Tíminn - 14.01.1992, Side 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 14. janúar 1992
Hlbýli Afríkumanna í Lissabon.
Eymdin umkringir Lissabon
Kofar og hreysi umkríngja höfuðborg Portúgals. Þar hafa afrísk-
ir innflytjendur frá fyrrverandi nýlendum heimsveldis sem var
komið sér fyrir.
Séð úr fjarska hefur eymdin yfir
sér næstum því rómantískt yfir-
bragð. Kassafjalahreysin og blikk-
kofamir á tvist og bast ná allt að
girðingum um flugvöllinn í Lissa-
bon. Þessi hrófatildur teygja sig líka
upp hlíðar hæðanna. Þau hafa líka
þrýst sér inn á síðustu auðu svæðin
milli íbúðablokka og glæsilegra
verslanamiðstöðva.
„Bairros de lata“ (blikkhverfin)
líkjast hinum brasilíönsku „favel-
as“. Munurinn er sá að þau eru í
vesturjaðri hinnar auðugu Evrópu.
Áárinu 1990 gat Portúgal státað sig
af mestum hagvexti innan Evrópu-
bandalagsins. Glæsiverslanirnar í
miðborg Lissabon eru rétt eins dýr-
ar og þær í París og New York, og í
elsta borgarhlutanum berjast fast-
eignafurstar um hallir og niður-
nídd íbúðarhús.
A.m.k. 50.000 ólög-
legir innflytjendur
En allt þetta ríkidæmi í Lissabon
umkringir eymd og örbirgð, sem er
einsdæmi í stórborg í Evrópu. Til
borgarbúa teljast meira en 50.000
aðkomumenn, sem hafa tekið sér
ólöglega bólfestu á 130 stöðum í
Lissabon. Að mati starfsmanna fé-
lagsmálastofnana gæti hér allt eins
verið um 100.000 manns að ræða.
Þessir „nýfátæklingar" eru þeir
sem hafa orðið undir í efnahags-
uppganginum, uppflosnaðir smá-
bændur frá norðurhéruðunum, sí-
gaunar sem alltaf hafa lifað í útjaðri
samfélagsins, en þó fyrst og fremst
innflytjendur frá fyrrverandi ný-
lendum. „Palop" (Países de língua
oficial portuguesa) nefnast þessi
ríki þar sem portúgalska er enn op-
inbert tungumál. Sá siður hefur
lengi verið við lýði að þegnar þeirra
flytjist til fyrrum höfuðborgar sinn-
ar.
Sjálfstæðistaka Kap Verde (Græn-
höfðaeyja), Angóla, Mósambík og
Guinea-Bissau eftir „nellikubylt-
inguna" 1974 rak ekki bara hvíta
fólkið aftur til föðurhúsanna. Marg-
ir Afríkumenn leituðu einnig til
gamla herralandsins, alls 550.000
manns.
Þeir gefa Lissabon framandlegt yf-
irbragð hitabeltislanda. í hjarta
borgarinnar, í grennd Rua do Poco
dos Negros (Gata negrabrunnsins)
standa þétt afrísk diskótek, veit-
ingahús og búðir. Á söfnunum hef-
ur rykið verið dustað af Afríkudeild-
unum sem lítillar athygli hafa notið
og við háskólann rannsaka vísinda-
menn afríska menningu, tungumál
og sögu.
Þessi framandlega skreyting gerir
Lissabon að heimsborg. En það eru
ekki nema örfáir þeirra aðfluttu
sem fljóta efnalega ofan á. Flestir
Afríkumannanna, sem þyrpast á
morgnana á ólöglega atvinnumark-
aðinn á Rossio-torgi til að ráða sig í
einhvern vinnuflokkinn, hafa ekki
erindi sem erfiði í viðleitni sinni við
að koma sér upp úr eymdinni.
„Þeir eiga við sömu vandamál að
stríða og allir farandverkamenn,“
segir faðir Henrique, hollenskur
prestur í kofahverfinu „Pedreira dos
Húngaros" (ungverska grjótnám-
an). „En hér bætist líka við kyn-
þáttamisrétti og fátækt."
