Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. janúar 1992 Tíminn 3 Forsætisráðherra telur ekki tímabært að slíta viðræðum um EES, en telur að þær lausnir sem ræddar eru í sambandi við dómstólamálið séu óaðgengilegar fyrir ísland: Davíð telur líklegt að EES-leiðin sé ófær Davíð Oddsson forsætisráðherra telur margt benda til að þær lausnir, sem ræddar eru í sambandi við deiluna um dómstól yfir evrópska efnahagssvæðinu (EGS), séu óaðgengilegar fyrir ís- land. Forsætisráðherra telur þó ekki tímabært að ísland slíti við- ræðum um EES á þessu stigi. Hann telur að náist ekki sam- komulag verði ísland að leita eftir tvíhliða viðræðum við EB. Að- ild að EB komi ekki til greina. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær sem fóru fram að ósk Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsóknarmanna. Tilefhi umræðnanna vom ummæli forsætisráðherra í f)ölmiðlum um að kraftaverk þurfi til að bjarga EES- viðræðunum. Páll spurði hvort þetta væri mat ríkisstjómarinnar á stöðu málsins, hvort ríkisstjómin teldi tímabært að ísland hefji tvíhliða við- ræður við EB og hvort ríkisstjómin teldi koma til greina að sækja um að- ildaðEB. Forsætisráðherra sagði að það væri sitt mat að staðan í EES-viðræðun- um væri ákaflega þröng. Hann benti á að yfirlýsingar EB um Iausn dóm- stólamálsins hefðu ekki gengið eftir og þær lausnir sem helst væm til umræðu væm óaðgengilegar fyrir ísland. Þar átti hann við tillögur um að efla EB-dómstólinn á kostnað EFTA-dómstólsins. Davíð sagði að þar sem meirihluti EFTA-ríkjanna hygðist sækja um aðild að EB væri líklegt að þau myndu geta sætt sig við hvaða lausn sem EB kæmi með á dómstólamálinu. íslendingar og Norðmenn myndu hins vegar eiga erfitt með að sætta sig við þessar lausnir. Davíð sagði að tíminn Íiði og sífellt yrði erfiðara að standa við tímasetningar fyrirliggjandi draga að EES-samningi. Hann sagði ekki tímabært fyrir íslendinga að draga sig út úr EES-viðræðunum meðan ekki væri ljóst um afdrif þeirra. Ef EES-leiðin reyndist ófær yrðu ís- lendingar að leita eftir tvíhliða við- ræðum við EB. Davíð tók skýrt fram að aðild íslands að EB væri ekki á dagskrá. Þingmenn stjómarandstöðunnar lýstu yfir ánægju sinni með afstöðu forsætisráðherra. Ólafur Ragnar Grímsson sagðist líta svo á að það væri meirihluti fyrir því á Alþingi að hefja undirbúning að tvíhliða við- ræðum við EB. Hann óskaði form- lega eftir því að utanríkismálanefnd hæfi undirbúning að slíkum viðræð- um. Bent var á að stefna Jóns Baldvins í þessu máli hafi liðið skipbrot og stöðumat hans reynst rangt Jón Baldvin sagði að EES hefði siglt í strand vegna þess að EB hefði ekki getað staðið við gerðan samning, en leitað væri lausna sem báðir aðilar gætu sætt við sig. Niðurstaðan lægi ekki fyrir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson greindi frá því að samtök atvinnu- rekenda í sjávarútvegi hefðu fengið fregnir af því að ein af þeim lausnum sem EB byði í þessu máli væri að EFTA-þjóðir, sem sækja um aðild að EB á þessu ári, fengju sérmeðferð og gætu fengið aðild að EB á árinu 1995, eða mun fyrr en áður hefur verið talað um. Jóhannes Geir spurði hvort ríkisstjómin hefði feng- ið þetta sama tilboð inn á borð til sín. Jón Baldvin sagði í samtali við Tímann að ekkert slíkt tilboð frá EB hefði borist til ríkisstjómar íslands. Breyting gerð á lögum um Hagræðingarsjóð: 525 milljóna skattur á sjávarút- veginn samþykktur Alþingi samþykkti í gær frum- varp um breytingu á lögum um Hagræöingarsjóð. Meö nýju lög- unum er gert ráð fyrir aö veiöi- heimildir sjóðsins verði seldar á markaðsveröi. Söluandvirðið, 525 milljónir, á að fara í að ijár- magna rekstur Hafrannsólma- stofnunar. Mál þetta var mjög umdeilt á Al- þingi. Stjómarandstaðan taldi að frumvarpið væri fyrsta skref f átt til auðlindaskatts og lagði til að frum- varpinu yrði vísað frá. Tillaga þess efnis var felld á Alþingi í gær. Á næstu mánuðum munu útgerðar- aðilar fá boð um að kaupa sinn hlut í Hagræðingarsjóðnum. Kvótann verður þeim gert að kaupa á mark- aðsverði, sem er talið geta skilað rík- issjóði 525 milljónum króna. -EÓ Ungir sjálfstæðis- menn hunsa þing Norðurlandaráðs Samband ungra sjálfstæðismanna hefúr formlega tilkynnt í bréfi að það muni ekki senda fúlltrúa á næsta þing Norðurlandaráðs. Ungliðasamtök ís- Þungum bílum verður meinað að aka yfir Ölfis- árbrú í vor og brúin verður lokuð á nóttunni: Ölfus- áibrú lagfærð Frá Sigurði Boga Ssvarssyni, fréttarritara Tímans i