Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hotnarhusinu v Tryggvagolu
S 28822
HARVANDAMAL?
r-'gZl-
S *^Nýtí
I bE
BE
4r «
EUQO-HAIR
á Islandi
Lausnin er: Enzymol '
Nýtt í Evrópu
■ Engin hárígræösla
lEngin gerfihár
■ Engin lyfjameðferð
■ Einungis tímabundin notkun
Eigid hár med hjálp iífefna-orku
p:öHSxlíe8M2i Rvik ® 91'676331 e.kl.16.00
Áskriftarsími
Tímans cr
686300
Tiniinn
ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓV. 1991
Islenskar getraunir róa nú á sömu mið og hópur manna, sem kallast Fylkis-
hópurinn og hafa verið virkir í erlendum getraunum og aflað gjaldeyris:
UNNU 1600 ÞÚSUNDí
ÍTÖLSKUM GETRAUNUM
Hópur manna, sem reglulega spilar í ítölsku getraununum, fékk
um helgina 13 leiki rétta á getraunaseðlinum. Að auki fengu þeir
tólf rétta á 12 röðum. Heildarvinningsupphæðin var því um
1600 þúsund krónur.
Þrátt fyrir heppnina voru þeir
jafnframt óheppnir, því að um
helgina var aðeins leikið í 2. deild
vegna landsleiks, sem ítalska
landsliöið leikur í vikunni. Af
þeim sökum var potturinn mun
minni, lækkaði úr 34 milljörðum
líra í 26 milljarða líra. Þá voru
margir með 13 leiki rétta. „Jú,
auðvitað vorum við spenntir á
meðan við vorum að bíða eftir
vinningsupphæðinni, en við vor-
um að vonast eftir hærri upphæð
en þetta," sagði Jón Magngeirs-
son, einn af hinum heppnu, í sam-
tali við Tímann.
Hópurinn, sem myndaður er af
mönnum sem standa nærri
íþróttafélaginu Fylki í Árbæ, hefur
spilað reglulega í ítölsku getraun-
unum, eða allt frá því að þeir
fengu 12 rétta í sumar og unnu
sér þar inn um 400 þúsund. Síðan
hafa þeir ávallt verið nálægt vinn-
ingi og ávallt fengið 11 rétta. Fylk-
ishópurinn hefur einnig verið
mjög virkur í íslensku getraunun-
um.
En nú opnast fleiri leiðir fyrir
landann til þess að krækja í stórar
fjárhæðir og þær í beinhörðum
gjaldeyri: íslenskar getraunir
opnuðu í gær sölukerfi sitt í sam-
eiginlegum getraunapotti ís-
lenskra og sænskra getrauna. Að
sögn Sigurðar Baldurssonar fram-
kvæmdastjóra hafa íslenskar get-
raunir ekki verið samkeppnishæf-
ar við stór getraunakerfi erlendis.
Það væru margir stórir hópar
starfandi hér á landi og gamla
kerfið hér hefði ekki fullnægt
þeirra kröfum. Þessir hópar væru
að spila fyrir stórar fjárhæðir og
Friðrik Friðriksson hefur keypt Pressuna af Aiþýðuflokknum:
Pressan seld
Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Eimreiðarinnar hf.,
hefur keypt vikublaðið Pressuna
af Blaði hf. Við kaupin yfirtók
Friðrik aJIar eignir og skuldir fé-
lagsins og greiðir eftirstöðvar til
AÍþýðuflokksins, eiganda Blaðs
hf., með umsömdum hætti.
Heildarkaupverðið er trúnaöarmál
milli seljanda og kaupanda.
Friðrik sagði að engar breytingar
væru iyrirhugaöar á útgáfu blaðs-
Íns. Gunnar Smári Egilsson hefur
verið endurráðinn ritstjóri.
Friðrik sagði að ef ekkert óvænt
komi upp á, muni Eimreiðin hf.
hefja útgáfu sérstaks helgarblaðs
upp úr næstu áramótum. Hann
sagðist vera búinn að skoða þetta
dæmi mjög mikið og ætli að gera
það áfram næstu vikur. Friðrik
var spurður hvort siíkt helgarblað
myndi ekki keppa á sama markaði
og Pressan. Hann sagði að það
væri viss hætta á því og það yrði
skoðað í tengslum við þá vinnu,
sem nú er f gangi, en tók jafn-
framt fram að haga mætti útgáf-
unni með þeim hætti að Pressan
og nýja helgarblaðið lendi ekki í
samkeppni.
Friðrik sagði að áform sín um að
gefa út nýtt helgarblað koml
áformum Stððvar tvö, um að
breyta Sjónvarpsvísi Stöðvar tvö í
helgarmagasín, ekkert við.
Fyrir nokkru var rekstur Alþýðu-
blaðsins aðskilinn frá rekstri
Blaðs hf. og er útgáfa Alþýðu-
blaðsins þessum kaupum óvið-
komandi. Útgáfa Alþýðubiaðsins
er á vegum Aiprents hf., sem er að
fullu f eigu Alþýðuflokksins.
Bensínlausir á hálendinu
Björgunarsveitin Dagrenning á
Hvolsvelli var á sunnudag kölluð til
aðstoðar 19 manna hópi á níu jepp-
um, sem lent hafði í erfíðleikum á
Fjallabaksleið syðri. Sumir bílamir
höfðu orðið bensínlausir, sem rekja
má til þess að færð var mun erfíðari
en búist var við og bifreiðamar eyddu
meira eldsneyti en ráð var fyrir gert
Að sögn Kristjáns Guðmundssonar,
lögregluþjóns á Hvolsvelli, komu hóp-
urinn til Hvolsvallar um klukkan 17 í
gær í fylgd Björgunarsveitarmanna.
