Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. febrúar 1992 Tíminn 5 Olíkt hafast menn að í heilbrigðismálum Finnur Ingólfsson alþingismaður skrifar Lyfjakostnaöur leggst með fullum þunga á þá sem síst hafa efni á því aö greiða. Timamynd pjetur Sennilega er það í heilbrigðis-og trygginga- málum sem mismunurinn á stjómarstefnu undir forystu Sjálfstæðisflokksins og stjórn- arstefnu ríkisstjómar undir forystu Fram- sóknarflokksins kemur skýrast fram. Þessi munur kristallast í því að Sjálfstæðisflokkur sér þá lausn eina á útgjaldavanda heilbrigð- is- og tryggingamálanna að skattleggja þá, sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda. Þannig eru nú þeir hópar í þjóðfélag- inu, sem erfiðast eiga með að bera auknar álögur, sérstaklega skattlagðir af ríkisstjóm Davíðs Oddssonar. Aftur á móti lagði fyrri ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins höfuðáherslu á að komast hjá því að skattleggja sjúklinga og leitaði því leiða til að hagræða og spara í þessum útgjaldafreka en viðkvæma mála- flokki með því að taka á ýmsum skipulags- vandamálum, sem í heilbrigðis- og trygg- ingamálum eru. Samdráttar- og skattlagningarstefna Sú samdráttar- og skattlagningarstefna, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks rekur í heilbrigðis- og tryggingamál- um, mun leiða til alvarlegrar skerðingar á heilbrigðisþjónustunni og jafnvel algjörrar stöðvunar. Nýráðningar inn í heilbrigðis- kerfið eru bannaðar, en með nýju fólki, sem til starfa kemur í heilbrigðismálunum, er stöðugt veitt nýrri og sérhæfðri þekkingu inn i kerfið. Þessi skammsýni mun hafa háskalegar afleiðingar í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið, bæði í bráð og lengd, sem mun lýsa sér í skertri og lakari þjónustu og lengri biðlistum eftir aðgerðum. Því mun ríkisstjórnin sjálfsagt svara með hækkun á greiðslum almennings fyrir læknisþjónustu og skapa þannig forsendur fyrir starifrækslu einkasjúkrahúss þar sem þeir ríku geta keypt sig fram fyrir þá fátæku á biðlistanum. Þar sem þjónustan mun verða betri fyrir þá sem peningana eiga, þar sem þeir sem pen- ingana eiga munu njóta forgangs að læknisj- þjónustu. Á sama tíma mun ríkisstjórnin draga úr opinberum útgjöldum til þeirra stofnana sem reknar eru af opinberu fé. Nú skal þeim ríku hossað Þessar aðgerðir munu hafa það í för með sér að þeir ríku munu geta keypt sér aðgang að dýrri, fullkominni, sérhæfðar og betri læknisþjónustu. Þeir, sem ekki eiga peninga, verða að nýta sér þá þjónustu sem sjúkrahús og heilsugæslustöðvar í opinberum rekstri bjóða upp á. Þessar stofnanir verða látnar búa við skertar fjárveitingar ríkisvaldsins og þar af Ieiðandi verða að takmarka þjónustu, þjónustu sem mun verða lélegri en sú þjón- usta sem þeir fá sem geta keypt sig áfram í þjóðfélaginu í skjóli peninga. Morgunblaðið hefur nú farið af stað við að aðstoða ríkis- stjórnina við að koma þessu skipulagi á með því að rangtúlka í fyrirsögnum niðurstöður úr könnunum sem gerðar hafa verið um af- stöðu þjóðarinnar til einkarekinna sjúkra- húsa. Það er nöturlegt til þess að vita að Al- þýðuflokkurinn — Jafnaðarmannaflokkur íslands skuli með markvissri niðurrifsstarf- semi í heilbrigðis- og tryggingamálum ætla að sigla íslensku samfélagi inn í það fyrir- komulag sem reynst hefur illa í þeim lönd- um þar sem það hefur verið reynt. Þessari stefnu hafnar Framsóknarflokkurinn. Þvingunaraðgerð