Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. nóvember 1991
Tíminn 9
Er nýtt blóð nauðsynlegt í íslenska svínastofninn? íslensk svín hraust og frjósöm, en vaxa hægt og éta mikið:
íslenskt svínakjöt er
bragöbetra en erlent
„Ég er að mörgu leyti ánægður með íslenska svínastofninn, hann
hefur ýmsa kosti. Hann er fremur frjósamur og tiltölulega hraust-
ur, þrátt fyrir skyldleikaræktun. Við íslenskir svínabændur viljum
meina að bragðgæði kjötsins séu mikil,“ segir Guðbrandur Brynj-
úlfsson, svínabóndi á Brúarlandi í Mýrasýslu, í samtali við Tímann.
Nú er verið að rækta upp nýja
hænsnastofna á íslandi, bæði nýjan
kjötstofn og nýjan varpstofn, en er
nauðsynlegt að koma með nýtt
blóð inn í svínastofninn? Guð-
brandur taldi svo vera í grein í bún-
aðarblaðinu Frey í október síðast-
liðinn. Okkar svínastofn stæðist
mjög illa samanburð við erlenda
hvað varðar vaxtarhraða og fóður-
nýtingu, sem væri mun lakari í
okkar stofni og fitusöfnun meiri.
„Fitan er nú einu sinni það sem
neytandinn vill ekki í dag, þannig
að þegar maður lítur sérstaklega á
þessi atriði, þá finnst mér nauðsyn-
legt að fá inn nýtt blóð. Pétur Sig-
tryggsson svínaræktarráðunautur
heldur því fram að við getum bætt
okkar stofn með ræktun. Vissulega
er það hægt, en ég held að það bara
taki svo langan tíma. Við megum
ekki vera að því að bíða eftir því.
Þess vegna verðum við að fá inn
nýtt blóð, til þess að ná fyrr þessum
eiginleikum sem við erum að sækj-
ast eftir, þ.e. auknum vaxtarhraða,
betri fóðurnýtingu og minni fitu“,
segir Guðbrandur.
„Ég vil hins vegar fara afskaplega
varlega í þetta. Ef það verður farið
að flytja inn nýtt erfðaefni, má
náttúrlega ekki demba því út á bú-
in í einni svipan. Það yrði að gera
mjög nákvæmar rannsóknir á því
hvernig þetta kemur út í blöndun
við okkar stofn og hvaða áhrif það
hefur t.d. á bragðgæði kjötsins.
Kynbæturnar hjá okkur eru algjör-
lega skipulagslausar. Bændur eru
eitthvað að reyna að kynbæta og þá
hver fyrir sig,“ bætir Guðbrandur
við.
Pétur Sigtryggsson syínaræktar-
ráðunautur hélt erindi á Ráðu-
nautafundi 1991 um svínarækt.
Hluti þess erindis birtist í búnaðar-
blaðinu Frey fyrir skömmu. Þar
kemur fram að íslensk svín eru af-
komendur ýmissa erlendra kynja,
sem flutt voru til landsins á fimmta
áratugnum og hafa verið ræktuð í
landinu síðan.
Pétur segir að fram að árinu 1980
hafi litlar eða engar upplýsingar
verið til, t.d. um frjósemi gyltna,
vaxtarhraða og fæðingarþunga
grísa, kjötgæði o.fl. Byrjað var á
víðtækum rannsóknum á íslenska
svínastofninum á árunum 1980-
1983, ásamt skipulegu skýrsluhaldi
í svínabúi Kristins Sveinssonar að
Hamri í Mosfellssveit.
Þegar niðurstöður lágu fyrir, var
fyrst hægt að leggja mat á það
hvernig íslenski svínastofninn var á
þessum árum miðað við svína-
stofna í nágrannalöndunum. Sá
samanburður sýndi að svínarækt á
íslandi stóð svínarækt á Norður-
löndum langt að baki. Vöxtur grísa
var hægur, mun lengri tíma tók að
koma grísum upp í sláturstærð á
íslandi og fitusöfnun íslensku grís-
anna var mun meiri. Þar með opn-
uðust augu svínaræktenda fýrir því
að umbóta var þörf í íslenskri
svínarækt til þess að koma til móts
við kröfur neytenda um fituminna
svínakjöt á viðráðanlegu verði.
