Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 4. mars 1992 MINNING Guðbjörg Árnadóttir frá Gunnarsstöðum Fædd 29. september 1899 Dáin 4. febrúar 1992 Hún Guðbjörg Árnadóttir frá Gunn- arsstöðum í Þistilfirði er látin, há- öldruð. Með henni hefur mikil sómakona kvatt þetta jarðneska líf. Við burtför hennar langar mig að bera fram þakkir mínar og konu minnar, Jensínu Óladóttur, fyrir órofa vináttu hennar í okkar garð og annarra eldri Árneshreppsbúa. Guðbjörg kom hingað í Arneshrepp haustið 1932 ásamt manni sínum, Jóni Karlssyni lækni, sem þá hafði verið ráðinn læknir okkar Ámes- hreppsbúa, með aðsetur að Árnesi. Fyrsta árið bjuggu þau í íbúð sem innréttuð var í samkomuhúsi hreppsins að Ámesi. Var það upphaf- lega norskur sfldarbraggi, byggður að Eyri við Ingólfsfjörð, en síðar fluttur að Árnesi og gegndi þar því hlutverki, að vera þinghús hreppsins og aðal samkomustaður sveitarinnar til félagsmála- og skemmtanahalds. En ári síðar fluttust þau í ný- byggðan læknisbústað þar á staðn- um, sem ríkið og hreppurinn byggðu sem framtíðarbústað fyrir héraðslækni sveitarinnar, með tveim sjúkrastofum. Var það hið vandað- asta hús á þeirri tíð. Þar áttu þau heima meðan þau dvöldu hér, og undu sér vel. Þau hjónin áunnu sér strax hylli hreppsbúa og vináttu nágranna sinna og annarra er þau kynntust nokkuð. Jón Karlsson hafði orð á sér sem góð- ur læknir. Hann var fjölhæfur gáfu- maður og margt til lista lagt. Lagði hann fljótt hönd að félagslífi í sveit- inni, t.d. leiklist, og mátti mikils af honum vænta ef samvistir við hann hefðu orðið lengri. Og Guðbjörg var einstök mannkostakona, glöð í lund, Sigríður Jóna Sigþórsdóttir Síðbúin kveðja. Kæra systurdóttir, Sigríður Jóna Sigþórsdóttir, fædd 6. október 1936, dáin 7. júní 1991. Elsku Nanna mín, eins og þú varst ávallt kölluð, hjálp- fúsa hetjan sem alltaf varst tilbúin að hjálpa ef einhver átti í erfiðleik- um. Þú fæddist í Tunguhaga á Völl- um, Suður-Múlasýslu, 6. okt. 1936. Þú giftist Halldóri Ármannssyni úr- smið frá Akranesi; saman eignuðust þið 7 börn, 4 drengi og 3 stúlkur. Þegar börnin þín voru uppkomin fluttist þú til Reykjavfkur, lærðir til sjúkraliða og allir, sem ég þekkti, mátu hlýleika þinn og hjálpfýsi. Foreldrar þínir misstu mikið, þau Sigþór Bjarnason og Þuríður Jóns- dóttir, Tunguhaga, Vallahreppi, en síðast en ekki síður bróðir þinn, Sig- urður Sigþórsson, Tunguhaga. En örlög okkar allra eru hulin þar til stundin rennur upp. Að lokum bið ég almættið að blessa okkur öll. En hvernig reyndust börnin þín? Þeirra saga í heimsókn er sérstök. Þegar hinn ólæknandi sjúkdómur hafði lagt þig til hinstu hvflu, fluttu þau jarðneskar leifar þínar í bfl til Austurlands. Leiðin var löng norður um land í gegnum Akureyri í Egils- staði þar sem kveðjuathöfn fór fram, en jarðneskar leifar hvfla hjá fallegri hríslu í Vallaneskirkjugarði. Guð blessi foreldra þína og bróður, börnin þín og aðra ættingja. Vor kynslóð stendur enn við opna gröf og enn sem fyrr um leiðsögn yfir heimsins trylltu höf hún hrœdd og felmtruð spyr. En ofar dauða og kvöl rís krossinn enn, sem Kristur ber, og sjá hann knýr og kallar alla menn að koma og fylgja sér. ÞvíKristur lifír. Angist hans og ást erallatið með frið og mildi hvar sem heimslán brást og háð er banastríð. Og megi kirkjan koma og lýsa þeim að krossi hans, sem þrá að líkna og leiða þjáðan heim að lindum kærleikans. (Tómas Guðmundsson) Þinn móðurbróðir, Sigurjón Jónsson hlý í viðmóti og góðgjörn í öllum samskiptum og kynningu. Með þeim hjónum og nágrönnunum tókst fljótt gott vinfengi. Þau undu sér vel og maður hafði það á tilfinningunni, að þau hygðust vera hér til nokkurr- ar