Tíminn - 14.01.1992, Qupperneq 5
Þriðjudagur 14. janúar 1992
Tíminn 5
Guðmundur P. Valgeirsson:
Hvað rekur á eftir sölu
ríkisstofnana og fyrirtækja?
í umræðum, sem fóru fram fyrir síðustu kosningar um samn-
inga okkar um þátttöku í EES og EB, sóru formenn núverandi
stjómarflokka fýrir að nokkura tíma kæmi til þess að þeim er-
lendu aðilum yrði hleypt inn í íslensku landhelgina til veiða í
skiptum fyrir annað sem samið yrði um. Allt tal um það væri út
í hött og nánast sem landráðabrigsl. Og reynt var að koma sök á
Halldór Ásgrímsson, þáverandi sjávarútvegsmálaráðherra, fyrir
að hafa léð máls á að það yrði gert.
Nú hefur það gerst að Jón Bald-
vin utanríkisráðherra hefur fyrir
hönd íslensku ríkisstjórnarinnar
gert samning við Efnahagsbanda-
lagsþjóðirnar og heimilað þeim
að veiða 3.000 tonn af karfa í
landhelgi okkar.
í fyrstu reyndi hann að villa um
fyrir þjóðinni með því að halda
því fram að samið hefði verið um
veiðar langhala. Sú fisktegund
hefur ekki verið veidd hér og
óvissa um að hún væri til innan
fiskveiðilögsögu okkar. Á þeim
forsendum fór hann um landið
þvert og endilangt til að kynna
íandsmönnum samningssnilli
sína: „Við höfum fengið allt fyrir
ekkert," eins og hann komst að
orði. Hafði það þó eftir öðrum
manni, en gerði það að sínum
eigin orðum í lítillæti sínu. Síðar
varð hann að viðurkenna að í stað
langhala hefði verið samið um
karfa, að þessu magni. Sagði
hann þá að það hefði alltaf legið
fyrir að þessi umsamdi aflakvóti
hefði verið í karfa og ekkert hefði
verið sjálfsagðara en að veita
heimild fyrir því. — Þar með var
hann búinn að ganga á bak orða
sinna og svardaga fyrir kosningar,
eflaust í þeirri trú að það væri
gleymt og almenningur léti sér
það í léttu rúmi liggja. Og líkur
benda til að svo muni verða.
En þó varð það til þess að Magn-
ús Gunnarsson sneri við blaðinu.
Hann hafði tekið þessu fagnandi
eins og Jón Baldvin lagði það fyr-
ir. En þegar hann sá hvers kyns
var um sannleiksgildi frásagnar
utanríkisráðherra, snerist hann
öndverður við og lýsti sig, fyrir
hönd þeirra samtaka sem hann
væri í forsvari fyrir, vera andvígan
samningunum meðan hann vissi
ekki hvað hefði verið sagt satt um
hvað samningurinn fæli raun-
verulega í sér. Úr því sagt hefði
verið ósatt um þetta, þá gæti svo
verið með fleira.
En utanríkisráðherranum
fannst það svo sjálfsagt að láta
þennan karfakvóta af hendi að
engin ástæða hefði verið að tala
um það sérstaklega. Af þeim orð-
um hans og öðru, sem fram hefur
komið, sýnir hvert kapp ráðherr-
ann lagði á að ganga frá þessum
samningum. Og menn mega vera
þakklátir fyrir að viðsemjendur
ráðherrans skyldu ekki nefna
þorsk eða aðrar verðmætari fisk-
tegundir. Allt bendir til að það
hefði verið samþykkt með jafn-
Ijúfu geði af hendi hans. — Þetta
og orð Þorsteins Pálssonar, að-
stoðarmanns ráðherrans í þessari
samningalotu, að ekki hefði verið
sinnt um að reyna að ná betri
hlut úr samningunum, fyrir okk-
ar hönd, þó allar líkur hefðu ver-
ið til að það væri hægt, segir sína
sögu.