Einnig var augljós þörf á víðtæku
skýrsluhaldi til að hægt væri að
bæta íslenska svínastofninn, annað
hvort með ströngu úrvali undan-
eldisdýra eða með innflutningi á
kynbótadýrum.
„Óskir um innflutning hafa oft
heyrst eftir að ofannefndar niður-
stöður komu fram, og síðustu
mánuðina hefur verið unnið skipu-
lega að því að kanna hvernig standa
eigi að slíkum innflutningi, án þess
að glata verðmætum eiginleikum
íslenska svínastofnsins, ef ákveðið
verður að flytja inn erfðaefni. Rétt
er að vekja athygli á að þeir svína-
bændur, sem komið hafa á ná-
kvæmu skýrsluhaldi og nota niður-
stöður þess til að bæta framleiðsl-
una og þá um leið rekstur svínabú-
anna, hafa náð miklum árangri.
Óhætt er að fullyrða að óvíða hafa
orðið jafn miklar framfarir í nokk-
urri búgrein og í svínaræktinni síð-
ustu 4-5 árin. Viðbrögð neytenda
bera þess glöggt vitni,“ segir í grein
Péturs.
Þá bendir Pétur á að allt frá árinu
1984 hefur verið lögð mikil áhersla
á að koma til móts við kröfúr neyt-
enda um fituminna og bragðgott
svínakjöt. fslenskir svínabændur
gætu auðveldlega minnkað fitu-
magnið í svínakjöti meira en nú
hefur verið gert, en fara þarf var-
lega í þessum efnum. Varast ber að
íslensk svínarækt lendi í sama
vanda og svínarækt í nágranna-
löndunum, en þar er æ algengara
að neytendur og matreiðslumenn
kvarti yfir að bragðgæðum svína-
kjöts í þessum löndum hafi hrakað
mikið á síðari árum, vegna þess að
sláturgrísir séu orðnir of horaðir
við slátrun. Aðallega er kvartað
undan því að svínakjöt í nágranna-
löndum okkar sé þurrara, seigara
og bragðminna en áður.
„íslenski svínastofninn er frjó-
samur og lítið að sækja í innflutn-
ing til að bæta frjósemi," er m.a.
niðurstaða Péturs. Hann telur að
koma ætti upp góðri kynbótastöð
fyrir svín á íslandi. -js
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra:
Oábyrg ríkisstjórn fari frá völdum
Kjördæmisþing framsóknar-
manna á Norðurlandi eystra fór
fram á Raufarhöfn í byijun mán-
aðarins. Fjölmargar ályktanir og
greinargerðlr voru samþykktar á
þinginu og verða glefsur úr þeim
birtar hér á eftir. Stjómmálaálykt-
un, sem samþykkt var á þinginu,
verður birt í heild sinni síðar. í
stjómmálaályktuninni er m.a.
bent á nauðsyn þess að koma
þeirri óábyrgu ríiásstjóm, sem
tapað hefur trúnaði fólksins í
landínu, fri völdum. Astæður þess
eru m.a. sagðar stórorðar yfiriýs-
ingar ráðherra, sem oft á tíðum
gangi þvert hver á aðra. Einnig er
fjallað um EES-samninginn, og
sagt að hann þarfnist ítaríegrar
kynningar og skuti borinn undir
þjóðaratkvæði áður en Alþingi tek-
ur endanlega afstöðu til hans. Þá
eru fordæmdar ýmsar þær tekju-
leiðir, sem ríksstjórnin hefur boð-
að, og bent á leiðir til úrbóta. Bent
er á að lækka þurfi vexti, og end-
urskoða skattalöggjöfina, m.a. að
afnema aðstöðugjald, koma á
hærra skattþrepi á hátekjur og
skattleggja fjármagnstekjur.
