Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. mars 1992 45. tbl. 76. árg. VERÐ ILAUSASOLU KR. 110.- Fjármálaráðuneytið reynir að ráða gátuna á bakvið miklu meiri hækkun innskatts en útskatts: Landinn kominn á lag með að Ijúga vsk. út úr ríkissjóði? Hafa giúrnir fjáraflamenn nú fundiö upp nýjar aðferöir til þess að sjúga meiri innskatt (vsk.) út úr ríkissjóði heldur en eðlilegt er, miðað við þann útskatt sem þeir standa sldl á? Það virðist a.m.k. stangast illilega á, að á sama tíma og einkaneysla landsmanna jókst um nær 6% að raungildi (frá 1990-91) þá dróst innheimta virðis- aukaskatts hins vegar saman um 4% að raungildi. Þessar upplýsingar eru meðal þess, sem athygli vekur í nýrri skýrslu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjár- málin 1992. Það milljarða misræmi, sem þarna hefur myndast, skýrist aðeins að hluta til með auknum vanskilum. Fjármálaráðuneytið skoðar það nú af fullri alvöru hvort menn hafi fundið ný „trix" til að smyrja á frádráttarbæran innskatt, sem svo merkilega vildi til að hækk- aði miklu meira heldur en greiddur útskattur. f skýrslunni kemur fram að í fyrra skiluðu sér aðeins 39 þeirra 41,6 milljarða virðisaukaskatts sem áætl- að var í fjárlögum, eða 2,6 milljörð- um (6%) undir áætlun — í stað þess að stóraukin almenn neysla hefði að öllu eðlilegu áttað skila á 2. milljarð umfram áætlun fjárlaga. Skýrslan segir vafalaust margvís- legar ástæður liggja að baki minni tekjum af virðisaukaskatti en áætlað var. í fyrsta lagi hafi frádráttarbær virðisaukaskatturaf aðföngum (inn- skattur) hækkað hlutfallslega meira en endanleg álagning (útskattur). í öðru lagi hafi beinar endurgreiðslur virðisaukaskatts (m.a. vegna hrá- efnakaupa fiskvinnslu, vinnu við íbúðarhúsnæði o.fl.) orðið meiri en reiknað var með. Og í þriðja lagi virðist innheimtan hafa orðið lakari en áætlað var í fjárlögum. Samdrátt- ur í innheimtu skattsins á sama tíma og innlend eftirspurn eykst, renni m.a. stoðum undir þetta. Tíminn spurði Halldór Arnason, hagfræðing í fjármálaráðuneytinu, um frekari skýringar á þessum at- hyglisverðu fyrirbærum. Hann segir það í rauninni tvennt, sem gerst hafi: í fyrsta lagi hafi innskatturinn sem hlutfall af útskatti, þ.e. sá skatt- ur sem ríkissjóður endurgreiðir, aukist. „Það er atriði, sem verið er að skoða núna, og í rauninni eru enn aðeins getgátur til um það hvers vegna þetta hlutfall hefur aukist. Ein skýringin gæti verið sú að menn reyni að klína meiru á þetta. Já, það er meðal þess sem verið er að skoða hér í ráðuneytinu," sagði Halldór. — Þannig að menn vita raunveru- lega ekki ennþá hvað þarna er á seyði? „Nei, þetta er svo nýlega komið upp. Vegna þess að þetta eru þau viðbrögð, sem verða hjá okkur þeg- ar þessa verður vart síðari hluta ársins — slakari innheimta — þá er ástæða til að skoða það hvort þarna kunni að vera einhver skýring. Og það vitum við í rauninni ekki. En þetta er hugsanlegur möguleiki, sem þarf að skoða af alvöru," sagði Halldór. Hitt höfuðatriðið segir hann vera aukin vanskil. Kannski sé það bara afleiðing af versnandi árferði að meira standi úti í árslok. En þýðir það þá ekkai einfaldlega líka að ráðuneytið hefur slakað á klónni í innheimtuaðgerðum? Halldór bendir á að sérstakt inn- heimtuátak hafi verið gert um mitt ár. „Þótt erfitt sé að meta nákvæm- lega hverju slíkt átak skili, þá held ég að það hafi orðið árangur upp á nokkur hundruð milljónir." í ljósi þess að kaupmáttur at- vinnutekna jókst um 1,5% umfram áætlun fjárlaga, sýnist raunaukn- ing einkaneyslu upp á 5,7% nokkuð rífleg. Einkaneysla er áætluð um 233 milljarðar króna á árinu. Aukn- ingin virðist þannig í kringum 13 milljarða króna að raungildi milli ára, og þar af 10 milljarðar umfram áætlun fjárlaga og umfram það sem áætla má m.v. hækkun atvinnu- tekna. Þýðir þetta þá ekki í raun að ein- staklingar og heimili hljóti að hafa aukið skuldir sínar um 10 milljarða í neyslulánum, þ.e. umfram öll fjár- festinga-(íbúða)-lánin? Halldór