Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 12. nóvember 1991 MINNING Valborg Bentsdóttir Á allrasálnamessu, 2. nóvember sl., lést að heimili sínu Valborg Bents- dóttir. Valborg fæddist á aðfangadag 1911 á Bfldudal og á Vestfjörðum ólst hún upp. Hún fékk þá menntun, sem unnt var að veita á nálægum slóð- um, og lauk gagnfræðaprófi 1927. Kennaraprófi lauk hún svo árið 1934. Þetta þótti góð menntun fyrir stúlku á þeim árum, en ung stúlka með gáfur og metnað Valborgar hefði sótt mun lengra fram á menntabrautinni ef hún hefði fæðst í þennan heim svo sem tveimur ára- tugum síðar. Þjóðfélagið breyttist ört og Valborg var ein af þeim önd- vegiskonum, sem lögðu sig allar fram til þess að breyta tíðaranda og þjóðfélagsaðstæðum og gera konum þar með leiðina til mennta og áhrifa greiðari. Valborg var samferðakona mín í starfi á Veðurstofunni og í kvenrétt- indabaráttunni frá því ég var um tví- tugt og ég hef margt af henni lært. Hún var alltaf baráttuglöð, rökvís og örugg í málflutningi og ekki síst hreinskiptinn og góður félagi. Hún kannaði hvert mál vandlega og það kvað hana enginn í kútinn. Fyrsta minning mín um Valborgu tengist þó ekki persónulegri við- kynningu, heldur lestri á frásögn hennar í blaðagrein af lífi sfldar- stúlkna á Siglufirði sumarið sem sfldin brást. Ég var þá menntaskóla- stelpa og tók vel eftir þegar konur komu einhvers staðar fram og stóðu sig vel. Valborg greip í ýmis störf á yngri árum. Hún vann skrifstofu- og verslunarstörf í Reykjavík og Nes- kaupstað, var kennari í Ölfusinu, á Hesteyri og síðar í Reykjavík, en berklarnir bundu enda á kennarafer- il hennar. Það var svo snemma árs 1946 að Valborg hóf störf á Veðurstofúnni. Hún var þá gift Eiríki Baldvinssyni, kennara og síðar verslunar- og skrif- stofumanni, og átti 3 börn, Silju Sjöfn, Eddu Völvu og Véstein Rúna. Um þessar mundir var Teresía Guð- mundsson að taka við störfum veð- urstofustjóra. Stofnunin var að stækka og breytast vegna nýtilkom- innar þjónustu við flugsamgöngur. Valborg vann fyrstu árin við ýmis störf, en varð síðan skrifstofustjóri Veðurstofunnar þar til í júní 1981, en þá voru lögskipuð starfslok að nálgast. Það kom sér örugglega vel fyrir fýr- ir Veðurstofuna að hafa jafntraustan og gætinn skrifstofustjóra og Val- borgu á þessum uppbyggingarárum. Saman settu þær Teresía sérstakan svip á Veðurstofuna og víst er að á þeim bæ hefur jafnréttis kynjanna jafnan verið vel gætt. Valborg þjónaði sínum vinnustað af trúmennsku og þegar þess er einnig gætt að heilsan var aldrei sterk, gegnir það furðu hve miklu hún fékk áorkað utan vinnutíma. Árið 1945 hóf hún ásamt tveimur öðrum konum útgáfu á ársritinu Emblu, sem hafði það hlutverk að flytja ritverk kvenna, og hún var lengi í ritstjórn 19. júní, blaðs Kven- réttindafélags íslands, og víðar kom hún við þegar um var að ræða að koma verkum kvenna á framfæri. Hún átti sjálf Iétt með að skrifa fal- legt íslenskt mál og vann til verð- launa fýrir frásagnir í greinaformi. Hún gat einnig lífgað upp á tilver- una í kringum sig með því að kasta fram vísum og það vissum við sam- starfsmenn hennar mætavel, en það kom okkur samt nokkuð á óvart þegar hún sýndi á sér rómantísku hliðina og birti í bók ástarljóð eða „sögukorn". Bókin kom út 1962 og hét því einfalda nafni „Til þín“. Það ráku líka ýmsir upp stór augu sem sáu handavinnuna heima hjá henni. Valborg hefur sjálfsagt verið fædd kvenréttindakona og fyrir KRFÍ starfaði hún af ósérhlífni og dugnaði meðan kraftarnir entust. Jafnvel í sumar, þegar heilsan var að mestu brostin, gat hún verið hjálpleg við að leysa úr spurningum um konur á landsfundi um 1950. Ég held ég megi fullyrða að um fjörutíu ára skeið hafi varla nokkur merkur at- burður gerst í baráttusögu KRFÍ án þess að Valborg ætti þar hlut að máli, og hún var ein af þeim konum sem skipulögðu kvennafrídaginn 1975. KRFÍ kunni vel að meta öll þessi störf og hún er ein af fáum heiðursfélögum þeirra samtaka. Val- borg var líka kvödd