Tíminn - 26.11.1991, Page 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 26. nóvember 1991
: FRÍMERKI
Islensk list á
frímerkjum
Það er ekki langt síðan ég fékk bréf
frá norskum safnara, sem meðal
annars safriar frímerkjum með
myndum af listaverkum. Hann taldi
sig hafa eignast öll íslensk lista-
verkafrímerki, en var óhress yfir því
að þetta land væri hætt að gefa út
listaverk á frímerkjum. Þessu mót-
mælti eg í næsta bréfi og vildi jafn-
vel ganga svo langt að telja að hvert
frímerki væri í raun listaverk út af
fyrir sig. Þá fékk ég nú heldur betur
svar frá vininum, með svo löngum
og miklum útskýringum á því hvað
væru listaverk á frímerkjum og
hvemig mætti safna þeim, að mér
féll allur ketill í eld. En vafalítið kom
maðurinn þama að málefni sem við
ættum að gæta vel að héma á hólm-
anum úti í Atlantshafi. Þetta eru
nefnilega reglumar sem gilda um
dóm á tegundasöfnum í samkeppni
á erlendum og alþjóðlegum sýning-
um. Það skyldi þó aldrei geta verið,
að við þekkjum ekki nógu vel eftir
hvaða reglum skal safna almennt.
Það er að segja ef við viljum sýna
safnið okkar einhvern tímann til
þess að fá fyrir það verðlaun og við-
urkenningar eins og einhverjir
dómarar úti í löndum telja að það
eigi skilið. Þorir nokkur að taka
mark á dómum á sýningum hér
heima á Fróni?
Af hverju fengu til dæmis ungling-
ar sem sýndu söfn sín erlendis, ekki
fyrir löngu, engir nema bronsverð-
laun? Mér er sagt að sumir þeirra
hafi fengið mikið hærri verðlaun áð-
ur. Er ekki til eitthvað sem heitir
DÓMARANEFND á vegum Lands-
sambands íslenskra frímerkjasafn-
ara? Hvar eru allar upplýsingarnar
sem henni ber að veita umboðs-
mönnum og sýnendum á frímerkja-
sýningum? Reglur alþjóðasamtak-
anna eiga að vera til á íslensku og
aðgengilegar þeim er á þurfa að
halda. ísland er aðili að alþjóðasam-
tökunum. Eða er þetta ekki rétt hjá
mér?
Hann norski vinur minn bað mig
að koma því áleiðis að hann vildi
gjama sjá meira af íslenskum mál-
verkum á frímerkjum. Af hverju
ekki meira af styttunum hans Ás-
mundar, Einars, Sigurjóns og vitan-
lega allra hinna. Ég held að styttan
„Fallnir víxlar" væri aldeilis tilvalin
á frímerki. Ég kem hér með skila-
boðunum hans áleiðis til réttra aðila
og get vel fallist á tillögu sem hann
gerði um að út kæmi að minnsta
kosti eitt listaverkafrímerki hér á
ári. T.d. málverk annað árið og ann-
arskonar myndverk hitt árið. Það er
staðreynd að frímerkið „Hekla séð
úr Hraunteig" og „Línan dregin" eru
bæði frímerki sem við getum verið
stolt af. Svo benti ég vininum á mál-
verkið hans Péturs Friðriks af
Hvanneyri og þóttist nokkuð góður
fyrir hönd íslenskrar frímerkjaút-
gáfu.
Því hefi ég vísað til þessa bréfs hér,
að ég hefi fengið fleiri slík og per-
sónugeri þessar skoðanir erlendra
safnara og vina sem skrifa mér í
þessum norska vini mínum. Hvem-
ig væri að gefa út frímerki með ein-
hverju af málverkum Bjarna Jóns-
sonar af íslenskum sjávarútvegi?
