Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. nóvember 1991 Tíminn 5 Ekkert veröur af byggingu álvers á Keilisnesi á næsta ári. Atlantsálsfyrirtækin vilja fresta framkvæmdum ótímabundið: Álverið Álfyrirtæfcin þtjú, sem fyrirhuguðu að byggja álver á Keilisnesi, hafa tilkynnt að þau treysti sér ekfci tii að hefja framkvæmdir á næsta ári, eins og ráðgert var. Alls óvíst er hvenær ráðist verður í byggingu álvers á Keilisnesi eða yflrleitt hvort nokkuð verður af framkvæmdum þar. Álfyrirtækin þijú, sem fyrirhuguðu að byggja álver á Keilisnesi, hafa tilkynnt að þau treysti sér ekki til að hefja framkvæmdir á næsta ári, eins og ráðgert var. Alls óvíst er hvenær ráðist verður í byggingu álvers á Keilisnesi eða yflrleitt hvort nokk- uð verður af framkvæmdum þar. flautað Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra til- kynnti þetta í gær á fundi með frétta- mönnum og helstu ráðgjöfum sínum í þessu máli. Jón viðurkenndi að þetta væru sér mikil vonbrigði, en þó væri þetta fyrst og fremst áfall fyrir þjóðar- búið. Hann sagðist enn trúa því og treysta að af byggingu álvers á Keilisnesi „Newcastle hrósaði sigri eftir harða samkeppni um þessar pakkaferðir, sem skipulagðar voru af íslensku ferðaskrifstof- unni Alís. Næstu sjö vikumar em áætlaðar 11 ferðir milli Reykjavík og Newcastle. En yf- irmenn í ferðaþjónustu í borg- inni vonast til að þetta verði fastar áætlunarferðir með þessa eyðslusömu gesti (the big spending visitors).“ Af þessum fréttaskrifum dagblaðs í Newc- astle verður ekki annað ráðið en að verslanir borgarinnar sláist um íslendinga í jólainnkaupum, líkt og um auðkýflnga væri að ræða en ekki láglaunaþræla frá dvergþjóð, sem beijast við að bjarga því sem bjargað verður af rýmm kaupmætti. Að sögn blaðsins komu 150 íslend- ingar í fyrstu ferðinni, en þess er vænst að alls verði þeir um 1.500 næstu vik- umar. Áætlað er að hópurinn snari út 2,25 milljónum sterlingspunda í versl- unum borgarinnar, eða um 230 millj- ónum króna, sem svarar til um 150.000 kr. að meðaltali á hvem ferða- lang. Það jafngildir um 900 kr., eða einum jólapakka frá Newcastle, á hvert mannsbam á íslandi. í fréttinni vitnaði blaðið til nokkurra hinna íslensku innkaupagesta undir fullu nafni. Veðurlagið (rigningar- hraglanda) sögðu þeir ekkert betra en heima á Fróni, en verðlagið hins vegar allt annað. T.d. er haft eftir hjónunum Áma og Lillu að á íslandi þurfi þau að borga um 7.000 krónur fyrir gallabux- ur og um 10.000 kr. fyrir par af skóm. Blaðið tók þau hjónin (ásamt sonum og tengdadætrum) tali á leið á Eldon Square. Þau sögðust hafa í kringum 100.000 kr. til að versla fyrir og höfðu sérstakan áhuga á að gá að tölvuleikj- verði. Spumingin snúist um hvenær en ekki hvort Jón lagði áherslu á að ákvörðunin um að fresta framkvæmd- um sé eingöngu hinum ytri aðstæð- um að kenna, en ekki ágreiningi milli samningsaðila. Iðnaðarráðherra nefndi nokkrar ástæður fyrir frestuninni. í fyrsta lagi eru horfúr í efnahagsmálum heimsins um í jólapakka 17 bamabama. Um gróða af slíkum innkaupaferð- um fer, sem vænta má, tvennum sög- um. Þeir, sem farið hafa, tíunda gjam- an geysilegan verðmun fyrir vinum og vinnufélögum sem heima sitja. Kaupmenn vilja oft gera minna úr gróðanum. Segja gjaman að annars vegar sé fólk að bera saman mismun- andi vörur af mismunandi gæða- flokkum og hins vegar að verðmun- urinn stafi af mikilli skattlagningu á íslandi. Það getur því verið fróðlegt að nota tækifærið til að gera smá verðsaman- burð á nákvæmlega sömu vörum í tveim EFTA-löndum, sem hafa nánast jafn háan virðisaukaskatt, þ.e. íslandi (með 24,5% vsk.) og