Tíminn - 26.03.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.03.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. mars 1992 Tíminn 3 Atvinnuleysishlutfall fólks yfir 50 ára lægst: Vinnuvikan styttist um 2,7 st. frá aprfl til október Atvinnuleysi óx úr 1,8% upp í 2,7% frá apríl til nóvember á síðasta ári, samkvæmt vinnumarkaðskönnun sem Hagstofan gengst fyrír vor og haust og nær til þúsunda landsmanna á aldrínum 16 til 74 ára. Mest fjölgaði atvinnulausum meðal 16-19 ára. Um 9,5% þeirra voru at- vinnulaus í nóvember eða sex sinnum fleiri en í apríl. Meðal 20-29 ára óx hlutfall atvinnulausra úr 1% í 3,5%. Vinnutími, bæði í aðalstarfi og aukastarfi, styttist líka bæði hjá körium og konum frá aprd til nóvem- ber. Hjá körlum styttist meðalvinnuvikan úr 52,2 niður í 50,5 stundir, en hjá konum úr 36,7 niður í 33,3 stundir. í könnun þessari fylgir Hagstofan skilgreiningum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar á grundvallarhug- tökum varðandi vinnumarkaðinn. Fólk telst í vinnu ef það hefur unnið eina klukkustund eða meira þá viku sem könnunin tekur til hverju sinni. Fólk telst atvinnulaust hafi það leitað að vinnu undanfarnar fjórar vikur og sé tilbúið að hefja störf innan tveggja vikna. Utan vinnumarkaðarins teljast þeir sem hvorki eru í vinnu né atvinnulausir. Athygli vekur að hlutfall atvinnu- lausra er lægst (1,5%) meðal fólks yfir 50 ára aldri. Meira en helmingur allra atvinnulausra í nóvember sl. var innan við 30 ára aldur. Sömu- leiðis vekur athygli að atvinnuleysi er hlutfallslega mest á höfuðborgar- svæðinu, þótt skráð atvinnuleysi sé jafnan meira á landsbyggðinni. Hag- stofan vekur athygli á mun sem eðli- lega er á fjölda atvinnulausra í svona könnun annars vegar og atvinnu- leysistölum félagsmálaráðuneytis- ins hins vegar. Síðarnefndu tölumar nái aðeins til þeirra sem láti skrá sig atvinnulausa, en það geri aðeins þeir sem rétt eiga á bótum. Atvinnu- þátttaka er aftur á móti mest meðal 40-49 ára fólks. Af þessum aldurs- hópi teljast 94,4% á vinnumarkaði, sem er nær 2% aukning frá því í apr- fl. Hlutfall 60-69 ára á vinnumark- aðnum hefúr hins vegar lækkað töluvert, eða úr 78,1% í aprfl niður í 74,5% í nóvember. Flokkað eftir búsetu er atvinnuþátt- taka áberandi mest í kaupstöðum utan höfuðborgarsvæðisins, rúm- lega 85%, borið saman við tæp 80% bæði á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli. Tálsverður munur er einnig á at- vinnuþátttöku kynjanna. Um 87% karla eru á vinnumarkaði en 75% kvenna. Af körlunum eru rúmlega 89% í fullu starfi, en aðeins um 47% kvennanna. Hlutfall íslenskra kvenna í hlutastörfum virðist því óvenjulega hátt f samanburði við önnur Evrópulönd. Samkvæmt upplýsingum danska LO-blaðsins er t.d. aðeins eitt ríki Evrópubanda- lagsins, Holland, þar sem hlutfall kvenna í hlutastarfi er hærra en hér. í átta EB-landanna er hins vegar innan við fjórðungur kvenna í hlutastörfum. Líklegt er að íslensku heilbrigðisstéttimar eigi óskorað Evrópumet í hlutastörfum, því 53% allra starfsmanna heilbrigðisþjón- ustunnar, bæði karla og kvenna, em í hlutastörfum. Þetta hlutfall er sömuleiðis hátt, eða 36%, meðal allra kennara (karla og kvenna). - HEI Viðskiptaráðherra tilbúinn með enn eitt frum- varp um greiðslukortaviðskipti: Korthafar sjálfir greiði kostnaðinn Ríkisstjómin hefur samþykkt að frumvarp um greiðslukortastarfsemi verði lagt fram á Alþingi.Fmmvarpið gerir m.a. ráð fyrir þeim breytingum að kostnaður vegna greiðslukortavið- skipta verði greiddur af korthafa en komi ekki fram í hækkuðu vömverði. Þetta ætti að koma þeim til góða sem greiða innkaup sín með reiðufé. í frumvarpinu er sömuleiðis mótuð skýr stefna varðandi ábyrgðir. Aðal- reglan er sú að metið verði viðskipta- traust hvers einstaklings sem sækir um kort og að þeim verði synjað um kort sem ekki njóta slíks trausts. Kortafyrirtækjum verði aðeins í und- antekningartiívikum að fara fram á tryggingu frá þriðja manni, ef sér- staklega stendur á. Viltu hjálpa til við nýtt heimsmet? Sjö ára gamall enskur drengur, sem gengur með ólæknandi krabbamein, vill gjaman komast í heimsmetabók Guinness fyrir það að eiga stærsta safn veraldar af nafnspjöldum. Þeir sem vilja gleðja drenginn em vinsamlegast beðnir að senda hon- um nafnspjald sitt. D'rengurinn heit- ir Craig Shergold, 36 Selby Road, Carshalton, Surrey SUl