Tíminn - 28.01.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 28. janúar 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingastmi: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð (lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
„Stalínísk
rógsherferð“
Gatt-samningarnir eru, eins og aðrir milliríkjasamn-
ingar sem í gangi eru um þessar mundir, eitt afdrifarík-
asta mál sem íslendingar fást við. Sú ákvörðun að taka
viðskipti með landbúnaðarvörur inn í þessa samnings-
gerð hefur gífurleg áhrif og þeim, sem við landbúnað
fást hjá stórþjóðunum, fínnst sér ógnað. Ljóst er að
Bandaríkjamenn og Efnahagsbandalagið ætla að verja
sinn landbúnað og munu ekki fallast á frjáls heimsvið-
skipti með landbúnaðarvörur.
íslenskur landbúnaður hefur notið innflutnings-
verndar og samningur hefur verið gerður um að út-
flutningsbætur falli niður, þegar í lok þessa árs.
Tilboð framkvæmdastjóra Gatt, sem til umfjöllunar
er nú, gerir ráð fyrir að þessi innflutningsvernd sé rofin
og landbúnaðurinn sé að verulegu leyti óvarinn fyrir
niðurgreiddum afurðum annarra ríkja, meðan útflutn-
ingsbætur eru þurrkaðar út hér.
íslenskir bændur hafa fengist við það að undanförnu
að endurskipuleggja landbúnaðinn og laga hann að inn-
anlandsmarkaði. Þessi aðgerð hefur verið mjög sárs-
aukafull og hafa fjölmargir þurft að yfirgefa jarðir sínar
og átthaga vegna þessa og koma sér fyrir upp á nýtt.
Þeir, sem eftir eru, horfa á eftir nágrönnunum burt.
Þarna er verið að umbreyta samfélaginu, sem í raun er
ennþá sársaukafyllri aðgerð heldur en að skipta um
vinnu í þéttbýli, þótt vissulega reyni það mjög á taugar
þeirra sem þurfa að ganga í gegnum slíkt nauðugir.
Við slíkar aðstæður er ekki að furða þótt bændur og
forusta þeirra boði til funda um Gatt-samningana. Það
þarf ekki að undrast þótt þeir fundir séu vel sóttir og hiti
sé í umræðum. Það er uggur í bændastéttinni vegna
samninganna, uggur um framtíðina og lífsafkomuna.
Það kemur heldur ekki á óvart að fundir með utanríkis-
ráðherra, sem fer með þessi mál, séu vel sóttir.
Á fjöldafundum, þegar undiralda er mikil, getur
ávallt komið fyrir að einhverjir einstaklingar fari yfir
strikið í umræðum. Það er ekkert einsdæmi nú. Hins
vegar er alltaf leitt þegar slikt kemur fyrir.
Hins vegar hefur sú árás, sem utanríkisráðherra hef-
ur gert á forustumenn bændasamtakanna og Fram-
sóknarflokkinn um skipulagða stalíníska rógsherferð á
hendur sér, vakið mikla athygli. Leiðarahöfundi er ekki
kunnugt um hvaða aðferðum Stalín beitti í rógsherferð-
um, en þykist hafa séð það af söguskýringum að hann
hafi verið „vafasamur pappír“ í meira lagi. Slík ásökun
er af því tagi að utanríkisráðherra getur ekki sloppið frá
henni án þess að skýra mál sitt á viðhlítandi hátt. Þar
duga engar undanfærslur og orðhengilsháttur.
Hið rétta í málinu er auðvitað að bændur hafa vel
skipulögð stéttasamtök. Þeir komu vel undirbúnir til
þessara funda og höfðu farið yfir þau gögn sem málinu
tengjast. Forusta þeirra vissi ákaflega vel hvað tilboð
Dunkels fól í sér, og einnig um tilboð fyrri ríkisstjórnar
í málinu. Hún kunni góð skil á úttekt Ketils Hannes-
sonar, og hún vissi allt um fyrirvara núverandi ríkis-
stjórnar sem ráðherrar Alþýðuflokksins segja að séu
ekki fyrirvarar.
