Tíminn - 26.11.1991, Side 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 26. nóvember 1991
Ofmeta menn ávinning sjávarútvegsins af tollalækkunum í EES-samningnum?
Ávinningur lagmetis
ins er lítill af
Garðar Sverrisson, framfcvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetisiðnað-
arins, jegir að ávinningur lagmetisiðnaðarins af samningnum um
evrópskt efnahagssvæði (EES) sé ekki mikill. Garðar telur einnig
verulega hættu á að tollalækkanir á ferskum flökum og frystum
fiski komi fyrst og fremst erlendum fiskkaupendum til góða, en
ekki íslendingum. a
Þetta kom fram á ráðstefnu sem
Fiskiðn - fagfélag fiskiðnaðarins hélt
um áhrif EES-samningsins á ís-
lenskan fiskiðnað.
Garðar sagði að ávinningur lag-
metisiðnaðarins af EES-samningn-
um væri ekki mikill. Hann sagði að
lagmetisiðnaðurinn hefði bundið
mestar vonir við að tollar yrðu felld-
ir niður af sfldarafurðum, en þær
vonir brugðust. Tollar á sfldarafurð-
um verða áfram 10%. Lagmetisiðn-
aðurinn í Danmörku og öðrum Evr-
ópubandalagslöndum munu hins
vegar fá síld til vinnslu tollfrítt, en
hann þurfti áður að greiða af honum
10% toll. Garðar sagði þetta þýða að
Danir og Svíar, þegar þeir ganga í
EB, komi til með að standa betur að
vígi í samkeppni við okkur um sölu
á unnum sfldarafurðum. Garðar tók
fram að íslenskur lagmetisiðnaður
hafi náð sáralitlum árangri í mark-
aðsöflun fyrir sfldarafurðir á EB-
markaði hingað til. Með EES-samn-
ingum verði enn harðsóttara að ná
þar árangri á þessu sviði.
Með EES-samningnum fær lag-
metisiðnaðurinn meiri samkeppni
frá Norðmönnum. Þeir hafa greitt
7,5% toll af rækju, en hann lækkar
nú niður í 2,3% og tollur af kavíar
verður felldur niður en hann var
30%. íslendingar hafa ekki greitt
toll af rækju og kavíar og hafa því
búið við betri markaðsaðstæður en
Norðmenn. Með samningnum
missa íslendingar þetta forskot.
Garðar sló því fram í erindinu að
menn hafi að einhverju leyti ofmetið
þær tollalækkanir sem íslenskir
fiskseljendur eru sagðir fá út úr
Landlæknir, héraðslæknar, félagsmála-
ráðuneytið, menntamálaráðuneytið:
Rannsokn á
sjálfsmorðum
Landlæknisembættiö, héraðslækn-
ar, félagsmálaráðuneytið og
menntamálaráðuneytið hafa frá í
vor unnið að undirbúningi rann-
sóknar á högum þeirra sem verða
fyrir sjálfsmorðs faraldrinum sem
nú gengur yfir. Ráðuneytin hafa
varið 400.000 krónum til verksins
og má vænta þess að fyrri hluta
þess verði lokið á næsta ári.
í erindi landlæknisembættisins
segir að sjálfsmorðsbylgja hafí geng-
ið yfir Vesturlönd síðast liðin 20 ár,
sérstaklega hafi hún hoggið skörð í
raðir ungra karla. ísland hafi ekki
farið varhluta af þessu en þó verið
seinna á ferðinni.
Málið hefúr verið mikið til um-
ræðu meðal heilbrigðisstéttanna.
Allt frá árinu 1987 hafa verið haldn-
ir fundir í samráði við landlækni,
geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og héraðslækna á nokkr-
um stöðum sem orðið hafa illa úti.
Þá hafi geðlæknar og prestar átt
fundi með heilbrigðisstarfsfólki,
sveitarstjórnum og borgarafundi
með bæði eldra og yngra fólki.
Þessi mál voru einnig rædd á fundi
landlækna íslands, Færeyja, Álands-
eyja og Grænlands sem fram fór ný-
lega. Greint var frá því að þvert ofan
í það sem haldið hefur verið að geð-
sýki sé aðalorsök sjálfsmorða þá
megi oft á tíðum ekki merkja slíkt
meðal ungmenna sem verða fórnar-
lömb faraldursins. Oftar sé um að
ræða viðbrögð óharnaðs unglings
við áfalli.
Sem fyrr segir er þess að vænta að
fyrsta hluta verksins verði lokið á
næsta ári. -aá.
