Tíminn - 02.04.1992, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. apríl 1992
Tíminn 3
Davíð Oddsson forsætisráðherra minnir utanríkisráðherra á að hugsanleg aðild íslands að
EB sé innanríkismál en ekki utanríkismál:
Davíð segir aðild að
EB ekki vera á dagskrá
„Aöild að Evrópubandalaginu er ekki á dagskrá ríkisstjómarinn-
ar. Það er ekki ástæða fyrír íslendinga að leggja inn aðildarum-
sókn núna til að sjá hvemig tekið verður í okkar sérkröfur. Það
verður ekki gert vegna þess eins að önnur EFTA-ríki og Norður-
lönd em á leið í aðiidarsamninga. Hin EFTA-ríkin em ekki bara að
knýja dyra hjá EB til að sjá hvað þar er innan dyra,“ sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra í umræðum um skýrslu utanríkisráð-
herra á Alþingi í fyrrakvöld.
Forystumenn stjórnarandstöð-
unnar lýstu yfir ánægju sinni með
yfiriýsingu forsætisráðherra. Þeir
sögðu að með henni væri óvissu
um stefnu íslensku ríkisstjórnar-
innar í Evrópumálunum eytt, en
mikil umræða hefur farið fram
um stefnu íslands í Evrópumálum
í þjóðfélaginu síðan utanríkisráð-
herra lagði fram skýrslu sína í ut-
anríkismálum. Þar er lagt til að
stjórnstofnanir íslenska stjórn-
kerfisins kanni kosti þess að ís-
land gerist aðili að EB áður en að-
ildarkostinum er hafnað.
Forsætisráðherra kom sér hjá því
að gagnrýna beint þann kafla
skýrslunnar þar sem fjallað er um
kosti þess að ganga í EB. Hins veg-
ar sagði Davíð að hugsanleg aðild
íslands að EB sé innríkispólitískt
mál en ekki utanríkismál. Hann
sagði að áður en ákvörðun hefði
verið tekin um að taka þátt í sam-
floti EFTA-ríkja um viðræður um
EES, hafi farið fram ítarleg um-
ræða um það innanlands. Skilja
má þessi orð Davíðs sem áminn-
ingu til utanríkisráðherra um að
hann einn taki ekki ákvörðun um
hvernig haldið verði á málum ís-
lands á sviði evrópskrar samvinnu.
Stefnubreyting á því sviði hljóti að
kalla á ítarlega umræða innan-
lands áður en farið er að fram-
kvæma stefnuna á sviði utanríkis-
mála.
.Auðvitað hafa menn úr öllum
flokkum, forystumenn allra flokka
verið að skoða kosti og galla aðild-
ar að EB. Slíkt er auðvitað for-
senda þess að menn treysti sér til
að taka afstöðu í öllum meginat-
riðum til þess hvort aðild fyrir ís-
lendinga sé æskileg eða óæskileg.
Þannig að menn hafa auðvitað
verið að skoða slíka kosti og það
hlýtur auðvitað að vera gert
áfram. Slík skoðun hefur að hluta
til átt sér stað í sambandi við um-
ræðuna um EES-samningana sem
hófust 1989,“ sagði forsætisráð-
herra og minnti á skýrslur sem
síðasta ríkisstjórn lét vinna, t.d.
úttekt á áhrifum EES á íslenskan
sjávarútveg, úttekt á áhrifum
innri markaðar EB á íslenskan
iðnað, skýrslu um þjóðhagsleg
áhrif EES, skýrslu um EES og
byggðaþróun, skýrsla um efna-
hagssamvinnu Evrópuþjóða og
hagstjórn á íslandi, skýrsla um
Evrópu 1992 og ríkisfjármálin, rit
Stefáns Más Stefánssonar um Evr-
ópuréttinn og sjávarútvegsreglur
EB o.fl. Forsætisráðherra sagði að
í þessum skýrslum væri víða fjall-
að um áhrif aðildar íslands að EB.
