Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 8. febrúar 1992 LOSAÐI SIG VIÐ LITLU VITNIN Tvær litlar systur, 2ja og 7 ára gamlar, voru drepnar þar sem þær gátu borið kennsl á morð- ingja föður síns. „Af hverju gerirðu þetta, Ronnie frændi?" voru þeirra síðustu orð. Sjúkralið var kallað að húsvagni í Ar- izona og tilkynningin hljóðaði upp á að um alvarlegt tilfelli væri að ræða. Sjúkrabifreiðin hraðaði för sinni sem mest mátti verða en þegar á staðinn var komið var aðkoman hræðileg. Þijúlík Á gólfi húsvagnsins lá lík lítillar stúlku og á rúminu lá lík systur hennar. Móðir þeirra og móðursystir voru á staðnum og sögðu að þær hétu Michelle Davis, 7 ára, og Melissa Da- vis, 2ja ára. Melissa Iá á gólfinu, kefluð og hendur hennar bundnar á bak aft- ur. Um háls hennar var bundin hvít tuska sem greinilega hafði verið rifin úr laki í rúminu. Blóð lak úr skotsári á enni hennar. Eins hafði verið farið með systur hennar sem lá á rúminu. Báðar stúlkumar voru látnar en höfðu ekki verið það lengi, þar sem líkin voru enn volg og blóð lagaði enn úr skotsárunum. í öðru herbergi fannst líkið af mynd- arlegum miðaldra manni. Hann hafði einnig verið skotinn í höfuðið. Skot- inu hafði verið hleypt af stuttu færi og kraftur þess slíkur að það hafði rifið annað auga hans úr tóttinni. Þetta var lík Donald L. Davis, föður litlu stúlkn- anna. Það voru tvær konur sem höfðu fundið líkin. Dorey LaRosa og systir hennar, sem var sem var fyrrum eiginkona Davis og móðir litlu stúlkn- anna. LaRosa skýrði frá því að þær hefðu haldið til heimilis Davis og þegar enginn svaraði fóru þær inn og fundu líkin. Lögreglumennimir yfirheyrðu kon- umar en hvorug þeirra kvaðst geta ímyndað sér hver hefði verið þama að verki. Þær sögðu að Davis hefði búið í hjólhýsinu í meira en ár og starfaði sem bifvélavirki í næsta bæ. Hann Sakamál Michelle og Melissa Davis voru aöeins 2ja og 7 ára gamlar þegar þær voru myrtar. væri vel liðinn og þær vissu ekki til að hann ætti óvini. Engin átök Ekki sáust nein merki um átök í hjólhýsinu og því dró lögreglan þá ályktun að Davis hefði annaðhvort verið skotin í svefni eða þá að hann hefði þekkt morðingjann og ekki talið sig hafa ástæðu til að óttast hann. Hugsanlegt var að ástæðan fyrir morðinu væri rán, en konumar sem fúndu líkið sögðu að Davis hefði aldr- ei geymt verðmæti heima hjá sér og það eina sem eitthvað verðmæti væri í væri bfllinn hans. Þegar athugað var með bflinn kom í Ijós að hann var horfinn. Fyrrum eiginkona Davis var beðin um að Ieita í húsvagninum til að at- huga hvort eitthvað vantaði. Hún gerði það en sagðist ekki geta séð að neitt hefði horfið. Einn nágranni Davis gaf sig fram og sagðist hafa verið á leið til vinnu um kl. 5 um morguninn. Þá hefði hann veitt því athygli að bfllinn hefði ekki verið við hjólhýsið, dregið var fyrir alla glugga og enga hreyfingu að sjá. Þá vissi lögreglan að morðingjamir höfðu komið fyrir kl. 5 um morgun- inn. Morðhótun Lögreglan fór og talaði við yfirmann Davis á bifvélaverkstæðinu. Hann var miður sín yfir fréttunum, en gat þó gefið nýjar upplýsingar. Hann skýrði frá því að litlu stúlkum-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.