EES-samningnum. Hann sagðist
telja verulega hættu á að tollalækk-
anirnar komi fyrst og fremst fisk-
kaupendum erlendis til góða, en
ekki íslenskum seljendum ferskra
flaka og frysts fisks. Hingað til hafa
menn talað um að tollalækkanirnar
Ieiði ekki til verðbreytinga á íslensk-
um fiski. Það verði þannig hinn er-
lendi fiskkaupandi sem borgi tolla-
lækkunina. Garðar telur eins líklegt
að fiskverð lækki sem nemur lækk-
uðum tolli og ávinningurinn verði
þannig erlendra fiskkaupenda en
ekki íslendinga.
„Ég óttast að samkeppni milli selj-
enda muni leiða til að ávinningur-
inn verði allur kaupendanna. Þann-
ig muni erlend fullvinnslufyrirtæki
fá ódýrara hráefni og standa betur í
samkeppninni eftir en áður.
Ég tel að samningurinn geri mögu-
leika á fullvinnslu innan frystiiðnað-
arins hérlendis síst betri en áður var
og undirstrikar fremur þá frómu ósk
Evrópubandalagsríkjanna að fslend-
ingar verði áfram hráefnisbirgjar,
eins og hingað til,“ sagði Garðar.
Garðar sagði að ávinningur salt-
fiskverkenda og þeirra sem vinna
fisk á fyrri vinnslustigum sjávaraf-
urða væri ótvíræður. Hann sagði að
erfitt gæti orðið að nýta þá mögu-
leika sem skapast fyrir sölu á full-
unnum sjávarafurðum. Hann benti
á að það kosti mikið að auglýsa og
markaðssetja vörur í neytenda-
apakkningum á erlendan markað.
Fáir stórir aðilar ráði þar mestu og
sumir hverjir leggja takmarkað upp
úr gæðum hráefnisins. -EO
Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, vegna tilkomu Evrópsks efnahagssvæðis:
Stófðflð þarf
starfsmenntun
Á sambandsstjómarfundi Alþýðu- höfum til að auka framboð atvinnu rétt til vinnu og því hlýtur það að
sambands íslands þann 18. nóv- ef sjávarafii dregst saman. Það er vera nauðsynleg forsenda til þess
ember sfðastliðínn var m.a. Qallað því eldd að furða að við séum á aðfávinnuásamningssvæðistétt-
um Evrópska efnahagssvæðið og varðberi gagnvart erlendu vinnu- arfélaganna að viðkomandi sé fé-
íslenskan vinnumarkað. Á fundin- afii. Hinu er hins vegar ekki að lagsmaður. Það hlýtur að eiga
um kom ftam að ein af meginstoð- leyna að við höfum til þessa kallað jafnt við um íslendinga sem út-
unum í EES-samningnum eru hin eftir því og notið vinnu þessa lendinga.
svoköiluðu fijálsu atvinnu- og bú- fólks, án þess að það nyti almennt „Ég tel þær hættur sem við þurf-
seturéttindi. Samningurinn kveð- félagslegra réttinda. Þetta mun um fyrst og fremst að hafa áhyggj-
ur á um að vinnumarkaður í Vest- breytast með EES. íslendingar ur af vegna EES-samnÍngsins
ur-Evrópu verði að míldu leyti sem fara utan tii vinnu og þeir út- tengjast vinnumaricaðnum. Hér er
sameiginiegur og núverandi landa- lendingar sem hingað koma og fá aöallega um tvo meginþætti að
mæri á milii þjóða skipti minna vínnu, munu verða jafnsettir inn- ræða. í fyrsta lagi verður að vera
málienáðurvar, lendum hvað varðar félagsleg rétt- tryggt að hægt verði að stöðva inn-
Fyrir litla þjóð eins og íslendinga indi og viðurkenningu á menntun flutning á erlendu vinnuafli ef
verður því um miklar breytingar og starfsreynslu. Slflct felur í sér okkur sýnist stefna í óefni hvað
að ræða, alla vega formlega séð. jafnrétti. Á meðan við íslendingar það varðar. í öðru lagi þarf að
Þess vegna þarf að gera sér vel getum stöðvað flæði útlendinga tryggja á öruggan hátt að koma út-
grein fyrir því hverjar breytingam- hingað ef röskun verður á vinnu- lendinga inn á íslenskan vinnu-
ar geta orðið í raun og veru. Jafn- maricaði og tryggt það að útlend- markað verði á engan hátt til þess
vel þótt ástand á vinnumarkaðf hér ingar fái nákvæmlega sömu fcjör að grafa undan kjörum og réttind-
muni ekki breytast mödð vegna og innlendir, tel ég eldd að við um íslensk Iaunafólks“, segir Ari.
