Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur ö. Tebruar 1992 Timinn 7 Jakob verkar skinnin sjálfur. Mikil vinna er aö baki þegar þau eru komin í þetta form, enda ekki á allra færi að eignast sllkar flfkur. (Tímamynd Árni) Aöstoöarkona Jakobs, Silja Björg Jóhannsdóttir, mátar einn nýsaum- aöra pelsa úr skinnum bóndans á Auðnum. (Timamynd Árni) gera mér ýmsa greiða þegar eitt- hvað fellur til hjá þeim sem þeir halda að ég geti nýtt mér. Hingað hef ég fengið gamlar hænur frá hænsnabúi og nú í haust fékk ég um 700 kindaskrokka, sem ekki fylgdu sendingunni til Mexíkó. Eg er nefnilega með frystiklefa héma og eigin fóðurstöð og blanda mér mitt fóður. Vélarnar fékk ég frá Böggvisstaðabúinu, prýðisáhöld. Þannig fæ ég það á hálfvirði miðað við það sem ég fengi það fyrir ella. Til dæmis hefur fóðurstöðin á Selfossi orð- ið að kaupa sitt fóður allt norðan frá Sauðárkróki. Segir sig sjálft að allur sá flutningskostnaður verður dýr þegar til búanna er komið. Ég þarf ekki að fara nema fimm kílómetra. Ég vinn að þessu einn að mestu, en var að vísu með fimmtán ára strák í sumar og er hér nú með unga stúlku. Vildi ekki gefa útlendingum.þetta Það horfði vel um þennan bú- skap framan af, en svo hallaði á ógæfuhlið og 1988 var svo komið að það tók því varla að líta á ávís- anirnar. Ég vildi ekki selja á slíku verði og kom öllum mínum skinnum fyrir í frystiklefa suður í Vogum. Eg vildi ekki gefa út- lendingum þetta. Nú hef ég hins vegar látið þessi skinn frá mér og býst við að fá mjög þokkalegt verð. Ég seldi 600 skinn í desem- ber og vonast til að selja afgang- inn í febrúar. Þá ætti fjárhagur- inn að lagast. Þess mætti geta hér að ég bar þá tillögu fram hjá Loðdýraræktendasambandi Suð- urlands að Framleiðnisjóður keypti öll skinn af loðdýrabænd- um á kostnaðarverði og setti þau í frost uns verð hækkaði, því allir vissu að það mundi það gera. Þetta þótti þó ekki raunhæft, en ég held að með þessu móti hefði Framleiðnisjóður fengið alla sína peninga til baka og kannske grætt. Tíska, friöun og veðurlag Það var margt sem átti hlut að verðfallinu á loðskinnum. Þar réðu Greenpeacesamtökin nokkru, en líka tíska og mildir vetur. Menn kaupa ekki pelsa að gefa konum sínum í tíu eða fimmtán stiga hita. Það þurfa að koma kuldavetur í útlandinu til þess. Ég held að þeir hjá Green- peace séu orðnir öfgalausari núna en þeir voru og farnir að líta yfirvegaðara á málin. Ég held þó að þessi samtök eigi rétt á sér og veiti þarft aðhald. I desember er dýrunum slátrað. Blárefirnir eru sex mánaða þegar þeim er slátrað, en silfurrefirnir sjö mánaða og sama er að segja um minkinn. Þau eru deydd með raflosti og það tekur ekki nema sekúndubrot. Jú, víst finnst manni það stundum erfitt að lóga dýrunum, en þó gengur það miklu nær mér að sjá þegar ekið er yfir dýr á Reykjanesbrautinni, þar sem þau deyja oft kvalafull- um dauðdaga. Ég verka skinnin sjálfur, líka minkaskinnin, og þau eru mjög falleg. Hjá mér var nú um helg- ina feldskeri frá Grikklandi, sem hefur saumað fyrir mig. Hann segir að skinnin séu afar góð og keypti að miklu leyti af mér framleiðsluna þetta árið. Hann heitir Mikael Cystovaris. Við höf- um átt góð samskipti. Varan sem hann saumaði úr skinnum fyrra árs hefur nú verið að koma sem fullunnir pelsar til baka, en ég sel þá hér á innlendum markaði og hef fengið nóga kaupendur, þótt víst sé þetta dýrt, en dýrustu pelsamir eru á um 300 þúsund. Kaupendur eru margir héðan af Suðumesjunum, en annars er hringt í mig af öllu landinu. í minkapels geta farið um 70 læðuskinn og 