Tíminn - 14.01.1992, Page 12

Tíminn - 14.01.1992, Page 12
Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIOI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mo.fe||,ba> Sfmar 668138 6 667387 ÐVITAÐ rlandsbraut 12 Öðruvísi bífasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- hlutir. ___________________ MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁÞÉR Áskriftarsími CríA Tímans er 686300 1 JmÉÆm/ Tímiim ÞRIÐJUDAGUR14. JAN. 1992 ——B—W^mbbb—n^MBW'viMiviriir'TTin in»n ,iwr«w n»»mniiMi 1 Landsbankinn hætti við að lána Rússum 800 milljónii síldarviðskipta eftir að stjórnvöld lögðust gegn þ rvegna >ví: Afstaða ríkisstjórr réð úrslitum í máli iar inu Landsbankinn ákvað í gær að lána ekki 800 milljónir til að greiða fyrir síldarviðskiptum við Rússland og því eru mestar líkur á að ekkert verði af því að íslendingar selji Rússum 150 þúsund tunnur af sfld eins og gerður hafði verið samningur um. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði að Landsbankinn væri með þessari ákvörðun að fara eftir ráð- leggingum stjórnvalda og Seðlabankans. „Við lánum ekki gegn eindregnum andmælum og ráðleggingum. Við leituðum álits hjá réttum yfirvöld- um og svar þeirra verður ekki mis- skilið. Við fengum þaö svar að við ættum tvímælalaust ekki að ráð- ast í þetta,“ sagði Sverrir Her- mannsson þegar hann var spurður um forsendur fyrir ákvörðun bankans. í bréfi viðskiptaráðherra til Landsbankans er vísað til umsagn- ar Seðlabankans, en þar er talað um að síldarviðskipti við Rússa geti verið mjög áhættusöm eins og nú er ástatt í Rússlandi. Orðrétt segir: „Telja verður mjög vafasamt að Landsbankinn taki á sig um- ræddar skuldbindingar og þá miklu áhættu sem felast í þessum lánsviðskiptum." Síðan segir að bankinn verði að taka ákvörðun á grundvelli þessara upplýsinga. Hermann Hansson, kaupfélags- stjóri á Höfn í Hornafirði, á sæti í sfldarútvegsnefnd. Hann sagðist ekki vilja fullyrða að með þessari ákvörðun Landsbankans væri sfldarsamningur við Rússland úr sögunni. Hann sagði hins vegar ljóst að mjög erfitt yrði að koma þessum viðskiptum á eftir þetta. Hermann sagði að þessi niður- staða hefði komið sér dálftið á óvart, ekki síst með tilvísun í um- mæli sem sjávarútvegsráðherra Sjópróf vegna strands Eldhamars: Aðstæður vanmetnar lét falla fyrir helgi, þar sem hann fagnaði því að af þessum viðskipt- um yrði. „Vafalaust er einhver áhætta f þessu fólgin, en er ekki alltaf verið að taka áhættu í viðskiptum?" sagði Hermann þegar hann var spurður álits á þeirri áhættu sem fylgir sfldarviðskiptum við Rússa. Hermann sagði að það væri vissulega áfall ef ekkert yrði af sfldarviðskiptum við Rússa núna. Hann sagðist hins vegar hafa meiri áhyggjur af því að ekkert verði af sölu á sfld til Rússa næsta haust. „Mér virðist að menn séu með þessu búnir að dæma þessi viðskipti úr leik,“ sagði Hermann. í þeim samningi við Rússa sem fyrir liggur er gert ráð fyrir að helmingurinn, 150 þúsund tunn- ur, verði afgreiddur á þessari ver- tíð og aðrar 150 þúsund tunnur á næstu vertíð. Sverrir sagðist vona að þrátt fyr- ir að ekkert verði af sölu á saltsfld til Rússlands á þessari vertíð, verði hægt að koma á sfldarvið- skiptum þangað í framtíðinni. „Við höfum mikilla hagsmuna að gæta á þessum mikilvæga mark- aði og þess vegna hefði að mínum dómi þessi sfldarsamningur