EES er nauðsynlegt að sjá fýrir þurfum að hafa verulegar áhyggjur Þá telur Ari að besta svar okkar
aHar mögulegar hættur og hvað af atvlnnu- og búsetufrelsi innan við ögrunum og áskorunum fram-
þurfi að gera til þess að fyrirbyggja Evrópsk efnahagssvæðis", segir tíðarinnar sé gott og vel menntað
neikvæö áhrif á íslenskt launafólk Jóhanna f ræðunni. vinnuafl. Besta svarið við opnun
og kjör þess og réttindi. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, vinnumarkaðarins hlýtur að vera
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- telur að íslensk verkalýðshreyfing stórfelld starfsmenntun þannig að
málaráðherra, sagði m.a. í erindl hljóti að ganga að því vísu að allt okkar félagsmenn standi að
sínu á funcli ASÍ: „Vinnumarkaður eríent launafólk sem hlngaö kem- minnsta kosti jafnfætis starfs-
okkar er afar viðkvæmur og má ur til starfa gangi í raðir viðkom- mönnum frá þjóðum þar sem
ekki við miklum áfollum. Vlð sjá- andi veriodýðsfélaga. EES-samn- starfsmenntun er best Þessi mál
um það best á frestun álversfram- ingurinn hróflar í engu við ákvæð- hafa hingað til verið vanrækt hér á
kvæmda hversu h'tið svigrúm við um kjarasamninga um forgangs- landi, er álit Ara. -js
Bindindisdagur fjölskyldunnar til að stuðla að vímuefnalausum uppvexti barnanna:
Gleði og gæfa í stað mistaka
Bindindisdagur fiölskyldunnar verð-
ur haldinn nk. miðvikudag, 27. nóv.
að frumkvæði bindindissinnaðra
samtaka. Tilgangur með deginum er
að vekja athygli á forvamastarfi og
ástandi í vímuefnaneyslu.
Með því að helga þessu málefni
ákveðinn dag vilja aðstandendur
þessa máls vekja foreldra til umhugs-
unar um ábyrgt uppeldi bama sinna, -
athygli á forvamastarfi og styrkja
vúnulausa ímynd fjölskyldunnar.
í fréttatilkynningu frá aðstandend-
um bindindisdags fjölskyldunnar seg-
ir að á þessum degi sé tilvalið að
staldra við og huga að vímuefhamál-
um. Það hljóti að vekja ugg, ekki síst
meðal foreldra, að upphafsaldur
áfengisneyslu lækkar sífellL Það hljóti
að vera ósk allra foreldra og aðstand-
Aðstandendur bindindisdags fjölskyldunnar.
enda bama að uppvaxtarárin séu tími allir geri sitt til að böm og unglingar
gleði og gæfu í stað óhamingju, kvíða eigi uppvaxtarár án vímuefna, ár sem
og mistaka. Löngu tímabært sé því að byggi upp, en rífi ekki niður.
Landsfundur Alþýðubandalagsins um EES:
ALLABALLAR SEGJA PASS
Landsfundi Alþýðubandalagsins
lauk um helgina. Forysta flokksins
var endurkjörin án mótframboðs.
Fundurinn samþykkti margar ítar-
legar ályktanir um ýmis mál. Fundir
lýsti því meðal annars yfir að Ai-
þýðubandalagið væri reiðubúið til
að mynda nýja ríkisstjórn. Ágrein-
ingur var í tveimur stórmálum,
sjávarútvegsmálum og afstöðunni
til EES-samningsins. Ekki kom
skýrt fram hvað flokkurinn vill í
þessum málum.
Nánar verður sagt frá ályktunum
fúndarins í Tímanum á morgun, en
formaður flokksins hefur boðað
blaðamannafund þar sem niður-
stöður fundarins verða kynntar. -EÓ
Grandi hf. átti ekki lóðina
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
framkvæmdastjóri Faxamjöls hf.,
hafði samband við Tímann og vildi
koma að athugasemd varðandi lóð
fiskimjölsverksmiðjunnar á Granda.
„Einar Öm segir að þetta sé lóð sem
Grandi hafi átt í mörg ár og reynt að
selja hana, en ekki tekist. Þetta er
mikill misskilningur. Grandi hefur
aldrei átt þessa lóð og því síður að
hann hafi reynt að selja hana“, segir
Gunnlaugur.
„Það er heldur ekkert verið að flytja
mig búferlaflutningum", tekur
Gunnlaugur enn fremur fram.
-js