Svíþjóð (með 25% vsk.), sem síður en svo er þekkt fyrir hóflegt vöruverð. í einu blaðanna var nýlega heilsíðuauglýsing með tólf stykkjum af leðurhúsgögnum þar verri en oftast áður. Almenn svartsýni ríkir í efnahagslífi Bandaríkjanna þar sem stærsta fyrirtækið í hópnum, Al- umax, er staðsett. í öðru lagi hefúr eft- irspum eftir áli á heimsmarkaði verið minni en spár gerðu ráð fyrir. Spáð var að eftirspum myndi aukast um 3- 4% árlega, en aukningin hefur hins vegar verið í kringum 1 %. í þriðja lagi hafa Sovétmenn sent mikið magn af áli á markað á Vesturlöndum, sem hefúr leitt til offramboðs og lækkandi álverðs. Enginn veit hvort eða hvenær mun draga úr þessu framboði af áli frá Sovétríkjunum. í fjórða lagi er verð á áli mjög lágt og það hefur lækkað frá því í ágúst á þessu ári, þegar sérfræð- ingar töldu að það væri búið að ná botni. í fimmta lagi eru flest álfyrir- tæki rekin með tapi í dag, sem leiðir sem verð er tilgreint á hveijum hlut. Tíminn hefur undir höndum sænskan bækling með verði nákvæmlega sömu hluta í sænskum krónum, sem jafn- gilda tæpum 10 kr. íslenskum. Verð- munurinn reynist allt frá 15% á tveim hlutum, um 24-28% á fjórum hlut- um, á bilinu 50-65% á öðrum fjórum og mest fór verðmunurinn í 75% á einum stól, sem auglýstur er á 35.000 kr. á íslandi en fæst fyrir tæplega 20.000 kr. (1.995 skr.) í Svfþjóð. Hvað varðar skattheimtu, þá er eng- inn tollur lagður á húsgögn sem framleidd eru í löndum EFTA og EB, en 10% tollur á húsgögn frá löndum utan þessara bandalaga. En jöfnunar- gjald er 3%, hvaðan sem húsgögnin erj keypL Verður því ekki verðmunur milli þessara landa að teljast allrífleg- ur (svo ekki sé meira sagt), þegar hann fer í 50% og þaðan af meira? HEI til þess að þau eru að draga saman seglin, segja upp starfsfólki og jafnvel hætta starfsemi. Allt þetta leiðir til þess að erlendir bankar eru mjög efins um að það sé hagstætt að fjárfesta í áliðnaði þessa stundina, a.m.k. telja þau að slíkri fjárfestingu fylgi mikil áhætta. Það fjármagn, sem Atlantsál á kost á, er þess vegna dýrt og mun óhagstæðara en áætlanir þess gerðu ráð fyrir. Þetta leiðir til þess, eins og segir í yfirlýs- ingu frá fyrirtækjunum þremur í Átl- antsálshópnum, að „þótt fjármagn sé fáanlegt til framkvæmdanna í dag, er ljóst að það yrði ekki á viðunandi kjör- um. Því myndi heildarkostnaður verksins hækka verulega, en það myndi draga úr möguleikum bræðsl- unnar á að vera samkeppnisfær á heimsmarkaði þegar til Iengri tíma er litið. Slíkt myndi rýra verðmæti ál- versins fyrir Átlantsálshópinn og ís- lendinga." Jón Sigurðsson vildi ekki svara því hvað menn væru að tala um að fresta byggingu álvers í langan tíma. Hann sagði að aðstæður á mörkuðum og í efnahagslífi gætu breyst til batnaðar á skömmum tíma og sagðist ekki úti- loka að ffamkvæmdum yrði frestað í aðeins hálft ár. Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar og formaður álviðræðunefridar, gaf svip- að svar, en nefndi eitt ár. Jóhannes var spurður hverju for- ráðamenn álfyrirtækjanna hefðu svarað, þegar íslensku samninga- mennimir hefðu spurt um þeirra álit á því hversu löng töf yrði á því að ráð- ist yrði í byggingu álvers. Jóhannes vék sér undan því að svara spurning- unni beint, en sagði að forráðamenn Atlantsáls vissu ekki frekar en aðrir hversu langan tíma tæki fyrir ál- markaði að komast í jafnvægi. Jóhannes sagði að ekkert yrði af framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun og stækkun Búrfells á þessu ári. Einu framkvæmdirnar, sem yrðu á vegum Landsvirkjunar, yrðu lúkning Blönduvirkjunar. Ekkert verður heldur af fyrirhuguðum hafnarfram- kvæmdum við Keilisnes. