Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1991, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 24. desember 1991 Tíminn 11 þjóðsagnapersóna löngu fyrir enda- dægur sitt Haft var eftir Einari Bene- diktssyni, að Steingrímur á Silfra- stöðum væri eini íslendingurinn, sem hann hefði hitt á leið sinni frá Húsavík til Reykjavíkur. Steingrímur lét smíða kirkju þá, er enn stendur á Silfrastöðum nær, eða einvörðungu, á eigin kostnað. Þetta er timburkirkja, áttstrend að lögun og er sögð önnur kirkjan á landinu með því byggingarlagi. í fyrstu var ekki prédikunarstóll í þessari kirkju. En um það komst Steingrímur svo að orði, að presturinn gerði öll sín stykki fyrir altarinu. Svo er að sjá sem Steingrímur hafi haft gaman að nokkurri nýbreytni. Einu sinni fékk hann sér geitur og var stoltur af, þótt aldrei þjónaði sá bú- peningur því hlutverki, sem til var ætlast, en gengi sumarlangt með kið- lingum sínum í Silfrastaðafjalli. Ei að síður hafði Steingrímur gaman að segja frá þessari eign sinni. Einhverju sinni var Hallgrímur Jónasson kenn- ari og rithöfundur gestur á Silfrastöð- Séra Björn Jónsson á Mikla- bæ um og sat uppi á lofti hjá Steingrími. Allt í einu spyr Steingrímur: „Veistu það, ég hef geitur." Hallgrímur þekkti Steingrím vel, þar eð hann var alinn upp á Fremri-Kotum og spyr af stríðni: „Eru þær í höfðinu?" Þessu svaraði Steingrímur að bragði: ,JJú, farðu bölvaður, og kiðlinga þrjá." Þannig var orðafar Steingríms og röðun orða oft með nokkuð sérkenni- legum hætti, svo sem eins og: „Sá er nú lumpinn æði“, eða „seigur sá“ og „rúskinn æði.“ Þetta var kallað að tala eftir sig. Ýmislegt hefur verið skrifað um Steingrím, nú síðast ýtarleg grein eft- ir Hjörleif Kristinsson. Þá hafa og lengi gengið um hann sögur og sagn- ir manna á meðal, og mér er hann svo ferskur í bamsminni, að ég get ekki látið hjá líða að minnast hans nokkr- um orðum, sem þó nær einvörðungu verður bundið við persónuleg kynni og munnlegar heimildir. í bemsku bar ég einhverja ótta- blandna virðingu fyrir þessum sér- stæða manni. En ævinlega var hann mér góður, enda var þeim vel til vina honum og föður mínum, og bauð hann pabba upp til sín í svefnherberg- ið, þegar hann kom, og gaf honum að súpa á brennivíni úr litlu glasi með upphleyptu kroti á annarri hlið eða báðum. Mér gaf hann hins vegar stundum kandís, sem hann dró volg- an undan koddahomi sínu innvafinn í klúL En þar var glasið einnig geymt eða undir sænginni. Oftast lá hann þá afturábak í rúmi sínu með snjáða skinnhúfu á höfði og var með upp- broti allt í kring. Ekki held ég að Steingrímur hafi þvegið sér daglega. En svo var víst um fleiri á þeirri tíð. Endmm og eins hef ég trúlega séð hann húfulausan og þykist muna, að ekki var hann sköllóttur. Annars held ég hann hafi oftast verið með húfu, og ævinlega þá, er áður getur. Þegar Þor- kell í Flatatungu kom til hans á glugga vomótt eina og spurði, hvort Steingrímur á Silfrastöðum vildi heldur fljúgast á við Þorkel í Tungu úti eða inni, þá fór Steingrímur fram og áttust þeir við í bæjardyrum lengi nætur. Sagði hann sjálfur svo frá: „Eg var á nærfötunum og húfulaus." Þetta síðara tvítók Steingrímur með mikilli áherslu: „Og húfulaus." Kann að hafa verið ástæðan, að sumir harð- snúnir áflogamenn þeirrar