Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 4. mars 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tbminn hf. - Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Krístjánsson ábm. Aöstoöarritsljóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifetofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Síml: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hið nýja bandalag I Morgunblaðinu birtist merkileg forustugrein í vikunni sem leið þar sem reifuð er ný liðsskipan í baráttunni um fískveiðistefnu Iandsmanna. Álykt- un miðstjórnar Alþýðubandalagsins um fiskveiði- stjórnunina er tekið með miklum fögnuði og talin boða mikil tímamót. Vitnað er í Ólaf Ragnar Grímsson með sérlegri velþóknun sem nýjan liðs- mann. Þess er reyndar getið að Þorsteinn Pálsson hafí ekki aðhyllst þessar kenningar, en þá er allt traust sett á Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson, sem hafí talað allt öðru vísi. Þessi grein verður ekki túlkuð öðru vísi en svo að Morgunblaðið sé þeirrar skoðunar að mynda eigi bandalag með Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokkn- um og hluta af Sjálfstæðisflokknum um sjávarút- vegsmál og ýta sjávarútvegsráðherra út í kuldann. Þessari forustugrein er fylgt eftir með Reykjavík- urbréfi um helgina þar sem segir eitthvað á þá leið að næsta ár verði ár tækifæranna til breytinga á þeirri sjávarútvegsstefnu sem fylgt hefur verið. Tíminn hefur margoft bent á það að vandræða- gangur ríkisstjórnarinnar varðandi sjávarútvegs- málin er óþolandi fyrir þá, sem í atvinnugreininni vinna. Hvaða stjórnkerfi eiga þeir að vinna eftir? Mun stefna sjávarútvegsráðherra ráða eða stefna þess nýja bandalags, sem Morgunblaðið er að reyna að mynda? Hvers konar veiðigjald er verið að tala um? Er verið að tala um nýjan skattstofn fyrir ríkið, eða er verið að tala um að veiðigjald sé þáttur í breytingum á gengisskráningunni? Gætu ekki ráðherrar rfkisstjórnarinnar, ritstjórar og nefndarformenn talað örlítið skýrar um þessi efni? Það er auðvitað hneyksli að ríkisstjórnin sem heild skuli ekki hafa eina stefnu í málefnum sjáv- arútvegsins, og sýnir það mikla valdagræðgi að henda sér í ráðherrastólana án þess að gefa sér tíma til að leiða þau mál til lykta. Sú tvfhöfða nefnd, sem sópar öllum vandamálum til sín til umræðu og athugunar, er í samræmi við þennan vandræðagang. Þó tekur út yfir þegar annar formaður nefndarinnar tekur fjölmiðla- rispu um vandamál sjávarútvegsfyrirtækja, sem verður enn til þess að auka á óvissuna. Miklar skipulagsbreytingar eru í gangi í sjávarút- veginum, en til þess að útgerðarmenn og fiskverk- endur, hverju nafni sem þeir nefnast, geti lagað sig að breyttum aðstæðum, þurfa þeir að vita við hvaða fiskveiðistefnu þeir eiga að búa í nánustu framtíð. Ef breytt er um fískveiðistefnu með hverri ríkisstjórn, næst aldrei jafnvægi í sjávarút- veginum. Það er það eina sem er öruggt í þessum efnum. .......¦ ¦¦¦¦- ¦ ..... ;-'-:.i;.í..ý:.; , : , <"• B 9flHHHnSl ^BEBHi A ¦ ¦ ¦xk • : ^j ' jíá ^fl __^_| """.- Skipt um hlutverk í sex mánaða samningaþófi aðila vinnumarkaðarins hefur hvorki gengið né rekið, og er nú svo kom- ið að helst er talað um nýja þjóðar- sátt eða framlengingu á þjóðarsátt til haustsins. Eru það einhverjir skemmstu lífdagar sem kjara- samningar hafa fengið, ef úr verður. Það, sem upp úr stendur eft- ir hálfs árs þjark, er að at- vinnurekendur hóta fjöldaat- vinnuleysi, ef bæta á kjörin, og launþegasamtökin segjast luma á allsherjarverkfalli, ef kjörin verða ekki bætt. Við þessu óbjörgulega ástandi á ríkisstjórnin ekki önnur svör en þau að biðja deiluaðila að koma sér saman um sameiginlegar kröfur á hendur ríkisvaldinu, svo að ráð- herrarnir geti farið að leysa málin með sínu lagi. Að vísu settu aðilar vinnumarkað- arins fram óskir sínar fyrir rúmum sex mánuðum: lækkun vaxta og áframhaldandi þjóðarsátt. Því var svarað með sinnuleysi í vaxtamálum og ráðist var með gauragangi að undirstöðum vel- ferðarkerfisins, og sér hvergi fyrir endann á þeim darraðardansi enn sem komið er. Hugmyndaríkir at- hafnamenn