getað liðkað fyrir framtíðarviðskiptum. Við skulum vona að úr rætist." sagði Sverrir. -EO Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, dregur mjög í efa það sem kemur fram í frétt Tímans á laugardag um hótanir og annað ónæði af völdum vistmanna á sambýli geðfatlaðra við Þverársel: „Legg ekki trúnað á Sjóprófum vegna strands Eldhamars við Hópsnes í Grindavík er nú nær lokið og hefur Bæjarfógetaembættið í Keflavík sent frá sér skýrslu sem eru um 260 síður. Þar kemur fram að í samtölum björgunarsveitarmanna, skipverja á Eldhamri og starfsmanna Slysavarnafélagsins hafi ekki komið fram að skipvetjar um borð í Eldhamri væru í alvarlegri hættu fyrr en skipið lagðist á hliðina. slíkar sögusagnir“ Eyþór Björnsson stýrimaður, sem komst lífs af úr strandinu, var í brúnni þetta kvöld, en hann hafði aldrei staðið viö stjórnvölinn við innsiglinguna í Grindavík í myrkri áður. Eyþór segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu stutt væri í Hópsnesvitann fyrr en um seinan. Ástæðan fyrir því er sú að hann var að reyna að átta sig á hvítu leiðarljósunum við höfnina, en að sögn Eyþórs getur verið ákaflega villandi að greina þau, þar sem mikið er af Ijósum í bak- grunninum, frá bænum og götu- lýsingu við höfnina. Vegna þessa hafi þeir sem í brúnni voru að hon- um meðtöldum aðeins horft bak- borðsmegin í átt að bænum, en ekkert fram fyrir, fyrr en um sein- an. Eftir að Eldhamar tekur stefn- una á vitann er skipstjórinn með Eyþóri í brúnni. Radar var í gangi og lóran, en GPS kerfi var ekki virkt þessa helgi. Þá var dýptar- mælir ekki í gangi, né voru skip- verjar með kort af innsiglingunni í Grindavík um borð. Það er nokkrum mínútum fyrir klukkan 20.00 sem formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, Gunnar Tómasson, hringir í Tilkynningaskylduna í Reykjavík og tilkynnir um strand- ið. í samtali Gunnars við Hauk Bergman, starfsmann Tilkynn- ingaskyldunnar sem var á vakt- inni, kemur fram að sá fyrrnefndi óskar þess að Haukur grennslist fyrir um nálæg skip og í framhaldi af því láti Landhelgisgæsluna vita og biðja um þyrlu. Engin skip voru nálæg, en skip fór úr höfninni úr Grindavík til aðstoðar. í símtali sem Haukur átti við Landhelgis- gæsluna hefur hann eftir Gunnari Tómassyni, formanni Þorbjarnar, að frekar kyrrt sé í sjóinn og það sé „rétt að hafa þyrluna klára, ef...“, en þá er gripið fram í fyrir Hauki af starfsmanni Gæslunnar og sagt að þyrlan sé biluð á ísafirði. Haukur telur sig hafa minnst á að rétt væri að hafa samband við Varnarliðið, en telur þó hugsanlegt að hann og starfsmaður Gæslunnar hafi talað hvor ofan í annan og skilaboðin ekki skilað sér. Haukur og starfs- maður Gæslunnar áttu annað samtal klukkan 20.15, en þær sam- ræður eru mjög óskipulegar, óná- kvæmar og einkennast af framm- ígripum. Ekki er hægt að skilja neinar niðurstöður úr því samtali. í framburði Hauks kemur hins vegar fram að í öllum samtölum sínum við Gæsluna hafi verið efst í huga sér að tryggja þyrfti þáttöku þyrlu í björgunaraðgerðum og í huga sér væri það Ijóst að ef beðið væri um þyrlu hjá Gæslunni og þeirra þyrla væri ekki til taks, myndi varnarliðsþyrla sjálfkrafa vera í viðbragðsstöðu. Það kemur hins vegar fram að Gæslan skyldi þetta ekki svona þar sem ekki væri veruleg hætta á ferðum. Það má glöggt lesa út úr skýrsl- unni að