Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 23.01.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Fimmtudagur 23. janúar 1992 Utanríkisráðherra segir málflutning bændasamtakanna hræðsluáróður sem sé nýtt dæmi um heims- endaspá. Jón Helgason, alþingismaður og formaður Búnaðarfélags Islands: Telur hann landbúnaöar- ráðhevra fara með bull? Utanríkisráöherra, Jón Baldvin Hannibalsson, sagði á bændafundi á Hvolsvelli á þriðjudag að málflubn- ingur bændasamtakanna væri hræðsluáróður og nýtt dæmi um heimscndaspá. Jón Helgason, alþing- ismaður og formaður Búnaðarfélags íslands, segir að með þessu hljóti ut- anríkisráðherra að telja að landbún- aðarráðherra hafa farið með vitleysu Menntamálaráðherra segirfram- haldsskólann í kreppu og vill gera breytingar á skipulagi hans: Fjöldatakmark- anir í fram- haldsskóla? „Ég tel að við þurfum að kanna til þrautar hvort við höfum gengið alveg rétta braut með því að galopna framhaldsskólann fyrir öllum,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í samtali við Tímann. Ólafur sagði að sér fyndist koma til greina að námsárangur ráði hveijir verða teknir inn í fram- haldsskólana. Menntamálaráðherra skipaði fyrir stuttu starfshóp sem á að fara yfir einstök atriði í fram- haldsskóla- og grunnskólalög- gjöf. Starf hópsins er skoðað sem undirbúningsstarf og fyrir- hugar menntamálaráðherra að skipa síðar formlega nefnd til að skoða nánar ýmsa þætti í rekstri framhaldsskólans. Ólafur sagði á Alþingi í haust að framhaldsskólinn væri í kreppu. Ólafur sagði að kreppan stafaði af því að honum hefði verið gert að taka við öllum sem þangað vilja komast. Nemendunum Ijölgaði stöðugt án þess að hon- um sé gert mögulegt að bregð- ast við þessu með viðunandi hætti. „Ég vil láta kanna sérstaklega hvort og þá hvernig við getum lækkað stúdentsaldurinn og komið honum niður í það sem hann er hér í nágrannalöndun- um, þ.e. að stytta hann um eitt ár. Á þetta verður litið í sam- hengi við grunnskólann," sagði Ólafur. -EÓ þegar hann hafl tekið undir þær efa- semdir sem bændasamtökin hafa sett fram um ágæti þeirra GATT-samn- ingsdraga sem nú liggja fyrir. ,Jón Baldvin Hannibalsson virðist ekki telja að greinargerð Ketils Hann- essonar um áhrif GATT- samningsins á íslenskan landbúnað, sem reyndar landbúnaðarráðherra tók að flestu leyti undir á Alþingi, sé á rökum reist Hann telur það þá vitleysu sem land- búnaðarráðherra var þar að fara með,“ sagði Jón Helgason, alþingismaður og formaður Búnaðarfélags íslands, í samtali við Tímann. Jón Helgason sagði ennfremur að hann hefði óskað eftir því á fundi ut- anríkis- og landbúnaðamefnda, að fá í hendur þau gögn sem utanríkisráðu- neytið hefur notað til að meta samn- Jón Helgason inginn og meta stöðu Islendinga mið- að við samningsdrögin. ,T>að var reyndar viðskiptaráðherra, sem var staríandi utanríkisráðherra þá, en hann virtist nú ekki vera mikið inn f málunum, en lofaði þó að senda gögn- in, en ég hef ekki fengið þau. Eg hef ekki fengið skýringar á því, en þegar ég heyrði að utanríkisráðherra var far- in að vitna í þá pappíra, þá ftrekaði ég í morgun (í gær) að ég fengi þessi gögn, en enn hefur ekkert gerst. Þetta eru vægast sagt mjög undarleg vinnu- brögð og því á ég erfitt með að meta þessar yfirlýsingar utanríkisráðherra, þar sem ég hef ekki þau gögn í hönd- unum sem hann leggur til grundvall- ar,“ sagði Jón Helgason að lokum. -PS Búast má við að um 300 tonn af fatnaði berist Kúrdum í írak. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar: Miklu meira safnaðist en við bjuggumst við „Það er alveg öruggt að það hefur aldrei verið safnað eins miklum fatnaði á íslandi á eins skömmum tíma og núna. Þetta eru fjallháir staflar — vafalaust fleiri hundruð þúsund flíkur,“ sagði Jónas Þór- isson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, þar sem fólk er nú nánast að drukkna í flóði af fatagjöfum landans. „Þetta er þeg- ar orðið svo miklu meira en við höfðum nokkru sinni látið okkur til hugar koma,“ sagði Jónas í gær. En þá var ennþá ekkert vitað hvað von væri á miklu. Fatasendingar utan af landi voru þá bytjaðar að streyma inn í stórum stíl. Vitað er að Siglfirðingar einir höfðu sent inn vel yfir 2 tonn af fatnaði. Með álíka gjafmildi annarra íslend- inga gæti Hjálparstofnun borist allt að 300 tonn af fatnaði (c.a. hálf miljj- ón flíkur) áður en upp er staðið. „Eg má nú tæpast hugsa til þess, því hér er allt að fyllast og allt húsnæði að springa utan af okkur," sagði Jónas. Fyrsta fatasendingin fer héðan næsta laugardag með Herkúles flutningaflugvél frá danska hemum. Jónas segir stofnunina einnig hafa fengið boð frá Samskipum um sjó- flutninga til Danmerkur. En hjálpar- gögn þaðan séu keyrð með bílum beinustu leið, í gegnum Evrópu og Tyrkland. Til að átta sig betur á umfanginu má t.d. benda á að heildarinnflutn- ingur alls fatnaðar og skófatnaðar á alla íslendinga er í kringum 1.800 til 1.900 tonn í venjulegu ári. Hugsan- lega hafa landsmenn því á öfráum dögum tínt allt að sjötta hluta af heils árs fatainnkaupum út úr skáp- um sínum handa skjálfandi Kúrd- um. Og það má „leika sér“ enn frekar með tölur. íslendingar sem fóru til útlanda á tímabilinu október til des- ember voru á nýliðnu ári um 6.000 Gífuriegt fjölmenni var á fundi opinberra starfsmanna á Akureyri: Niðurskurði ríkis- stjórnar mótmælt Á gífurlega fjölmennum fundi BSRB, BHMR og Kennarasam- bands íslands, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær, var aðgerðum ríkisstjómarinnar í velferðarmáium harðlega mót- mælt. Fólk víða af Norðurlandi sótti fundinn, m.a. frá Ólafsfirði og Húsavík. Fnimmælendur á fundinum voru ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Páll Halldórsson, formað- ur BHMR, og Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands ís- lands. í ályktun fundarins segin „Efna- hagsráðstafanir ríldsstjómarínnar stórauka útgjöld launafólks og gera afltomu þess enn verri. Næg- ir þar að nefna skertar baraabæt- ur, lakari skilyrði til náms, skerð- ingu örorku- og ellihTeyris og auk- inn sjúkrakostnað. Með þessum aðgerðum er vegið að þeim sem eiga fullt í fangi með að iifa á mánaöarlaununum, en í engu er skertur milljónagróði fjártnagns- elgenda. Ýmsum ráðstöfúnum ríkis- stjórnarinnar er sérstaklega belnt gegn opinberum starfsmönnum. Vegið er að starfskjörum þeirra og þeim hótað réttindaskerðingu, svo sem hvað varðar iífeyrisréttindi, fæðingarorlof og veikindarétt. Fjöldauppsagnir eru boðaðar og 8tórfeUdum samdrætti hótað í vel- ferðariœrfinu. Opinberir starfs- menn una ekki hótunum ríkis- sfjómarinnar um skert starfsrétt- indi og fjöldauppsagnir. Opinberir starfsmenn kreQast þess að ríkis- stjórain vlrði samnhtgsrétt og sanngjaraar kröfur sveitarfélag- anna. Opinberir starfsmenn hvetja alla launamenn til að snúa vöra í sókn og verja velferðarirerf- ið á íslandi." hia- Akureyri fleiri en næsta ár á undan, og áætlað er að sú fjölgun skýrist af