Harmleikur hermangaranna
Harmsaga ævi minnar eftir Jó-
hannes Birkeland er átakanlegt
bókmenntaverk og hið fremsta
þeirrar gerðar sem skrifað hefur
verið á þessari öld. í menningarsög-
unni er því helst að jafna til Píslar-
sögu Jóns þumals Magnússonar
sem er eitt dramatískt emjan aftur
úr öldum og er lesið enn í dag með
hrollkenndum spenningi.
Nú hefur ein hrollvekjan enn upp-
hafist í ísienskri menningarsögu og
fjallar um ráðstöfun hermangs-
gróða og þær píslir sem af því
hljótast að deila honum til
sjálfs sín og annarra.
Tók nauðugur þátt í þessum
harmleik er íyrirsögn á há-
dramatísku og rismiklu viðtali sem
Morgunblaðið átti við Thor Ó.
Thors og birtist í sunnudagsblaði.
Thor er sonur Ólafs, sem gerði
herverndarsamninginn sem leiddi
til stofnunar Sameinaðra verktaka
og íslenskra aðalverktaka. Samið
var um einkarétt á að hafa hönd í
bagga með hverju því handtaki sem
gripiö var í á vegum hersins og hafa
verktakar frá fýrstu tíð haft ómælda
fjármuni fyrir hverja sína tiltekt og
framkvæmdir á vegum varnarliðs-
ins ofan jarðar og neðan, á sjávar-
botni og á fjallstindum og hér og
hvar þarámilli.
Svo heppilega vildi til að Thor var
á lausu þegar Sameinaðir verktakar
urðu til og var hann forstjóri þess
fyrirtækis og íslenskra aðalverktaka
í fjóra áratugi og stjórnarformaður
allra síðustu árin.
Píslarsaga forstjórans
Harmsaga ævi Thors Ó. Thors sýn-
ist hefjast á þeim tímamótum er
Regin gerðist hluthafi í ríkiseinok-
uninni árið 1954 með 7,46% eign-
araðild. Eignaraðilar voru samtals
um 200.
Tækifæri bauðst til að komast hjá
píslargöngunni en var því miður
ekki gripið. Moggafrétt sl. föstudag
hafði eftir forstjóranum að hefðu
Sameinaöir verktakar lagt inn 139
þúsund krónur í banka árið 1960 í
stað þess að vera að burðast með
Regin í hermangi öll þessi ár, og
fengið 5% vexti væri upphæðin
núna orðin 900 milljónir, eins og
Sameinaðir verktakar borguðu
sjálfum sér í vikunni sem leið.
í hinu harmræna viðtali í sunnu-
dagsmogga segir Thor Ó. Thors aö
hinn virti endurskoðandi Ólafur
Nilsson skilji þetta og það hl>4ur því
að vera satt.
Þetta þýðir að sá sem keypti kjall-
araíbúð í Norðurmýrinni 1960 ætti
núna um milijarð króna í banka. ef
hann hefði asnast til að leggja aur-
inn inn í stað þess að spandera í
íbúðina.
Þetta eru nú allar upphæðinrar
sem verið er að fjargviðrast yfir, því
hvað eru 900 milljónir milli vina?
Harmagrátur stjóm-
arformannsins
í því harmaregistri sem rakið er í
Morgunblaðinu fer ekki milli mála
hver er höggormurinn í aldingarði
hermangsins. Það er Regin, sem
Thor Ó. Thors segir í harmagráti
sínum að sé saumastofa í Garðabæ.
Síðar er því stunið út milli ekkasog-
anna að Regin hafi verið trésmíða-
verkstæði í eigu samvinnumanna.
Það er Samband íslenskra sam-
vinnufélaga sem er upphaf og endir
píslargöngunnar um gjöfular lend-
ur varnarliðsgróðans og heimtar í
krafti 7,46% eignaraðildar að þeim
Thor Ó. Thors og Halldóri H. Jóns-
syni séu afhentar á einu bretti svo
sem ein milljón dollara hvorum í
skattfrjálsar tekjur. Auk þess fá 198
aðilar aðrir vænar fúlgur.
