Tíminn - 12.11.1991, Qupperneq 4

Tíminn - 12.11.1991, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 12. nóvember 1991 UTLOND EB reynir að koma sendimönnum sínum frá Dubrovnik: Eru í mikilli hættu Evrópubandalagið ætlar að koma sendimönnum sínum í burtu frá Dubrovnik eins fljótt og mögulegt er, því það er of hættulegt að vera þar. Þetta sagði talsmaður Evrópubandalagsins í gær. „Við höfum miklar áhyggjur af ör- yggi þeirra. Ætlunin er að koma þeim í burtu við fyrsta tækifæri," segir Ed Koestal, talsmaður EB, á blaðamannafundi í Zagreb í gær. „Við erum að tala við júgóslavneska herinn um að koma í kring stuttu vopnahléi, svo að þeir fái tækifæri til að komast út úr borginni. Við vitum ekki hvenær þetta verður hægt,“ sagði Koestal. Sex sendimenn frá EB eru staddir á Hótel Argentínu í Dubrovnik, en hótelið varð fyrir sprengingu á sunnudaginn þegar sveitir hersins vörpuðu sprengjum á borgina. Árásir héldu áfram í gær. Herskip gerðu árásir og sprengjum rigndi yfir borgina. Júgóslavneski herinn hefur haldið uppi stöðugum árásum á Du- brovnik síðan króatískar sveitir lokuðust þar inni ásamt 50.000 íbúum. Herinn hefur krafist skil- yrðislausrar uppgjafar. „Sjóherinn hefur skotið beint, bæði á borgina og á Lapadskaga/' sagði Koestal. Hann sagði að búið væri að hertaka svæði nálægt hót- elinu. Hann sagði að ekki hefði ver- ið um beinar árásir á hótelið að ræða í gær, þrátt fyrir að það hafi orðið fyrir sprengju á sunnudag. Þá var breskur blaðamaður skotinn í fótinn. „Sendimenn okkar dveljast ekki lengur í kjallara hótelsins, en þeir komast ekki í burtu. Það er of hættulegt," sagði Koestal. „Sendi- mennirnir sáu þegar leyniskytta skaut á sjúkrabíl Rauða krossins. Það er ótrúlegt að þeir skuli skjóta á sjúkrabíl, það er eins og ekki sé minnst á neitt slíkt í Genfarsátt- málanum," segir Koestal. Dubrovnik hefur verið haldið í herkví í 43 daga. Matur og vatn er orðið af skornum skammti. Meira en 200 sendifulltrúar Evr- ópubandalagsins eru í Króatíu, en ástandið á þeim svæðum, sem full- trúarnir hafa komið á, fer síversn- andi. Einn sendifulltrúi hefur slas- ast, en nokkrir hafa sloppið naum- lega við meiðsl. Reuter-SIS Forseti Suður-Kóreu óttast að Norður-Kóreumenn séu langt komnir við smíði kjarnorkuvopna: Ástæða til að hafa áhyggjur Nýr sendiherra Sov- étríkjanna í Svíþjóð: Oleg Grin- evsky skip- aður sendi- herra í Svf- þjóð Oleg Grinevsky hefur verið skipaður sendiherra Sovétríkj- anna í Svíþjóð. Hann var aðal- samningamaður Sovétmanna í afvopnunarviðræðum vesturs og austurs á fundinum sem haldinn var í Vínarborg. Grinevsky tekur við stöðu Ni- kolais Uspenski, sem var skip- að að koma tafarlaust til Moskvu eftir að hann hafði op- inberlega Iýst yfir stuðningi við valdaránstilraunina í Moskvu í ágúst. Uspensky fór frá Svíþjóð í síðasta mánuði. Mikhail Skupov sendiráðsrit- ari segir að sænska ríkisstjóm- in hafi samþykkt ráðningu Grinevskys í embættið. Hann tekur við stöðunni í janúar á næsta ári. Reuter-SIS Forseti Suður-Kóreu, Roh Tcie Woo, segir að sá möguleiki, að Norður- Kóreumenn séu að framleiða kjamorkuvopn, sé fyrir hendi og að vegna þessa sé ástæða til að hafa áhyggjur. í