Tíminn - 28.01.1992, Page 12

Tíminn - 28.01.1992, Page 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 j Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D • Modellsbæ Sfmar 668138 & 667387 AimviTAn Áskriftarsími Tímans er BÍLAR • HJÓL • ■ BÁTAR • VARA- .jinNs 686300 HLUTIR. 1»®' MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ÞRIÐJUDAGUR 28. JAN. 1992 Spamaðaraðgerðimar hafa víðtækar afleiðingar og mest á Landakoti: Skerðing á þjónustu hjá sjúkrahúsum óhjákvæmileg Um 550 milljónir kr. vantar á að framlög fjárlaga til Landspít- alans nægi til að standa undir sömu starfsemi og á síðasta ári, að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar framkvæmdastjóra. Að sögn Davíðs hefur ráðherra þó gefið vilyrði fyrir 80 milljón kr. fjár- veitingu til að draga úr niðurskurðinum. Umfang niðurskurðarins segir Davíð að megi m.a. marka af því að þama er um hærri upphæð að ræða en varið hefur verið til ýmissa nýj- unga sem teknar hafa verið upp á Ríkisspítulunum á undanförnum árum. Má þar m.a. nefna hjarta- skurðaðgerðir, kransæöaútvíkkan- j ir, legudeild fyrir krabbameinssjúk- j linga og geisiameðferðardeild fýrir krabbameinssjúklinga, svo eitthvað j sé nefnt. Þessi þjónusta var ekki til fyrir fimm árum og þessar nýjung- ar kosta um 350-400 m. kr. á ári. Engum dettur í hug að hætta þess- ari starfsemi og má því ljóst vera að 550 millj. niðurskurður, hlýtur að þýða þeim mun meiri samdrátt á öðrum sviðum, segir Davíð. Hlutfallslega er niðurskurðurinn þó miklu meiri á Landakoti. Á fjöl- mennum fundi með framkvæmda- stjórn Landakotspítala mótmælti starfsmannaráð harðlega 490 millj- óna kr. niðurskurði á fjárveitingu til spítalans, eða sem svarar 34%. Þetta leiði til þess að öllum starfs- mönnum spítalans, meira en 600, verði sagt upp um næstu mánaða- mót. Þetta verði sömuleiðis til þess að þjónusta spítalans við bráða- sjúklinga, sem hafi verið um 2/3 starseminnar, muni leggjast af. Ekki verði séð hvernig aðrir spítal- ar geti tekið á sig þessa þjónustu, nema með meiri kostnaði en spar- ast kunni á Landakoti. Starfs- mannaráð Landakotsspítala skorar því á heilbrigðisráðherra að endur- skoða fjárveitingu til spítalans, svo þessi stórfelldi niðurskurður þurfi ekki að koma til. Tíminn spurði Davíð Á. Gunnarsson hvort Land- spítalinn sé reiðubúinn til að taka við þessari bráðaþjónustu Landa- kots að drjúgum hluta. Ámóta spurningu frá heilbrigðisráðherra sagðist Davíð hafa svarað á þann hátt að Landspítalinn treysti sér til að taka þátt í einhverri uppstokkun verkefna í samráði og samvinnu við starfsmenn og stjórnendur Landa- kots. En þeir verði þá á móti að taka við einhverjum verkefnum frá Landspítala. Ráðuneytið taki þetta því væntanlega til skoðunar á næstu vikum, ef menn ákveða á annað borð að fara þessa leið. Á Landspítala segir Davíð stefnt að því að niðurskurðurinn komi sem jafnast niður. Reynt verði að vernda alla hópa jafnmikið — eða lítið. í því felist þá m.a. að biðin hljóti að lengjast hjá þeim sem eru á biðlist- um. í ályktun sem stjórn Læknafélags Reykjavíkur hefur sent frá sér segir m.a.: .^Alþingi fslendinga hefur leikið háskalegan leik við afgreiðslu síðustu fjárlaga." Endurskipulagn- ing og frekara aðhald dugi ekki til að fleyta sjúkrahúsunum gegn um erfiðleikana. Biðlistar muni óhjá- kvæmilega lengjast á sumum svið- um og þjónusta jafnvel leggjast niður á öðrum sviðum. Stjórn Læknafélagsins skorar því á heil- brigðisráðherra að beita sér fyrir nauðsynlegum aðgerðum til þess að draga úr þeirri gífurlegu röskun sem heilbrigðiskerfi landsmanna verði fyrir, sé ekkert að gert. Tvíhliða viðræður? Utanríkismálanefnd Alþingis fiallað í gær um það hvort rétt aé að ísland hefji undirbúning að tvíhliða viöræðum við Evr- ópubandalagiö. Skiptar skoðan- hr voru um máiið og engin formleg nlðurstaða varð á fund- inum. Olafur Ragnar Grímsson segist Jíta á fundinn sem nauð- synlcgt skref í undirbúningi að því að finna leið út úr þeim ógöngum sem framtíðarsam- starf íslands við EB er komið i Hann sagðist ætla að beita sér fyrir því að utanríkismálanefnd haldi áfram að fjalla um málið. „Það er alveg fjóst að flestar EFTA-þjóðÍmar eru í reynd að yfirgefa þennan EES-samning. Þetta veikir samningsstöðu þjóðanna gagnvart EB. Fimm EFTA-þjóðir eru að ræða aðrar leiðir. Svíar og Austurrílds- menn eru búnir að ákveða að fara aðra lelð. í Noregl, Fínn- landf og Svlss er hafinn undhr- búningur að annarri klð, þ.e. inngöngu í EB. Þó að við höfn- um þeirri kið er engu að síður nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þá leið sem kynni að henta okkur jafnvel eða betur. Það liggur á borðinu í dag að jafnvel þó