Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 10
lOTÍminn Þriðjudagur 24. desember 1991 Þótt faðir minn væri án efa trúað- ur á sinn hátt, sótti hann aldrei mikið kirkju, enda þá nokkuð við aldur og ákaflega heimakær. Mamma var hins vegar kirkjuræk- in og tók okkur Freyju oftast með. Tvær útkirkjur voru frá prestsetr- inu Miklabæ, Flugumýri og Silfra- staðir. Hvern helgan dag bar presti að messa og þurfti því ekk- ert messuboð, þar eð það var ein- falt reikningsdæmi að messa skyldi á Silfrastöðum þriðja hvern helgidag. í þennan tíma bjó að Silfrastöð- um Steingrímur Jónsson, sonar- sonur Jóns stórbónda að Merki- gili í Austurdal, Höskuldssonar sterka. Steingrímur var stórbóndi og hafði margt í heimili. Auk vinnu- og kaupafólks var þar jafn- an eitthvað af húsmennskufólki. Steingrímur var stór maður vexti og vel á sig kominn á allan hátt. Hann var fremur toginleitur með yfirskegg og skegghýjung um kjálka og höku á efri árum, að mig minnir. Á yngri ár- um hefur hann án efa verið myndar- legur maður, beinn í baki og upplits- djarfur, varð lítið eitt lotinn með aldri og gekk að staf sökum blindu. Þannig kom hann mér fyrir sjónir, þegar ég kynntist honum gömlum manni og blindum en algerlega óbuguðum. Er það ætlan mín, að fátt hafi getað bug- aö Steingrím. Eftir lát konu sinnar, Efemíu Kristínar Ámadóttur, bjó hann mörg ár blindur með ráðskon- um og hélt fullri reisn þrátt fyrir ým- islegt mótlæti og lét ekki hlut sinn fyrir neinum, en ekki heyrði ég þess getið, að hann færi í manngreinarálit. Ef frá er talin blindan, var hann heilsuhraustur, mun þó lítið hafa fylgt fötum síðustu æviárin, enda þá Öörgamall orðinn. Ekki mun Stein- grímur hafa verið talinn tilfinninga- maður en líklega dulur. Má því vel vera að annað byggi undir skelinni. Hann var áræðinn kjarkmaður og harðsækinn til hvers sem var, trygg- lyndur en óvæginn andstæðingum, þó sérstaklega ef embættismenn og höfðingjar áttu f hlut. Var víst engum of gott að eiga í illdeilum við Stein- grím. Steingrímur var alinn upp í Austurdal. Og sagt er, að á yngri árum Hestur undir taðkláfum á Silfrastöðum. Botninn er opnanlegur og leikur á hjörum. Þannig voru kláfarnir tæmdir. Á Silfrastöðum 1907. Kirkjan var vígð 1896. Byggingin er réttur áttymingur með fer- strendum tumi. Til vinstri á myndinni er skemmuburst, þá stofuþil og loks bæjarþil og framhlið skálans. léti hann sig ekki muna um að fækka fötum og vaða djúpar og straum- þungar ár milli skara, uppbólgnar af krapi, né heldur að liggja úti nætur- langt í harðviðrum á fjöllum. Svo var hann óvílsamur, að aldrei kvartaði hann, hverju sem fram fór, vildi jafn- vel ekki viðurkenna blindu sína fyrr en síðasta dagsglætan þvarr og brást illa við, ef honum var vorkennt. Ein- hverju sinni mætti honum aðkomu- kona, þar sem hann fetaði sig áfram við staf sinn úti á hlaði. Konan mælti til hans af vorkunnsemi: „Þú ert þá þama, auminginn." Steingrímur svaraði að bragði og heldur snúðugt: „Nú, sjálf geturðu verið aumingi og ræfill fyrir mér,“ og gekk sína leið án frekari orða. Steingrímur var um margt stórbrot- inn persónuleiki, ákaflega sjálfstæður en einkennilegur svo af bar. Held ég hann sé sá einkennilegasti maður, sem ég man eftir, vom þó fleiri skrýtnir og lítt við alþýðuskap. Orða- tiltæki og tilsvör Steingríms þóttu oft harla furðuleg, enda var hann orðinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.