Tíminn - 18.01.1992, Side 7

Tíminn - 18.01.1992, Side 7
Laugardagur 18. janúar 1992 Tíminn 7 I BALDVIN JÓNSSON: „Menn veröa aö þora aö notfæra sér frelsiö." Timamynd Árni Bjarna kerfin eru sett á í viðskiptalífinu minnka viðskiptin. Það verður að gefa fólkinu frelsi til athafna, en fólkið verður á móti að þora að notfæra sér frelsið. Menn mega ekki sífellt leita sér að áhættufé sem lánsfé, heldur búa sér til eigið áhættufé, aðstöðu sem notuð er til að kosta áhættuna. Það er hið raunverulega áhættufé. Því fannst mér spennandi, þegar þessi stöð bauðst til kaups, að fara allt aðra leið, fara inn á ný svæði. Fjölmiðill er ekki baunaframleið- andi sem selur vöru frá A til B. Hann verður að hafa vilja og þrek, þora að vera óháður. Að vísu má segja að þessi miðill hér sé ekki hundrað prósent óháður, því hann er háður auglýsingafjármagni sem skilja gefur. En ég trúi á að góð dagskrá laði að áheyrendur, sem laði síðan að auglýsendur. Þetta hefur mér líka reynst vera, þótt vitanlega mættu sannanimar vera enn sterkari. Þó það nú væri. Víst freistast menn til þess í útvarps- stöð, sem er auglýsingaútvarp („commercial radio“) svonefnt, að búa til þætti þar sem auglýsendur vita að verið er að fialla um þeirra svið, eða að það tengist viðfangs- efninu. En hér eru ekki neinir þættir til sölu; menn geta ekki keypt sér þætti þar sem aðeins er fiallað um þá. Við höfum hins veg- ar verið opnir fyrir þeim mögu- leika að fá stór fyrirtæki til þess að styðja þætti um merk efni, eins og þáttinn „íslenska, það er málið". Þar er fiallað um tunguna og reynt að gera það að spennandi verkefni að tala gott mál, styrkja málvit- undina með lestri ljóða og flutn- ingi íslenskrar tónlistar við vand- aða texta. Ellefu sérunnir þættir Frá sunnudagskvöldi til föstudags- kvölds erum við með ellefu sér- unna þætti, meðan Ríkisútvarpið er með einn þátt, sem er símstöð fyrir óskalög landsmanna og annan þátt sem er endurfluttur milli 9 og 10. Við erum með harmoniku- þætti, óperuþætti, blúsþætti o.s.frv. Þannig viljum við gefa mönnum færi á að velja um áhugasvið. Það er ekki gefið að maður, sem hefur áhuga á blús, hafi áhuga á kvikmyndatónlist. Til dæmis erum við með unga fólkið frá kl. 19-21, ef til vill óperuna frá 21-22 og kannske blús frá 22. Hafi fólk ekki áhuga á einu getur það þá snúið sér að öðru, en við erum að reyna að tryggja að flestir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Þetta finnst okkur önnur aðferð og betri en að gera okkur störfin sem auðveldust og reka símstöð fyrir „kverúlanta" frá klukkan 17 til 19 á opinberan kostnað, þar sem misvitrir menn og konur hringja inn og ráðast ef til vill að hom- steinum lýðræðisins eins og þing- inu og forsetaembættinu, án þess að nokkur fái komið vörnum við. Slíkt lýsir engum metnaði, því það er enginn vandi að reka símstöð en talsvert mál að reka útvarp. Ég vildi reka útvarpsstöð þar sem fólk kæmi fram og ræddi málefnalega um atvinnumál, byggðamál, fram- tíðina, list, menningu og annað og þetta hefur einmitt verið gert á Að- alstöðinni. Samt er miklu dýrara að reka Rás 2 en Aðalstöðina og sú fyrrnefnda er með miklu fleiri starfsmenn, líklega tíu sinnum fleiri. Ég lýsi því hér yfir að Rás 2 treysti ég mér til að reka með hagnaði fyrir það opinbera. Ég vildi taka við Rás 2 og dreifingar- kerfi hennar á tekjutengdri leigu, þannig að því betur sem gengi því meira rynni til ríkisins. Siðgæðisvitund hefur hrakað Samkeppni innan útvarpsstöðv- anna? Jú, hún er fyrir hendi og frjáls samkeppni er af því góða. En þó er í þessari samkeppni viss ólykt. Hún er bæði á sviöi viðskipta og