á kostnað skattgreiðenda t tíð fyrri ríkisstjórnar var komist hjá því að leggja auknar álögur á sjúklinga. Þess í stað var reynt að taka á ýmsum skipulags- vanda í heilbrigðis- og tryggingamálum. Um þær aðgerðir stóð of mikill styr, því þær að- gerðir snertu oftast þá sem mest báru úr být- um í heilbrigðiskerfinu, s.s. lækna og lyfsala. Þá töldu þessir menn ekki eftir sér að skrifa níð og svívirðingar um þá sem að þessum skipulagsbreytingum stóðu. Nú þegja þessir \ sömu menn þunnu hljóði, þegar í raun er verið að mylja heilbrigðiskerfið niður. Þetta staðfestir, svo ekki verður um villst, að fag- Ieg sjónarmið hafa aldrei ráðið ferðinni hjá þessum mönnum, heldur hafa þeir gengið erinda íhaldsins og eigin þarfa. Það er nú staðfest með þeirri aðför sem ríkisstjórnin gerir nú að Landakotsspítala og a.m.k. tveir af stjórnendum sjúkrahússins, þ.e. forstjór- inn og formaður læknaráðs, taka þátt með ríkisstjórninni í þeirri aðför. Með því að þvinga sjúkrahúsið til sameiningar við Borg- arspítalann án vitundar starfsfólksins á Landakoti og á kostnað skattgreiðenda. Sjálfstæðisflokkurinn er eyðsluflokkur Til að ná tökum á útgjaldavanda heil- brigðis- og tryggingamálanna þarf að vinna eftir ákveðinni stefnu sem hefur skýr og ákveðin mark- mið að leiðar- ljósi. Það gerði fyrrverandi heil- brigðis- og trygg- ingamálaráð- herra. Þegar hann yfirgaf heil- brigði^ráðuneyt- ið, lágu fyrir til- lögur sem ýmist voru í framkvæmd eða fyrir lá að fram- kvæma þyrfti og höfðu það að markmiði að veita jafngóða og stundum betri heilbrigðis- þjónustu en við höfum átt að kynnast, en fyrir minni peninga. Hér skuiu nefnd fáein dæmi. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fór með stjórn heilbrigðis- og tryggingamálanna ár- in 1984 til ársins 1987, hækkaði kostnaður við sérfræðilæknishjálp á föstu verðlagi úr 440 millj. upp í 979 millj. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins reyndu aldrei að spyrna við fótum. Með samningi, sem gerður var við sérfræðinga um áramótin 1988-1989, og reglugerð, sem gefin var út 15. febrúar 1990, þar sem var með markvissum hætti reynt að beina sjúklingum frá dýrari þjónustu yfir í ódýrari þjónustu og nýta þjónustu sérfræð- inga til að leysa verkefni sem eru á sérhæfðu sviði heilbrigðisþjónustunnar, þá tókst að spara 150 milljónir. Áhugaleysi íhaldsins Vegna áhugaleysis íhaldsins í Reykjavík á uppbyggingu heilsugæslustöðva í höfuð- borginni, eru 13.000 Reykvíkingar á hvern heimilislækni. Fyrri ríkisstjórn hafði sam- þykkt áætlun um uppbyggingu heilsugæslu- stöðva í Reykjavík til aldamóta, sem gerði ráð fyrir að á starfssvæði hverrar heilsu- gæslustöðvar rísi fullkomin heilsugæslu- stöð. Nú hefúr Sjálfstæðisflokkurinn stöðv- að þá uppbyggingu. Samstarf sjúkrahúsanna Fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði fram tillögur um aukið samstarf og verka- skiptingu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Borg- arstjórnaríhaldið í Reykjavík brást mjög illa við þessum tillögum og neitaði að koma á samstarfi við ríkisvaldið um verkaskiptingu milli sjúkrahúsanna í skjóli þess að Borgar- spítalinn væri eign borgarinnar. Núverandi forsætisráðherra og þáverandi borgarstjóri í Reykjavík barðist mjög gegn öllum slíkum hugmyndum og hélt fram þeirri fáránlegu röksemdafærslu að til stæði að taka Borgarspít- alann eignar- námi. Tillögur þessar