Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. janúar 1992
Tíminn 7
Líkaminn streitist gegn snöggum sveiflum íþyngd:
Er megrun heilsunni
hættulegri en offita?
„Kanadísku sálfræðingamir benda á það, að þótt sýnt sé fram á
greinilega fylgni miili Ianglífis og líkamsþunga, sé ósannað að um-
framþyngdinni sem slíkri sé um að kenna. Margt, sem nýlega hefur
komið fram, bendir að mati þeirra til þess að það sé megrunin frem-
ur en offitan sem spilU heilsu feitra manna.“ Það er Ömólfur
Thorlacius rektor, sem vekur athygli á merkilegri kanadískri rann-
sókn, í grein sem hann skrifaði í ritið Heilbrigðismál. En niður-
staða þessarar rannsóknar var m.a. sú að matarkúrar séu háskaleg
leið til megmnar.
Fáir draga í
efa aö fytgni
sé milli iík-
amsþunga
og langlffis.
Tölfræöilega
séö ætti
þessi þunga
kona því
ekki aö
veröa mjög
langlff.
Sálfræðingamir Peter Herman og
Janet Polivy við háskólann í Toronto
prófúðu neysluvenjur hjá ungum
háskólanemum, einkum konum.
Sálfræðingamir gáfú nemendum
stóra fyrirframvegna skammta af
sjómaís, undir því yfirskini að kanna
ætti áhrif ýmissa ístegunda á bragð-
skynið. Áður en ísinn var borinn
fram, gáfu þeir sumum nemendum
einn skammt af mjólkurhristingi,
öðmm tvo skammta en hinum eng-
an. Þátttakendum var sagt að með
þessu ætti að leiða í ljós hvort mjólk-
urhristingurinn hefði áhrif á það
hvemig þeir skynjuðu bragðið af ísn-
um. Raunverulegur tilgangur til-
raunarinnar var hins vegar sá að
kanna hver áhrif „forrétturinn" hefði
á ísneyslu nemendanna, sem allir
neyttu góðgætisins í einrúmi.
Viðbrögð þeirra námsmeyja, sem
ekki vom í megmn, vom eðlileg:
Þær borðuðu því minni ís sem þær
fengu meiri mjólkurhristing.
Öðm máli gegndi um þær sem vom
að megra sig með breyttu mataræði.
Stúlkur í megmnarkúr, sem ekki
fengu mjólkurhristing á undan,
borðuðu að meðaltali minna af ís
heldur en stöllur þeirra sem ekki
vom í megmn, sem engum þarf að
koma á óvart Hins vegar þótti
merkilegt að þær stúlkur, sem vom í
megmn og fengu „forrétt", borðuðu
líka mest af ísnum.
Sú skýring er sögð sennilegust á
þessari hegðun, sem nefnd hefur
verið gagntempmn (counterregul-
ation), að þær námsmeyjar, sem
vom í megmnarkúr, hafi sagt skilið
við eðlilega tempmn heilans á
neyslu. í hennar stað komi viljastýrð
tempmn á mataræði. Sú tempmn sé
til skamms tíma, sennilega eins dags
í senn, eða jafnvel einnar máltíðar.
Hjá stúlkum í megmn hafi neysla
mjólkurhristings á einhvem hátt
sett þessa viljastjóm úr skorðum.
Sálfræðingamir líta svo á, að þegar
ungmeyjan hafi látið í sig mjólkur-
hristinginn sjái hún að megrunin sé
farin út um þúfur þann daginn,
bindindið hafi bmgðist og því eins
gott að syndga ærlega. „Niðurstaða
sálfræðinganna af þessari rannsókn
er að matarkúr sé háskaleg leið til
megmnar. Þá dofnar sem fyrr segir
eðlileg, líkamleg stjóm á matarlyst,
enda hefur þessi stjóm að mati
megrandans bmgðist, ella þurfti
hann ekki í megmnarkúr. Einstak-
lingurinn finnur eftir sem áður fyrir
svengd og mettun, en leiðir þessi
merki hjá sér og fylgir — eða reynir
að fylgja — áætlun um t.d. 1.500 ka-
lóríur á dag, sem stundum er brotið
niður í 350 kalóríur í morgunmat
o.s.frv. En alltaf er hætta á að vam-
imar bregðist. Þá er eins og flóðgátt-
ir bresti og megrandinn borðar langt
umfram það sem eðlilegt getur tal-
ist. Eins hættir honum til að bregð-
ast við álagi og streitu með ofáti.“
ömólfúr bendir á að tryggingafélög
færi tölfræðileg rök fyrir því að
þyngd umfram það, sem hæð og lík-
amsbygging segja til um, sé heilsu-
spillandi. Bandarískar heilbrigðis-
skýrslur bendi m.a.s. til þess að þar f
landi hætti menn heilsu sinni, þótt
umframþunginn sé ekki nema 2-3
kfló.
Kanadísku sérfræðingamir bera
ekki brigður á fylgni milli langlífis
og líkamsþunga. En aftur á móti er
það ósannað að þeirra mati að þar sé
líkamsþyngdinni sem slíkri um að
kenna. Sem fyrr segir, telja þeir
margar nýlegar upplýsingar benda
til þess að það sé kannski megrunin
fremur en offitan sem spilli heilsu
feitra manna. Það sé engin tilviljun
að helstu neyslusjúkdómar manna,
sjúkleg höfnun matar og sjúkleg
græðgi, séu ævinlega fylgikvillar
megrunarkúra. - HEI
RÝMINGARSALA
Allt að 96% AFSLÁTTUR
Bökaírtgáfa
/VIENNING4RSJÓÐS
SKÁLHOLTSSTÍG 7 • REYKJAVÍK
SÍMI 621822
Dæmi um bækur:
Búöarverö Verö nú Afsláttur
Afskáldum 920 380 59%
Barnagull 2.200 250 89%
Borönautar 850 60 93%
Gandreiöin 700 160 77%
Hafrannsóknir oiö ísland (sett) 8.400 1.950 77%
Heimur Háfamála 2.750 1.250 55%
Jón Sigurösson og Geirungar 2.950 1.400 53%
Leyndarmál Laxdælu 950 220 77%
Litli prinsinn 750 300 60%
Ljóö og laust mál, Hulda 2.750 900 67%
Mannfræöi Hrafnkelssögu 1.600 220 86% .
Oröalykill 2.560 385 85%
Refska 1.400 60 96%
Sonnettur 2.645 1.500 43%
Gppruni Njálu 750 220 71%
Vafurlogar 700 60 91%
Vatns er þörf 4.200 2.000 52%
Pingoellir 2.950 2.000 32%
Pjóöhátíöin 1974 (sett) 4.900 600 88%
Mikiö úroal Ijóöabóka, sagnfræöirita og fræöibóka.
Veröum einnig meö síöustu eintök af eldri bókum.
Opiö virka daga 9-18, laugardaga 10-16 og surtnudaga 12-16.