Hann sagði að ferðin hefði gengið
seint, vegna klaka á lækjum og þungr-
ar færðar, annars hefði veðrið verið
ágætt. Að sögn Kristjáns heföu bílam-
ir verið ágætlega búnir, fólkinu liðið
vel og aldrei nein hætta steðjað að því.
-PS
væru stærstu tippararnir.
„Það var greinilegt að þessir
menn voru komnir með stærri og
meiri kröfur um stærð vinninga
en við gátum uppfyllt og þess
vegna fóru þeir að taka þátt í er-
lendum getraunum. Það kom
greinilega í ljós í sölu hjá okkur
að þó nokkur fjöldi manna tók
orðið þátt í erlendum getraunum
— í Danmörku, Svíþjóð, Eng-
landi, Ítalíu og Spáni. Núna aftur
á móti vorum við að tengjast kerfi
þar sem potturinn er stór og við
vitum til þess að hóparnir, sem
hafa verið að spila erlendis, ætla
að hætta því og hefja aftur þátt-
töku í Islenskum getraunum.
Þessir menn vilja tippa stórt og
mikið og þeim nægði einfaldlega
ekki sú fullnæging sem við gátum
veitt þeim, því það er ekki raun-
hæft að tippa fyrir stóran pening
þegar potturinn er ekki nema ein
og hálf milljón," sagði Sigurður
Baldursson, framkvæmdastjóri ís-
lenskra getrauna. —PS
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga erfitt með að sætta
sig við 20% niðurskurð á nýframkvæmdum í vegamálum:
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra keypti fýrsta getrauna-
seöilinn í nýju kerfi (slenskra getrauna þar sem potturinn er
sameiginlegur með sænsku getraununum. Þorsteinn keypti
seðilinn í sjoppunni hjá sjálfum Ragnari Reykás og urðu fagn-
aðarfundir með þeim, sem vænta mátti. Tímamynd: Ami Bjama
Blöndal gerður aftur-
reka með vegaáætlun
Halldór Blöndal samgönguráðherra
hefur tvisvar lagt fyrir þingflokk
Sjálfstæðisflokksins drög að áætlun
um vegamál, en í bæði skiptin hefur
áætlunum hans verið hafnað. Meiri-
hluti þingflokksins sættir sig ekki
við að nýframkvæmdir í vegamálum
verði skomar niður um 20% á
næsta ári, eins og áætlanir sam-
gönguráðherra gera ráð fyrir.
Eins og greint var frá í Tímanum
fyrir helgi, hefur samgönguráðherra
lýst því yfir að framkvæmdir við jarð-
göng á Vestfjörðum verði að öllu leyti
fjármagnaðar af almennu vegafé
þessa árs. Þetta þýðir að draga verður
saman framkvæmdir á öðrum svið-
um vegamála. Drögin að vegaáætlun,
sem ráðherra lagði fram í þingflokki
sjálfstæðismanna, gerðu ráð fyrir að
fé yrði skorið niður til vegamáía í öll-
um kjördæmum nema Reykjavík.
Ástæðan er sú, að gerður hefur verið
samningur milli fjármálaráðuneytis-
ins og borgarinnar um greiðslu
vegna lagningar þjóðvega í þéttbýli.
„Þessi niðurskurður er algerlega óá-
sættanlegur frá minni hendi,“ sagði
Egill Jónsson, þingmaður flokksins á
Austurlandi, þegar hann var spurður
um fyrirhugaðan niðurskurð á vega-
fé.
Egill sagði að sú ákvörðun að fjár-
magna Vestfjarðagöng að öllu leyti af
almennu vegafé, en ekki með lánsfé
að hluta til, eins og fyrirhugað var,
þýði varanlegan niðurskurð á fé til
vegamála. Veita verður fé til Vest-
fjarðaganga út þetta kjörtímabil.
Egill sagöist einnig vera óánægður
með að í samningi ríkisins og borgar-
innar væri, í upphafi samningstíma-
bilsins, samið um hærri greiðslur
heldur en gildandi vegaáætlun gerir
ráð fyrir. Egill segir óeðlilegt að það
skuli hafa verið samið um annað en
Alþingi var búið að taka ákvörðun
um.
Reiknað er með að þetta mál verði
rætt að nýju, þegar forsætisráðherra
og fjármálaráðherra koma heim úr
sínum utanförum. Búist er við að
mjög harðsótt verði að fá fjármála-
ráðherra til að breyta þeim fjárlaga-
ramma, sem hann hefúr þegar lagt
fyrir þingið. Sé mið tekið af þeim
áherslum, sem Davfö Oddsson for-
sætisráðherra hefur haft í byggða-
málum að undanfömu, þykir ólíklegt
að hann leggi til að fé til vegamála
verði aukið. Hins vegar komast ráð-
herrar flokksins ekki hjá því að fá
samþykki þingflokksins fyrir vega-
áætlun. -EÓ
Vinningstölur laugardaginn (íiYí’s^ (24)(2I 9. nóv. 1991
(21 V
vin; ,'ingar FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 1 2.689.437
2. 4 afS 9 < 4 116.822
3. 4a(5 122 6.607
4. 3al5 3.609 521
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.843.068
Ém
f 1
UPPLYSINGAR SlMS\i AR 91 -681511 . ■wj. sa991002