í Biskups-
tungum.
SBS-Selfossi
Yngsti ferðalangurinn í hópi- Bandaríkjamannanna á Kili var að-
eins 19 mánaða gamall. Timamynd: sbs
Hluti bandarísku ferðamannanna komnir til byggða í Biskupstungum.
Tímamynd: SBS
Lind í nýtt húsnæði
Lind hf. efndi til móttöku í nýja húsnæðinu sl. föstudag. Á mynd-
inni eru Þórður Ingvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lindar, og
Halldór Guöbjarnason, bankastjóri Landsbankans.
Samningar tókust milli undirmanna og útgerða:
AFLYST
Fjármögnunarfélagið Lind hf. flutti
formlega í nýtt húsnæði að Lág-
múla 6 í lok síðustu viku. Vegna
aukinna umsvifa fyrirtækisins var
eldra húsnæði þess í Ingólfsstræti
orðið of lítið, enda rúmaðist starf-
semin undir það síðasta ekki í því
einu saman.
Undanfarin ár hefur starfsemi
Lindar farið vaxandi. Á síðasta ári
gerðust þau tíðindi í sögu fyrirtæk-
isins að Landsbankinn keypti 70%
hlut franska stórbankans Bank In-
dosuez í Lind hf., og samhliða þeirri
ákvörðun lögðu Landsbankinn og
Samvinnusjóður fram nýtt hlutafé í
félagið upp á 115 milljónir króna.
Að sögn Þórðar Ingva Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Lindar
hf„ hefur afkoma félagsins batnað
mikiö síðustu misseri, en hreinn
hagnaður á síðasta ári nam rúmum
tólf milljónum króna.
Þá hefur Lind hf. látið hanna fyrir
sig nýjan íslenskan innheimtuhug-
Um 12.
vinnu á
Atvinnulausum fjölgaöi frá
september til október á öllum
vinnusvæöum nema á Vestur-
landi, samkvæmt frétt frá
Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins. Miðaö við
heilt landsvæði íjölgaði at-
vinnulausum mest á Suður-
nesjum, þar sem 12. hver kona
(4,4%) var án vinnu í október,
en 1,7% karla.
f einstökum sveitarfélögum
munu flestir atvinnulausir á
Suðureyri. Skráð atvinnuleysi
svaraði til 40 manns án vinnu
allan mánuðinn, þar af 28 konur.
Þegar litið er til þess að íbúar
Suðureyrar eru aðeins um 360
búnað frá fyrirtækinu Huggildi. Með
nýja hugbúnaðinum verður m.a.
hægt að fá yfirlit yfir greiðslu-
(fyrir ári), má áætla að þetta þýði
allt að 35% atvinnuleysi meðal
kvenna á staðnum, en um 10%
meðal karla.
Aðrir staðir þar sem atvinnu-
leysi hefur u.þ.b. tvöfaldast eða
meira, eru: Húsavík, Seyðis-
fjörður, Selfoss, Þorlákshöfn,
Garður, Sandgerði, og Keflavík
(úr 55 í 161). Samanlagður fjöldi
atvinnulausra á þessum stöðum
hefur vaxið úr 150 í september
upp í 400 í október.
Alls svaraði skráð atvinnuleysi
til 1.610 manns án vinnu allan
októbermánuð, þar af 880 kon-
um og 730 körlum.
- HEI
skiLVanskil í ákveðnum atvinnu-
greinum, eftir landshlutum auk
annarra nýjunga.
Menntamálaráðherra hefur boðið
Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta, að tilnefna einn fulltrúa í
nefnd sem endurskoða á lög um
Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Samstarfsnefnd námsmannahreyf-
inganna, sem í eiga sæti Stúdenta-
ráð, Bandalag íslenskra sérskóla-
nema, Samtök íslenskra náms-
manna erlendis og Iðnnemasam-
band íslands, fær og einn fulltrúa.
Samstarfsnefnd námsmanna er
mjög ósátt við þennan hátt mála.