gerðu ráð fyrir því að í gegnum sam- starfsráð sjúkra- húsanna í Reykjavík væri hægt að koma á aukinni verkaskiptingu, sem fæli í sér bætta þjónustu við sjúklinga, og draga mætti verulega úr kostnaði við rekstur sjúkrahúsanna. Fyrrverandi ráð- herra hafnaði að sameina Borgarspítalann og Landakotsspítala í eitt sjúkrahús, af þeirri ástæðu að þegar fram líða stundir, þá mun sú aðgerð auka mjög útgjöld til heilbrigðis- mála. Einföldun almannatrygginga Nýtt frumvarp til laga um almannatrygg- ingar var lagt fram á Alþingi af fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Flestir þeir stjórnmálaflokkar, sem nú eiga sæti á Alþingi, komu að því að semja um frumvarpið, en það gerði ráð fyrir heildar- endurskoðun á almannatryggingalögunum. Tilgangurinn með endurskoðuninni var að gera almannatryggingalöggjöfina skýra og einfalda og leita leiða til að hagræða og spara í almannatryggingum. Markmiðið var að færa frá þeim, sem betur mega sín, til hinna, sem þurfa á aðstoð almannatrygginga að halda. Alþýðuflokkurinn — Jafnaðarmanna- flokkur íslands treysti sér ekki til að standa að frumvarpi því sem Guðmundur Bjama- son lagði fyrir Alþingi, þar sem það gerði ráð fyrir tekjutengingu elli- og örorkulífeyris. Nú hefur hins vegar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands fengið sam- þykkt sem lög frá Alþingi að elli- og örorku- lífeyrinn sé tekjutengdur. Með andstöðu sinni við frumvarp fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra kom Alþýðu- flokkurinn í veg fyrir að þær bótahækkanir og réttindabætur fyrir elli- og örorkulífeyris- þega, sem Framsóknarflokkurinn vildi ná fram með heildarendurskoðun almanna- tryggingalaganna, næðu fram að ganga. Lyfjaskattur í stað lækkunar álagningar í upphafi árs 1991 lagði fyrrverandi heil- brigðisráðherra fram á Alþingi frumvarp til laga um lyfsölu og lyfjadreifingu. Það frum- varp gerði ráð fyrir heildarendurskoðun og uppstokkun á lyfsölukerfinu í landinu, þar sem álagning í heildsölu og smásölu var af- numin, frjálsræði var aukið, samkeppni var komið á og þjónusta var bætt. Alþýðuflokk- urinn — Jafnaðarmannaflokkur fslands treysti sér ekki til þess að standa að þessum breytingum, heldur hefur nú með sinn heil- brigðisráðherra í broddi fylkingar lagt lyfja- skatt á sjúklinga, barnmargar fjölskyldur og elli- og örorkulífeyrisþega. Núverandi ríkis- stjórn hefur ekki treyst sér til að ganga fram fyrir skjöldu og breyta skipulagi lyfjamál- anna og skerða þannig ofsagróða lyfsalanna. Heldur valið þá leið að skattleggja sjúkling- ana sérstaklega. Eins og fílar í postulínsverslun Það er mikill munur á þeirri heilsteyptu stefnu, sem nú hefur verið lýst og fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra beitti sér fyrir, og þeim skammsýnu, handahófs- kenndu og vanhugsuðu tillögum sem núver- andi ríkisstjóm er að troða inn í heilbrigðis- og tryggingamálin. Það er hægt að koma við hagræðingu og spamaði í heilbrigðis- og tryggingamálunum, en það er vandasamt og viðkvæmt verk. Það næst enginn árangur í þeim efnum, ef menn ganga fram eins og fíl- ar í postulínsverslun. Til þess að ná árangri þarf lipurð og staðfestu, en umfram allt þarf að hafa fullt og eðlilegt samráð við starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni, því engir þekkja að- stæðumar betur en starfsmennimir sjálfir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.