síðasta hefti tímaritsins Newswe- ek, sem kom út í gær, segir Roh: „Það myndi valda meiri óstöðug- leika ef Norður-Kóreumenn ættu kjarnorkuvopn, en ef írakar ættu slík vopn. Það verður að koma í veg fyrir þessa ógnun." í The New York Times, sem kom út nú um helgina, er grein þar sem kemur fram að í Washington, Seúl og Tókýó hafi menn vaxandi áhyggjur af því að Norður-Kóreu- menn séu enn nær því að eiga kjarnorkuvopn en fyrir aðeins einu ári. í blaðinu segir að samkvæmt nýj- ustu upplýsingum sé áætlað að Norður-Kóreumenn séu við það að geta framleitt hundruð kílóa af plú- tóníum, sem notað er við smíði kjamorkuvopna. Norður-Kórea hefur oftar en einu sinni neitað alþjóðlegum vopnaeft- irlitsnefndum að kanna hvernig kjarnorku- og vopnamálum er hátt- að þarlendis. Roh tilkynnti á föstudag, að Suð- Roh Tae Woo, forseti Suður- Kóreu. ur-Kóreumenn ætluðu að falla frá framleiðslu, geymslu og notkun kjarnorkuvopna, og skoruðu jafn- framt á Norður-Kóreu að leyfa al- þjóðlegt vopnaeftirlit hjá sér. í viðtalinu við Newsweek segir Roh að Norður-Kóreumenn gætu orðið þess megnugir að framleiða kjarnorkuútbúnað innan tveggja til þriggja ára. Þrátt fyrir kjarnorkuógnina, lýsti Roh þvf yfir að hann hefði trú á að sameining Kóreu gæti orðið að veruleika fyrir lok þessarar aldar. Roh hafði nokkrar áhyggjur af aukinni hervæðingu Japana. Hann sagði að í grundvallaratriðum væri þar verið að auka varnarkerfi Jap- ans, og það hefði vonandi ekki ógn- andi áhrif á nágranna Japans. „En erfitt er að greina í sundur varnar- eða sóknarstöðu. Það er spurning um áform. Þess vegna ætlum við að fylgjast mjög vel með Japönum," sagði Roh. Um hlutverk Bandaríkjanna í Asíu sagði Roh að hann ætti von á að Bandaríkin hefðu áfram hernaðar- leg áhrif á svæðinu, því í hvert sinn sem Bandaríkin kölluðu sveitir sín- ar heim aftur eða minnkuðu áhrif sín þar, væru afleiðingarnar hörmulegar. Reuter-SIS FRETTAYFIRLIT JÓHANNESARBORG - Að minnsta kosti 52 námumenn voru drepnir I gullnámum í Suður-Affiku um helgina í verstu átökum svartra á þessu ári. LONDON . Fjölskyida fjöl- miðlakóngsins Sir Roberts Maxwell sættir sig ekki við skýringar sem gefnar eru á dauða hans, og telur jafnvel að hann hafi verið myrtur. PHNOM PENH . Eldri bróðir Pois Pot, leiðtoga Rauðu khmeranna í Kambódíu, vill að hann verði dreginn fyrir rótt og látinn svara til saka fyrir glæpa- verk Rauðu khmeranna. Einnig sagði bróöirinn að það ættl að koma I veg fyrir að þeir kæm- ust afturtil valda I landinu. Sir Robert Maxwell. TÓKÍÓ . James Baker, utan- rfkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt Japönum að þeir ættu að leiða en ekki fylgja í viðskiptamálum heims. Öryggisráð S.Þ. vill senda friðareftirlitsnefnd til Kambódíu: Perez de Cuellar á að senda friðarnefnd til Kambódíu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur beðið Javier Perez de Cuell- ar um að senda nefnd til Kambódíu til að sjá um að fríður verði hald- inn. Ef slík nefnd verður send til Kambódíu, verður það næst- stærsta verkefni Sameinuðu þjóðanna og jafnframt það dýrasta. Öryggisráðið samþykkti þetta með 15 samhljóða atkvæðum á fundi í París á dögunum, og þykir sam- þykktin renna