Tíminn - 28.01.1992, Side 3
Þriðjudagur 28. janúar 1992
Tíminn 3
Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að Jón Baldvin ætti að
biðjast afsökunar á rakalausum þvættingi sem hann hefur borið á bændasamtökin, líkt
og bændur hafa gert vegna ógætilegra orða sem féllu á fundi í Skagafirði:
,^lón Baldvin ætti að
biðjast afsökunar"
,Á fundi í Skagafiröi féllu orð um Jón Baldvin sem betur hefðu verið
ósögð. Heimamenn báðust þar afsökunar á því að það skyldu allir ekki
vera málefnalegir í málflutningi. Mér finnst á sama hátt að Jón Baldvin
ætti að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þeim rakalausa þvætt-
ingi sem hann hefur borið á samtök bænda,“ sagði Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsambands bænda, í tilefni af ásökunum Jón Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra um að bændasamtökin skipuleggi
óhróðurherferð gegn sér sem beri keim af sovéskum áróðri og mafíu-
starfsemi.
„Ég tel að það sæmi ekki utanrík-
isráðherra landsins að koma með
ásakanir á hendur stéttarfélagi eða
stjórnmálaflokki lfkar þeim sem
Jón Baldvin hefur borið á Stéttar-
sambandið, Búnaðarfélagið og
Framsóknarflokkinn. Ég ætla ekki
að reyna að verja framkomu ein-
stakra fundarmanna við Jón Bald-
vin, en það er ekki hægt áð af-
greiða það með því að þetta sé eitt-
hvað sem við höfum verið að
magna upp.
Eg hef bent Jóni Baldvin á að
hann hafi oft verið ógætinn í tali
um bændastéttina. Hann hefur
hagað orðum sínum þannig að
þau hafa sært marga. Bændum
hefur fundist hann hafa vegið að
þeim og lítilsvirt lífsstarf þeirra.
Þegar hann svo loks kemur í ná-
vígi við bændur og þeir geta tjáð
sig þá brýst þetta út,“ sagði Hauk-
ur.
Jón Baldvin hefur einnig sagt að
hann hafi fengið á tilfinninguna að
bændur hefðu skipulagt og sam-
ræmt málflutning sinn fyrirfram á
fundunum sem hann hefur haldið
í hverjum landsfjórðungi. Haukur
sagði að vera kynni að Jóni Baldvin
komi á óvart hversu vel bændur
eru upplýstir um málið. Hann
sagði að trúnaðarmenn bænda-
samtakanna í hverju héraði hefðu
að sjálfsögðu kynnt sér GATT-mál-
ið sérstaklega vel og kæmu því
undir^únir á þá fundi þar sem
þetta rpál væri til umfjöllunar.
Jón Baldvin rökstuddi þá fullyrð-
ingu síná að um skipulagða starf-
semi væri að ræða af hálfu bænda-
samtakanna eða Framsóknar-
flokksins með því að vitna til bréfs
sem bóndi lét hann hafa á fundi
sem haldinn var f Hvoli á Hvol-
svelli. Jón Baldvin sagði að bónd-
inn hefði látið sig hafa bréfið, sem
var ritað af forystumanni bænda
en er óundirritað, vegna þess að
honum hefði ofboðið framkoma
bændasamtakanna. Nú hefur verið
upplýst að sá sem afhenti bréfið
var séra Halldór Gunnarsson,
prestur í Holti. Séra Halldór og
Jón Baldvin deildu á fundinum og
bað ráðherra Halldór um rök-
stuðning. Eftir fundinn lét séra
Halldór Jón Baldvin hafa handrit
að grein sem Gunnlaugur Júlíus-
son, hagfræðingur Stéttarsam-
bands bænda, skrifaði í Tímann
síðastliðinn þriðjudag, máli sínu
til stuðnings.
Haukur Halldórsson sagði að Jón
Baldvin hefði neitað að sýna bréfið
og eins hefði hann ekki viljað játa
því né neita að séra Halldór væri
maðurinn sem afhenti honum
bréfið. Haukur sagði að hann teldi
að Jón Baldvin ætti að biðjast af-
sökunar á fljótfærni sinni. Bænd-
ur myndu meta það við hann ef
hann gerði það.
