Tíminn - 23.01.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
TTTTtT
Bl LAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ
Sfmar 668138 & 667387
EUQO-HAIR
á Islandi
Lausnin er: Enzymol
m£^^fýtt í Evrópu
( ■ ■ Engin hárigræðsla
' aEngin geríihár
aEngin lyfjameðferð
BEinungis tímabundin notkun
Eigid hár med hjálp lífefha-orku
EURO-HAIR /?t 01.07)
P:0:Box 188-121 Rvfk
e.kl.16.00
Áskriftarsími
Tímans er
686300
Ttmimi
FIMMTÚDAGUR 23. JAN. 1992
Alls 127 ölvuðum ökumönnum gert að endurgreiða tryggingafélögum um 25 milljóna tjónabætur í fyrra:
„Stútur“ þarf að endurgreiða
tryggingafélagi 2,1 m. bætur
AIls 147 ökumönnum var skylt að endurgreiða vátrygginga-
félögum nær 29 milljóna króna tjónabætur á síðasta ári, eða
nánast sami fjöldi og árið þar áður. Ölvun ökumanns er lang-
samlega algengasta ástæða þess að hann er krafinn um endur-
greiðslu. Af þessum 147 ökumönnum sem þurfa að endur-
greiða voru 127 „stútar við stýri“ (85%), hvar af um helming-
urinn hafði yfír 2 prómill vínanda í blóði.
Hæsta úrskurðaða endurkrafan
var upp á 2,1 milljón kr., en sú
næsthæsta 1,3 milljónir. Aðrar
ástæður endurgreiðslu en ölvun
við akstur eru m.a. stórfelldur
vanbúnaður ökutækja, glæfra-
akstur og réttindaleysi. Af hinum
147 endurkröfðu tjónvöldum eru
aðeins 20 konur en 127 karlar.
Umferðarlagabrot, svo sem
glæfraakstur og ölvunarakstur,
getur orðið ökumanni óskaplega
dýr þegar illa fer, sem greinilega
gerist ósjaldan. Samkvæmt um-
ferðarlögum eignast vátrygginga-
félag, sem greitt hefur bætur
vegna tjóns af völdum ökutækja,
endurkröfurétt á þá ökumenn
sem valda tjónum af „ásetningi
eða stórkostlegu gáleysi". Auk
þess sem krafðar endurgreiðslur
geta numið milljónum króna
þurfa þessir ökumenn oftast að
borga sjálfir allan tjónakostnað á
eigin bfl, greiða sekt, fá jafnvel
fangelsisdóm og missa ökuskír-
teinið um lengri eða skemmri
tíma.
Hvort og að hve miklu leyti end-
urkröfum skuli beitt er ákvarðað
af nefnd þriggja manna sem skip-
uð er af dómsmálaráðherra. End-
urkröfunefnd afgreiddi 155 mál á
mmmm
Verðauglýsingar ferðaskrifstofanna:
Reglur um samræmd-
ar verðupplýsingar
í auglýsingum
Verðlagsstofnun hefur sett reglur um
samræmdar verðupplýsingar í aug-
lýsinum ferðaskrifstofa. I fréttatil-
kynningu frá stofnuninni segir að
undanfariö hafi verið algengt að birt-
ar hafi verið villandi og ófullnægj-
andi upplýsingar í auglýsingum um
verð á ferðum og hafi uppgefið verð í
auglýsingunum oft verið lægra en
það verð sem viðskiptavinurinn hafi
þurft að greiða og hafi í sumum til-
fellum verið um verulegar upphæðir
að ræða.
Reglumar sem gefnar hafa verið eru
unnar í samvinnu við Félag íslenskra
ferðarskrifstofa og Neytendasamtök-
Míkil söluaukning
Heildarsala Gúmmivinnslunnar á
Akureyri, sem framleiðir vörur sín-
ar úr affalls gúmmíi og hefur gert
það allt frá árinu 1983, tvöfaldaðist
á síðasta ári og hefur aldrei verið
jafnmikil. Langmest aukning var í
sölu millibobbinga sem notaðir
eru á troll og hefur hún fjórfaldast.
Þá hefur orðið mikil aukning á
framleiðslu og sölu á gólfefnum
sem notuð eru við sundlaugar, á
svölum og sólpöllum. Þá hafa vin-
sældir GV mottunnar aukist veru-
lega og er hún notuð í bása, á
vinnustöðum og um borð í skip-
um. -PS
Akraneskaupstaður 50 ára:
Fjölbreytt afmælishátíð
I ár, eða þann 1. janúar, eru 50
ár liðin frá því að Akranes hlaut
kaupstaðarréttindi og í Hiefni
þeirra tímamóta verður þess
minnst með ýmsum hætti «
hverjum mánuðí ársíns. Þann 1.
janúar 1942 tóku í giidi iög sem
gerði Ytri- Akraneshreppi kleift
að fá kaupstaðarréttindi. Fyrstu
bæjarstjómarkosningar fóm
fram um miðjan janúar og þann
26. janúar 1942 kom saman ný-
kjörin bæjarsfíóm. Þess verður
minnst á sunnudagínn með veg-
legri dagskrá í nýjum sal Fjöl-
brautaskóla Vesturiands. Þar
verður hátíðarfundur bæjar-
stjóraar ásamt fíölmörgum
skemmtiatriðum.
