Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 23. janúar 1992 Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Málsvöm heilbrigðisráðherra og hinir ósnertanlegu Sá fáheyrði atburður gerðist á Alþingi í atkvæða- greiðslu um „bandorminn“ svokallaða að heilbrigð- isráðherra kom henni í uppnám í miðju kafi með greinargerð fyrir atkvæði sínu. Þar hóf hann efnis- lega umræðu og árásir á fyrrverandi heilbrigðisráð- herra. Ráðherrann fullyrti að skerðing á grunnlíf- eyri ellilífeyrisþega væri nákvæmlega eins og Guð- mundur Bjarnason hefði lagt til í ráðherratíð sinni, að öðru leyti en því að þar hefði verið gert ráð íyrir 30% skerðingu. Nú væri gert ráð fyrir 25%. Fullyrti hann að barátta Framsóknarflokksins gegn málinu stafaði af því að skerðingin væri lægri nú. Hér er langt seilst og eru áreiðanlega fá dæmi þess í þingsögunni að ráðherra fari með aðra eins útúrsnúninga og staðlausa stafi í greinargerð fyrir atkvæði sínu. Auðvitað er skýringin á þessu að ráða- menn Alþýðuflokksins hafa lent í kröppum dansi innan síns eigin flokks að koma þessu máli fram. Eina málsvörnin er að halda sér dauðahaldi í frum- varp sem lagt var fram af Guðmundi Bjarnasyni síð- astliðið vor og felur í sér heildarendurskoðun á al- mannatryggingakerfjnu. Það byggðist á því að færa til fjármuni innan kerfisins, þannig að kjör stórra hópa sem stóðu höllum fæti hefðu verið bætt. Hins vegar var frumvarpið lagt fram til kynningar á Al- þingi og hafði ekki hlotið meðferð þingsins og þá endurskoðun sem það hefur í för með sér. Hinar grófu tilraunir heilbrigðisráðherra til blekkinga felast einkum í því að bera saman annars vegar einhliða skerðingar hans á ellilífeyri, sem eru notaðar til að mæta óskyldum útgjöldum ríkissjóðs, og hins vegar réttarbætur og tilfærslur innan al- mannatrygginganna sem fólust í tillögum íyrrver- andi heilbrigðisráðherra. Einnig í því að veifa frum- varpi fyrrverandi heilbrigðisráðherra eins og það sé endanleg niðurstaða og ófrávíkjanleg afstaða hans. Hér er verið að breiða yfir „handarbakavinnu- brögð“ ríkisstjórnarinnar sem heilbrigðisráðherra viðurkenndi í sjónvarpsþætti síðastliðinn þriðjudag að hefðu verið viðhöfð. Þau eru fólgin í því að henda breytingum á hinni viðkvæmu almannatrygginga- löggjöf fram á Alþingi sem breytingartillögu við „bandorminn“, án nægjanlegs undirbúnings, og neita síðan öllum lagfæringum á augljósum ann- mörkum tillögunnar. Enn er vegið að kjarasamn- ingum sjómanna, en ekki láð máls á því að lagfæra það í meðförum Alþingis. Eftir að frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármál- um hefur verið samþykkt er staðfest sú stefna ríkis- stjórnarinnar að leggja byrðarnar á herðar gamla fólksins sem komist hefur til bjargálna, skólanem- enda, sjúklinga og barnafólksins í landinu. Hinn venjulegi hátekjumaður og eignamenn á góðum aldri eru hinir ósnertanlegu. MMI'IÍ: .....,,, „ M'íí'y,' Vli Aðall og almúgi Allar sparnaðarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar eru af þeirri stærð- argráðu að það eru aðallega krakk- ar, gamlingjar og lasburða fólk sem verður þeirra vart. Lágtekju- fólk í ríkisstofnunum er kvíðið, enda standa á því hótanir um dapr- ar atvinnuhorfur, þar sem boðaður samdráttur lendir fyrst á þeim sem ekki teljast burðarásar margslung- ins ríkisrekstrar. Það urgar í öllu þjóðfélaginu eins og í vél sem höktir í gangi og getur misst neistann og stansað hvenær sem er. Eng- inn þorir að gera kjarasamn- inga, enginn veit hver verður þróun í vaxta- og gengismál- um, ráðstafanir í efnahagsmálum silast gegnum þingið með bakföll- um og hikstum. Enginn veit hvernig á að halda ríkisapparat- inu gangandi út árið, þar sem fjárveitingar gera ekki ráð fyrir að stofnanir ríkisins starfi nema fram á haustmánuði, ef þær þá lufsast svo lengi. Moldviðri Hluta af svokölluðum sparnaði á að mæta með þjónustugjöldum, sem auðvitað er enginn sparnaður, heldur er kostnaði aðeins velt af einum aðila yfir á annan. í sparnaðarmoldviðrinu öllu eru skattar hækkaðir og ef einhver mælir á móti tilteknum sparnað- aráformum á Alþingi eða annars staðar þar sem von er til að ná eyr- um landsfeðra, er viðkvæðið að sá, sem ekki vill skera niður og spara, verði að benda á tekjuöflunarleiðir