til starfa hjá samtökum ríkisstarfsmanna, og lét þar ekki sitt eftir liggja í launabar- áttunni. Slík störf eru sjaldan þökk- uð, en Valborg hlaut að launum gullmerki Starfsmannafélags ríkis- stofnana. Eitt kjörtímabil var Valborg vara- bæjarfulltrúi fyrir Framsóknar- flokkinn og það er dæmi um ósér- hlífni hennar að þá tók hún að sér að starfa í þeirri nefhd sem erfiðust var, barnaverndarnefnd. Valborg var útvarpshlustendum að góðu kunn, bæði á árum áður í dag- skrám KRFÍ og einnig fyrir erindi og þætti hin síðari ár. Þannig lítur lífshlaup Valborgar út í stórum dráttum í augum sam- ferðakonu um langan tíma. Hún rækti sitt opinbera starf vel og Veð- urstofa íslands og starfsmenn henn- ar flytja henni þakkir að leiðarlok- um. Hún var hugsjónakona og beitti sér hvar sem því varð við komið og hlaut að verðleikum fálkaorðuna fyrir störf að félagsmálum, og því skal heldur ekki gleymt að hún ól upp þrjú börn sem voru henni stoð og stytta tvö síðastliðin veikindaár. Friður sé með henni. Adda Bára Sigfúsdóttir Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavlk 8. tll 14. nóvember er I Háa- leltlsapóteki og Vesturbæjarapóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl- una frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar i síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek em opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðmm timum er lyfja- fraeöingur á bakvakt. Upplýsingar em gefnar I slma 22445. Apótek Koflavíkur: Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vostmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið erá laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, slmi 28586. Læknavakt fýrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 tii 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapantanir í síma 21230. Borgarspítallnn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu enjgefnar I sim- svara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér Jón Guðmundsson bifreiðarstjóri Fæddur 13. október 1915 Dáinn 1. nóvember 1991 Nú er Jón minn Guðmundsson all- ur. Ekki bjóst ég við að hann hyrfi svona fljótt frá okkur eftir 75 ára af- mælið, sem haldið var hálíðlegt fyr- ir rúmu ári að Húnabúð, félags- heimili Húnvetningafélagsins, Skeifunni 17, hér í borg. Þarvoru margir vinir Jóns ogsam- herjar. Félagar úr Kvöldvökufélag- inu Ljóð og Saga fjölmenntu til þessa afmælis, en Jón var þá nýlega gerður heiðursfélagi þess eftir langt starf þar, en formaður var hann um árabil í þessum þjóðlega félagsskap sem stofnaður var fyrir um þremur áratugum. Fyrst kynntist ég Jóni, svo og konu hans Guðrúnu Karlsdóttur, er ég kenndi við Þinghólsskóla í Kópavogi fyrir tveimur áratugum. Hann bjó beint á móti skólanum, að Vallar- gerði 22. Lagði ég nokkrum sinnum leið mína til þessara ágætu hjóna og var jafnan vel tekið, boðið að borða meira að segja. Dóttur þeirra hjóna, Jörgínu, nú bankaútibússtjóra á Tálknafirði, kenndi ég þarna í skól- anum. Þegar þetta var, ók Jón stræt- isvagni milli Kópavogs og Reykja- víkur. Ekki var það allt jákvætt, ung- lingar skemmdu vagnana og unnu ýmislegt það sem vagnstjóranum varð til ama. Jón hafði hins vegar furðu gott lag á þessu unga fólki, þó að fyrir kæmi að hann þyrfti að beita valdi til að koma reglu á hlutina. Afmælið hans Jóns, 13. október í fyrra, varð tilefni mannfagnaðar eins og fyrr segir. Þar fluttu margir kveðjur hinum roskna heiðurs- manni. Því miður rættist eigi sú von mín, er ég bar fram, að hann lifði enn lengi í þessum heimi, en hér eru eins og þrjár vísur úr bragnum: Eg úr lífsins albúmi ekki Jóni fleygi. Guðrúnu, hans góðkvendi, gleymi heldur eigi. Um hann mæli eg af sann, yfír hvað sem dynur. Ljóði og sögu löngum ann, lista- og menntavinur. Fyrst eg kynntist vininn við í Vallargerði forðum. Árin hafa œ þann sið: öllu velta úr skorðum. Já, það er gott að eiga minningar um góða samferðamenn á lífsins leið. Jón Guðmundsson er einn þeirra. Fari hann í friði