Á árinu verða íþróttafélög inn-
an ÍA með sérstök afmælismót
og þá verður merkum áföngum
vegna ýmissa bygginga fagnað.
Þann 17. júlí er ráðgert að fagna
afmælinu með veglegri hátíðar-
dagskrá og verður heimsókn for-
seta íslands, Vigdísar Finnboga-
dóttur, hápunktur hátíöarinnar.
-PS
árinu 1991. í 147 þeirra mála
samþykkti hún endurkröfur á
ökumenn að hluta eða öllu leyti. f
íjárhæðum talið nema úrskurð-
aðar endurkröfur ársins 28,2
milljónum króna (um 192 þús. kr.
í hverju máli að meðaltali). Fjöldi
mála og samþykktar endurkröfur
voru sami fjöldi árið 1990, en
endurgreiðsluupphæðin var þá
18,4 milljónir kr.
Ölvunarakstur var í fyrra ástæða
endurkröfu í öllum tilvikum
nema tuttugu. Af 127 ölvuðum
ökumönnum var 61 sem hafði yf-
ir 2 prómill vínandamagn í blóði
og þar af 3 yfir 3 prómill. Hér má
hafa í huga að mönnum er bann-
að að aka fari vínandi í blóði
þeirra yfir 0,5 prómill, enda telst
hann þá ekki geta stjórnað öku-
tæki örugglega. Og fari þetta
hlutfall yfir 1,2 prómill telst mað-
ur alls óhæfur til að stjórna öku-
tæki.
Af framansögðu má Ijóst vera að
hann getur orðið dýr leigubfllinn
sem menn „spara“ sér með því að
keyra fullir (enda benda tölumar
ekki til þess að slíkur sparnaður
sé háttur hinar hagsýnu húsmóð-
ur). -HEI
in og em þær settar til að koma í veg
fyrir að upplýsingar í auglýsingum
séu villandi eða óhæfilegar gagnvart
neytendum.
Helstu atriði í nýjum reglum eru að
uppgefið verð ferðar skal miðast við
einn fullorðinn af tveimur í tveggja
manna herbergi þegar gisting er
innifalin í verðinu. Þá skulu öll gjöld
sem farþega er skylt að greiða vera
innifalin í þeim upplýsingum sem
eru gefnar um verðið. Flugvallar-
skattur skal vera innifalinn í auglýstu
verði eða tilgreindur sérstaklega með
greinilegum hætti. Viðskiptavinur
skal geta keypt ferð á því verði sem
auglýst er. Þó má breyta auglýstu
verði ef miklar breytingar verða á
gengi eða eldsneytiskostnaði. Regl-
urnar taka gildi 1. febrúar næstkom-
andi. -PS
Aðstandendur Gicjtarfélags fslands, sem sjá um framkvæmd Nor-
gtarársins.
Timamynd Áml Bjama
ræns gigtarárs á íslandi, eru hér með merki gigtarársins.
Gigtarfélag íslands:
Arið 1992verður
norrænt gigtarár
Á síðastliðnu ári fói Norðurlandaráð norrænu ráðherranefndinni að
halda norrænt gigtarár 1992. Gigtarfélag íslands hefur umsjón
með gigtarárinu á ísiandi og er forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, vemdari gigtarársins hér á landi.
Meginmarkmið með norrænu
gigtarári eru tvíþætt. í fyrsta lagi að
vekja athygli á því hvað gigt er,
hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á
fólk og hversu algéngur sjúkdómur
gigtin er, en áætlað er að um 50
þúsund íslendingar séu með gigt. í
öðru lagi að efla rannsóknir á gigt,
en það er álit vísindamanna að það
hylli undir iausn gigtargátunnar ef
nægilegir fjármunir fást til að auka
rannsóknir. Gert er ráð fyrir að
lausn á gigtargátunni myndi spara
þjóðarbúinu 5-10 milljarða krónar
og auk þess myndi stór hópur
manna losna við ómældar þjáning-
ar og örkuml yrðu fyrirbyggð.
í tilefni gigtarársins er áformað að
fylgja eftir markmiðum þess með
ýmsum hætti. Fræðusluefni verður
komið á framfæri með ýmsum
hætti, í dagblöðum, útvarpi, sjón-
varpi, á málþingum og bréfaskrift-
um til fyrirtækja og félagasamtaka.
Þá verður haldin, í tilefni gigtar-
dags þann 19. september, gigtarhá-
tíð í Háskólabíói og farið verður í
gigtargöngu. í tengslum við gigtar-
daginn verður fjársöfnun og mun
féð renna í sérstakan Vísindasjóð til
eflingar á rannsóknum hérlendis.
-PS