í kiördæmisályktun þingsins
segh- m.a. að sú byggðastefna,
sem rekin hefur verið undanfama
tvo áratugi undir forystu fram-
sóknarmanna, hafi sldlað árangri,
þó svo að nokkuð vanti á að allt
hafi tekist sem stefnt var að. Bent
er á að á þessum tíma hafi tekist
að byggja upp gott samgöngukerfi,
og mikil uppbygging hafi átt sér
stað í heilsugæslu og skólamálum
um altt land. Hins vegar hafi það
ekki dugað til, sér f lagi sakir þess
að um árabil hafi fólki fjölgað á
höfuðborgarsvæðinu á kostnað
landsbyggðarinnar. Þar komi ehtk-
um tvennt til: Ekld hefur tekist að
skapa framleiðsluatvinnuvegun-
um, sem að mestum hluta eru
starfræktir á landsbyggðinni,
tryggan efnahagsgrunn, þegar til
lengri tíma er litið. Það hefur leitt
til þess að fjármagn hefur fiust frá
þeim til þjónustugeirans, sem er
að mestu á höfuðborgarsvæðinu.
Á hinn bóginn vantar mikið á að
störfum á landsbyggðinni hafi
fjölgaö í samræmi við fbúahlutfall
á síðustu tíu árum. Opinberi geir-
inn og þjónustustarfsemi hafa
tekið um 85% allra nýrra starfa,
og nánast öll þessi aukning hefur
átt sér stað á höfuðborgarsvæð-
inu.
Þingið hvetur íhúa kjördæmisins
tíl framsóknar og bjartsýni og að
missa ekki trú á möguleikum
lands og þjóðar, þrátt fyrir bölsýn-
isáróður núverandi rfldsstjómar.
Frumkvæði heimamanna, byggt á
framtaki einstaklingsins og mætti
samvinnu og félagshyggju, er
nauðsynlegt til þess að áfram
verði gott að búa á ísiandi.
Þá var á þinginu skipaður fimm
manna vinnuhópur til að gera tfi-
lögur um stefnumótun og aðgerð-
ir í byggðamálum. Hópnum er
gert að skila tillögum sínum til
stjórnar KFNE í lok febrúar 1992,
og mun sfjóra kjördæmissam-
bandsins í framhaldi af því boða til
ráðstefnu um byggðamál voríð
1992.
hiá-akureyri.
Stjómmálaályktun
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins á
Norðurlandi eystra, haldiö á Raufarhöfn
1.-2. nóv. 1991, mótmæfir harðlega
stefmi núverandi rikisstjómar eins og
hún birtíst afmenningi, meðal annars í
velferðarmálum og afstöðu tíl atvinnu-
mála.
1. Með álagningu þjónustugjalda og yf-
irlýsingum ýmissa stuöningsmanna og
hugmyndaftæðinga ríkisstjómarinnar
um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu
og menntakerfinu er verið að hverfa frá
þeim grunni, sem byggir á samhjáip og
félagslegu öryggi þeguanna og jafnræði á
þessum sviðum án tíllits tíl efnahags eða
búsetu.
Spamaði og jafnvægi í ríkisbúskapnum
verður að ná með stórauknu aðhaldi í
rekstri og með því að leggja gjöldin & þá,
sem best geta staðiö undlr þeim. Sú rik-
isstjúm, sem nú silur, viröist hafa gefist
upp við að spara í ríkUrekstrinum, sem
sést best á því fjárlagafmmvarpi sem
lagt hefur verið fram. Útgjöld þess era
hærra hlutfall af landsframleiðslu en var
á síðasta ári og þeini hækkun er mætt
með aukinni skattheimtu á þá sem
minnst mega sín.
2. Framsóknarmenn í Norðurlandi
eystra minna á hina mMvægu þjóðar-
sátt um kjaramál, sem náðist í ársbyrjun
1990 með öflugum stuðningi rííás-
stjómar Steingrims Hermannssonar.
Leggja ber höíuðáherslu á áframhald-
andi stöðugieika i efnahagsmáium með
endurnýjaðri þjóðarsátL
Vandinn, sem atvínnuiífið stóð ftammi
fyrir á árinu 1988, var það mikill að
stjóravöld verða áfram að koma til að-
stoðar við endurskipulagningu. Styrkja
verður undirstöður ftamleiðsluatvinnu-
veganna og ijúka því starfl, sem hófst
með Atvinnubyggingarsjóði og Hiuta-
fjársjóði. Þessu starfi er á engan hitt
lokið, þó svo að núverandi rikisstjóm
kjósi að horfa fram hjá því og ætli að láta
gjaldþrotin hreinsa ti! í atvinnulífinu.