telur ljóst að heimilin hafi skuldsett sig verulega á árinu. Hann bendir m.a. á að komið hafi í ljós að helmingur útlánaaukningar bankanna á síðasta ári var vegna lána til heimilanna. - HEI Flugmálastjórn og Flugráð fjalla um spamaðartillögur, sem fela m.a. í sér minni þjónustu á smærri flugvöllum: STARFSMONNUM MINNI FLUGVALLA SAGT UPP Flugráð og Flugmálastjórn fjalla nú um sparnaðartillögur hjá stofnuninni, en henni er eins og öðrum ríkisstofnunum ætlað að taka þátt í niðurskurði þeim, sem ríkisstjórnin markaði með band- orminum margumrædda. í tillög- unum er gert ráð fyrir víðtækum sparnaðaraðgerðum hjá Flugmála- stjóra, sem nái til flestra þátta starfseminnar. Meðal annarra þátta í sparnaðar- tillögunum er gert ráð fyrir að föst- um starfsmönnum á smærri flug- vpllum víðs vegar um landið verði sagt upp. Er þá átt við flugvelli þar sem áætlunarflugi hefur verið hætt, eða er í mjög litlum mæli. Þeir flugvellir, sem nefndir hafa verið og fastir starfsmenn eru á, eru flugvellirnir á Ólafsfirði, Suð- ureyri, í Stykkishólmi, á Blöndu- ósi, Bakkafirði og Breiðdalsvík, en ekki er um að ræða starfsmenn í fullu starfi á öllum stöðum. Að sögn Jóhanns Jónssonar hjá Flug- málastjórn eru þessar tillögur ekki fullmótaðar, en athygli hefur beinst að þeim flugvöllum sem hætt er að fljúga áætlunarflug á, s.s. á Ólafsfirði og Suðureyri. Þá eru undir smásjánni flugvellir, sem fyrirsjáanlegt er að umferð hætti eða minnki allverulega um á næst- unni, eða að umferð um þá sé legg- ist hreinlega niður. Jóhann sagðist ekki geta sagt til um á þessari stundu í hvaða farveg starfsemi þessara flugvalla yrði sett, en þó væri ljóst að viðhaldi þeirra og tækja þeirra yrði þó haldið áfram, enda hefðu þeir hlurverki að gegna í sjúkra- og póstflugi um ókomna framtíð. Jóhann sagði að þeir hjá Flug- málastjórn hefðu fljótlega séð að þeir næðu ekki sparnaði með þess- um aðgerðum á þessu ári, því ljóst sé að ef störfin yrðu lögð niður hefðu starfsmennirnir uppsagnar- frest, auk þess sem þeir fengju biðlaun í allt að níu mánuði. Sparnaðurinn hefði því ekki náðst hvort sem er á þessu ári, en stefnt væri að því að ná honum á næsta ári. Jóhann segir að á þeim flug- völlum, sem nefndir hafa verið og til stendur að hætta starfsemi á, hafi farþegatölur farið hríðlækk- andi og sé þar fyrst og fremst bætt- um samgóngum á landi um að kénna. Að hans sögn miðast sparn- aðartillögurnar ekki einungis við fækkun starfsmanna á flugvöllum úti á landi. Þær næðu til flestra þátta starfsemi Flugmálastjórnar. Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, sagði að þeim hefðu ekki verið kynntar þessar til- lögur, enda væru þær ekki fullmót- aðar, en þó hefði hann heyrt af þeim. Ólafur sagði að þó áætlunar- flug legðist með þessu niður, væru bæjarbúar síður en svo einangrað- ir, því samgöngur á landi væru nokkuð góðar. Þessar breytingar gætu þó haft töluverð áhrif á ferða- þjónustuna í Hólminum, en þar væri hún sívaxandi þáttur. PS Páskaeggja- vertíðin 61* hafin Undirbúningur fyrir páskana er fyrir löngu hafinn hjá framleio- endum páskaeggja, þó enn $6 langt í páskana. Að sögn Arnar Ottesen, skrifstofustjóra hjá Nóa- Síríusi, hófst framleiðsla páska- eggja strax eftir áramótin. Gera má ráö fyrir því að íslendingar gleypi í sig um 250 þúsund páska- egg, eða um þaö bil eitt egg á mann. Eins og áður segir hefur framleiðslan staðið yfír frá ára- mótum og starfá um 20 raanns að henni. Orn segir aö sérstok súkkulaðiblanda sé notuð í eggin og þeir noti hana ekki í neina aðra framlciðsluvöru sína. Ura nýjung- ar «r ekki að ræða; strumpaeggin eru cnn fyrir hendi fyrir ungu kynslóðina, en þó er alltaf einhver brevting á málshittum, en um þrjú hundruð mismunandí málí- hættir eru i eggjunum frá Nóa- Síríusi. A mcöfylgjandi mynd má sjá starfsraenn fyrirtavkisínR koma hinum ómissandi unga fyr- ir á toppi páskaeggs. •PS/Tím*mynd PJetw

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.