Haukur sagði það ekkert laun-
ungarmál að bændur treystu Jóni
Baldvin illa fyrir að fara með
GATT- málið fyrir hönd íslands.
Haukur nefndi sem dæmi hvernig
utanríkisráðherra afgreiddi mála-
miðlunartillögu sænska landbún-
aðarráðherrans sem kom fram á
fundi í Brussel um GATT í desem-
ber í hitteðfýrra. Tillagan var ekki
að skapi Evrópubúa o.fl þjóða, en
nálgaðist sjónarmið Bandaríkja-
manna. Strax eftir að tillagan kom
fram gaf Jón Baldvin fýrirskipun
til íslensku fulltrúanna um að þeir
ættu að samþykkja hana athuga-
semdalaust og án þess að um hana
væri fjallað í ríkisstjóminni.
Séra Halldór Gunnarsson spurði
Jón Baldvin á fundinum í Hvoli
hvort hann hefði samþykkt tillög-
una. Þá sagðist hann ekki hafa gert
það og verið væri að bera á sig
ósannindi. í DV 8. des. 1990 segir
hins vegar: ,Að sögn Jóns Baldvins
gaf hann þau fýrirmæli til íslensku
samninganefndarinnar að sam-
þykkja málamiðlunina sem samn-
ingsgrundvöll án fyrirvara." Hauk-
ur Halldórsson sagðist hafa borið
þetta undir ráðherrann á fundi í
Idölum í Aðaldal. Jón Baldvin kaus
að leiða spurninguna hjá sér og
svaraði henni ekki. -EÓ
Lögreglan í Reykjavík:
ÁMINNING
Alþýðuflokksfélag
Reykjavíkur:
GATT
ergott
A aðalfúndi Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur, sem haldinn var um
helgina, var samþykkt stuðningsyfir-
lýsing við þau drög að GATT sam-
komulagi sem fram eru komin og
hvetur fúndurinn „stjórnvöld til að
ganga sem fyrst til samninga um
þau“. Þá lýsir fundurinn yfir ánægju
sinni með það að utanríítísráðherra
skuli hafa staðið fyrir kynningar-
fundum um samkomulagið vítt um
landið, en átelur jafnframt harðlega
þær „rakalausu og óvenjulegu per-
sónuaðdróttanir sem utanríkisráð-
herra hefúr mátt sæta í máli þessu".
Samningaviðræður
í Moskvu í gær:
Síldarsamningar
í burðarliðnum
Svo virðist sem lending sé að nást í
síldarsölumálum til Rússa á þessari ver-
tíð en Bjöm TVyggvason, aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans, og Einar
Benediktsson, framkvæmdastjóri Síld-
arútvegsnefndar, eru í Moskvu í samn-
ingaviðræðum. Eftir samningafundi í
gær voru horfur á að samningar yrðu
staðfestir um kaup á síld fyrir um 3
milljónir dollara eða sem svarar til um
30 þúsund tunna af síld. Samningurinn
er ekki vöruskiptasamningur, en byggir
á jöfnunarreikningi þannig að miðað er
við að jafnvægi verði í vöruviðskiptum
milli landanna þegar líða tekur á árið.
Fáist þessir samningar staðfestir ætti að
vera unnt að hefja síldarsöltun á Rúss-
landsmarkað strax á þessari vertíð, svo
framarlega sem síldin haldist sæmilega
feit og hún veiðist. Um helgina fengu
sfldarbátar góða veiði og var sfldin bæði
stór og feit. Því búast menn nú við að
enn um sinn muni veiðast sfld sem
unnt er að nota til söltunar.
Af gefnu tilefni vill lögreglan í Reykja-
vík minna ökumenn á að kanna gildis-
tíma ökuskírteina sinna. Þeir sem hafa
A og B réttindi, og voru með gild öku-
skírteini þann 1. mars 1988, þurfa ekki
frekar en þeir vilja að endurnýja öku-
skírteini sín fyrr en þeir verða sjötugir.