frambúðar, enda vel að þeim búið í hinum nýja læknisbústað, sem byggður var til að tryggja setu lækn- is hér í þessu afskekkta sveitarfélagi, sem taldi þá nokkur hundruð íbúa á langri strandlengju. — Það voru ekki öll læknishéröð, sem gátu boðið lækni sínum þá aðstöðu sem hér var fyrir hendi. — En óvænt og skyndi- Iegt lát Jóns læknis, þann 11. júní 1935, batt enda á þær vonir og kom sem reiðarslag yfir alla, og þá ekki síst fyrir hina ungu konu hans, sem unni honum hugástum og hefði gengið í björg honum til hjálpar, ef þurft hefði. — Það var henni þungt áfall og sár, sem ég hygg að aldrei hafi gróið. Við þessi óvæntu umskipti var veru hennar hér lokið. Hún fluttist héðan þá um sumarið og tók sér önnur verkefni, sem ekki verða hér rakin. En hvar sem var og fór, var hún all- staðar vel metin vegna hæfileika sinna og mannkosta. En tengsl hennar við okkur voru ekki þar með rofin. Hún rækti áfram vináttu sína og hlýhug við þá, sem verið höfðu vinir hennar, og aðra sem hún hafði kynni af. — Hún hélt uppi stöðugu sambandi við Jensínu konu mína og okkur í Bæ. Á hverjum gamlársdegi skiptust þær á kveðjum í síma og ræddu sín mál. Héldu þær þeim sið þar til fyrir fáum árum er heilsa Guð- bjargar þraut. — Hún gerði sér nokkrum sinnum ferðir hingað norður, á sumrum, til að hitta okkur og aðra vini og um leið til að hlúa að leiði manns síns með blómum og á annan hátt, eftir því sem hægt var. Þegar hún var ráðskona í Garð- yrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi, bauðst hún til að styrkja tvær ungar stúlkur, héðan, til náms í Hús- mæðraskóla Árnýjar Filipusdóttur í Hveragerði. Það var með þökkum þegið og veitti hún þeim umhyggju sína í þeirri vist — Allt þetta sýndi brot af mannkostum hennar og vin- arþel. Og á fleiri vegu nutu gamlir grannar vináttu hennar. En síðast en ekki síst vil ég geta þess sem hér á eft- ir verður nefnt. Þegar það var orðið, að söfnuður Ár- nessóknar hefði akveðið byggingu nýrrar kirkju að Árnesi og það verk væri hafið, hringdi Guðbjörg til mín og óskaði okkur til hamingju og lýsti gleði sinni yfir því framtaki. Og um leið tilkynnti hún mér, að hún hefði þá þegar gengið frá peningasendingu til kirkjunnar að upphæð 100.000,- krónur. Og hún lagði blessun sína yf- ir verkið. Hún veiktist þá skömmu síðar og þeirri sjúkralegu lauk ekki fyrr en með láti hennar. Það var síð- asta kveðja hennar til okkar. Þessi rausnargjöf hennar gladdi mig og aðra meira en flest annað. Hún var aflgjafi og ljósgeisli í áformi okkar, sem að því stóðum að búa betur að kirkju- og safnaðarlífi sóknarbarna Árnessóknar en áður, og í samræmi við nýja og breytta tíma. Jafnframt gaf hún með þessari gjöf sinni öðrum fordæmi, sem vildu láta sveitina góðs njóta. Fyrir þetta og órofa vináttu hennar í garð okkar, sem um stundarsakir átt- um samleið með henni, færi ég hinni látnu heiðurskonu þakkir okkar og virðingu. — Sagt er, að þar sem góð- ir menn fara, þar séu Guðsvegir. Það sannaðist þar sem hún Guðbjörg Árnadóttir frá Gunnarsstöðum var annarsvegar. — Ég veit að ættingjar hennar og aðrir samferðamenn hennar hafa sannreynt það í sam- skiptum sínum við hana. Friður Guðs og blessun sé með henni og yfir henni í nýjum heim- kynnum. Bæ, 23. febrúar 1992, Guðmundur P. Valgcirsson Karen Erla Erlingsdóttir: Ráðskast með kvæma atvinnu Á fímm ára fresti rennur út leyfl sérleyflshafa á hinum mismun- andi leiðum milli áfangastaöa. Þá er sá tími kominn aö sækja verður um nýtt leyfí til samgönguráðuneytisins. Sérleyfishafar standa nú á þessum tímamótum og eru reyndar þegar búnir að leggja inn umsókn um sérleyfi til næstu fimm ára, en þeim verður úthlutað 1. mars. Á áætlunarleiðinni