Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. desember 1991 Tíminn 5 Sveitarfélögin mega ekki hækka útsvar eftir 15. desember, en hugsanlegt er að Alþingi taki ákvörðun um það í janúar að taka 700 milljónir af sveitarfélögunum: 11 SVEITARFÉLÖG HÆKKUÐU ÚTSVAR Ellefu sveitarfélög hafa formlega tilkynnt fjármálaráðuneytinu að þau ætli að hækka útsvar sitt á næsta ári, en fjögur ætla að lækka það. Samkvæmt iögum um tekju- stofna sveitarfélaga eiga sveitar- stjómir að tilkynna útsvör til fjár- málaráðuneytisins eigi síðar en 15. desember. Ekki hefur þó ver- ið amast við því hingað til þó til- kynningar berist síðar. Alþingi frestaði því að taka ákvörðun um hvort sveitarfé- lögin ættu að taka þátt í kostn- aði við löggæslu í landinu. Stjórnarandstaðan lagðist hart gegn skattinum, en ríkisstjórn- in neitaði að hætta algerlega við þessa skattheimtu. Taki meiri- hluti Alþingis ákvörðun um það í byrjun janúar að láta sveitarfé- lögin greiða rúmlega 700 millj- ónir vegna kostnaðar við lög- gæslu hefur það veruleg áhrif á fjárhag margra sveitarfélaga. Líklegt er að mörg sveitarfélög hafi þá hug á að endurskoða fyrri ákvörðun um útsvar og hækka það. í þeim hópi er Kópa- vogsbær, en bæjarstjórn Kópa- vogs lýst því yfir þegar hún tók ákvörðun um að halda útsvar- inu óbreyttu 6,7%, að hún Rómeó og Júlía í fyrsta sinn á sviði Þjóðleikhússins: Frumsýning annan dag jóla Þessi jólin frumsýnir Þjóð- leikhúsið verk Shakespeare „Rómeó og Júlía“ í rómaðri þýðingu Helga Hálfdánarson- ar. Leikurinn fer fram í borgríkinu Veronu á Ítalíu. Tvær voldugar ættir berjast um völdin, eins og títt var þá og löngum síðan. Hatr- ið er mikið og magnast með hverri kynslóð. Rómeó, ættar- laukur, laumast á grímudansleik hjá andstæðingunum. Þar sér hann Júlíu dóttur erkióvinarins. Þau fella strax hugi saman. Besti vinur Rómeó er síðan veginn, Rómeó hefnir og sá sem þá fellur er náfrændi og vinur Júlíu. Þau Halldóra Bjömsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínum. gifta sig á laun en síðan verður Rómeó að flýja mannsmorðið. Með aðalhlutverkin fara Hall- dóra Björnsdóttir og Baltasar Kormákur. Með önnur stór hlut- verk fara Helgi Skúlason, Erling- ur Gíslason, Sigurður Skúlason, Anna Kr. Arngrímsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmar Jónsson, Þór H. Túliníus, Róbert Arnfinns- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Árni Tryggvason, Steinn Ármann myndi hugsanlega endurskoða fyrri ákvörðun ef Alþingi legði nýjar álögur á sveitarfélögin. Sveitarfélögin sem ákveðið hafa að hækka útsvarið eru Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Grindavík og Njarðvík og sveita- hrepparnir Kjalarneshreppur, Reykholtshreppur, Innri-Ákra- neshreppur, Leirár- og Mela- hreppur, Lundarreykjadals- hreppur, Hálsahreppur, Staf- holtstungnahreppur og Rauðasandshreppur. Fjögur sveitarfélög ákváðu að lækka út- svarið, en það eru Eyjahreppur, Reykjarfjarðarhreppur, Snæ- fjaílahreppur og Ásahreppur. Hugsanlegt er að tilkynningar frá fleiri sveitarfélögum um breytt útsvar séu á leiðinni. Þessar breytingar á útsvari hafa þau áhrif að innheimtu- hlutfall útsvars í staðgreiðslu á árinu 1992 verður 7,05%, en undanfarin tvö ár hefur það ver- ið 6,99%. Ákvörðun stóru sveit- arfélaganna fjögurra, Hafnar- fjarðar, Mosfellsbæjar, Grinda- víkur og Njarðvíkur ræður mestu um þetta. Hækkunin hef- ur í för með sér að samanlagt innheimtuhlutfall staðgreiðslu til ríkis og sveitarfélaga á árinu 1992 verður 39,85% í stað 39,79% á yfirstandandi ári, þar sem hlutur ríkissjóðs verður óbreyttur, eða 32,8%, á árinu. -EÓ Gífurlegur verðmunur Verðkiinnun Neytendasamtak- anna og aðildarfélaga þeirra letóir í ljós að mikil samkeppni rilár í matvöruverslun í landinu. Verð- munur er oft gríðarfegur, en mestur mældist hann 498 pró- sent Kðnnun var gerð dagana 9.