að takist einhver málamynda niðurstaða f þessu dómstóiamáli þá er EES búið sem eitthvað varanlegt fyrir- bæri. Það virðast allir forystu- menn stjóramálaflokka í land- inu, nema kannsld Alþýðu- flotdcsins, átta sig á þessu. Það er því rökrétt að hefja undir- búnlng að öðru vegna þess að það tekur tíma,“ sagði Ólafur Ragnar, en hann átti frum- kvæði að því að þessi umræða fór fram í utanríkismálanefnd í gær. -EÓ ÞAÐ MATTI EKKI MIKLU MUNA þegar bifreið með flutningavagn og á honum stór kranabifreið hlekktist á, á Vesturlandsvegi viö Skálatún, síðari hluta dags í gær. Okumaður flutninga- bifreiöarinnar missti bílinn út fyrir malbikið, en þar var jarðvegur mjög gljúpur og sökk tengivagninn undan þunganum og rann kraninn hálfur út af vagninum. Eins og sjá má mátti ekki miklu muna, en starfsmenn Loftorku, sem á tækin, unnu að því í nokkrar klukkustundir að koma krananum aftur upp á bílinn. Nokkrar umferðartafir voru á meðan á aögerðum stóð. -PS/Tímamynd Pjetur Stjórnarformaður Sambandsins um ásakanir í garð þess vegna 900 milljón króna greiðslu til hluthafa í Sameinuðum verktökum: SAMBANDIÐ EITT REÐ EKKI GANGI MÁLSINS Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga, vísar á bug staðhæfingum Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóra Sameinaðra verktaka, um að Sambandið hafi alfarið ráðið ferðinni þegar ákvörðun var tek- in um að greiða 900 milljónir til hluthafa í Sameinuðum verktökum. Sigurð- ur bendir á að Regin, fyrirtæki Sambandsins, eigi aðeins 7-8% í Sameinuðum verktökum. „Regin á 7-8% í Sameinuðum verktökum sem þýðir að á félags- fundum, sem fara með æðsta vald í málefnum félagsins, fer Regin með atkvæðahlutfall í samræmi við það. Aðrir hluthafar fara með 92-93% at- kvæða. í stjórninni sjálfri á Regin einn mann af fimm sem þýðir að á stjórnarfundum fer Regin með 20% atkvæða og aðrir með 80%. Ég verð því að vísa því á bug að Regin hafi al- farið ráðið framgangi þessa máls,“ sagði Sigurður. I viðtali Morgunblaðsins við Thor Ó. Thors, sem er undir fyrirsögninni „Tók nauðugur þátt í þessum harm- leik“, fer Thor mjög hörðum orðum um þátt Sambandsins í þeirri ákvörðun að greiða hluthöfum í Sameinuðum verktökum 900 millj- ónir. „Það var greinilega meirihluti fyrir því í Sameinuðum verktökum að gera þetta svona og það ber alveg að viðurkennast að Regin og Sam- bandið töldu sig eiga samleið með þeim meirihluta," sagði Sigurður. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um einstakar fullyrðingar Thors sem koma fram viðtalinu. -EÓ Stykkishólmur: Milljóna- tjón í eldi Milljónatjón varð þegar eldur kom upp í tvflyftu húsi í Stykkishólmi í gærmorgun. Þegar slökkviliðið í Stykkishólmi kom á staðinn logaði eldur undan þakskegginu og út um glugga. Húsið, sem er gamalt forsk- alað timburhús, var einangrað með spæni og torfi og því var eldmatur nógur. Tvær íbúðir voru í húsinu, en enginn var í þeim. Húsið er talið ónýtt af eldi, sóti og vatni, en innbú var tryggt, en talið er að tjónið í eld- inum sé fast að tíu milljónu króna. Ekki er vitað um eldsupptök, en RLR sendi menn vestur í gær til að rannsaka þau. -PS Isafjarðardjúp: Föst í snjó Lögreglan á ísafirði fékk á sunnu- dagskvöld tilkynningu um að farið væri að óttast um hjón sem voru á ferð með kornabarn. Hjónin voru að koma frá Hólmavík og ætluðu til ísa- fjarðar. Þau festu Lödujeppa sem þau voru á í snjóskafli í Hestaklifi, en snarvitlaust veður var. Lögreglan hafði samband við bóndann í Hey- dölum sem fór á fjórhjóladrifinni dráttarvél til móts við hjónin. Hann fann bflinn í þann mund sem hjónin voru að leggjast til hvflu og dró bóndinn bflinn að Heydölum, þar sem fjölskyldan eyddi nóttinni. Engu þeirra varð meint af volkinu, en kornabarnið var orðið mjög órólegt vegna matarleysis. -PS Seltjarnarnes: * Skýli sprengt Strætisvagnaskýli við Suðurströnd á Seltjarnamesi fékk heldur betur að finna til tevatnsins, þegar ókunnir aðilar tóku sig til og fylltu Soda stre- am hylki af sprengiefni og sprengdu f skýíinu. Atburðurinn gerðist um miðnættið á laugardagskvöld. Skýlið er mikið skemmt og hafa flísar úr hylkinu skotist út í loftið og gert fjöl- mörg göt á skýlið. Það má segja að það sé mildi að ekki fór verr, því ef fólk hefði komið þar að um leið og sprengingin varð hefðu afleiðingarn- ar orðið hörmulegar. -PS Vinningstölur 25.jan.1992 (®! (2 l)(26) (29) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5at5 1 2.952.423 2. 4^5* af e 64.167 3. 4al5 128 6.918 4. 3a)5 4.205 491 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 6.415.918 M 1 ■ upplysingar simsvari91 -681511 lukkulina991 002

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.