björgunarsveitarmenn, skipverjar á Eldhamri og starfs- menn Slysavarnafélagsins mátu stöðuna þannig að ekki hafi verið um að ræða alvarlegt hættu- ástand um borð framan af. Skip- verjar töldu möguleikana mikla á að koma línu í land og því óttuð- ust þeir ekki alvarlega um líf sitt. Það gerðu þeir ekki fyrr en bátur- inn lagðist á hliðina, en það var einmitt þá sem samband rofnaði við björgunaraðila. PS Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segist ekki leggja trúnað á þær morðhót- anir og annað ónæði sem íbúar við Þverársel segjast hafa orðið fyrir og Tíminn sagði frá síðastliðinn laugardag. Bragi skorar á íbúa að láta af svona skotgrafahemaði. „Mér finnst þessi frétt á laugardag- inn óskaplega ótrúverðug. Eg leyfi mér að draga þetta í efa, því mér finnst viðbrögð fólks, þ.e.a.s. ef þetta hefur gerst, vera aldeilis ótrú- leg. Að sjá enga ástæðu til að hafa samband við lögreglu, við starfs- menn sambýlisins, sem eru á staðn- um allan sólarhringinn, eða við geðlækna sem fara með þessi mál. Ég legg ekki trúnað á að fólk hafi þurft að rífa sig upp og flytja vegna hótana og ég held að hver maður með sæmilega dómgreind hljóti að sjá að sögusagnir af þessu tagi eiga ekki við rök að styðjast vegna þess að viðbrögðin eru ekki eðlileg. Ég myndi telja það eðlilegt þegar fólk verður fyrir morðhótun að þá hringdi það á lögreglu, en ekki á sendibfl," sagði Bragi Guðbrands- son í samtali við Tímann. Það skal tekið fram að samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu hafa morðhótanir ekki verið kærðar. Bragi sagðist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um drykkju- skap, en sagðist jafnframt hafa beð- ið um upplýsingar frá starfsfólki sambýlisins um atburði þar, ef ein- hverjir væru, en þær upplýsingar hefðu ekki borist til sín. Ennfremur vegna frétta af því að leigjendur hafi flutt út vegna óþæginda, vildi Bragi koma því á framfæri að hann tryði ekki öðru en að íbúar við Þverársel og nágrenni væru löghlýðnir, en með því að Ieigja út íbúðir í húsum sínum væru þeir að brjóta skipu- lagsreglur. Þær reglur segja að ekki megi útbúa íbúðir til útleigu í hús- um í hverfi þessu. „Mér finnst þessi málflutningur Gunnlaugs Sigmundssonar í Tím- anum á laugardag broslegur. Hann hefur frá upphafi atast út í þetta fólk eins og naut í flagi og honum er ekki sæmd af þeirri framgöngu, hvað þá að hann geti gefið öðrum einkunnir. Það er helst að skilja á lýsingum Gunnlaugs Sigmunds- sonar að áður en sambýlið var opn- að hafi hverfið verið eins og paradís á jörð, en eftir að það opnaði hafi ríkt hernaðarástand og paradís því breyst í martröð. Þetta er broslegur málflutningur. íbúarnir við Þverár- sel höfnuðu þessu fólki áður en það flutti inn á sambýlið og því ekki gef- in nokkur möguleiki til að sanna sig á einn eða annan hátt. Lætin byrja og það er lögð fram lögbannskrafa, áður en nokkur maður flytur inn. Ég álít að hér sé um að ræða hreina fordóma í garð geðfatlaðs fólks. Það bendir allt til þess að fólkið á sam- býlinu hafi verið nánast undir smá- sjá. Ég er ekki í neinum vafa um að ef einhver raunverulegur atburður hefði átt sér stað, þá hefði verið far- ið út í, með brambolti og látum, að kæra,“ sagði Bragi Guðbrandsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, að lokum. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.