Þegar sýnt var að ríkisstjórnin botnaði ekkert í sameiginlegum kröfum launþega og atvinnurek- enda, og forsætisráðherra bað um meira af svo góðu, settist atvinnu- málanefnd deiluaðila á rökstóla og bjó til viðbótarkröfur. Þær eru á þann veg að til að koma í veg fyrir stöðvun fyrirtækja og fjöldaatvinnuleysi, verði ráðist í aðskiljanlegar framkvæmdir á veg- um opinberra stofnana. Það er ekki nóg með að marg- frægir aðilar vinnumarkaðarins séu farnir að skipuleggja atvinnu- lífið í landinu, heldur bjóðast þeir til að létta undir með stjórnmála- mönnunum og ákvarða fjárfram- lög til alls kyns atvinnubætandi stórframkvæmda. Jakinn hefur komist að því að umferð gengur treglega á vega- mótum Höfðabakka og stingur upp á miklum umferðarmann- virkjum þar. Hann ætlar líka að bæta hafnarbakkana í Sundahöfn og sitthvað fleira þarflegt. Aðilar vinnumarkaðarins eru spenntir fyrir 100 milljarða kap- Vítt og breitt alfabrikku og að malbika meira af hringveginum. Svo má leggja há- lendisveg, byggja brýr og grafa göng og skólafólkið getur verið að taka til í landinu og stöðva af í nafni umhverfisverndar, og geta þá allir haft eitthvað að iðja þegar bjargræðistíminn rennur upp. Hverjir stjórna? Að bæta atvinnulífið og að varna hruni fyrirtækja og afkomumögu- leika launþega hefur verið viðvar- andi krafa stiórnarandstöðunnar í allan vetur. Á það hefur ekki verið hlustað, en þegar atvinnumála- nefnd Karphúsmanna leggur hið sama til, getur vel farið svo að rík- isstjórnin taki við sér og reki af sér það slyðruorð, að hún hafist ekki að á meðan þjóðarskútan nálgast brimgarðinn á óhugnanlegum hraða. Hitt er svo annað, að með því að ráðstafa opinberu fé til tiltekinna verkefna eru aðilar vinnumarkað- arins farnir að taka að sér hlutverk stjórnmálamanna og kjörinna full- trúa. Ef til vill er það nauðsynlegt þeg- ar í nauðir rekur, en mjög er vafa- samt að það samrýmist því full- trúalýðræði sem sagt er að þing- ræði byggist á. Ríkisrekið einkaframtak Skrýtið er það þegar forystulið einkafyrirtækja fer að heimta að veittar verði fúlgur úr opinberum sjóðum til að veita fyrirtækjunum verkefni. Eitthvað stangast það á við sífelldar upphrópanir um að ríkið eigi að draga úr tekjum sín- um og skipta sér ekki af rekstri. En þegar á móti blæs á ríkið að reka fyrirtækin með fjárframlögum. Að sama Ieyti biður launþega- hreyfingin um að ríkið dragi úr skattheimtu, en skaffi atvinnurek- endum peninga til að þeir geti haft menn í vinnu. En þegar ráðandi stjórn- málamenn hafast ekkert að þegar allt athafnalíf er að stöðvast, er kannski eðli- legt að aðilar vinnumark- aðarins taki fram fyrir hendur þeirra og segi stjórnarliðinu fyrir verkum. Dáðir Verslunarráðs Þegar þeir í Garðastrætinu og kaffifélagarnir við Grensásveg hafa tekið að sér að ríkisvæða atvinnu- vegina, hrósar Verslunarráð ís- lands sigri yfir sósíalismanum og upplýsir hvert hið mikla afl sé, sem lagði drekann vonda og ljóta að velli. Það var Verslunarráð Islands. Sönnunin er leiðari fram- kvæmdastjórnar ráðsins, sem sett- ur var á blað í tilefni 75 ára afmæl- is Verslunarráðsins og birtur er í Verslunarráðsfréttum. Þar er ritað: „í öll þessi 75 ár hef- ur Verslunarráð íslands verið stað- fast i baráttu sinni fyrir yfirburð- um einkarekstrar. Þessi málflutn- ingur var lengst af barátta á móti straumnum við ofurefli. Hægt og sígandi fór þó að rofa til og menn að gefa boðskap Verslunarráðsins betri gaum. Réttmæti baráttu Verslunarráðsins í öll þessi ár var svo endanlega staðfest með hruni sósíalismans í Austur-Evrópu." Þarna var snöfurmannlega að verki staðið og á Verslunarráð ómældar þakkir skildar fyrir stað- festu sína og það afrek að létta ok- inu af þjóðunum fyrir austan. En hvenær skyldi Verslunarráðið sigrast á sósíalismanum á íslandi? Vel væri hægt að byrja í Garða- strætinu og biðja strákana þar að taka til baka kröfur sínar um að rfkið geri út fyrirtæki þeirra, en í Austur-Evrópu var það fyrirbæri kallað þjóðnýting áður en Verslun- arráð fslands hratt sósíalismanum þarafstalli. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.