fiölmiðlunar. Þetta er sjúkdóm- ur, sem þessi þjóð á vonandi eftir að læknast af á svo sem næstu tíu árum. Sem betur fer eykst nú að- sókn að heimspekideild háskólans, sem kennir undirstöðuatriði sið- fræðinnar. Ekki veitir af, því sið- gæðisvitund íslendinga hefur hrakað. Mér finnst margar klíkur vera í gangi innan jafnt nýju fiöl- miðlanna sem ríkisfiölmiðlanna, og það kemur víða fram. Manni finnst ósanngjörnum aðferðum vera beitt við að koma sér á fram- færi og það kemur víða fram, þótt erfitt sé stundum að sanna slíkt. Já, ég vildi sjá siðgæðisvitund margra á hærra piani en nú er raunin á. Tækifærin til að læra En vonandi á þetta eftir að batna, eins og ég sagði, og unga fólkið fær mig til að trúa því. Ég sé það á unglingunum, sem nú eru í síðasta bekk grunnskólans og eru fyrsta kynslóðin frá því eftir heimsstyrj- öld sem fer í gegnum heilsteypt skólakerfi. Þar er efnilegt fólk á ferð. Ég held að þau séu sterkasta kynslóð ungs fólks, sem fram hefur komið og ég hef haft kynni af. Það virðist betra jafnvægi milli þeirra og foreldranna. Þau eru ekki jafn uppfull af komplexum, hafa mjög góða þekkingu og eru ekkert „ung- lingavandamál". Við hleypum þeim hér inn í þáttagerð og ég finn að þau vanda sig og eru mjög ábyrg. Þau eru þakklát fyrir þau tækifæri sem þeim eru veitt. Þar með kem ég að enn einu, sem einkennt hef- ur kynslóð okkar sem erum eldri, að við erum of hrædd við að hleypa öðrum að, gefa öðrum tækifæri. Ég þekki dæmi þess að menn eru ráðnir að fyrirtæki, en síðan ekki veitt neitt ráðrúm. Stundum er meira að segja eigandinn sjálfur hræddur við þá sem ef til vill kunna meira en hann. En hér er fólk að störfum frá 15 ára aldri og upp í 73 ára og það er gaman að sjá hve vel það vinnur saman og lærir • hvert af öðru. Ég segi að geri fólk að þrem fiórðu hlutum hið rétta, þótt fiórðungurinn sé mistök, þá er það gott og blessað. Á mistökun- um lærum við og sjálfur var ég svo heppinn á sínum tíma hjá Morgun- blaðinu að fá tækifæri til að gera mín mistök af og til og læra af þeim. Nú vil ég leyfa öðrum hið sama. Því er gaman að vera með þessa stöð núna, óháður útvarps- ráði og óháður hluthafahópi og flokkastefnu. Hér má maður segja það sem maður vill og taka áhætt- una. Ef þáttur ekki gengur, hætt- um við með hann og setjum nýjan inn. Svona anda vantar bæði hjá því opinbera og hjá einkaaðilum. Spennandi tímar framundan Þegar fólk er komið yfir þrítugt og þaðan af eldra og hefur eignast flest það af efnalegum gæðum sem það keppti að, þá kemst það að því að það var samt ekki það sem lífið snýst um. Mest virði er hitt sem kostar ekkert: Að vakna á morgn- ana með bros á vör, vinimir, fiöl- skyldan og félagarnir. Það kostar ekkert að lesa, hlusta né tala, en allt veitir þetta samt svo mikið. Eins er það með nýju fjölmiðlana: hraðanum og vextinum er lokið, næsta stigið felst í að koma á jafn- vægi. Það eru spennandi tímar framundan. Ég ætla að láta þessa stöð taka þátt í þeim, ekki að reka símstöð sem níðir niður náung- ann. Hér mun vinna saman fólk sem lærir hvert af öðru, eins og unga fólkið lærir af Pétri Péturs- syni sem það ef til vill hefúr ekki hlustað á fyrr. Pétur hefur metnað og skynjar svo vel þetta fiölmiðla- umhverfi og er besti kennari sem hægt er að fá. Hér höfum við ekk- ert yfirmannakerfi, en vinnum saman eins og fiölskylda. Allir eru jafnir og fólk fær að fást við auglýs- ingasölu eða dagskrárgerð eða auglýsingagerð. Næringin í fiöl- miðlun felst í því að sem flestir taki þátt í því sem er að gerast. Það gerir þetta allt svo skemmtilegt í ofanálag." AM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.