Sigurður H. Þorsteinsson
LESENDUR SKRIFA
Álver til óþurftar
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
hefir fengið verðuga gagnrýni á Al-
þingi fyrir framgöngu sína í svo-
nefndu álmáli, sem hann sótti meira
af kappi en forsjá. Er þá vægilega til
orða tekið.
Nú hafa Atlantsál-fyrirtækin
kveðið upp úr um það að ekkert
verður úr framkvæmdum, enda fái
þau ekki lánsfjármagn til þeirra. Það
bendir ótvírætt til þess að bankar
fyrirtækjanna hafi ekki trú á nýju ál-
veri hér, jafnvel þótt fyrirtækin sjálf
kynnu að hafa slíka trú.
En Jón er ekki af baki dottinn.
Hann ætlar skv. eigin orðum í fjöl-
miðlum að Ijúka samningi við fyrir-
tækin, er falli síðan úr gildi ef ekkert
yrði aðhafst innan árs. Þegar þetta
er skrifað, segja fulltrúar álfyrir-
tækjanna, sem komnir eru í heim-
sókn, að ekki verði byggt álver á
næsta ári, ef til vill þó á næstu fimm
árum, en altjent einhvern tíma.
Sérhver maður með heilbrigða
skynsemi og opin augu hefir lengi
gert sér grein fyrir því að grundvöll-
ur nýs álvers er ekki fyrir hendi hér
um ófyrirsjáanlega framtíð. Ástæð-
ur eru margar, meðal annarra þess-
ar:
1. Lok kalda stríðsins, sem leiðir
til síminnkandi hergagnafram-
leiöslu og eftirspurnar á áli. Ný not
fyrir ál eru óviss.
2. Framboð áls mun hins vegar
stóraukast frá Sovét-lýðveldunum,
enginn veit hve lengi.
3. Efnahagsvandi stórvelda, USA,
Japans, Þýskalands, eru að mati sér-
fræðinga merki um hugsanlega
heimskreppu í aðsigi. Hún boðar
allsherjar verðlækkun.
4. Orkugjafar, ódýrari en rafmagn
frá vatnsföllum, eru á leiðinni, m.a.
á sviði kjarnorku (sameining vetnis-
kjarna).
5. Margfalt meiri mengun fylgir
álveri en gert hefir verið ráð fyrir.
Það eitt nægir til þess að hverfa með
öllu frá slíkum áformum.
6. Þar sem fallist var á rafmagns-
verð undir kostnaði uns álverð
hækkaði, gat slíkt dregið dilk á eftir
sér fyrir Landsvirkjun. Ég vil ekki
reikna það dæmi til enda, svo ljótt er
það.
Að öllu samanlögðu má segja að
lánardrottnar Atlantsáls- fyrirtækj-
anna, sem hindruðu byggingu ál-
vers á Keilisnesi, hafi um leið bjarg-
að okkur úr hættulegum ógöngum
— en Jón Sigurðsson hefur ekki
aukið hróður sinn. Ekki má gleyma
þætti félaga hans, Jóhannesar Nor-
dals, í þessu álbrölti.
Með þökk fyrir birtinguna.
Náttúruunnandi
Opinberun Gylfa Þ.
Gíslasonar í sjónvarpi
Það var fróðlegt að hlusta á viðtal við
Gylfa Þ. Gíslason í sjónvarpi s.l.
sunnudag, 17. þ.m. Segja má með
sanni að hann hafi kastað hulunni
þegar hann sór af sér allan „marx-
isma“, en vegsamaði samkeppni og
afhám hvers konar hafta.
Lýðræðislegur sósíalismi hefír frá
upphafí verið grundvallarstefna Al-
þýðuflokksins. Og bræðraflokkarnir,
t.d. f Þýskalandi og Bretlandi, halda
sér við þá stefnu, enda þótt þeir
hafni sem fyrr kommúnísku ein-
ræði.
Gylfi, sem er ýmsum hæfileikum
gæddur, hefir í reynd aldrei verið
jafnaðarmaður, ekki einu sinni sósí-
aldemókrati á Norðurlanda-vísu.
