Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. mars 1992 Tíminn 7 Á teikningunni má sjá hvemig Aöalstræti kemur til meö að líta út eftir nokkur ár. Hugmyndir um útlit skála Ing- ólfs og Hallveigar hafa enn ekki veríö mótaðar. Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt áætlun um endurbætur á miðbæ Reykjavíkur, sem kosta munuyflr 100 milljónir króna: Bær Ingólfs og tvö hús Innréttinganna reist við Aðalstræti Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu um að minnast þess merka áfanga að íbúar í Reykjavík eru orðnir 100 þúsund, með því að reisa tvö hús við Aðalstræti í stíl Innréttinga Skúla Magnússon- ar landfógeta, og eftirlfldngu af skála Ingólfs Arnarsonar og Hall- veigar Fróðadóttur, fyrstu íbúa Reykjavíkur. Markús Örn Antonsson borgarstjóri tilkynnti þessa ákvörðun síðastliðinn laugardag, þegar haldið var upp á að Reykvfldngar eru orðnir 100 þúsund. T^lið er að kostnaður við þetta verk- efni verði um 100 milljónir króna, fyrir utan frágang á lóðum og kaup á lóðum, Síðastliðið sumar samþykkti borg- arráð tillögu Sigrúnar Magnúsdótt- ur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, um að minnast þess með veglegum hætti þegar Reykvíkingar verða 100 þúsund. Tillagan, sem borgarráð samþykkti í síðustu viku, er tilkomin í framhaldi af tillögu Sigrúnar. Hugmyndina um endur- byggingarnar við Aðalstræti eiga Markús Örn Antonsson borgarstjóri, og Margrét Hallgrímsdóttir borgar- minjavörður. Undirbúningur að verkefhinu hefst á þessu ári, og gert er ráð fyrir að fyrsta húsið rísi á næsta ári. Við Aðalstræti var elsta byggð á íslandi Talið er að elsta byggð á íslandi hafi verið í nágrenni Aðalstrætis í Reykjavík. Á miðri 18. öld risu hús Innréttinganna við Aðalstræti, og er það jafnframt talið vera fyrsti vísir að þéttbýlismyndun í Reykjavík. Þetta átti sér stað á sömu slóðum og talið er að fyrsta byggð hafi staðið í Reykjavík á 9. öld. Við Aðalstræti stóðu einnig elstu verslunarhús Reykjavíkur, eftir að verslun var flutt úr Örfirisey og til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að á lóð Reykjavfk- urborgar í Aðalstræti 12 verði reist hús í stíl Innréttinganna. Húsið verður í umsjón Árbæjarsafns. Mið- að er við að í húsinu verði starfsemi tengd minningu fyrstu iðnþróunar og myndu'n fyrsta bæjarkjarna í Reykjavík í kringum hús Innrétt- inga, er stóðu þar sem nú er Aðal- stræti, meðal annars á lóðinni nr. 12. Að frumkvæði Skúla Magnússonar voru reist þar árið 1764 þrjú sam- byggð torfhús, eftir því sem næst verður komist, og í þeim voru vef- stofa, spunastofa og íbúðarherbergi. Þessi hús náðu einnig yfir lóð Aðal- strætis 10, en þar stendur í dag elsta hús Reykjavíkur og það eina sem að stofni til er talið frá tímum Innrétt- inganna. Borgarminjavörður telur í greinargerð sinni að kanna eigi möguleika á að færa húsið nær sinni upphaflegu gerð, þannig að það verði hluti af heildarmynd götunn- ar. í húsinu, sem fyrirhugað er að end- urreisa á lóð Aðalstrætis 12, var klæðavefnaðarhús og ullargeymsla. Hugmyndin er að sýna og skýra þar alla þætti í starfsemi Innréttinganna aðra en ullariðnaðinn sjálfan. Hús frá blómatíma Innréttinganna endurbyggt við Aðalstræti 14 Stefnt er að því að Reykjavíkur- borg eignist lóðirnar Aðalstræti 14 og 18, með það fyrir augum að reisa á þeirri fyrri hús samkvæmt teikn- ingum frá tímum Innréttinganna; en á þeirri síðarnefndu verði forn- leifagröftur og eftirlíking af skála landnámsbæjar, til minningar um Ingólf Arnarson og Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu íbúa Reykjavík- ur. í skálanum verði minjasafn tengt landnámi íslands og hinni fyrstu byggð í Reykjavík. í tillögu borgarminjavarðar er gert ráð fyrir að hús Innréttinganna, sem stóð við Aðalstræti 14, verði reist á lóðinni. Það hús var reist ár- ið 1754, en brann í miklum bruna sem varð 1764. Til eru nákvæmar heimildir og teikningar um gerð þessa húss. I því var