Þesir aðilar eru áður búnir að fá
mikið og eiga enn meira eftir og
meira að segja löngu gjaldþrota fyr-
irtæki mala nú eigendum sínum
hermangsgull sem aldrei fyrr.
Kykvindi og mann-
leysur
í harmatölunum kemur glöggt
fram að verndarenglar hermangs-
gróðans eru Thor Ó. Thors og Hall-
dór H. Jónsson, stjórnarformaður
kolkrabbans. Þeir reyna að verja
eignir Sameinaðra verktaka í bönk-
um og neyta allra bragða til aö ekki
sé haggað við inneignunum.
En kykvindi þau sem erkiengill
hermangsins, Thor Ó. Thors, segist
ekki telja til manna, sbr. moggavið-
talið, heimta að innsiglið sé rofið og
peningum úthlutað.
Meðal þeirra er Guðjón B. Ólafs-
son, forstjóri SÍS, og telst hann ekki
til manna, fremur en aðrir Sam-
bandsmenn. Undantekningin sem
sannar regluna er stjómarformað-
ur SÍS. Hann fær að tilheyra mann-
kyninu.
Utanveltu mannfé-
lagsins
Þessi skilgreining á fólki er yfirleitt
óþekkt í mannheimum. V?æri
reyndar fróðlegt að vita hvort aðal-
skrifstofa Sameinaðra verktaka tel-
ur Sambandsmenn vera í þjóð-
skránni.
Það eru fleiri en Sambandsmenn
sem Thor telur ekki til manna og er
G. Páll Gústafsson meðal þeirra og
gæti kannski flokkast undir að vera
mannleysa, því hann skortir fé, seg-
ir stjómarformaður hermangsins.
Það er greinilega versti löstur sem
hent getur nokkurt kykvindi að
mati Thors Ó. Thors og Halldórs H.
Jónssonar. Sá fyrrnefndi margtygg-
ur í frægu Moggaviðtali að vondu
mennirnir og þeir sem ekki
ná því að kallast menn hafa
tapað miklum fjármunum
og em famir á hausinn. Það
em þeir sem leggja 7,46%
Sambandshlutarins lið til að neyða
Thor til að borga sér 900 milljónir.
Fyrirlitleg fátækt
Það er fyrirlitlegt að vera fjárvana
og það er harmleikur að sækja fé í
greipar Thors Ó. Thors og Halldórs
H. Jónssonar þegar svoleiðis stend-
ur á. í þeim harmleik tók Thor
nauðugur þátt og er klökkt að lesa
hvemig skynsemisafstaða þeirra
stjórnarformanna alls hermangsins
annars vegar og flestra stórfyrir-
tækja landsins hins vegar varð und-
ir í baráttunni við Samband ís-
lenskra samvinnufálaga og þeirrar
sérstæðu Ijárþarfar sem það og þeir
aðilar sem áttu samflot með kyk-
vindum sem ekki teljast til mannna
til að opna gullkistur hermangar-
anna.
Vemdarar auðsins em ekki fjár
þurfi. Þeim er nóg að eigur þeirra
liggi á rentu og margfaldist.
Það em aðeins kykvindi og mann-
leysur sem þurfa að fá peninga út-
borgaða.
Hvað Thor hefur fengið fyrir sinn
snúð sem leiðtogi og vemdari gjör-
valls hermangsins síðan 1951 ligg-
ur ekki á lausu. Hvað Halldór H.
Jónsson á í eignum og lausum aur-
um kemur heldur engum við. En
víst er að þeir em ekki á því nástrái
að þeir þurfi að borga sér út úr digr-
um sjóðum Sameinaðra verktaka,
eins og þeir sem kannski er þröngt
fyrir dymm hjá og krefjast sinna
eigna. Skattfrjálsra aö sjálfsögðu.
Thor Ó. Thors neyðist til að deila
kjömm með kykvindum sem hann
telur ekki af ætt manna og er mikill
harmur upp kveðinn af þeim vondu
örlögum.
Hvað mega allir hinir segja, sem
vinna í sveita síns andlitis og borga
skatta til að hermang og kolkrabbar
fái þrifist í þeirri sælu skattaparadís
sem ísland er fyrir stóreignafólk og
erfingja.
OÓ