Tíminn - 14.01.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 14.01.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Þriðjudagur 14. janúar 1992 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Ttminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrtmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ríkisstjómin féll á prófinu Við höfum ríkisstjórn sem gengur í skrokk á mönnum og stofnunum fyrir meint mistök í fortíðinni. Auðvitað hlýtur að mega vænta þess að slík ríkisstjórn geti sjálf sýnt fram á að hún sé hæf til þess að meta hvaða ráðstaf- anir muni standast og hverjar séu mistök. Að öðrum kosti eru orð hennar marklaus og að engu hafandi. Landsbanki íslands hugðist nýta sér framsýni rfkis- stjórnarinnar og bað hana um leiðbeiningar um hvort óhætt væri að lána Rússum til síldarkaupa, hvort slíkt lán yrði íslendingum til góðs eða hvort það yrði síðar meir að fortíðarvanda. Landsbankinn bað ríkisstjórnina ekki um neina fjármuni, aðeins visku. Landsbankinn bað aðeins um hlutdeild í þeirri visku sem ríkisstjórnin hef- ur þóst ráða yfir. En ríkisstjórnin féll á prófinu. Hún neitaði Lands- bankanum um hlutdeild í visku sinni og sagði að Lands- bankinn væri hæfari en ríkisstjórnin til þess að meta hvort óhætt væri að lána Rússum! Þetta mátti svo sem vita fyrir, en sýnir eins og margsannað er að jafnan verð- ur minnst úr þeim sem kjaftforastir eru, þegar til alvör- unnar kemur. Ríkisstjórn íslands getur rifið kjaft um það sem augljóslega hefur farið aflaga. Og hún gerir það. En hún getur ekki séð fyrir hvað muni bregðast. Þess vegna neitar hún að segja nokkuð fyrirfram. En á þessu er önnur og alvarlegri hlið. Frá því að nú- verandi ríkisstjórn kom til valda hefur staða atvinnulífs- ins snúist algjörlega við. Hegðun ríkisstjórnarinnar á stóran þátt í þessu. Hún hefur einbeitt sér að því að elta uppi sökudólga vegna þess sem hefur gerst. Hún hefur lagt í einelti þá sem unnið hafa að því að fjármagna at- vinnulífið og borið þá sökum um mistök. Og auðvitað hafa orðið mistök og það verða alltaf mistök. Mistök í fjármögnun hafa orðið meiri hér á landi á undanförnum árum en oftast áður. En það á ekki eingöngu við hér á landi. Það hefur gengið bylgja fjármálalegra mistaka yfir heiminn. Það er of langt mál að skýra það hér, en að nokkru leyti hefur þetta verið keðjuverkandi og ekki hægt að kenna einstökum fjármálastofnunum um. En einelti ríkisstjórnarinnar hefur á undraskömmum tíma leitt til þess að þær stofnanir, sem eiga að vinna með atvinnulífinu, hafa kippt að sér hendinni og aðhaf- ast ekki neitt. Allir eru hræddir. Hræddir um að verða sakaðir um þau mistök sem kunna að verða gerð. Hugs- unin er sú að betra sé að gera ekki neitt og gera þar með engin mistök. Á þennan hátt er verið að drepa atvinnu- lífíð í dróma. Afleiðingar þess verða skelfilegar, við sjá- um fram á samdrátt í atvinnulífinu og það hillir undir fjöldaatvinnuleysi. Sennilega hefur Landsbankinn brugðist rétt við þess- um vanda. Hann hefur beðið ríkisstjórnina um ráð. Rík- isstjórnin hefur hafnað að gefa ráð. Sú ríkisstjórn getur varla komið síðar og ásakað Landsbankann fyrir mistök, ef svo skyldi fara að hann láni Rússum og eitthvað fari úrskeiðis með greiðslur. Landsbankinn hefur því miður ekki séð sér fært að veita umbeðna lánafýrirgreiðslu sem setur þau viðskiptasamönd sem hér um ræðir í algjöra óvissu. Ef til vill er þetta aðferðin til þess að bjarga íslensku atvinnulífí. Að biðja ríkisstjórnina jafnan formlega um ráð og leiðbeiningar og neyða hana til að hafna því að gefa ráð. Þannig geta menn komið í veg fyrir að hún reki rýtinginn í bakið á þeim seinna. .ínkfíþjár Skömmtunarstjórar listarinnar Að deila og drottna hefur gefist stórveldum vel til að viðhalda valdi sínu og fullnægja drottnunargirni sinni. Svo er líka hægt að útdeila og drottna og í þeirri list kemst enginn með tærnar þar sem skömmtunarstjórar opinberra sjóða hafa hælana. Að komast í úthlutunaraðstöðu er mikill heiður og sækja margir stíft í þær virðingarstöður og sér- staks heiðurs verða þeir að- njótandi sem trúað er fyrir að styðja, styrkja og varðveita Iistmenninguna með því að færa henni og handhöfum listarinnar almannafé sér til afrétt- ingar og eflingar. Þegar skipt er um ráðherra mennta og menningar, sér hann um að skipta um formenn allra þeirra óteljandi úthlutunarráða og -nefnda sem sjá um viðurgjörning og viðhald íslenskrar menningar, sem almúginn stendur í látlausri þakkar- og peningaskuld við. Við formannaskiptin breytist yfir- leitt ekkert annað en það, að vinstri persóna tekur við af hægri- sinnaðri