Þessi undanþága, eða innrás er-
lendra ribbalda, eftir því hvað
menn vilja kalla það, í íslenska
landhelgi er gefin, þó fyrir liggi
að fiskveiðar okkar sjálfra verða
dregnar stórlega saman vegna
minnkandi fiskigengdar á okkar
veiðisvæði og við megum þar
engan hlut missa. Og jafnframt sé
fyrirhugað að segja frændum
okkar Færeyingum upp þeirri
veiðiheimild, sem þeir hafa haft.
— En þetta er ekki eina gjaldið
sem við látum af hendi fyrir þau
óljósu tollafríðindi sem sagt er að
samið hafi verið um, þó lítið sé
gert úr því, af hálfu okkar samn-
ingamanna. — Jafnframt eru all-
ar gáttir opnaðar fyrir hinum er-
lendu aðilum að koma inn í sem
flesta þætti okkar efnahagslífs og
eignarhalds á nær öllum gögnum
og gæðum okkar lands, sem hinir
erlendu aðilar kunna að girnast í
ágóðaskyni eða sér til dægrastytt-
ingar og stundargamans, að því
ógleymdu að með þessum samn-
ingum erum við að afsala full-
veldi þjóðarinnar og sjálfsákvörð-
unarrétti í hendur hinna erlendu
aðila, og við þar með orðin ófrjáls
þjóð um aldur og ævi. í besta falli
að við höldum rétti til að senda
frá okkur bænarskrá til yfir-
drottnara okkar — í bljúgri und-
irgefni, á sama hátt og meðan við
lutum valdi erlendra konunga og
ráðgjafa þeirra.
Það þarf enginn að ætla að þeir
menn, sem hafa gefist upp við að
ráða málum þjóðarinnar eins og
þeir flokkar sem nú fara með
völdin og mæna í ofvæni á erlent
bjargræði í fjármagni og fram-
kvæmdum, leggi sig fram um að
setja upp þær „girðingar" sem
aðrir telja lífsnauðsynlegt til þess
að við höldum eignarhaldi á ein-
hverju af landi okkar.
Það vekur athygli að forystu-
menn ríkisstjórnarflokkanna
vinna nú af ofurkappi að því að
selja öll ríkisfyrirtæki og stofnan-
ir á þess vegum. Skiptir þar engu
máli hvort þær hafa skilað drjúg-
um fjárhæðum í ríkiskassann eða
verið eitthvað óarðbærari, um
stundarsakir, vegna tímabund-
inna aðstæðna. Þar í eru ríkis-
bankarnir, Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins, Póstur og sími,
Sementsverksmiðjan á Akranesi,
Landsvirkjun og Rafmagnsveitur
ríkisins o.fl. o.fl. — Fram til síð-
ustu tíma hefur varla hvarflað að
nokkrum manni að flest af því,
sem nú er komið á söluskrá hjá
forsvarsmönnum ríkisstjórnar-
innar, kæmi til greina að selja
undan yfirráðum ríkisstjórnar og
þar til kjörinna stjórnenda á Al-
þingi. Flest eða allt þjónar þetta
lífsafkomu og sameiginlegum
hagsmunum almennings í land-
inu og því ekki sama í hverra
höndum þær stofnanir og fyrir-
tæki lentu. Nú étur nálega hver
eftir öðrum að slík ráðstöfun sé
nauðsynleg, ég held í hugsunar-
leysi. En þó eru ekki allir sama
sinnis og sjá hættuna.
Eflaust hugsa fjölskyldurnar 15
gott til glóðarinnar að grípa þess-
ar gæsir, sem svo auðveldlega
fljúga í munn þeirra. Varla er
hægt að finna rök fyrir því að sú
breyting á eignaraðilum yrði til
þess að skapa samkeppni, sem
leitt gæti til hagsbóta fyrir al-
menning, þar sem þessar stofn-
anir yrðu einar um hituna, hver á
sínu sviði. Meiri Iíkur eru á að sú
eignarhaldsbreyting yrði til þess
að skapa þeim einokunaraðstöðu,
sem veitti eigendum sínum auk-
inn gróða og þrengdi þar með
lífskjör almennings. Svo mikið
kapp er Iagt á þessa sölu að ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar eru
farnir að tala um það í alvöru að
gefa þessi fyrirtæki og stofnanir
til þess að losa um núverandi
eignarrétt yfir þeim, ef ekki vilji
betur til.
