Tíminn - 26.03.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. mars 1992
Tíminn 7
B-keppnin í handknattleik:
Fariö aö draga fyrir
sólu í Austurríki
Það verður ekki sagt að lukkudísim-
ar séu á bandi íslenska liðsins í Aust-
urríki, en í gær tapaði liðið enn stigi
gegn andstæðingum sínum á síðustu
sekúndum leiksins. Það er varia hægt
að kenna öðru um en dæmalausri
óheppni með kæruleysisfvafi. Táugar
leikmanna, meira og minna í flækju,
voru í aðalhlutverid í Innsbruck í
gær.
Leikurinn var í jámum allan tímann,
Danir byrjuðu betur og komust um
miðjan hálfleik í fjögurra marka for-
skot, en íslensku strákamir náðu að
minnka muninn í eitt mark í hálfleik
og jafna strax að hálfleik loknum. Þeg-
ar um 1 mínúta var til leiksloka náði
Bjarki Sigurðsson að koma íslending-
um yfir með eina marki liðsins úr
hraðaupphlaupi. Þegar Guðmundur
Hrafnkelsson náði að verja þegar um
10 sekúndur voru eftir héldu flestir að
sigurinn væri í höfn, en í stað þess að
halda boltanum og láta brjóta á sér var
bmnað upp og Konráð Olavsson
reyndi að gera mark sem íslenska lið-
ið þurfti ekki á að halda til að vinna
sigur í leiknum. Vömin var miklu
betri í þessum leik en í þeim fyrri, en
sóknarleikur liðsins var hvorki fugl né
fiskur mestan hluta leiksins. Þeir
Héðinn Gilsson og Sigurður Bjama-
son vom afspymulélegir, Héðinn
braut illa af sér og skaut ótímabæmm
skotum og Sigurður Bjamason fékk
allt of lengi að leika lausum hala í
sókninni, gerði reyndar þrjú mörk, en
sjö tilraunir hans aðrar fóm forgörð-
um. Ljósasti punkturinn í leiknum
var markvarsla Guðmundar Hrafn-
kelssonar sem var lengst af mjög góð.
Taugastríði íslenska liðsins er ekki
lokið. Strákamir eiga eftir að leika
gegn ísraelsmönnum og þurfa í þeim
leik að vinna stórt og er það ekki sjálf-
gefið. Hins vegar eiga Danir eftir að
leika gegn Norðmönnum, sem eins og
einn viðmælandi Tímans sagði, hafa
haldið veislu í gærkvöldi, enda hafa
þeir tryggt sér sæti í A-keppninni að
ári og auk þess þátttökurétt í úrslita-
leiknum á sunnudag.
Staðan í milliriðli 1
Noregur..........4 4 0 0 93-81 8
Danmörk..........3 2 1 1 86-64 5
ísland...........32 1 1 89-79 5
ísrael ..........4 1 1 2 81-91 3
Pólland..........4 1 0 3 89-93 2
Holland..........4 0 1 3 80-90 1
-PS
Ísland-Danmörk 16-16 (8-9) M&rk Misheppnuö Bolta skot tapað Stoð- sendingar Boití Varið nmilnn
Júlíus Jónasson 0 1 1 0 0
Sigurður Bjarnason 3 7 0 0 0
Gunnar Gunnarsson 1 0 0 í 0
Héðinn Gilsson 1 3 2 0 0
Konráð Ólavsson 3 2 1 0 1
Bjarki Sigurðsson 4 0 1 1 0
Kristján Arason 0 0 0 0 2
Geir Sveinsson 1 0 2 0 0
Birgir Sigurðsson 0 1 1 0 0
Sigurður Sveinsson 3(lv) 4 0 0 0
Samtals 16 Guðmundur Hrafnkelsson Bergsveinn Bergsveinsson Lék ekki Útafrekstur: ísland 14 mínútur Pólland 14 mínútur 17 8 2 3 16
Alfreð Gíslason:
„Þurfum aö
vinna stórt“
„Leikurinn við ísraelsmenn verð-
ur erfiður og við vitum það núna
að við þurfum að vinna þá stórt og
treysta á að Norðmenn taki á, á
móti Dönum, en þeir eru öruggir í
fyrsta sæti. Ég efast um að Norð-
menn tapi viljandi fyrir Dönum,
en ég stórefast um að Norðmenn
eigi nokkurn möguleika á að vinna
Dani. Þeir eru að leika um allt, en
Norðmenn að leika hálfgerðan æf-
ingaleik fyrir úrslitaleikinn, þar
sem ég geri ráð fyrir að þeir hvíli
sína bestu menn. Við eigum að
vinna ísraelsmennina, það er ekki
vafamál, en það er eftir því við
hvað er miðað og hvað við eigum
að gera núorðið. Við vinnum þá
ekki eins og við lékum í gær-
kvöldi. Það er mjög slæmt að leika
á undan hinum og það eina sem
hægt er að gera, er að vinna og það
stórt og setjast svo niður og bíða
og vona. Það er ekki þægileg til-
finning."
