Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 4. mars 1992 Tíminn 9 Ástin viröir ekki landamæri, tungu- málaerfiðleika né aðra tálma Þegar Andrevv Simmons hclt brúðkaup sitt með Veneru Az- izova, var það hápunktur ástar- ævintýris sem í rauninni hcföi aldrei átt að komast af stað. Andrew er 33 ára gamall bókari í Cheshire í Englandi. Hann sat kvöld eitt fyrir tveim árum við sjónvarpið og fiktaði milli stöðva þar til hann stöðvaðist við út- sendingu á fyrstu fegurðarsam- keppninni sem haldin var í Sov- étríkjunum. Meðal þátttakenda var Venera. Hún var tekin tali og kunni ekki stakt orð í ensku. Andrew varð sem bergnuminn. Hann komst í samband við rúss- neskukennara í heimabæ sínum, Wilmslow, sem tókst að fá upp- gefið í hvaða skóla hún gengi. Rússneskukennarinn skrifaði Veneru bréf fyrir hönd skjólstæð- ings síns. En daginn eftir að það var sett í póst fékk Andrew þær fréttir að hún fengi ekki bréfið þar sem hún var lögð af stað í frí — til Englands. Andrew sendi Veneru skeyti og bað hana að hafa samband við sig. Síðan settist hann við sí- mann og sat þar í fimm daga. Ekkert gerðist. Hann hringdi til skólans hennar og spurði hvort hún hefði fengið skeytið. Jú, en nú var hún stödd í flugvél á leið til Moskvu og þaðan lægi leiðin til London. Kl. 6 næsta morgun hringdi Andrew í breska sendiráðið í Moskvu og fékk þær upplýsingar að Venera myndi lenda á Heath- row sama dag. Nú voru góð ráð dýr. Vegalengd- in til London er löng og verkfall hindraði flug. Þetta var í desem- ber og umferð á vegunum í hreinni ringulreið. Andrew tókst þó að komast á leiðarenda, Hea- Sean Connery vindur sér í skosk stjórnmál! Connery býr nú mestan tlma ársins ásamt konu sinni Micheline á Marbella á Spáni. Skoskum þjóðernissinnum hefur að undanförnu vaxið fiskur um hrygg og þær raddir hafa gerst æ háværari að Skotar þurfi ekkert að vera að binda trúss sitt við Eng- lendinga og Walesbúa í því ríki sem nefnist Bretland. Skotar vilji búa í Skotlandi og ráða sér sjálfir. Meðal þeirra sem gerst hafa félag- ar í Skoska þjóðernisflokknum og eru stoltir af er Sean Connery, bet- ur þekktur sem James Bond, með hið fræga númer 007 sem heimil- aði honum að drepa óvininn án frekari vafninga. Og flokksnúmer I spegli Tímans Og brúðkaupsterta breska bókarans Andrews Simmons og rúss- nesku feguröardrottningarinnar Veneru Azizova var glæsileg og girnileg. throw flugvöll, í tæka tíð, eftir sex tíma keyrslu. Hann hélt á konfektkassa og var í viðbragðs- stöðu þegar flugvélin frá Moskvu lenti. Engin Venera Azazova kom í ljós. Það var ekki fyrr en hon- um hugkvæmdist að leita til upplýsinga að í ljós kom að önn- ur flugvél frá Moskvu var vænt- anleg. Þegar Andrew loks kom auga á sína heittelskuðu, hljóp hann til hennar, þrýsti konfektkassanum í hendur hennar og gaf henni Allir erfiðleikar eru yfirstignir og brúðkaup haldið I Englandi. ( hópi brúöarmeyja var 15 ára systir brúðarinnar og pabbi þeirra, Rasim, var llka meðal viðstaddra þó að ekki liti út fyrir að það gæti tekist um tíma. koss á kinn. Síðan lagði hann á flótta. Morguninn eftir sendi Andrew blóm á hótelherbergi Veneru og nú fóru hjólin að snúast. Næsta vor fór Andrew í viku- heimsókn til Rússlands og nokkrum mánuðum síðar kom Venera aftur til Englands og dvaldist um kyrrt þar til vega- bréfsáritunin hennar rann út. En Andrew var ekki í rónni fyrr en hann hafði leitt málið til lykta. Hann fór þess vegna með dem- antstrúlofunarhring í austurveg í ágúst sl. og vildi hvorki betur né verr til en svo að á hótei í Moskvu var hann kominn daginn sem valdaránstilraunin var gerð. En nú hefur sagan sem sagt fengið farsælan endi og óneitan- lega hefur Andrew Simmons unnið til þess að fá elskuna sína til Englands, vonandi varanlega. Sean Connery styður Skoska þjóðemisflokkinn. Seans Connery í Skoska þjóðernis- flokknum er einmitt 007 sem gerir hann ennþá stoltari af flokks- mennskunni. Hann hefur lfka tek- ið virkan þátt í flokksbaráttunni og ekki er langt síðan hann kom fram í áróðursútvarpsþætti flokksins ásamt öðrum frægum Skotum, sem eru sama sinnis. Nú á dögum eru að vísu meiri lík- ur til að rekast á Sean og konu hans Micheline á ströndum Mar- bella á Spáni en í hálöndum Skot- lands. En í fyrrasumar gerði hann sér tilfinningarfka ferð til heima- borgar sinnar Edinborgar, þar sem hann var gerður að heiðursborg- ara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.