vefhaðarstofa, spunastofa og dúkskurðarstofa. Þau tíu ár, sem húsið var til, gekk rekst- ur Innréttinganna einna best, en eins og flestir ættu að vita gekk þessi fyrsti iðnrekstur í borginni lengst af illa. Foraleifarannsóknum verði haldið áfram í miðbæ Reykjavíkur Á árunum 1971-75 fóru fram forn- leifarannsóknir á lóðum Aðalstrætis 14 og 18 og Suðurgötu 3, 5 og 7, sem leiddu í ljós fornleifar frá fyrstu árum fslandsbyggðar. Við uppgröft á lóð Aðalstrætis 18 mátti greina út- línur langhúss, 12 metra á lengd og 8 metra á breidd, sem þykir fremur lítið miðað við langhús annars stað- ar á landinu. Ýmsir telja að þetta hús hafi verið hús Ingóífs og Hall- veigar. Fræðimenn eru þó tregir til að fullyrða nokkuð um það. í tillögu borgarráðs er gert ráð fyr- ir þarna verði byggð eftirlfking að landnámshúsum. Jafnframt er gert ráð fyrir að fornleifarannsóknum verði haldið áfram í miðbæ Reykja- víkur. Lóð Tjarnargötu 8 er sérstak- Iega nefnd í þessu sambandi, en vit- að er að þar eru fornleifar frá Iand- námsöld sem bíða rannsóknar. í greinargerð með tillögu borgar- ráðs er einnig getið um fyrirhugaða endurbyggingu á húsum Geysis hf., en Reykjavíkurborg keypti þau fyrir skömmu og ætlar að koma þeim í upprunalegt horf. Húsin eru mikil- vægur hluti af verslunarsögu borg- arinnar, en verslun átti drjúgan þátt í að gera Reykjavík að stærsta þétt- býliskjarna landsins. Markmiðið er því að heildarmynd Aðalstrætis minni á sögu borgar- innar, og miðli henni til borgarbúa og til þeirra sem sækja borgina heim. Ennfremur er fyrirhugað að koma fyrir útivistarsvæðum í Grjótaþorpi og efna til samkeppni um svokallað Ingólfstorg á Stein- dórs- og Hallærisplönum. -EÓ HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK Lausar stöður við heilsugæslustöðvar í Reykjavík og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR: Grafarvogur H2. Stöðin tekur til starfa 1. maí n.k. Staða læknis frá 1. maí n.k. Staða læknis frá 1. sept. n.k. eða eftir samkomulagi. Staða hjúkrunarforstjóra frá 1. aprll n.k. Staða hjúkrunarfræðings frá 1. maí n.k. Tvær 60% stöður móttökuritara frá 1. maí n.k. Staða læknarítara frá 1. maí n.k. Mjódd H2 (Stöðin tekur til starfa í nýju húsnæði 1. okt. n.k.) Staða læknis frá 1. okt. n.k. Fossvogur H2 60% staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun frá 1. apríl n.k. Hlíðar H2 60% staða hjúkrunarfræöings við heimahjúkrun frá 1. apríl n.k. Miðbær H2 60% staða móttökuritara frá 15. apríl n.k. Staða læknafulltrúa frá 1. apríl n.k. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR: Staða aðstoðaryfirlæknis við lungna- og berkladeild frá 1. maí n.k. Tímabundin staða hjúkrunardeildarstjóra við atvinnusjúk- dómadeild laus nú þegar. 50% staða skólatannlæknis (verksamningur) við Foldaskóla frá 15. apríl n.k. 65% staða aðstoðarmanns tannlæknis við sama skóla frá 15. apríl n.k. Staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun (kvöldvaktir) frá 1. apríl n.k. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf, sendist stjómsýslusviði fyrir 1. apríl n.k. á þar til gerð- um eyðublöðum, sem fást hjá starfsmannahaldi á Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur, Barónsstíg 47. Nánari upplýsingar veita forstjóri og starfsmannastjóri í síma 22400. 2. mars 1992 Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík og Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Stjórnsýslusvið. BILALEIGA AKUREYRAR MED ÚTIBÚ ALLT f KRINGUM LANDID. MUNIDÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUMBÍLAERLENDIS interRent Europcar £ t^t TOLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir evðublaða fyrir tölvuvinnslu fm l'KI N ISMIDIANa^ \C^dda\— Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 -¦ 680001 & 686300 Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt aö nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. yUMFERÐAR RÁD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.