Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 1
Fimmtudagur 23. janúar 1992 15. tbl. 76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Lögmenn segja vegið að réttaröryggi lands- manna með stórhækkun dómsgjalda: Réttur fátækra fótum troðinn Stjóra Lögmannafélagsins mótmælir hinum miklu hækkunum sem urðu á dómsgjöldum til ríkissjóðs nú um áramótin. Að mati lög- manna lendir stærsti hluti þessarar „skattahækkunar“ á þeim sem ekki hafa séð sér fært að greiða skuldir sínar og þurfa þar af leiðandi þegar að gjalda fyrir vanskil með verulegum tilkostnaði. Með hækk- un þessara gjalda, langt umfram almennar verðlagshækkanir, telja lögmenn vegið að réttaröryggi landsmanna. Aðgangur manna að réttarkerfinu verði nú háður efnahag þeirra. Hin- ir efnaminni yrðu að sætta sig við að láta fótum troða rétt sinn, þar sem þeir hefðu ekki ráð á að leggja fram umtalsverðar fjárhæðir til trygging- ar útlögðum kostnaði. Með gildistöku nýrra laga um síð- ustu áramót, um aukatekjur ríkis- sjóðs, voru lögfestar miklar hækk- anir á þeim gjöldum sem innheimt eru í ríkissjóði vegna mála sem lögð eru fyrir dómstóla og sýslumanns- embætti landsins. Af því tilefni hef- ur stjóm Lögmannafélags íslands sent frá sér ályktun þar sem þessum hækkunum er mótmælt. Það er skoðun stjórnar LMFÍ að hækkun gjaldanna lendi fyrst og fremst á þeim sem minna mega sfn í þjóðfélaginu og að stærsti hluti þessarar auknu gjaldtöku verði greiddur af þeim aðilum sem ekki hafa séð sér fært að greiða skuldir sínar og þurfa nú þegar að gjalda fyrir vanskil með verulegum til- kostnaði. Stjóm LMFÍ vekur jafhframt at- hygli á því að stutt er síðan sölu- skattur og síðar virðisaukaskattur var lagður á lögmannsþjónustu. Við þá skattlagningu hafi stjómvöld gef- ið fyrirheit um það að sett yrðu lög um opinbera réttaraðstoð tii að auð- velda þeim sem búa við rýra afkomu að leita réttar síns fyrir dómstólum og stjórnvöldum. Þau fyrirheit hafi reynst haldlítil til þessa. Eftir setningu aukatekjulaganna telur stjóm Lögmannafélagsins það enn brýnna að lög um opinbera rétt- araðstoð verði samþykkt. Sé mjög mikilvægt að frumvarp þar að lút- andi verði nú þegar lagt fram á Al- þingi. - HEI FYRSTA FATASENDINGIN hóöan til hinna hrjáðu Kúrda í írak fer á laugardag meö Herkúles flutn- ingaflugvél frá danska hemum áleiðis til Kaupmannahafnar en þaðan verður vamingnum ekið með flutningabílum beinustu leið austur til fraks. Mikiu meira safnaðist af fatnaði í söfnun Hjálparstofnun- ar kirkjunnar og Slysavamafélagsins en búist var við. Myndin er tekin þegar verið var að flokka lítið brot af því sem fólk hefur gefið í söfnunina. Timamynd Ami Bjama Jón Baldvin talaöi ekki fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þegar hann sagöist vilja aó Litháen fengi aöild ad Norðurlandaráði: Jón er með „persónu- lega“ utanríkisstefnu Davíö svart■ sýnni en Jón Bald. á EES • Blaðsíða 3 Sjávarútvegur kostar Hafró • Blaðsíða 3 Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra var gagnrýndur á Al- þingi í gær fyrir að hafa lýst því yf- ir að hann vildi að Litháen fengi aðild að Norðurlandaráði. Jón Baldvin sagði að hann hefði verið að lýsa sínum persónulegu skoð- unum. Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að innganga Eystrasaltsþjóð- anna í Norðurlandaráð væri ekki tímabær. Ummæli Jóns Baldvins voru rædd á Alþingi í gær að ósk Halldórs Ás- grímssonar, varaformanns Fram- sóknarflokksins og fulltrúa íslands í Norðurlandaráði. Halldór spurði hvort utanríkisráðherra hefði verið að lýsa afstöðu ríkisstjórnarinnar. Á næstu dögum verður stofnað Eystrasaltsráð í Riga höfuðborg Lettlands. Halldór sagði nauðsyn- legt að fulltrúar íslands á fundinum viti hverju þeir eigi að svara þegar spurt verður um afstöðu íslands til inngöngu Eystrasaltsþjóðanna í Norðurlandaráð. Jón Baldvin sagðist hafa verið að lýsa persónulegum skoðunum sín- um á hugsanlegri inngöngu Lithá- ens í EB. Hann sagði að persónuleg afstaða utanrfkisráðherra Dana til málsins væri sú sama og sín. Margir gagnrýndu ummæli Jóns Baldvins og sögðu að útilokað væri fyrir fulltrúa erlendra þjóða að skilja ummælin á annan hátt en að ráð- herrann hefði verið að tala fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Almennt voru þingmenn þeirrar skoðunar að stuðla beri að nánu samstarfi Eystrasaltslandanna og Norður- landaráðs, en að ekki sé tímabært að löndin gangi í ráðið að sinni. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, sagði inngöngu Eystrasaltsþjóðanna í Norðurlanda- ráð ekki tímabæra. -EÓ SAMEINAÐIR VERKTAKAR: Groiddu sér skattfrjálsar 900 millj. Á hluthafafundi Sameinaðra verk- taka, sem er einn af eignaraðilum íslenskra aðalverktaka, var ákveð- ið að greiða hluthöfum út 900 milljónir af hlutafé fyrirtækisins. Þetta var gert með því að gefa út jöfnunarhlutabréf að andvirði 900 milljónir. Með þessu móti komast hluthafarnir hjá því að greiða skatt af milljónunum. Guðrún Helgadóttir alþingis- maður gerði þetta mál að umtals- efni á Alþingi í gær í tengslum við afgreiðslu á frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í ríkisfjár- málum (bandorminum). Guðrún sagði að ef hluthafarnir hefðu greitt eðlilegan skatt af upphæð- inni hefði það skilað álíka hárri upphæð í ríkissjóð og verið er að ná af ellilífeyrisþegum með skerð- ingu ellilífeyris. Sameinaðir verktakar áttu fram á síðasta ár 50% í íslenskum aðal- verktökum. Á síðasta ári seldu þeir hluta af þessu hlutafé sínu til ríkisins og eiga nú 32% í Aðal- verktökum. Regin hf. á 16% og ríkið á núna 52%. Til þess að komast hjá þvf að greiða skatt af milljónunum hækkuðu Sameinaðir verktakar fyrst hlutafé fyrirtækisins með jöfnunarhlutabréfum um 900 milljónir, eða úr 310 milljónum í 1.210 milljónir. Síðan var hluta- féð lækkað aftur niður í 310 millj- ónir og mismunurinn greiddur hluthöfum. - EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.