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að þjóðartekjur lækki um 1-1,5%, verði engar álvers- eða virkjanafram- kvæmdir á næsta ári. í fjáríagafrum- varpinu er gert ráð fyrir að velta í þjóðfélaginu vegna álversfram- kvæmda á næsta ári skili ríkissjóði einum milljarði í tekjur. Ljóst er að taka verður tillit til þessara breyttu aðstæðna við afgreiðslu fjárlaga. Ljóst er að íslensk stjómvöld og Landsvirkjun em búin að eyða mikl- um tíma og fjármunum í þetta verk- efni. Örugglega má telja fjármunina í hundruðum milljóna króna. Iðnað- arráðherra vildi ekki svara því hver fjárupphæðin væri. Hann sagði ljóst að þessum peningum væri vel varið og þeir ættu ömgglega eftir að skila sér margfalt í þjóðarbúið. Vatnsleysustrandarhreppur keypti í sumar jörðina Flekkuvík þar sem fyr- irhugað var að álverið risi. Jörðin kostaði um 110 milljónir króna. Þessi kaup munu ekki ganga til baka. Jón Gunnarsson, oddviti hreppsins, sagði að hreppurinn ætlaði sér að eignast jörðina, enda treysti hann því ennþá að af byggingu álvers á Keilis- nesi verði. Verði niðurstaðan sú að ekkert álver verði byggt á Keilisnesi, er gert ráð fyrir því í kaupsamningi að ríkið gangi inn í samninginn og eignist jörðina. Iðnaðarráðherra mun hitta forráða- menn Atlantsálsfyrirtækjanna síðar í þessum mánuði og fara yfir stöðuna. Hann lagði áherslu á að áfram yrði unnið að málinu, m.a. nauðsynleg- um umhverfisrannsóknum. í yfirlýsingu Atlantsáls segir að Atl- antsál telji eftir sem áður að ísland bjóði upp á bestu aðstæður til fjár- festinga hvað varðar stöðugleika í stjórnmálum, fjármögnun, orku og nálægð við álmarkaði. Þeir segjast bera mikið traust til viðsemjenda sinna og segjast ætla að halda áfram að vinna með íslenskum samnings- aðilum að lokafrágangi samninga. Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Jóhanna Eyfjörð Breiðvangur 14 653383 Kjalarnes Katrin Gísladóttir Búagrund 4 667491 Garðabær Jóhanna Eyfjörð Breiðvangur 14 653383 Keflavik Guöriður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Lilja Guðmundsdóttir Gufuskálum 93-66864 Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 Isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangl Hólmfríður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Sólvöllum 7 96-24275 Svalbaröseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sverrir Einarsson Garöarsbraut 83 96-41879 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðlsfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaöur Heimir Ásgeirsson Melagötu 14 97-71461 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir Strandgötu 3B FáskrúðsfiörðurGuðbjörg H. Eyþórsd. Hliðargötu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 97-81274 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Elín Harpa Jóhannsd. Réttaheiöi 25 98-34764 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyrl Friðrik Einarsson Iragerði 6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjaminsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónlna og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Dagblöð í Newcastle skrifa um 150.000 kr. meðal- innkaup íslendinga í innkaupaferðum: íbúar Newcastle gleöjast stórum yfir íslendingum Af hverju auglýsir íslensk búö þennan stól á 75% hærra verði held- ur en nákvæmlega sams konar stóll kostar í búð í Svíþjóð (35.000 kr. á móti tæplega 20.000 kr.)? Þá sýnist athyglisvert að verðmun- ur er „aðeins" 50% á skammelinu (8.900 kr. samanborið við 5.950 kr.). Tíminn færði sænska verðið inná til samanburðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.