til hinna ei- lífu bústaða. Samúðarkveðjur að- standendum. Auðunn Bragi Sveinsson ónæmissklrteini. Garðabær: Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla Hafharflarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt sfmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sátfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Sími 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadelld Landspltal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítalinn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuverndarstöðin: Kl. 14 til Baldvin Þ. Kristjánsson fv. félagsmálafulltrúi Fæddur 9. apríl 1910 Dáinn 3. nóvember 1991 Ekki kom mér á óvart að heyra lát Baldvins nú. Fyrir fáum mánuðum varð ég honum samferða frá Kópa- vogi til Reykjavíkur. Þá gekk Baldvin við staf og virtist orðinn hrumur. Aldurinn var orðinn nokkur — rúm 80 ár. Hann lifði ákaflega virku lífi, kom víða við, bæði innan samvinnu- hreyfingarinnar og á akri þjóðlífs- ins. Minnisstæð munu mörgum út- varpserindi hans, einkum um dag- inn og veginn. Þar var hann oft skorinorður og þorði að láta í Ijós skoðun sína. Og alltaf fannst mér Baldvin Ijá hinum jákvæðu öflum fylgi sitt. Hann þýddi nokkrar bæk- ur eftir dr. Norman Vincent Peale. Fjalla þær allar um listina æðstu: að lifa lífinu þannig að til gagns og gamans sé sjálfum okkur og öðrum. Sumir eru raunar í vafa um að hægt sé að gefa ráðleggingar í því efni. Lífið er það flókið ferli að hverjum virðist að mestu henta sinn háttur. Enginn vafi finnst mér á því leika að Baldvin muni hafa lagt vinnu í að þýða þessi rit hins fræga doktors til að auðga mannlífið, veita straumum reynslu gáfaðs og velviljaðs manns til alþjóðar. Nokkrar minningar á ég um Bald- vin. Fyrst man ég eftir honum norð- ur í Fljótum þegar ég átti hlut að því að leiða hann ásamt fylgdarmanni á rétta leið, er hann kom af Siglu- fjarðarskarði. Þeim kom ég fyrir í Lambanesi hjá frænku minni og manni hennar yfir nóttina, sem þá fór í hönd. Þetta mundi Baldvin alla tíð. Eitt sinn var ég á leið í áætlunarbif- reið norður í land að haustlagi. Var kominn í Fornahvamm, en för minni var annars heitið til Blöndu- óss, enda hafði ég greitt fargjaldið þangað við upphaf ferðar í Reykja- vík. Þarna var sest að snæðingi. Þá var það að ég hitti Baldvin Þorkel. Hann var sjálfur í för norður í Húnavatnssýslu á vegum Sam- bandsins sem erindreki. Hann bauð mér far með sér, sem ég þáði. Er mér ógleymanlegt að hafa fengið tækifæri til að ræða við þennan vel hugsandi mann þessa vegalengd. Á leið um Víðidal sagði hann mér frá því er hann var við snúninga sumar- langt á bænum Þórukoti, sem blasir við augum þegar ekið er nefnda leið. Á bænum Giljá í Þingi var áð. Þar var þá sonur Baldvins í sumardvöl — Kristján sem nú er þekktur lækn- ir. Við ræddum við heimilisfólkið á Giljá, bræðurna Sigurð og Jóhannes Erlendssyni, svo og ráðskonu þeirra. Vel fór um son Baldvins á bænum þessum, það sá ég glöggt þann stutta tíma sem við vorum gestkom- andi þarna. Ég rek ekki æviatriði Baldvins Þor- kels hér, það gera aðrir. En ég minn- ist hans hér og þakka kynnin. Með kveðjum til aðstandenda. Auðunn Bragi Sveinsson kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælíö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heim- sóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 P9 19-19.3Q. Sunnuhlíö hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraös og heilsugæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsiö: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrí - sjúkrahúsiö: Heim- sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavík: Neyöarsimi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið simi 51100. Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akureyrl: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isaljörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, bnjnasimi og sjúkrabifreið sími 3333. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.