Seifossi. Byrjaö verður á umtalsverðum end- urbótum á Ölfusárbrú við Selfoss í miðjum marsmánuði. Brúargólfið verður endumýjað og öryggi gang- andi vegfarenda bætt til muna. Til þessara framkvæmda eru áætlaðar 65 milljónir á þessu ári, en þeim lýkur þó ekki fyrr en á því næsta. Núverandi gólf í brúnni verður brotið upp og steyptar einingar sett- ar í staðinn. Þá verður gagnbrautin færð til þannig að nú verður hún að- eins austan megin og 160 sm á breidd. Sett verður upp lághlíf sem skilja mun gang- og akbraut að. Þá verður aðkeyrslan að brúnni vestan megin lagfærð. Starfsfólk Vegagerðarinnar er nú að undirbúa þessar framkvæmdir sem heQast upp úr miðjum mars. Lokað verður fyrir umferð allra þyngri bifreiða frá aprílbyrjun og út maí, en fólksbfiar geta þó ekið um hana á daginn, en á nóttunni verður brúin lokuð allri umferð. lensku stjómmálaflokkanna hafa hingað til sótt þing Norðurlandaráðs og eru þar í félagsskap með norræn- um bræðraflokkum á Norðurlöndum. Páll Pétursson nefndi þetta bréf áAl- þingi í gær og sagði að þetta ásamt fleiru sýndi minnkandi áhuga innan stjómarflokkanna fyrir starfi Norður- landaráðs. Páll sagði athyglisvert að það séu sömu aðilar sem sýna mikinn áhuga á inngöngu í EB og em nú að missa áhugann á norrænu samstarfi. Ekki náðist f forystumenn ungra sjálfstæðismanna í gær, en á skrifstofú SUS fengust þau svör í gær að menn vildu beina kröftum sínum þangað sem þeirra væri mest þörf. Ahugi á starfi Norðurlandaráðs færi minnk- andi. -EÓ Ferðavinningar jólahlaðborðsgesta Dregið hefur verið úr nöfnum 3500 manns sem nutu kræsinga á jólahlaðborði Flugieiða og hlutu tveir menn ferðavinninga. Þeir eru Kristján B. Halldórsson, sem hlaut ferð að eigin vali fyrir tvo til Evrópu með Flugleiðum, og Kjartan I. Jónsson sem vann ferð fyrir tvo innanlands að eigin vali. Elísabet Hilm- arsdóttir, markaðsstjóri Hótel Loftleiða, afhendir hér Kristjáni og Kjartani vinninga þeirra. Framkvæmdarstjórn VMSÍ fundaði um möguleika á viðræðum um aðaikjarasamning: Niðurstaða kynnt W W & ASI og VSI í dag Á fúndi framkvæmdarstjóraar VMSÍ, sem haldinn var í gær, var fjaliað um hvort taka eigi upp viöræður við vinnuveitendur um aöalkjarasamning í bráð. Að sögn Björns Grétars Sveinssonar, formanns VMSÍ, var þetta góður fundur en hann vildi ekkert ræða um niðurstöður fundarins. „Vlð komum tU með að kynna fulltrúum ASÍ niðurstöðuna klukkan níu f fyrramálið (í dag) Og forráðamönnum Vinnuveit- endasambandsins seinni partinn. Þetta var góður fundur og fund- armenn voru einhuga um niður- stöðuna, en jafnframt voru menn einhuga um að ffaUa ekki um málið I fjölmiðlum iyrr en búið er aö kynna ASÍ og VSÍ hana,“ sagði Bjöm Grétar Sveínsson, formaður VMSÍ, í samtaU við Tímann. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt ályktun þar sem ítrekaðar voru fyrri samþykktir sambands- ins og samþykktir þings þess í október sl. um forsendur þess að samningar getí tekist og ekki verði raskað þeim efnahagslega stöðugleika sem febrúarsamning- urinn 1990 hefði skapað. í áfykt- uninni segin „Til þess að svo megi verða og að samningar geti tekist án átaka verður ríkisstjóm- in að breyta í veigamiklum atríð- um tillögum sfnum um niður- skurð á velferðarkerfi okkar, sem beinast öðm fremur að því að leggja álögur á og auka skattbyrði elli- og örorkutífeyrísþega, bama- fólks og sjúkra.** Ennfremur seg- ir að verkalýðshreyfingin geti eldd unað þessum niðurskurði á lífskjörum fólks, sem bitni mest á þeim sem minnst hafa, á meðan ekkert er gert til að afla tekna af fjármagnstekjum o.fl. -PS Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins: Kærir Duus-hús Vamarmáladeild utanríkisráðuneytis- ins hefúr kært eigendur veitingahúss- ins Duus-hús vegna þess að lituðum starfsmönnum vamarliðsins var ekki hleypt inn á staðinn nýverið. Ekki mun vera algengt að kærur berist vegna slíks máls, en þetta mun vera í annað skipti sem það er gert Eigend- ur Duus segja það ekki rétt að lituðu fólki sé ekki hleypt inn á staðinn. -PS Fjarðarheiði: Flutningabifreið út aff Flutningabifreið fór út af veginum á Fjarðarheiði um fjögurleytíð í gær- dag. Mikil hálka var á þessum slóðum þegar óhappið varð. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin, sem var hlaðin vörum, var töluvert skemmd. Biffeiðin var að koma frá Seyðisfirði á leið til Egilsstaða og var kominn á móts við svokallaða Efti Stafi þegar ökumaðurinn misst hana út af. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.