innkaupa- ferðum. Ef þeir hafa allir skilað sér heim með með 2 stórar og úttroðnar ferðatöskur að meðaltali (meðalt- aska um 20 kg.) hefðu þeir tösku- flutningar numið um 240 tonnum samtals (sem auðvitað þurftu sitt skápapláss). —— Jónas segir áður hafa verið farið í fatasafnanir hér á landi, m.a. á veg- um Hjálparstofnunar fyrir fáum ár- um. En viðbrögðin hafi aldrei orðið nokkuð þessu lík. „Hefðum við vitað þetta fýrirfram hefðum við líklega farið eitthvað rólegar í sakimar. En eftir ástandinu í þjóðfélaginu bjóst maður ekki við þessum ósköpum." Jónas segir greinilegt að nú hafi orð- ið alger fjöldahreyfing. „Og við verð- um vitanlega að takast á við þetta eftir því sem það berst til okkar.“ Beiðnin um föt handa Kúrdum kom fyrst frá dönskum hjálparsveitar- mönnum sem eru að hjálpa allslaus- um Kúrdum í fjöllum Iraks, þar sem þeir vinna m.a. að byggingu vetrar- skýla fyrir þá. íslenska Hjálparstofn- unin hefur þegar varið á þriðju millj- ón til þeirra starfa. Jónas segir Dan- ina hafa fagnað fréttum um að þeir gætu átt von á tugum tonna af fatn- aði. „En hvort þeim verður svo líka um og ó þegar öll kurl eru komin til grafar verður bara að koma í ljós.“ - HEI VaMlmar K. Jónsson. Fulltrúaráð Framsóknar- flokksins f Reykjavík: Valdimar kos- inn formaöur Valdimar K. Jónsson hefur ver- ið kjörinn formaður fulltrúa- ráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vaidimar er prófess- or í verkfræði, en hann stund- aði framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Valdimar var am tíma delldarforseti verkfræðideildar Háskólans. Þá hefur Valdimar unnið margvísleg rannsókna- störf þar og er mjög virtur Inn- an Háskólans. Þegar vinstri meirihlutinn var við völd f Reykjavík árin 1978-82 var Valdimar formaður Veitustofn- ana Reykjavíkur, sem hefur um- sjón með hitaveitu, vatnsveftu og rafmagnsveitu. Á áranum eftir 1982 var Valdimar formað- ur Framsóknarfélaga Reykja- víkur. Sex landa mót í handknattleik í Austurríki: Guðmundur tryggði jafntefli á síðustu stundu ísland-Egyptaland.27-27 (13-15) Guðmundur Hrafnkelsson, mark- vörður íslenska landsliðsins í hand- knattleik, tryggði Iandanum jafnt- efli í gær gegn skemmtilegu liði Egypta. Það mátti vart tæpara standa þvf Guðmundur varði skot af h'nunni, þegar sjö sekúndur vora eftir. 30 sekúndum áður hafði Bjarki Sigurðsson jafnað leikinn með sínu öðru marki. íslenska liðið má þakka fyrír stigið sem þeir fengu gegn Egyptum, sem léku undir stjórn Pauls Tiedemans, því íslendingarnir voru undir nær allan leikinn. Það var ekki fyrr en tólf mínútur voru til leiksloka sem Bjarka Sigurðssyni tókst að ná for- ystu fyrir ísland í fyrsta skiptið í leiknum. Geir Sveinsson var marka- hæstur íslendinganna með átta mörk og Valdimar Grímsson gerði sex mörk. Guðmundur Hrafnkels- son varði vel undir lok leiksins á mikilvægum augnablikum. íslenska liðið leikur gegn Búlgörum í dag. -PS Breytt efnisskrá tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar Vegna veikinda getur einleikari tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld, Tzimon Barto, ekki komið. í hans stað kemur rússneski píanó- leikarinn Dmitri Alexeév og leikur Pfanókonsert nr. 3 eftir Prokoffeff. Alexeév hefur tvisvar áður leikið á íslandi við góðar undirtektir. Hann er fæddur árið 1947 og hóf píanó- nám sex ára gamall. Hann hefúr leikið í öllum stærstu tónleikasölum álfunnar og í Bandaríkjunum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.