En hvað hefir afnám allra hafta og
Verða Bolvíkingar fluttir?
Víðs vegar um landið hafa menn nú
þungar áhyggjur vegna atvinnu-
mála. Súgfirðingar hafa verið mjög f
fréttum síðustu vikur og er þeirra
staða engan veginn einsdæmi. Og
nú hafa Bolvíkingar bæst í hópinn.
Sumir hálærðir menn láta sér þessi
vandræði vel líka. Þeir segja sem
svo:
„Þessi fyrirtæki eru illa rekin. Þau
eiga sér engan tilverurétt. Of oft og
of lengi hefúr verið reynt að hjálpa
þeim. Það er gott að þau hætta nú
að flækjast fyrir."
Nú hæfir síst að gera lítið úr góðri
stjóm fyrirtækja og ráðdeild og fyr-
irhyggju. En þeir, sem þekkja til,
vita að á fleira er að lfta. Þar ræður
nokkru hvenær þurfti að endurnýja
skip og önnur tæki og hvernig áraði
um verðbólgu og vaxtakjör næstu
árin. Þar hefur heppni eða óheppni
stundum ráðið engu síður en forsjá
og fyrirhyggja.
Það hefur marga athafnamenn
hent vor á meðal að gera sér ekki
grein fyrr en um seinan fyrir því
hvað peningar hafa kostað hér á
landi.
Vissulega er oft dæmt af hvatvísi og
skammsýni þegar kveðinn er upp
áfellisdómur um slæman rekstur. Þó
er annað enn verra. Það er þegar
landsfeður álykta að ekki sé lífvæn-
legt í byggðum þar sem fyrirtækin
komast í þrot. Því sé best að bregð-
ast við og flytja til betri staða það
fólk, sem er svo Iánlaust að eiga
heima á þessum vandræða kjálkum.
Súgandafjörður og Bolungarvík
eru gamlar verstöðvar. Ennþá liggja
þær svo vel við sjósókn að þær þola
samanburð viö það sem best gerist
hér á landi. Þeir erfiðleikar, sem nú
hafa sligað atvinnulíf þar, stafa eink-
um og öðru fremur af því að útgerö
og fiskvinnslu hefur ekki verið búin
sú aðstaða sem þarf til þess að sá
rekstur yfirleitt beri sig.
Menn spyrja hvað sé framundan.
Hvað á að gera? Hvað verður gert?
Táka einhverjir undir með forsæt-
isráðherra og segja að bjargráðið sé
að flytja Súgfirðinga og Bolvíkinga
burtu, hvar sem þeim yrði nú fund-
inn staður?
Eða verða menn sammála um að
þjóðmálum verði að haga svo að út-
gerð geti þrifist í verstöðvum eins
og Suðureyri og Bolungarvík?
Hér mun skilja með feigum og
ófeigum. Gjaldþrotahlakk hagfræð-
inga og vantrú á verstöðvum bjargar
engu. Sjávaraflinn er undirstaðan. Á
henni verður að byggja. Annar
grunnur er ekki til, þótt margt geti
orðið til aðstoðar.
Flóttinn bjargar hér engu.
H.Kr.
samkeppnin annars fært okkur?
Nálega fyrstu 40 árin eftir fullveldi
1918, þ.e. fram undir 1958, var
keppt að því í íslenskum stjórnmál-
um að lifa af því, sem við öflum.
Vinstri flokkarnir höfðu þar í megin-
atriðum forustu. Tókst á öllu þessu
tímabili að halda gengi krónunnar
sem næst stöðugu og komast hjá er-
lendri skuldasöftiun er nokkru
næmi. Verðbólga var lengstum eins-
stafs tala, ef frá eru tekin stríðsárin
1940-1943, þegar sérstakar aðstæð-
ur ríktu.