persónu eða miðjumoðs- persónu eða öfugt, að afhenda menningarfólki eða menningar- stofnunum peninga og heiður. Sem síðan þakkar fyrir sig og seg- ist vera afskaplega upp með sér af því að heiðurinn er svo mikils virði og flytur svo skyldugan fyrirlestur um að peningaframlög séu upphaf og endir allrar listsköpunar. Burt með gargið Svo bar til eftir síðustu stjórnar- skipti að Hrafn Gunnlaugsson varð ráðherraskipaður formaður Menn- ingarsjóðs útvarpa og er farinn að láta til sín taka á menningarsvið- inu eins og fyrri daginn. Þar sem Krummi kærir sig ekkert um að ganga í annarra spor, ætlar hann að breyta hlutverki sjóðsins hið snarasta og ætlar fyrir það fyrsta að hætta að styrkja Sinfón- íuhljómsveitina. Ráðamenn henn- ar segja þá sjálfgert að leggja hana niður. Menningarsjóður útvarp- anna leggur til svo sem fjórðung af rekstrarkostnaði hljómsveitarinn- ar. Hrafn hlýtur að öðlast stuðning og aðdáun allra þeirra, sem í gegn- um tíðina hafa heimtað að sinfón- íuskömmin verði lögð niður. Þeir hinir sömu vilja ekkert helvítis sinfóníugarg í útvarpið og telja frá- leitt að hið opinbera sé að standa undir slíkum rekstri. Ekkert að skilja Menningarsjóður útvarpa fær til ráðstöfunar hundraðshluta af aug- lýsingatekjum útvarpa, og á út- hlutunarnefndin að styrkja menn- ingarstreð sömu útvarpa og leggja fram styrktarfé til að búa til list- rænar menningardagskrár á veg- um sömu útvarpsstöðva og skatt- urinn er Iagður á. Ef lesendur skilja þetta ekki, ger- ir það ekkert til, því það er hvergi vitglóru að fmna í þessari skatt- heimtu og ríkisrekinni úthlutun- aráráttu, sem á að vera menning- unni til framdráttar. Stjórn innheimtu- og úthlutun- arsjóðs útvarpsmenningar hefur tugi milljóna króna til ráðstöfunar, og nýi formaðurinn veit hvað hann ætlar að gera við aurana þegar bú- ið er að leggja Sinfóníuhljómsveit íslands niður. Hann sagði í útvarpsviðtali að sjóðurinn ætti að vera til styrktar kvikmyndagerð og sér í lagi ber hann fyrir brjósti einkaframtakið í greininni. Það er ekki nýtt á íslandi að for- mælendur einkaframtaks telji sjálfsagt að opinber skattheimta og opinberir sjóðir standi undir því. Sem sagt, að forsenda einkafram- taks í kvikmyndagerð er að skatt- heimtan standi undir því og ráð- stjórn úthluti og ráðskist með þá skattpeninga og sjái um að þeir lendi hjá verðugum. Hlutverkið Sem fyrr segir munu einhverjir áreiðanlega fagna því að Sinfóníu- hljómsveit íslands verði gerð óstarfhæf og fer í sjálfu sér ekki illa á því að menningarviðleitni ljós- vakamiðlanna standi yfir höfuð- svörðum hennar, svo mjög sem amast hefur verið við garginu úr henni gegnum tíðina. „Goð“, „kappar" og „hetjur" dag- urlagamenningarinnar, sem fréttamenn og dagskrárkynnar ljósvakamiðlanna nefna svo, eiga hug og hjörtu allra dagskrárgerð- armanna og sinna ágætlega því menningarhlutverki útvarpa sem efni standa til. En hvers vegna auglýsingatekjur útvarpa og sjónvarpa eiga að renna til einkaframtaks bíóstráka og stelpna, veit Hrafn Gunn- laugsson manna best. Hver menningarauki er annars að þessum hallæris- sjóði er álitamál. Það hlýtur einnig að vera álitamál hvort ekki sé afar óeðlilegt að leggja skatt á tilteknar tekjur með þessum hætti, til þess eins að láta opinbera tilsjónarmenn ákvarða til hvaða menningarstarfsemi á að láta skattpeninginn renna og til hvaða persóna. Enn má velta fyrir sér hvað rétt- læti að formaður hringavitleysu eins og þessa menningarsjóðs gefi yfirlýsingar út og suður um að taka fjórðung af rekstrarfé sinfón- íuhljómsveitar til annarrar starf- semi. Fulltrúi menntamálaráð- herra í ríkisrekinni útvarpsmenn- ingu minnist hvergi á að hljóm- sveitin fái þá tekjur úr öðrum matarholum og enn síður þarf ráð- herrann að skipta sér af þessu ráðslagi öllu. Menningarmenn allir þegja þunnu hljóði og bíða þess hvemig mál skipast. Allir utan einn bíða þeir eftir heiðursúthlutunum úr hendi ráðherraskipaðra nefnda eða jafnvel sjálfs Alþingis, sem úthlut- ar ævilöngum heiðri til þeirra sem mest þurfa á svoleiðis að halda. Það er ekki varlegt að fara að leggja orð í þann belg, sem styggt gætu úthlutunarnefndir ríkisins eða ríkisstofnana sem útdeila menningarfé. Þess vegna ber að fara varlega og umbera hótanir formanna sovétanna, sem halda listmenningunni á íslandi gang- andi með réttlátum úthlutunum. Fáir munu því biðja Sinfóníu- hljómsveitinni griða, enda er hún ekki hátt skrifuð hjá menningar- standi útvarpanna, sem frnnur þar hvergi goð, hetjur né kappa. Það lið heyrir aftur á móti til lágmenn- ingu og bíógerðarfólki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.