stoðum undir það að Sameinuðu þjóðirnar ætli að gera sitt besta til að friðarsáttmálinn haldi, en stríðandi aðiiar í Kamb- ódíu undirrituðu hann þann 23. októþer. Þar er samþykkt að draga saman í herjum og halda lýðræðis- legar kosningar. Þá var jafnframt óskað eftir aðgerðum af hálfu Sam- einuðu þjóðanna. Sir David Hannay, sendiherra Bretlands, segir að þessi ákvörðun sé mikilvægt skref í áttina til að ná friði og jafnvægi í Kambódíu. Jean- Bertrand Merimee, sendiherra Frakklands, segir að eftir um það bil fjóra mánuði ætti að vera hægt að senda öryggissveitir til Kambód- íu. Á þeim tíma ætti að vera búið að fá fjármagn til verksins, svo og undirbúa starfsfólk. Verkefnið hef- ur verið kallað UNTAC sem mætti kalla Sameinuðu þjóðirnar: Breyt- ingar á yfirvöldum í Kambódíu. Enginn veit með vissu hversu mik- ið fjármagn eða hversu margt fólk þarf til verkefnisins, sem á að styrkja það að endi verði bundinn á borgarastyrjöldina í landinu. Di- plómatar telja að það komi til með að geta kostað allt að 60 milljarða ísl. króna og vilja að Bandaríkin og Japan borgi hvort um sig einn þriðja af þeirri upphæð. í uppkasti að kostnaðarætlun, sem gerð var í Ástralíu á síðasta ári, myndi það kosta 60 milljarða að senda 5.500 hermenn, 2.500 lög- reglumenn, 1.480 óbreytta borgara og 2.700 embættismenn til að fylgjast með kosningum í 18 mán- uði alls. Þetta eru um 12.000 manns. Stærsta aðgerð Sameinuðu þjóð- anna var þegar hátt í 20.000 her- menn voru sendir til Kongó á sjö- unda áratugnum. Með Parísarsamþykktinni er Perez de Cuellar ætlað að hrinda áætlun sinni í framkvæmd eins fljótt og hægt er. Honum er einnig gert að tilnefna sérstakan fulltrúa fýrir Kambódíu fýrir sína hönd. Mikill þrýstingur er á Rafeeuddin Ahmed, aðstoðarframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, á að fara til Kambódíu. Hingað til hefur hann neitað að fara, af persónuleg- um ástæðum. Sumir diplómatar telja að hann fari þangað innan fárra mánuða, á meðan leitað verð- ur að eftirmanni hans. Á næstu dögum fara Jean-Michel Loridon, franskur hershöfðingi, og Ataul Karim, diplómat frá Bangla- desh, og fleiri til Kambódíu. Ekki er búist við að þeir fari fyrir UNT- AC-sendinefndinni. Parísarsamþykktin skorar á alla flokka að vinna að því að halda vopnahléð í Kambódíu, og einnig er skorað á þjóðarráð landsins að vinna með Sameinuðu þjóðunum. Þjóðarráðinu er ætlað að taka við stjórnartaumunum í Kambódíu undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna. Fyrir ráðinu fer Norodom Si- hanouk prins, en í því sitja erind- rekar fyrrverandi ríkisstjórnar landsins. í ríkisstjórninni, sem fer nú með völdin, fara tvær and- kommúnískar hreyfingar og Rauðu Khmerarnir, sem bera ábyrgð á dauða milljóna manna í Iandinu. Fjöldi þeirra, sem verða í sendi- nefnd Sameinuðu þjóðanna, skiptir miklu máli til að fá stuðning og trúnað stjórnvalda. Stjórnvöld vilja vera viss um að hernaðaríhlutun S.Þ. muni hafa stjórn á skæruliðum í sveitum landsins. Flokkar, sem eru and- stæðir Hun Sen, vilja að fram- kvæmdavaldið verði fært úr hans höndum og til Sameinuðu þjóð- anna. Reuter-SIS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.