tíðar voru svo hugkvæmir að snúa andstæðing- inn niður á hárinu, taka í punginn, eyrun eða kjaftvikin, meira að segja fara með finguma í augun. Þetta bar oft góðan árangur. Guðmundur á Ábæ fór í augun á fóstursyni sínum og frænda, Stefáni Sveinssyni á Upp- sölum, þegar þeir flugust á fýrir sunnan og ofan Stekkjarflatir um vor. Báðir voru þeir karlmenni og Stefán á léttasta skeiði en Guðmundur nokk- uð við aldur, bar þó hærri hlut og sagði að viðureign lokinni: „að flestir hefðu þeir orðið að lúta sér, karl rninn." Svona voru menn hugsjóna- ríkir í þá daga, jafhvel fremri kemp- unni Bjarti í Sumarhúsum, sem þótti aumast að hafa ekki haft hugsjón til að draga um barkann á þessum hel- vítum í tíma, þegar kaupmaður „Bmni“ hafði stungið sér á kaf með inneign sjálfstæðisbóndans. Á Silffastöðum var flest stórt í snið- um, landrými mikið og veðursæld, silungsár við túnfót og mykjuhaugur á heimsmælikvarða. Þar var tún víð- lent að þeirrar tíðar mati og löðrandi í hvítsmára, spratt því á hveiju sem gekk, jafnvel þó það væri drjúgum sporað á vorin eftir hrosshófa, því Steini Hjálmars var hestamaður og lét oft spretta úr spori á Jámhrygg eða í nánd við Kálfakofann. Svo gerðu víst fleiri. Steina Hjálmars get ég nán- ar annars staðar. Ekki var heldur óal- gengt, að áburður kæmist í seinna lagi niður í Silfrastaðatún, jafnvel alls ekki sum vor, og vitnaði fjóshaugur- inn þar um. Á Silfrastöðum sá ég mykju flutta á tún í kláfúm. Þessir kláfar vom nokkuð djúpir, aflangir ;» --jr--. Silfrastaöafjall séð frá heima- slóðum Egils- staðamanna. kassar á stærð við koffort Kassinn var opinn að ofan með hanka á hlið til að hengja á klakk. Fyrir botni var lok jafnstórt kassanum og hespa fyrir. Við mykjuhauginn stóðu tveir menn og mokuðu áburðinum hvor í sinn kláf og sem jafnast í hvom svo ekki hall- aðist á. Oftast var „léttingi" notaður til að teyma hestana út á túnið. Og þegar komið var á ákvörðunarstað, kippti hann hespunni ftam af kengn- um, en við það hrökk lokið upp og kálfurinn tæmdi sig sjálfkrafa. Einu gilti hvaða aðferð var notuð við að flytja á tún, áburðurinn var settur í hlöss í beinar línur, og kölluðust það reinar. Alltaf var reynt að hafa sem jafnast bil milli hlassa og sömuleiðis reina. Áður en Steingrímur réðst í smíði timburkirkjunnar var þar torfkirkja. En sökum þess að kirkjubóndi var maður hagsýnn, lét hann gera bað- stofu af viðum gömlu kirkjunnar. Þetta var rúmgóð baðstofa að þeirrar tíðar hætti og syðst húsa með glugg- um á hlið og vissu til suðurs. Sjálfsagt hefur þetta hús verið látið halda sinni fyrri reisn og því svo hátimbrað, að hægt var að smíða tvö súðarherbergi yfir. Vom þau hvor í sínum enda, lítil og lág, en loftbrú með handriði í milli, svo ekki þurfti nema einn stiga. Var hann fast við baðstofudyr til hægri, þá inn var gengið frá hlið. Þetta var vinkilstigi með palli, þar sem stigaþrepin breyttu stefnu í imm/ ÍAXenóXum/ uxxinAum; nxi£t£ <l(Á6Jíijiív á/á/iinii/1991 a^/^jyQÁunv £li/ oX£a/l/ O/ tlljjAV OAÍ/. iA/ 'iortttnv aá/ QÁxí njnittm/ ápumv í4tutAÍA/ ijJítla/ií Oóy£um/ uJííaw ag/. ?jiiíkJíU/£clum/ i|X£a/i/ aicAiieuAO/iAÍw aw ooi^ávuÍLv (cajruuuli a/iA/. HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVIK ■ SIMI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.