Að forystumenn Alþýðuflokksins
gangi fram fyrir skjöldu í þessum
sölu- eða gjafamálum þarf
kannski engum að koma á óvart,
þó flokkssamþykktir þeirra og
stefnuskrár á undanförnum árum
hafi bent til annars. Þeir virðast
nú leggja kapp á að yfirbjóða
Sjálfstæðisflokkinn í einstak-
lingshyggju og markaðsbraski á
kostnaö hagsmuna almennings
og þeirra sem minna mega sín.
Hvort þeir hugsa til samkeppni
um forystu í Sjálfstæðisflokknum
skal ósagt, þó margt geti bent til
þess. Það gerist svo margt skrítið
á þeim bæ.
Það er haft fyrir satt að sú hindr-
un sé í vegi fyrir að hinir erlendu
aðilar EES- og EB- samningsins
geti hindrunarlaust gengið að
kaupum á því sem íslenskt er, að
þær stofnanir og fyrirtæki, sem
eru í eigu ríkisins, geti þeir ekki
keypt beint og krókalaust eins og
flest eða allt annað. Hvort leynist
ekki fiskur hér undir steini, það
getur skýrt þennan ákafa sem
stjórnarflokkarnir sýna í að losa
um þetta eignarform svo eignayf-
irtaka geti farið fram á því og öllu
öðru?
Ég hef ekki orðið var við að
þessum þætti í stefnu ríkis-
stjórnarinnar hafi verið sá gaum-
ur gefinn sem vert er. Með sölu
þessara umtöluðu eigna ríkisins
hafa allar gáttir verið opnaðar
fyrir eignar- og umráðarétti allra
hluta íslensku þjóðarinnar í
hendur erlendra aðila. — í þessu
Ijósi skýrist margt, sem ekki hef-
ur verið á orði haft í sambandi
við „langhalasamning" Jóns
Baldvins og hans nánustu skoð-
anabræðra og sálufélaga í hinni
nýju rikisstjórn. — Komi ríkis-
stjórnin þessum hugsjónamálum
sínum í framkvæmd, ásamt yfir-
lýstu afskiptaleysi af atvinnulífi
þjóðarinnar, má segja að hún sé
búin að leysa upp íslenskt þjóðfé-
lag í frumparta sína, svo að þar
standi ekki steinn yfir steini af
því sem hefur verið byggt upp í
áranna og aldanna rás. Eftir
standa rústir einar í höndum mi-
sviturra einstaklinga og hlut-
hafa, erlendra sem innlendra,
sem slást um hvernig skuli nýta
hræið.
Þá talar enginn um
íslenska landhelgi
Almenn hreyfing hefur verið
vakin til að koma í veg fyrir að sú
ógæfa hendi, að langhalasamn-
ingur Jóns Baldvins, utanríkis-
ráðherra í stjórn Davíðs Odds-
sonar, nái að ganga yfir þjóðina.
Margir góðir menn hafa gengið í
lið með þeim. Óvíst er hvort þau
samtök ná því að verða svo sterk
að þeim takist það. Ótrúlega
margir af forystumönnum al-
mennings á Alþingi eru ískyggi-
lega hljóðir um þessi mál. Þeir
voru þó fyrst og fremst kosnir til
setu á Alþingi til að sjá um að
þjóðin héldi frelsi sínu, sjálfstæði
og löggjafarvaldi óskertu. Því
verður ekki trúað að þeir láti það
úr hendi ganga og að sjálfræði
þjóðarinnar og löggjafarvald
verði lagt í rúst með því að leggja
það í hendur erlendrar yfir-
drottnunar í nýlendustíl. Geri
þeir það, hafa þeir fyrirgert allri
tiltrú kjósenda sinna
Höfundur er bóndi.
r
Enn er ekki komin skrá yfír frí-
merki þau, sem áætlað er að
gefa út á þessu ári hér á landi,
þótt öll önnur lönd heimsins
hafí þegar sent frá sér sínar
skrár og sum jafnvel hverjar
verði fyrstu útgáfur árins 1993.