35 til 40 högna- skinn. í refapels fara um 14 blá- refaskinn. Teikningar af flíkinni em send- ar héðan á póstfaxi og þá koma upplýsingar frá feldskeranum til baka þar sem hann segir hve mörg skinn fari í hana og svo framvegis. Svo kemur flíkin að skömmum tíma liðnum. Það er mér metnaður að gera íslenskar konur fínar. Já, ekki síst þær á Suðumesjunum, en er ég sjálfur Suðumesjamaður. íslenski refurinn úrkynjaöur Ég aflaði mér þessara tengsla við Grikki sjálfur, að vísu með aðstoð ræðismanns okkar. Það er alltaf svo að leiti maður einhvers í viðskiptum, þá kemur eitthvað upp og annaðhvort hentar það manni eða þá ekki. Hér áður vom loðskinn miklu dýrari. Það sagði mér Sophus, faðir núverandi fjármálaráð- herra, að á ámm áður hefðu líf- dýr frá Noregi verið seld á 2200 krónur, en þá var tímakaup verkamanna 90 aurar. Tófa kost- aði semsé árskaup. En ætti hún hvolpa var hún auðvitað fljót að skila verðinu til baka. Meira að segja íslenski fiallarefurinn var svo dýr að þess gerðust dæmi að menn fengju fiögur kýrverð fyrir skinnið. íslenski fiallarefurinn núna? Ég keypti hér einu sinni þrjú dýr, en það er ekki eigandi við hann. Það er svo mikið villi- dýr í honum. Menn vom hissa á mér að koma nærri honum, því þetta væri bæði sjúkt og úrkynj- að. Ég hætti líka við hann, enda skinnagæðin engin. Kannske þyrfti að hleypa nokkmm bláref- um á fiöll til þess að bæta stofh- inn. Skemmtilegasta dýrið Silfurrefurinn er skemmtileg- asta dýrið, því hann er lang- greindastur. Til marks um það er að ef þú hrekkir hann þá man hann það alla ævi. Hann er við- kvæmari en blárefurinn og alltaf þarf að láta til sín heyra, syngja eða tala, svo hann viti að maður er á leiðinni. Alltaf þarf að koma sömu megin að honum, það má ekki koma honum að óvömm. Það var hérna silfurrefslæða sem var mjög grimm og andstyggileg við yrðlingana sína, svo við tók- um þá frá henni og hlynntum að þeim sjálf. Við böðuðum þá og gáfum þeim súkkulaði, eins og þetta væm dekurkrakkar. Af þeim lifa enn tvær læður og aðra þeirra tala ég við daglega, tek hana upp og strýk henni. Það er ekki til í dæminu að hún reyni að bíta mig og það þótt ég setji fingurinn upp í hana. Hún heitir Maja. Það er satt að segja manni sjálf- um að kenna ef tófa bítur mann. Ég segi alltaf að ekki séu tófum- ar grimmari en maðurinn, en þær hafa ekkert nema kjaftinn að verja sig með. En það er annað með minkinn. Menn komast aldrei í samband við hann og hans vörn er sókn. Skemmtilegt starf Já, þetta er skemmtilegt starf og ég held að það eigi mikinn þátt í því að loðdýrabændur gefast ekki upp þrátt fyrir allan mótbyrinn. Ég er sannfærður um að loð- dýraræktin á eftir að ná sér á strik aftur, þótt ég viti ekki hve langan tíma það tekur. Það fóm að vísu margir út í þessa grein hér á landi, en það átti engan þátt í verðfallinu, því við emm svo örlítið brot af heimsmarkað- inum, svona um hálft prósent Það em Danir og Skandinavar sem ráða framboðinu með sinni geysilegu framleiðslugetu. Það er í þeirra höndum að halda jafn- væginu mili markaðs og fram- boðs. Mörgum mun líklega þykja kveða við undarlegan tón þegar ég segi að ég er fyrrverandi ríkis- stjórn mjög þakklátur fyrir stuðning hennar við þessa bú- grein. Núverandi landbúnaðar- ráðherra á líka þakkir skilið fyrir það að hann vill halda þeim bú- um við sem enn starfa. Nýja loð- dýraræktin má ekki leggjast af og tíminn mun leiða í ljós að þekk- ingin og reynslan sem fengist hefur mun skila sér til heilla fyrir þjóðarbú okkar.“ AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.