Þetta á ekki við þá ökumenn sem tekið
hafa meirapróf eða þá sem eru með
svokölluð bráðabirgðaskírteini sem
eru 2 ára skírteini. Þeir þurfa að end-
urnýja skírteini sín þegar þau falla úr
gildi. Ef það líður meira en eitt ár frá
því að ökuskírteinið rann út, er eina
leiðin til að fá skírteini endumýjað að
taka bflprófið aftur. Þá liggja sektir við
því að aka án þess að hafa endurnýjað
ökuskírteini sitt eða að aka án þess.
-PS
Búnaðarfélag fslands ályktar:
Endurteknum fullyröingum
utanríkisráðherra mótmælt
í ályktun sem Búnaöarfélag íslands sendi frá sér í gær er harökga mót-
mælt endurteknum fullyrðingum utanríkisráÖherra um aÖ bændasam-
tökin hafi beitt áróöri gegn honum eöa dreift órökstuddum upplýsingum
meöal bænda um iikieg áhrif GATT-tilIagna Dunkels á íslenskan land-
búnað. Harmaö er aö utanríkisráðherra skuli ekki byggja málflutning
sinn um GATT-viðræður á faglegri úttekt um áhrif tillagna Dunkels á ís-
knskan landbúnaö.
Búnaðarfélag íslands fól Katii
A. Hannessyni búnaðarhagfræð-
ingi aö gera úttekt á áhrifum til-
lagna Dunkels á íslenskan iand-
búnað. Greinargeröin hefur hlotið
almenna viðurkenningu, m.a. hjá
landbúnaðarráöherra og fleiri
þingmönnum í umræöum á Al-
þingi, en hún byggir á samnings-
drögunum sjáifum, ýmsum upp-
iýsingum frá iandbúnaöarráöu-
neytinu og frá bændasamtökunum
í Noregi. Á grundvelli þessarar
greinargeröar byggðist sameigin-
leg ályktun stjóma Búnaðarfélags
ísiands og Stéttarsambandsins frá
6. janúar síðastliðinn. Greinargerð
Ketiis og ályktun stjómanna eru
einu upplýsingarnar sem Búnaðar-
félagið hefur dreift.
Jón Helgason, formaður Búnaö-
arfélagsins, sagði aö Búnaðarfélag-
iö myndi ekki fara formlega fiam á
það aö hann beiddist afsökunar á
ummæium sínum, en þaö höföaöi
til sómatilfinningar hans. „Ég held
aö flestir sem lesl yfir þessi orð
hans ofbjóði,“ sagði Jón. -EÓ
Búrhvalurinn á Þykkvabæjarfjöru.
Tímamynd: SBS
Búrhvalurinn á
Þykkvabæjarfjöru
Fjölmargir lögðu leið sína á
Þykkvabæjarfjörur til að berja þar
augum búrhvalinn mikla sem rak
þar á land. Skepnan er rúm 50 fet að
lengd og þumalfingursregla ein seg-
ir að hvert fet vegi eitt tonn í skepnu
sem þessari.
Það var Kristinn Markússon, bóndi
í Dísukoti í Þykkvabæ, sem fann
hvalinn á föstudagsmorgun, en talið
er að hann hafi rekið dauðan á land
einum til tveim dögum áður. Mikinn
daun leggur af hræinu og verður það
að öllum líkindum urðað þama í
fjörunni.
Vísindamenn hafa þegar athugað
skepnuna en hún getur gefið þeim
mikilsverðar upplýsingar, ekki ein-
asta um líf búrhvala, heldur einnig
um ástand og lífríki sjávar. —SBS
Lögreglan í Reykjavík:
954 STÚTAR UNDIR STÝRI
Á síðasta ári hafði lögreglan í
Reykjavík afskipti af 954 ökumönn-
um sem voru grunaðir um að vera
undir áhrifum áfengis við stýrið.
102 af þeim rúmlega níu hundmð
höfðu lent í umferðaróhöppum,
misjafnlega alvarlegum. Það em
mun færri en árin áður, en árið 1990
voru 133 ökumenn teknir grunaðir
um ölvun við akstur sem höfðu lent
í umferðaróhöppum og 149 árið
1989. Það hefur þó ekki dregið úr
heildarfjölda ölvaðra ökumanna til
samræmis. -PS