Guðmundur Guðmundsson:
„Ráðleysi í
sókninni"
„Það var dálítill klaufaskapur
þarna í lokin, þeir hefðu átt að
halda boltanum og láta brjóta á sér
því þeir þurftu ekki á markinu að
halda. Markvarslan var frábær í
leiknum. Sóknarleikurinn batnaði
til muna seinni hluta síðari hálf-
leiks og skapaðist meiri stöðug-
leiki í sókninni. Farið var að leysa
upp fyrir Bjarka og komu nokkur
mörk upp úr því. Það eru ekki
skoruð nema 16 mörk í leiknum
og því varla hægt að gagnrýna
vörnina sem slíka, en þeir verða þó
að átta sig á því að þeir fá ekki allt-
af svona markvörslu og þó mörkin
hafi ekki verið fleiri fannst mér
Danirnir oft fá að koma of nálægt
og þetta hefur dálítið verið ein-
kennandi fyrir það sem af er móts-
ins. Sóknarleikurinn var lengstum
ráðleysislegur og hraðaupphlaup
vantar alveg og þeir verða að koma
lagi á það. Leikurinn var mjög erf-
iður taugalega séð og hann ber
það með sér að það var mikið í
húfi fyrir bæði lið. Mér fannst leik-
urinn í sjálfur sér ágætur, en sókn
íslendinganna ekki nógu góð og
bar dálítið á ótímabærum skotum.
Guðmundur Hrafnkelsson og
Bjarki Sigurðsson voru bestu
menn íslenska liðsins. Dómgæslan
fannst mér ömurleg og mér fannst
þeir taka allt of hart á íslending-
unum.“
Guðjón Guðmundsson:
„Einkaframtak
ræður ríkjum“
„Það er kannski ekki hægt að segja
mikið um þennan leik. Það er ljóst
að leikurinn er taktískt mjög illa
leikinn og einstaklingsframtakið
ræður ríkjum, þó að við höfum náð
jafntefli lágum við undir nær allan
leikinn og vorum reyndar ótrúlega
óheppnir í lokin að ná ekki að knýja
fram sigur. Staðan er einfaldlega sú
að íslenska liðið hefur ekki í neitt
að grípa þegar illa gengur. Það er
til dæmis lengi framan af leiknum
sem spilað er, fæddur, skírður. Það
er ekkert markvisst verið að gera í
leiknum, sem gerir svo útslagið
með að við vinnum ekki leikinn.
Það er gríðarleg taugaspenna og
erfitt að vinna sig út úr því og í
raun voru bæði liðin ofurseld þess-
ari taugaspennu. En það verður að
segjast eins og er að við getum þó
þegar upp er staðið ekki verið
óánægðir með jafnteflið og eigum
þó von um að komast til Svíþjóðar,
þó langsótt sé. Sóknarlega séð í
leiknum í kvöld, hikstaði liðið ekki,
það var stopp, það er þessi frjálsi
handbolti sem ríður húsum í ís-
lensku herbúðunum. Liðið er ekki
sannfærandi og mér fannst Danir
ekki sterkir í leiknum, en að öllu
jöfnu eigum við að vinna þá nokk-
uð örugglega. Það skal enginn van-
meta ísraelsmennina og við þurf-
um lágmark 12 marka sigur til að
vera öruggir, því Norðmenn eru ör-
uggir í úrslitin og það er væntan-
lega veisla hjá þeim í kvöld. Síðan
verðum við að vona að Guð og
lukkan verði okkur hliðholl. Ein-
staklingsframtakið virðast ráða
ríkjum og íslenska liðið virðist vera
mjög illa undirbúið undir stórátök
eins og þessi."