Innflytjendumir frá
Kap Verde
Um 700 fjölskyldur—að meðaltali
með fimm til sex böm — búa í
kofahraukunum bak við fallega út-
hverfið Algés. Neðan brekkunnar
glampar á fljótið Tejo, við hliðina er
Monsantogarðurinn — útsýnið eitt
gerir Algés að eftirsóknarverðu
íbúðarhverfi. Flestir íbúar kofa-
hverfisins tilheyra langstærsta og
elsta innflytjendahópnum í Portú-
gal, þeim frá Kap Verde sem þekkt-
ur er að vinnusemi.
1462 lögðu Portúgalar undir sig
eyjaklasann, sem á íslensku er kall-
aður Grænhöfðaeyjar og er um 200
sjómflur undan Dakar. Þeir gerðu
eyjarnar að mikilvægri umskipun-
arhöfn fyrir þrælamarkað í Amer-
íku. Aldrei hefur tekist að þróa eig-
in efnahag á eyjaklasanum. Portú-
galar fjárfestu í menntun svertingj-
anna og notuðu þá sem
aðstoðarmenn í nýlendunum á afr-
íska meginlandinu.
Þegar Portúgal varð aðalútflytj-
andi á vinnuafli til iðnþróaðri Evr-
ópuríkja á sjöunda áratugnum
„komum við til að fylla upp í störfin
sem losnuðu," segir Horacio Sant-
os, leikstjóri frá Kap Verde sem hef-
ur þýtt verk Bertolds Brecht á kre-
ólamál.
Fólkið frá Kap Verde flutti með sér
eigin menningu og tungumál, sem
leit út fyrir að tengja þá nánar
Portúgölum, en reynist skilja þá
frekar að. Orðaforði í máli Kreóla á
að 90% rætur að rekja til portú-
gölsku, en bygging málsins er afr-
ísk. Fyrir bömin varð misskilning-
urinn um móðurmálið í skólanum
að óyfirstíganlegum þröskuldi.
Kynþáttamismunun, sem meiri-
hluti Portúgala afneitar í skoðana-
könnunum, er alls staðar að finna.
Eins og í Brasilíu virðast sam-
skiptin vinsamleg en það er aðeins
á yfirborðinu. Föðurleg umhyggja
dylur mismununina. „Ég hef gott
samband við vinnufélagana,“ segir
svört saumakona, „en þegar eitt-
hvað fer úrskeiðis hjá fýrirtækinu
er það alltaf þessum heimsku negr-
um að kenna.“
„Það er ekkert rúm
fyrir okkur í heima-
landinu lengur“
Hverfin þeirra þjóta upp í útjaðri
borgarinnar. „Við lifum og hrær-
umst í okkar eigin menningu, jafn-
vel þeir sem eru fæddir í Portúgal,"
segir leikstjórinn Santos. Margir
landa hans voru þegar sestir að í
Lissabon fyrir nellikubyltinguna og
geta fengið portúgalskt vegabréf.
En þeir líta líka á sig sem Kap Ver-
demenn fyrst og fremst.
Margir þeirra vildu gjarna halda
aftur heim á leið. „Okkur dreymir
öll um það,“ segir Santos, „en þar er
ekkert rúm fyrir okkur lengur."
Staðreyndin er sú að lýðveldið Kap
Verde með 350.000 íbúum gæti
ekki viðhaldist nema með þróunar-
hjálp, þaðan af síður ef fjöldi brott-
fluttra kæmi aftur enda dregur ekk-
ert úr brottflutningnum.
„Þeir fara með þriggja mánaða
ferðamannaáritun og verða svo ein-
faldlega um kyrrt." Þannig lýsir
starfsmaður félagsmálastofnunar
aðferðum eyjaskeggja. Vegabréfin
eru síðan send heim og vinir eða
venslamenn nota þau aftur. „Þeir
vita að í augum hvítra líta allir
negrar svo gott sem eins út.“
Þannig fjölgar ólöglegum innflytj-
endum frá Afríku til Portúgal stöð-
ugt. Þegar eru þeir ekki undir
50.000 að mati verkalýðsfélaga. Þó
undirrituðu Portúgalir Scheengen-
er-samkomulagið um vemd landa-
mæra Evrópubandalagsins sl. sum-
ar. Nú á að herða eftirlitið — Afr-
íkumönnum stendur stuggur af
sameinaðri Evrópu.