Eina undantekningin var efnahags-
málafrumvarið 1950, sem byggt var
á „frjálsræðisstefnu" þeirra Benja-
míns Eiríkssonar og Ólafs Björns-
sonar. Það fól í sér stórfellda gengis-
lækkun, sem átti að tryggja
greiðslujöfnuð við útlönd án hafta.
Verðbólga tífaldaðist þá, fór úr 2,7%
í 27% og hélst svo næsta ár.
Sama frjálsræðisstefna var upp
tekin í Viðreisn 1960, sem Gylfi stóð
að, og henni hefir verið haldið áfram
æ síðan. Hver hefir árangurinn ver-
ið? Stöðugar gengislækkanir —
fleiri en tölu verður á komið — við-
varandi verðbólga, gífurleg erlend
skuldasöfnun, lánaþensla innan-
lands samfara „eyðslufylliríi", vaxta-
orku og hrun atvinnuveganna, loks
fyrirsjáanlegur flótti frá efnahags-
legu sjálfræði undir ákvörðunarvald
EB.
í viðtalinu hvatti Gylfi krata í nú-
verandi ríkisstjórn til þess að sýna
Sjálfstæðisflokknum fulla samstöðu
og trúnað, eins og hann hefði sjálfur
gert í Viðreisn. Stendur ekki á þrí-
eykinu Jónunum tveim og Jóhönnu
að verða við þeim óskum. Þeim hefir
bæst nýr liðsmaður með Sighvati
Björgvinssyni, sem er að mola vel-
ferðarkeríið. Gylfa Þ. Gíslasyni hefir
tekist ætlunarverk sitt: að innlima
Alþýðuflokkinn í íhaldið.
Jafnaðarmaður í Reykjavík
Kvöid-, naotur- og helgidagavarsla apóteka i
Reykjavik 22. tll 28. nóvember er i
Holtsapóteki og Laugavegsapóteki. Þaó
apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl-
una frá kl. 22.00 aö kvöldl til kl. 9.00 að
morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýsingar um laeknls- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar i sima 18888.
Neyöarvakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stóitiátlöum. Stm-
svari 681041.
Hafnarfjörður: Hafnarfjaröar apótek og Norö-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræðingur á bakvakt Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavfkur Opiö virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
menna frldaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opiö vlrka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeglnu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjaríns er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekiö er opið rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styöja smitaða og sjúka
og aöstandendur þeirra, simi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Soltjamamos og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá
sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráöleggingar
og tlmapantanir I slma 21230. Borgarspitalinn
vakt frá td. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eöa nær ekki til hans
(simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar f slm-
svara 18888.
Ónæmlsaðgeröir fyrir fulloröna gegn mænusótt
fara fram á Heiisuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriöjudögum Id. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér
ónæmissklrteini.
Garðabær: Heilsugæslustöðin Garöaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, slml 656066. Læknavakt er I
sima 51100.
Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöö Suöumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I
sálfræöilegum efnum. Sími 687075.
Landspltallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspftall Hringsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunariækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspitalinn f Fossvogi: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúðln Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Heilsuvemdaretöðln: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikun Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshæliö: Eftirumtaliog kl. 15til kl.
17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim-
sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspítal! Hafnarfiröi: Alla daga kl.
15-16 00 19-19.30.
Sunnuhlfð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim-
sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavfkuríæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Sfmi 14000. Keflavik-sjúkrahúslö:
Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyri • sjúkrahúsið: Heim-
sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá
kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Neyöarsími lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan sími 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100.
Kópavogun Lögreglan sími 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreiö simi 11100.
Hafnarfjörður Lögreglan simi 51166, slökkvi-
liö og sjúkrabifreiö simi 51100.
Keflavfk: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og
sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi
11955.
Akureyrf: Lögreglan sfmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222.
Isaflöröur Lögreglan simi 4222, slökkvflið sími
3300, brunasimi og sjúkrabrfreiö simi 3333.