til að vega á móti þeim útgjöldum sem mælt er með af hálfu þeirra sem telja að ríkið hafi þrátt fyrir allt einhverjum skyldum að gegna í samfélaginu. Stjórnarstefnan er að skattar hækki ekki og að tekjustofnum verði ekki breytt. Launamenn í landi munu því áfram borga brús- ann og ekki snert við heilögum rétti skattfríðindaaðalsins. Leiðtogar launafólks eru svo uppteknir af að skipa vaxtamálum að enginn tími gefst til að hyggja að skattamálum umbjóðendanna, og hefur reyndar aldrei gefist tóm til að athuga skattamálin á þeim bæjum. Þau eru líka flókin og leiðinleg og réttast að láta þá, sem hafa bók- haldsvitið, sjá um þau. Góðir bókhaldarar Sameinaðir verktakar hafa af- bragðsgóða bókhaldara í sinni þjónustu. Þeir hafa líka glögga endurskoðendur á launaskrá sem kunna skattalögin, sem löggjafmn leggur þeim í hendur, upp á sína tíu fmgur. Morgunblaðið skýrði frá því í gær hvernig þeir færu menn hjálpuðu hluthöfum í Sameinuðum verk- tökum hf. að borga sjálfum sér 900 hundruð milljónir, það er rétt 9/10 úr miiljarði, án þess að missa eyri af þénustunni í sameiginlega sjóði allra Iandsins barna. Endurskoðendurnir hækkuðu hlutafé úr 310 milljónum í 1.210 milljónir króna, en það átti félagið á vöxtum í Landsbankanum. Svo var hlutaféð fært niður aftur í 310 milljónir króna og hluthafarnir fengu 900 milljónir í sína vasa, hver eftir hlutabréfaeign sinni. Með því að hækka hlutafé og færa niður aftur þarf ekki að borga skatta af nærri milljarði, vegna þess að þetta eru ekki launatekjur. Því fær ríkissjóður ekkert, sveitar- sjóðir ekkert, kirkjugarðarnir ekk- ert, lífeyrissjóðir ekkert, en hlut- hafarnir allt og óskert. Sameinaðir verktakar eru undir- deild íslenskra aðalverktaka og gera handtak fyrir setuliðið annað slagið. Samkvæmt Mogga hafa svona hlutafjárkúnstir verið viðhafðar nokkrum sinnum áður kringum áramót, þótt skattfríu tekjurnar til hluthafanna hafí ekki áður nálgast milljarðinn á einu bretti íyrr en nú. Lítilmótlegur spamaður Þegar haft er í huga að Sameinað- ir verktakar eru dótturíyrirtæki með tæplega þriðjungsaðild að Að- alverktökum, er hér aðeins um smápart þeirra viðamiklu hunda- kúnsta að ræða, sem Iöglegar og siðlausar fjármagnshræringar eru úr einum vasa í annan, skattfrjálst. í ljósi þessa eru sparnaðartillögur samanlagðra ráðuneytanna heldur ræfilslegar og jafnvel lítilmótlegar. Ráðherrar, stjórnarandstæðingar og hagsmunahópar ýmiss konar rífast og stagla vikum saman um hundrað milljón króna samdrátt í viðamiklum málaflokkum og nokkurra tuga milljona króna sparnað hér og aðeins meira eða minna þar. Þjóðin stendur á öndinni yfir öll- um þessum svakalega spamaði, sem sagður er „gefa“ ríkissjóði ein- hvern ómerkiíegan tittlingaskít í nánasarlegum vinnulaunum, sem ekki á að borga, eða hvort sex ára gömul böm eigi að einsitja eða tvísitja skóla- stofur. Samtímis afhendir eitt af ríkisvemduðum einokunaríýrir- tækjum yfirstéttanna hluthöfúm sínum nær milljarð sem skatt- frjálsa gjöf. Og þetta er ekki gjöf sem er gefin í eitt skipti fyrir öll, heldur aftur og aftur, þökk sé skilningsríku löggjafarvaldi og bókhöldumm sem kunna sitt fag. Alheimsundur Á íslandi em allar tekjur nema launatekjur skattfrjálsar. Margir þeirra, sem fá útborgað nær millj- arð af hækkuðu og niðuríærðu hlutafé Sameinaðra verktaka, hafa aldrei lagt í neinn kostnað eða áhættu við að eignast hlutina. Það gerðu pabbarnir eða afamir og ömmurnar. Erfðaskattur af verðpappímm er enginn, en erfðaréttur afkomenda þeim mun meiri. Skattlagning fjármagnstekna er eitur í beinum allra íslenskra stjórnmálamanna. Því er logið að þeim eins og öðrum, að í heimi kapítalisma og frjálsra viðskipta þekkist slíkir skattar ekki fremur en erfðaskattar. Á íslandi er það almenn vitneskja að í lýðfrjálsum velmegunarríkj- um Norðvestur-Evrópu og Norður- Ameríku og Eyjaálfu ríki sams konar réttlæti hvað varðar eignar- rétt og skattskyldu og í ríki Loð- víks XV. í þeirri trú er nú andskotast á gamalmennum, sjúklingum, börnum og láglaunafóíki og yfír- leitt öllum þeim, sem ekki eru fæddir til auðs og skattfríðinda eða hafa fengið auðlindir og landgæði öll að gjöf. Þetta er kallað aðhaldssemi í rík- isfjármálum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.