Seyðisfjörð- ur- Egilsstaðir hefur Vélsmiðjan Stál hf. verið handhafi sérleyfisins í hartnær 20 ár. Þetta fyrirtæki hefur sótt um að fá að halda því áfram. Svo ber nú við að annað fyrirtæki, Sérleyfísbflar Akureyr- ar, hefur sótt um Ieyfíð á leiðinni Seyðisfíörður-Akureyri einu sinni í viku, þ.e.a.s. á þeim dögum þeg- ar farþegaskipið Norröna kemur til landsins. Rök þeirra norðan- manna fyrir þessu eru að þannig veiti þeir ferðamönnunum betri þjónustu en áður hefur tíðkast, þar sem þeir geti stigið upp í áætl- unarbifreiðina beint við skipshlið og komist í einum áfanga til Ak- ureyrar. Þetta teljum við hjá Ferðamála- samtökum Austurlands hins veg- ar vera rök á misskilningi byggð. Reynsla okkar er sú að ferðamað- ur, sem ætlar hringferð úm land- ið, er við komuna til Seyðisfjarðar ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann ætli sér að hefja ferð- ina með því að fara „suður fyrir eða norður fyrir", eins og sagt er hér fyrir austan. Báðir möguleik- arnir koma til greina. Akvörðun- ina tekur hann eftir að hafa fengið ákveðnar upplýsingar, s.s. um veðurútlit og gistimöguleika. Ferðaþjónustuaðilar á Austur- landi hafa í gegnum tíðina reynt að mæta kröfum ferðamannsins á margvíslegan hátt. Vélsmiðjan Stál hf., sem daglega heldur uppi áætlunarferðum frá Seyðisfírði til Egilsstaða í veg fyrir flug, með því að bjóða upp á aukna þjónustu á miðvikudögum og fímmtudögum í tengslum við komu Norrönu. Sú nýbreytni var einnig tekin upp síðastliðið sumar að bjóða upp á aukaferðir um helgar til þess að þjónusta ferðamanninn betur. Á Seyðisfirði er boðið upp á ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn, s.s. gistingu, veitingar, bátsferðir, gönguferðir o.fl. Ferðaþjónustu- fólki væri það mjög í óhag, ef sú ákvörðun yrði tekin að veita þeim aðilum sérleyfið, sem hefðu það að markmiði að flytja ferðamennina eins fljótt frá staðnum og þar með úr fjórðungnum og hægt er. Síðast en ekki síst var upplýs- inga- og umferðarmiðstöð sett á stofn á Egilsstöðum síðastliðið sumar. Við þessa upplýsinga- og umferðarmiðstöð hefur sú áætl- unarbifreið stoppað, sem komið hefur frá Seyðisfirði með farþega úr Norrönu um kl. 10:00. Á upp- lýsingamiðstöðinni getur ferða- maðurinn fengið allar þær upplýs- viðr grein ingar, sem hann þarfnast, á mis- munandi tungumálum. Hann get- ur látið bóka fyrir sig gistingu á mismunandi stöðum og keypt sér íslenskan gjaldmiðil í nærliggj- andi banka. Slíkum málum ætti því að vera lokið, þegar áætlunar- bifreiðarnar til Hafnar í Horna- firði og Akureyrar leggja af stað kl. 16:00. Ferðamaðurinn hefur þá væntanlega tekið ákvörðun um það hvora leiðina hann velur, nema að hann hafi ákveðið að staldra lengur við á Austurlandi eftir að hafa fengið upplýsingar um þá möguleika, sem fjórðung- urinn hefur upp á að bjóða fyrir hann. Vélsmiðjan Stál hf. hefur, eins og áður hefur verið vikið að, haft þetta sérleyfi í 20 ár. Fyrirtækið hefur ekki aðeins haldið uppi sam- göngum á þeim tíma, sem það er rekstrarlega hagkvæmast, þ.e.a.s. á ferðamannatímanum, heldur allan ársins hring og á þann hátt þjónustað byggðarlagið og íbúa Karen Erla Erlingsdóttir. þess eins og best verður á kosið. Með því að veita öðrum þá að- stöðu „að fleyta rjómann ofan af', er verið að kippa grundvellinum undan rekstri Vélsmiðjunnar Stál hf., sem verður að teljast mikið áfall — og eitt í viðbót — á því við- kvæma atvinnusvæði sem Seyðis- fjörður er. Ferðamálasamtök Austurlands mæla eindregið með því að Vél- smiðjan Stál hf. haldi áfram sér- Ieyfinu á leiðinni Seyðisfjörður- Egilsstaðir. Höfundur er feröamálafulltrúi Austurlands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.