Hilmar Björnsson:
„Taugarnar
utanáliggjandi“
„Þetta var nú svona eins og ég bjóst
við og þetta var einn af þessum leikj-
um sem var með taugamar utan-
áliggjandi og það var geysilega mikið
um mistök á báða bóga, sem betur fer.
Það er alveg ljóst að liðið hefúr ekki
fullkomlega trú á því sem það er að
gera. Það hikstar allt sem liðið er að
reyna að gera og agaleysið er mikið
sem lýsir sér í því hvernig menn klára
sóknimar, þegar menn hafa leikinn í
hendi sér. Vömin var meira sannfær-
andi, markvarslan þokkalega góð og
jafnvel mjög góð á köflum. Sóknar-
leikurinn var allt of fálmkenndur og
mér kom skipun Sigurðar Bjamason-
ar í hlutverk leikstjórnanda á óvart og
mér hefði fúndist miklu rökréttara að
láta Gunnar Andrésson koma þar inn
í, hann var þó búinn að leika einn leik
og standa sig vel. Það vantaði í leikn-
um að spilað væri upp á homin og við
höfum séð liðið leika í æfingaleikjum
miklu markvissari taktík til að opna
fyrir þau, en nú vantar hraðann og
ákveðnina í taktíkina. Þetta er það sem
fylgir spennunni og hasamum sem
fylgir þessu. Við verðum að athuga að
strákamir em ekki bara að spila sjö á
vellinum með einn handbolta, heldur
eru þeir að spila með alla þjóðina á
bakinu. Hjá mörgum af þessum þjóð-
um sem við leikum við veit fólk heima
ekki af þeim, en héma fer allt á hvolf.
Þessir strákar em með það á bakinu að
þeir þurfa að koma heim, mæta í
vinnu og hitta vinnufélaga og þar ertu
hakkaður eða hafinn til himna. Við
tökum leikina og hefjum þá upp eins
og um líf og dauða sé að tefla. Þetta er
nú bara boltaleikur og menn ættu að
halda sig á jörðinni. Við ætlum aldrei
að læra þetta og sagan endurtekur sig
alltaf aftur og aftur."
Geir Hallsteinsson:
„Agaleysi í
sóknarleiknum"
„Leikurinn bar keim af tauga-
veiklun og eins og við sáum var
mikið um mistök í sóknarleiknum
og ég held að eftir gangi leiksins
var jafntefli ekkert ósanngjarnt.
Það sem gladdi augað var það sem
maður var hræddastur við fyrir
keppnina, en Guðmundur Hrafn-
kelsson varði mjög vel f markinu.
íslenska liðið nýtti ákaflega illa
þegar það var einum manni yfir
inni á vellinum og kerfi liðsins
virðast ekki ganga upp. Varðandi
varnarleikinn fannst mér of mikið
af klaufabrotum, menn voru að slá
í andlitin, klaufahrindingar og að
halda utan um menn. Það voru
ekki nógu mikil klókindi í varnar-
leiknum, en vörnin var samt
skárri en áður. Agaleysi var ríkj-
andi í sóknarleiknum, sóknirnar
voru of stuttar og menn eru að
skjóta í 60% færum í stað þess að
bíða aðeins lengur. Við gátum
unnið í lokin, ef Konráð hefði
skotið upp í rjáfur, en svona er
handboltinn. Ég var mjög ánægð-
ur með dómgæsluna í leiknum,
þeir voru sjálfir sér samkvæmir á
bæði lið. Línu- og hornaspil Dan-
anna er aiveg sérstakt, þeir eru al-
veg sérfræðingar í því og þá var
vörn þeirra mjög góð í síðari hálf-
leik. Ég er enn ekki farin að sjá
rétta andlitið á íslenska liðinu og
ég hef ekki neina lausn sjáanlega.
Breytingin sem Þorbergur gerði á
liðinu fannst mér gott útspil, en
vinstri vængurinn var ekki nógu
beittur og ekki nógu mikið spilað
upp á Konráð. Þó ísraelsmenn eigi
enga möguleika þá held ég að þeir
gefi nú ekki neitt, en þetta er ekki
búið enn.“