3. Fnllyrða má að ekkert sé eins áhrife-
mikió varðandi tekjuskiptingu í þjóðfé-
laginu við núverandi aðstæður og vaxta-
sligið. Á þaö jafnt við um fyrirtaeki og
heimili. Síðastliðið sumar gekk ríkis-
stjómin á undan með vaxtahækkun á
ríkisvtxlum og skuldabréfum, sem síðan
spennti upp aðra vexti. Ráðast þarf með
öllum tUtækum ráðum gegn þessum háu
vöxtum, enda svo komið að raunvextir á
óverðtryggðu inniendu lánsfé eru orðnir
alft að 16%.
4. Endurskoða ber skattalöggjöfina. Af-
nema ber aðstöðugjaldið, sem er órök-
réttur skattur og hefur í gegnum tíðina
fiutt ómælt fjármagn frá landsbyggðinni
tU höfuðborgarinnar. Þingið styður hug-
myndir um hærra skattþrep á hátekjur
og skatt á fjármagnstekjur. Það er óþol-
andi að meðan almennar launatekjur eru
skattiagðar skuii fjármagnstekjur stór-
eignamanna vera skattfijálsar.
5. Stefna ber áfram að opnn hagkerfi
þar sem markaðslausnlr móti megin-
stefnuna í viðskipta- og atvinnnmálum.
Þinglð telur að leita beri fyrirmynda til
þeirra þjóða, sem hafe byggt sitt hagkerfi
á félagslegri markaöshyggju. En hún
byggir á því að öflug samhiáip leggi
grunninn að félagslegu og efnalegu ör-
yggi þegnanna og f atvinnuiífinu sé auð-
legð vinnuaflsins metín tfl jafns við íjár-
magnið. Þingið varar alvarlega við því að
hin harða penlngahyggja sé látín riða
ferðinni eins og rikisstjórn Davíös Odds-
sonar hefur kosið sér.
6. Framsóknarmenn á Norðuriandi
eystra benda á að umhverfis- og náttúm-
vemdarmál muni sífellt veröa mfldlvæg-
ari málafiokkur. Árangur næst aldrei á
því sviði með miðstýrðum aðgerðum í
forml boða og banna. Leggja verður
áherslu á ríka ábyrgð þeirra, sem nytja
og umgangast iandið, og að sem flestír
fái tækifæri tfl að njóta náttúm þess. Á
þann bátt tekst best að aia með þjóðinni
þá virðingu fyrir landinu sem nauðsyn-
leg er tfl þess að við getum Iifað I sátt
með því um leið og við nytjum það á
sjálfbæran hátt
7. Mikttvægasta málið í stjómmálaum-
ræðunni á næstu mánuðum verður
samningurinn um EES. Framsóknar-
menn á Norðurlandi cystra benda á aö
samningurmn liggur ekki enn (yrir í
endanlegri gerð. en af fréttum má ráða
að í viðsldptasviðínu hafi náðst venfleg-
ur árangur og tyrirvari um fjárfcstinga-
bann útíendinga í útgerð og fiskvinnslu
sé tryggður.
Vert er þó á hinn bóginn að bcnda á að
veigamfldlr fyrirvarar, sem fyrri rilds-
sijóm setti, era fallnir út og í staðinn
er kominn einn aflshetjar fyrirvari,
sem menn grcinir n»jög á um hversu
mikið hald sé L
Þá verður að ganga rækilega úr
skugga um hve mlkfl takmörkun
sjálfsfonæðis, beln eða óbein, sé í
samniiignum og tryggja að þjóðin
verði upplýst um það og samningurinn
síöan borinn undir þjóðaiatkvæði, áð-
ur en Alþingi tekur endanlega afstöðu
tilhans.
8. Kjördæmisþing framsóknarmanna
á Norðurlandi eystra bendir á að nú-
verandi rfldsstjóm hefur með vcrkum
sínuin og stómm yfirlýsingum ein-
stakra ráðherra í veigamlklum mála-
flokkum, sem oft & tíðum ganga þvert
hver á aðra, tapað trúnaði fúlksins í
landinu. Þá bendir ekkert til þess að
hún tnuni taka í þcim málum sem hér
hafa verið nefnd. Beita verður öllum
ráöum tíl þess að koma rfldsstjóra,
sera svo er ástatt um, frá völdum.