LD, Eng- land. Að sögn Tryggva Axelssonar, lög- fræðings í viðskiptaráðuneytinu, er sú hugsun m.a. í lögunum að um gagnkvæma samninga sé að ræða, þannig að korthafi fari ekki út fyrir þá úttektarheimild sem honum hefur verið veitt, sem sjaldnast er meiri en einhvers staðar á bilinu 100 til 300 þúsund. Fari viðkomandi út fyrir heimildina á greiðslukortafyrirtækið að geta gripið inn í áður en í óefni er komið. En ekki að kortafyrirtæki taki eitt allsherjar veð í fólki upp á 1-2 milljónir og korthafa líðist síðan að safna upp í það í þrjá fjóra mánuði áð- ur en loksins sé gripið í taumana. Stefnuna varðandi skiptingu kostn- aðar við það að nota greiðslumiðlun með greiðslukortum segir Tryggvi sömuleiðis skýrari í þessu frumvarpi en áður. í 12. gr. segi m.a. að greiðslumiðlun með greiðslukortum skuli ekki valda almennri hækkun á vöruverði. Og síðan segir að kostnað- ur vegna greiðslumiðlunar eigi að greiðast af korthöfum. Stefnan sé sú að kostnaður sem fylgir greiðslu- kortastarfsemi, hvort heldur um er að ræða kreditkort eða depetkort (nýjung sem er væntanleg áður en langt um líður í stað ávísana) komi fram hjá notanda. í frumvarpinu seg- ir TVyggvi einnig kveðið nánar á um ábyrgð korthafa og kortaútgefanda í því tilfelli að kort týnist. Þar komi bæði fram ákveðin mörk um fjár- hæðir og aðrar reglur. Kortaútgef- anda verði t.d. skylt að veita viðtöku, allan sólarhringinn, tilkynningu um tapað kort. -HEI Þingmenn Alþýðubandalags kíkja á einkageirann. Árangurinn er: Tvö frumvörp um viðskiptalífið Þingmenn Alþýðubandalags lögðu í gær fram tvö fhimvörp til breytinga á lögum um verslun og viðskiptí. Ann- ars vegar er um að ræða frumvarp um breytingu á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahættí þar sem verkefni Verðlagsráðs og Verðlagsstofnunar á sviði viðskiptasamkeppni eru aukin og endurskipulögð. Itíns vegar eru lagðar til breytingar á hlutafélagalög- um. í fyrmefnda frumvarpinu er gert ráð fyrir að Verðlagsráð og Verðlagsstofn- un fái aukið valds- og starfssvið svo þau betur fái trýggt nauðsynlega sam- keppni og hindrað fakeppni og einok- un. Þá eru sérstök ákvæði sem hindra eiga hringamyndun á sviði sam- gangna. Síðara viðskiptafrumvarp Alþýðu- bandalagsins fjallar um breytingu á hlutafélagalögum sem miða aö því að auka tiltrú almennings á hlutafélög- um sem góðum fjárfestingakosti og stuðla þannig að auknum áhrifum hans og aðhaldii í rekstri atvinnufyrir- tækja auk betri eiginfjárstöðu. í frumvarpinu er gerðar strangari Alþýðubandalagsþingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Krist- inn H. Gunnarsson kynna frumvörp til breytinga á lögum um við- skipti og hlutafélög. Tímamynd Áml Bjama kröfúr um hömlulaus viðskipti með endurskoðanda verða víðtækari og hlutabréf en nú eru gerðar, allir loks eru sérstök ákvæði sem tryggja stjómarmenn verði kosnir á sama eiga upplýsingastreymi til hluthafa og hluthafafundi, kröfur um löggiltan almennings. Ráð til að létta af sér álaginu: Kyrrðardagar í Skálholti Islenska þjóðkirkjan hefur undan- farín ár boðið fólki til dvalar í Skál- holtí á kyrrðardögum í kyrruviku. Þar gefst tækifæri til að draga sig út úr ys og þys daglega lífsins. Kyrrðardagar í Skálholti verða haldnir 15.-18. aprfl nk. Þar mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup annast íhugun trúarinnar og hugleiða dýpstu rök hennar í Ijósi páskaboð- skaparins og minnast krossdauða og upprisu frelsarans, Jesú Krists. Mikil aðsókn hefur verið að kyrrð- ardögum þjóðkirkjunnar í Skálholti en takmarka verður fjölda þátttak- enda vegna húsnæðisskorts. Því eru þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, beðnir að hafa samband við Biskups- stofu sem veitir allar upplýsingar. —sá Aðalfundur Lögmarmafélags íslands verður haldinn föstudaginn 27. mars 1992 kl. 14.00 í Ársal á Hótel Sögu. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. samþykkta L.M.F.Í. 2. Tillaga um breytingu á 1. ml. 2. mgr. 6. gr. samþykkta L.M.F.Í. 3. Tillaga stjómar um breytingu á 1. mgr. 17. gr. samþykkta L.M.F.Í. 4. Tlllaga stjómar um að hver félagsmaður greiði sérstakt iðgjald kr. 15.000,00 í Ábyrgðarsjóð L.M.F.Í., sbr. 5. tl. 3. gr. samþykkta fyrir sjóðinn. 5. Kynntar tillögur kjaranefndar um breytingar á galdskrá L.M.F.Í. 6. Onnur mál. Stjóm L.M.F.Í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.