- 13. desember í 85 venhmum víðs fremst vtð verslanir utan höfuó- borgarsvæðisins. Kannað varverð á 77 algengum mat- og hreinlæt- isvörum. Neytendafelögin könn- uðu verð í cinstökum verslunum á félagssvæðum sínum, eu Neyt- endasamtökin sáu um úrvinnslu. Eingöngu var um verðsaman- burð að neða, en mat var ekki lagt á þjónustu verslana. Nefha má að verslanir mismunandi. Sumar taka ekki á móti og sumar þeirra sem endasamtökin benda jafnframt á að niðurstöður af þessu tagi verð- ur að túlka með varúð, en þær gefa engu að síður vlsbendingu um verðlag í hverri verslun. Mestur verðmunur reyndist vera á kartöflum eða 498%, minnst en mest 135 krónur kflóid. Mun- ur i lægsta og hæstn verði & grænni papriku var á tómötum og 158% i um svo dæmi $éu tekbi. í 15 til- vikum var munur á lægsta og hæsta verðiyfir 100%, i 46 tihák- um 50- 100% og aðeins í 16 til- vikum undir 50%. Þess ber að geta að mðdð var um tHboðsverð þegar könnunin var gerð, eins og raunar er i bermánuði. Skýrir það vafafaust hinn mikfa verðmun í mörgum tih'ikum. Eínnig er minnt á að verið er að bera saman verð í stór- möriraðum sem iithim verslun- um, bæði í stórum sveitarféiög- um og smáum. -js Mýra- og Borgarfjarðarsýsla: ÁGREININGUR UM NÝJAN SJÚKRABIL Deild Rauða kross íslands í Borgar- nesi festi kaup á nýrri sjúkrabifreið í maí síðastliðnum. Samningur hefur verið í gildi við heilsugæslustöðina í Borgarnesi um rekstur eldri bifreið- ar og var gerður annar samningur um rekstur þeirrar nýju. Heilbrigð- isráðuneytið neitaði að samþykkja samninginn með bréfi sem sent var í lok nóvember. Nú er allt útlit fyrir að Rauða kross deildin geti ekki haldið bflnum og enginn sjúkrabfll verði í héraðinu eftir 1. febrúar 1992, en þá verður gömul og löngu úrelt sjúkrabifreið tekin úr umferð. Félag ungra framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er megnustu fyrirlitningu á vinnu- brögð heilbrigðisráðuneytisins og ráðherra varðandi afgreiðslu þessa máls. Félagið skorar á þingmenn kjördæmisins og sveitarstjórnar- menn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að beita sér í þessu máli og tryggja þannig öryggi íbúa héraðsins. Neytendasamtökin hvetja til lagasetningar: Þjónustuaðilum gert skylt að tryggja Athugasemd frá formanni HÍ Vilborg Ingólfsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands tekur Hvít jól Á aðfangadag er spáð björhi og köldu veðri fyrir norðan og aust- an. Á suður- og vesturiandi verð- ur hlýrra og búast má við snjó- komu þegar líða fer 4 daginn. Útlit er fyrir rigningu og súld sunnan- og vestanlands á jófa- dag, en úrkomulítið fyrir norðan og austan. fram vegna ummæla sem höfð eru eftir henni í Tímanum 17. desem- ber síðastliðinn þar sem segir: „Hún mótmælir því einnig alfarið að skortur sé á sjúkraliðum", en Vilborg telur ekki rétt eftir sér haft. Blaðamaðurinn sem ræddi við Vilborgu er sammála þessari at- hugasemd, en í greininni átti að standa: „Hún mótmælir því einnig alfarið að það sé skortur á sjúkra- liðum sem lami heilbrigðisþjón- ustuna". Þessari athugasemd er hér með komið á framfæri. -js Stjóm Neytendasamtakanna telur að gera verði þjónustuaðilum skylt með lögum að Ieggja fram tryggingar til þess að vemda hagsmuni neytenda. Lögmenn og aðifar í byggingariðnaði em sérstaklega nefndir í þessu sam- bandi, enda em þess mörg dæmi að neytendur hafi orðið fyrir tjóni vegna viðskipta sinna við þessa aðifa. Bent er á að með lögum nr. 34/1986 um fasteigna- og skipasölu er þeim sem þá þjónustu stunda gert að leggja ftam tryggingu fyrir greiðslu kostnað- ar og tjóns sem viðskiptamenn við- komandi kunna að verða fyrir af þeirra völdum. Sérstök athygli er vakin á nauðsyn þess að lögmönnum, sem hafa veru- lega fjármuni í vörslu sinni fyrir við- skiptavini sína, verði gert skylt með lögum að hafa tryggingar. Þá er einnig nauðsynlegt að þeir sem stunda bygg- ingarstarfsemi hafi lögboðnar trygg- ingar, því iðulega eru viðskiptamenn þeirra að hætta aleigu sinni án þess að hafa nokkuð í höndunum annað en samning um að ákveðin fasteign verði byggð á ákveðinni holu sem er til stað- ar þá er samningur gerður milli aðila. Þá er bent á nauðsyn þess að þeir sem taka að sér viðgerðir fýrir fólk, einkum húsaviðgerðir, hafi skyldutryggingu. Þess eru mörg dæmi að þessum aðil- um sé greitt fyrir verk án þess að þeir ljúki við þau. Einnig eru verkin á stundum haldin bótaskyldum göllum, en verktakinn gjalþrota þegar til á að taka. Meðal annars af framangreindum ástæðum beina Neytendasamtökin því til ríkisstjómarinnar að hún hlutist til um lagasetningu sem geri þjónustu- aðilum skylt að hafa tryggingar til að tryggja hagsmuni neytenda í viðskipt- um við slíka aðila. -js BÁSAMOTTUR Áratuga reynsla á fslandi ! Einar mest notuðu básamotturnar landsins ! Níðsterkar og einangra ! ÞÓRf ARfVlULA 'l'l S 31-631500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.