Það er nú samt svo, að ýmsir
telja að þeir viti nokkurn veginn
hvers er að vænta. Því skulum
við rekja hér þetta, sem talað er
um, og síðan sjá til, hver verður
svo útkoman. Tekið skal fram að
heimildarmenn mínir njóta fullr-
ar nafnleyndar. Það verður aðeins
sagt þeim til hróss, að þeir hafa
verið furðu sannspáir á síðustu
árum, svona eins og völva Vik-
unnar.
Fyrsta útgáfan að þessu sinni
verður merkjapar í íþróttaútgáf-
unni. Sennilega verða þetta tvö
merki með innanlands burðar-
gjaldi eða tvö 26 króna frímerki
með stílgerðum myndum af
íþróttaiðkunum.
Önnur útgáfan er svo talin verða
Evrópufrímerkin. Þema þeirra f
ár er landafundir. Þarna er tilval-
ið að minnast þess að Leifur Ei-
ríksson fann Ameríku fyrir um
1000 árum. Því er upplagt að gefa
út frímerki með mynd hans og
55,00 króna burðargjaldi til álf-
unnar sem hann fann. Þess má
Frimerki
geta um leið, að maður að nafni
Kólumbus endurfann svo þessa
álfu 500 árum seinna, eftir að
hann frétti um hana á íslandi. Má
því jafnvel gefa út frímerki með
mynd hans og þá einhverju öðru
burðargjaldi.
En það eru fleiri en fslendingar
sem ætla að hafa þennan hátt á.
Færeyingar ætla að gefa út sams-
konar frímerki og auk þess blokk
með báðum merkjunum í, jafn-
vel á sama degi og við. Þarna
bætist því í tegundasafnið sem
kallað er samútgáfur.
Þriðja útgáfan er ætluð til að
minna okkur á aðalútflutning-
svarning okkar, fiskinn. Verður
þetta að öllum líkindum svipað
frímerki og Verslunarráðsfrí-
merkið frá 1967. Eða þá 3-4 frí-
merkja útgáfa.
Fjórða útgáfan verður svo til að
minnast World Wildlife Fund
(tekið skal fram að það á ekkert
skylt við Greenpeace). Þarna á að
gefa út fjögur frímerki; ein
heimildin nefndi myndir af hvöl-
um.
Leifur Eiríksson. Maximkort meö
frímerki hans, stimplaö f Kefla-
vík.
Fimmta útgáfan verður svo með
myndum af póstbílum. Sú var
tíðin hér á landi að allir farþega-
flutningar með bifreiðum voru
reknir af Pósti og síma og þá allir
póstflutningar með slíkum bif-
reiðum. Þarna er því af mörgum
mismunandi bílum að taka, eða
allt frá þeim allra fyrstu til hrað-
sendingabílanna í dag. Verður
þarna um smáörk að ræða með 8
mismunandi merkjum í. Þetta er
sama hugmyndin og skipamerkin
síðasta ár. Kemur því þessi smá-
örk að öllum líkindum út á degi
frímerkisins þann 9. október. Sá
dagur er einnig dagur Leifs Ei-
ríkssonar. Þá verður eitthvert eitt
frímerki gefið út til viðbótar
þennan dag, sem enginn virðist
vita neitt um hvaða myndefni
verður á eða af hvaða tilefni.
Síðasta útgáfan verður svo eins
og venjulega jólafrímerkin.
Nema hvað ekki er þekkt ennþá
hverjir munu vinna þau.
Af öllu þessu má sjá að ef allt fer
eftir verður þetta myndarlegasta
útgáfuár frímerkja, eða um 20-22
frímerki í 6-7 útgáfum. Svo er
bara að sjá hvort heimildarmenn
mínir reynast sannspáir.
Sigurður H. Þorsteinsson