Pólitísk sjónamiið að baki EB í öndverðu
TYefjarætur EB ná aftur til Marshall-áætlunarinnar, sem Banda-
ríkin hófu í apríl 1948, er Þjóðþing þeirra samþykkti Economic
Cooperation Act, lög um efnahagslega samvinnu. Á næstu fjór-
um árum Iögðu Bandarfldn löndum í Vestur-Evrópu til 12,5
milljarða $ í styrkjum. Að sínu leyti settu þau upp Organization
for European Co- operation, Samtök um evrópska efnahagslega
samvinnu. Var þeim ætlað að koma á jöfnuði í greiðslum þeirra á
milli á þessum fjórum árum.
f því skyni stofhuðu þau 1950 Ec-
onomic Payments Union (EPU),
Evrópskt greiðslubandalag, til að
jafna greiðslur sín á milli. Starfaði
EPU til 1958. Nam greiðslujöfhun
þess alls 46 milljörðum $.
Framkvæmdastjóri Marshall-
hjálparinnar, Paul Hoffman, setti í
ræðu 1. nóvember 1948 stefnumið
hennar svo fram: „... ekkert minna
en samfelling hagkerfis Vestur- Evr-
ópu... myndun eins stórs mark-
aðar, að alveg brott felldum
höftum á tilflutningi vamings,
skorðum við tilfærslu greiðslna
(aðildarlanda á milli) og loks að öll-
um tollum niður felldum." Fjórum
árum síðar, 1952, var stofnað hið
fyrsta „evrópsku samfélaganna"
þriggja, Evrópska stál- og kol- sam-
félagið (sem raunar átti sér forvera á
millistríðsárunum).
Upphaf sameiginlegr-
ar landbúnaðarstefnu
EBE
í Rómar-samningnum var kveðið á
um sameiginlega stefnu EBE-landa
í landbúnaðinum (þótt ekki um af-
nám allra búvörutolla þeirra á
milli). Að henni yrði stefnt í áföng-
um að upptöku eins og sama verð-
lags á búvörum í EBE-löndum, en í
þeim var það mjög mishátt 1958.
Um búvörur voru EBE-lönd þá að
miklu leyti sjálfum sér nóg, en
böggull fýlgdi skammrifi. Að stærð
var helmingur bújarða þeirra undir
10 hekturum (25 ekrum) 1960. Og
þótt í þeim væru samanlagðar bú-
jarðir aðeins um 1/10 hluti saman-
lagðra bújarða í Bandaríkjunum,
voru bændur þeirra tvöfalt fleiri.
Umbætur í landbúnaði þeirra
voru þannig líklegar til að leiða
til fækkunar bænda. Fyrstu
fjögur árin eða fram til 1961
voru þær nær einvörðungu á um-
ræðustigi, að heita má, en þá hófu
þau samræmingu á verði búvara
sinna. Um það leyti, 1962, beittu
Bandaríkin sér fýrir umræðum um
tollalækkanir á alþjóðlegum vett-
vangi, á vegum GATT. Samþykkti
þjóðþing þeirra Trade Expansion
Act, lög um aukningu verslunar.
Jafnframt gengu Bandaríkin til
beinna viðræðna við EBE um gagn-
kvæmar tollalækkanir, gagnkvæma
niðurfellingu tolla á vamingi, sem
þau ættu saman 80%, eða stærri,
hlut að í alþjóðiegum viðskiptum
sem og á búvörum, ef forsetanum
litist svo á. Eftir undirbúnings við-
ræður í eitt ár hófúst samningavið-
ræður þessar 1964 á vegum GATT
um lækkun tolla, Kennedy-lotan
svonefnda, og stóðu þær til 1969.
Allmiklar lækkanir tolla fengust
fram, en minni en vonir Bandaríkj-
anna höfðu staðið til.
Úr viðskiptalifinu