Hún „... lýsir yfir furðu sinni með
þau sérkennilegu vinnubrögð
menntamálaráðherra að leggja að
Samningar tókust í deilu undir-
manna á farskipum og útgerða kaup-
skipa í fyrradag. Verkfalli, sem hófst
á fóstudag, hefur verið aflýst með
þeim fyrirvara að aðilar samþykki
samninginn.
Eftir langa en árangurslitla lotu á
föstudag horfði ekki vel. Á laugardag
féllu sjómenn hins vegar frá kröfum
um að fá fæðispeninga í landi út á
unna frídaga á sjó. Það varð til þess
að ríkissáttasemjari kallaði deiluaðila
á fund sinn í fyrradag. Þegar Karp-
húsinu var svo lokað um miöjan dag,
þótti sýnt að samningar væru í burð-
arliðnum, þó sumir hafi enn óttast að
þeir væru andvana fæddir. Upp úr
kvöldmat voru samningar undirrit-
aðir.
Sjómenn fá 3% grunnkaupshækk-
un, en vinnuveitendur ákvæði um
vinnuhagræðingu og vinnu sjó-
manna í höfnum. Þá er í samningn-
um heimild um að semja við einstak-
ar áhafnir að vinna í vél viðkomandi
skipa. Fyrir þá vinnu yrði greitt sér-
staklega. Þessi krafa vinnuveitenda
jöfnu heildarsamtök íslenskra náms-
manna hérlendis og erlendis og lítið
pólitískt félag í Háskólanum", eins
og segir í ályktun Samstarfsnefndar-
innar.
Rök ráðherra eru þau að Vaka hafi
ákveðnar tillögur í lánamálum, sem í
veigamiklum atriðum stangist á við
tillögur Samstarfsnefndarinnar. Ól-
afur Arnarson, aðstoðarmaður ráð-
herra, segir að þeim hafi þótt rétt að
þessar tvær skoðanir námsmanna
fengju þannig málpípu í nefndinni,
þó vissulega væri þar ekki rúm fyrir
fulltrúa allra skoðana, sem væri enda
ætlað að gaumgæfa allar hugmyndir
stóð lengi í mönnum og hleypti
reyndar illu blóði í sjómenn í upphafi
deilna. Auk alls þessa ætla samnings-
aðilar að huga að ýmsum sérmálum á
samningstímanum. Samningamenn
eru sæmilega sáttir. Grunnkaups-
hækkunin var alltaf takmark sjó-
manna og vinnuveitendur segja að
ákvæði um hagræðingu komi í veg
fyrir að hækkunin hafi almennt for-
dæmi um komandi samninga.
Við undirritun var verkfalli aflýst
með venjubundnum fyrirvara um
samþykki samningsaðila. Hefði síð-
asta lotan farið út um þúfur, voru
menn búnir til langs og harðs verk-
falls. Þó aðeins eitt skip hafi stöðvast
þá rúmu tvo sólarhringa, sem vinna
lá niðri, raskaði verkfallið áætlunum
skipafélaga, útflutningsfyrirtækja og
innkaupamanna.
Niöurstaðna í atkvæðagreiðslu sjó-
manna er ekki að vænta fyrr en eftir
nokkrar vikur. Menn bíða þeirra
nokkuð spenntir, enda sjómenn í
Reykjavík frægir fyrir að fella samn-
inga. -aá.
til lausnar vandanum. Ólafur vildi
ekki tjá sig um efni tillagnanna.
Innan Vöku eru margir forvígis-
menn í félagsskap ungra sjálfstæðis-
manna. Á landsþingi sínu nú í sumar
ályktuðu Vökumenn m.a. að færa
skyldi námslánin inn í bankakerfið.
Ýmsir þingfulltrúar ungra sjálfstæð-
ismanna hafa reyndar síðan þá tekið
undir ályktanir stúdenta, sem ganga
þvert á yfirlýsingu þings ungra sjálf-
stæðismanna. Ekki náðist í formann
Vöku, Elsu B. Valsdóttur, í gær til að
fá uppgefið hverjar tillögur Vöku
eru. a mun ætla að þiggja sætið.
-aá
hver kona án
Suðurnesjum
Vaka fær mann í lánanefnd