Þessari upplýsingaöflun og könn-
unum verði haldið áfram. -EÓ
Ný reglugerð frá
sjávarútvegsráðuneytinu:
Veiðibann
um páska
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í
framhaldi af því að samráðshópur
um bætta umgengni um auðlindir
sjávar gerði tillögur til ráðuneytis-
ins um takmarkanir á þorskveiðum
um páska, gefið út reglugerð um
friðun hrygningarþorsks á þeim
tíma. Byggir reglugerðin á tillögum
starfshópsins og samkvæmt henni
eru allar veiðar með þorsknetum
óheimilar í fiskveiðilandhelgi ís-
lands frá klukkan 20.00 laugardag-
inn 11. apríl til klukkan 10 árdegis
þriðjudaginn 21. apríl 1992. Þá eru
veiðar í öll veiðarfæri, aðrar en skel-
og grásleppuveiðar, bannaðar á viss-
um svæðum frá Stokksnesvita að
Bjargtöngum. -PS
Suðurland:
Harmar vinnubrögð
Fjölmennur fundur stjómar- og trún-
aðarráða Alþýðusambands Suður-
lands, sem haldinn var á Selfossi 31.
mars 1992, harmar vinnubrögð ríkis-
stjórnar íslands í þeim samningavið-
ræðum sem staðið hafa undanfama
mánuði. Fundurinn vítir aðför ríkis-
stjórnar að launafólki og skorar á hana
að ganga að réttmætum kröfum verka-
lýðshreyfingarinnar. -PS
Ólína Þorvarðardóttir segist hafa fengið fátækleg
svör við fyrirspurn sinni um ástand leiguíbúða í eigu
borgarinnar. Hún er ekki hætt og mun leggja fram
tillögu um málið á fundi í dag:
Heilbrigóis-
eftirlitið kanni
ástand íbúðanna
Ólína Þorvarðardóttir, borgaríulltrúi Nýs vettvangs, mun á borgar-
stjómarfundi í dag leggja fram tillögu þess efnis að heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur kanni ástand leigíbúða í eigu borgarínnar. Tillögu þessa
ber Ólína upp í framhaldi af fyrirspum þeirri sem hún bar fram á fundi
þann 19. mars síðastliðinn. Hún segir að svör byggingardeildar borgar-
innar séu afskaplega fátækleg og það sé ekki hægt að una því.
Þorvarðardóttir borgarfulltrúi í sam-
tali við Tímann.
Ólína segir ástæðuna fyrir því að hún
hafi farið að grennslast fyrir um þessi
mál vera að síðustu vikur og mánuði
hafi fjöldinn allur af fólki haft sam-
band við sig og lýst því fyrir sér hve
seint og illa það gangi að fá gert við
íbúðir. Kona ein hafði samband við
Ólínu og hún býr í húsnæði þar sem
mikill saggi er. Hún er asmasjúkling-
ur og hún hefur ekki getað setið í stof-
unni og horft á sjónvarpið síðan í sept-
ember, því annars á hún á hættu að
bera heilsutjón af. Önnur kona í Aust-
urbrún hafði þá sögu að segja að íbúð-
in sé varla fokheld og megi sjá í beran
steinninn á gólfum og hafi þetta
ástand varað í mörg ár.
Aðaltilefni segir Ólína að hafi verið að
sér hafi borist til eyma mál gamals
manns sem bjó við Austurbrún. Þrátt
fyrir margra ára baráttu fyrir því að fá
gert við íbúðina, hafi það ekki tekist
og fyrir nokkrum vikum hafi verið svo
komið að maðurinn var fluttur úr
íbúðinni.
„íbúðin var þannig að hún var eldd
hundum bjóðandi hvað þá fólki. Ég
fór til byggingardeildar og spurði þar
hvemig þeir röðuðu íbúðum í for-
gangsröð og hvemig þeir rökstyddu
sínar fjárveitingarbeiðnir. Það hlytu
að liggja fyrir einhverjar áætlanir um
þörf, en ég fékk svo loðin og óskýr svör
að ég hafði fulla ástæðu til að ætla að
slíkar áætlanir væm ekki til staðar og
því væri hentistefnan ríkjandi," sagði
Ólína Þorvarðardóttir. —PS
Á dagskrá borgarstjómarfundar í
kvöld er fyrirspum frá Sigurjóni Pét-
urssyni um viðhald leiguíbúða og
hyggst Ólína taka málið upp undir
þeim lið.
í fýrirspuminni bað Ólína um upp-
lýsingar um hve margar íbúðir biðu
viðhalds og væm í þokkalegu ástandi,
hversu margar íbúðir væm famir að
láta á sjá og væm lélegar, en væm þó
fokheldar. í þriðja lagi spurði Ólína
um hve margar íbúðir væm enn ófra-
gengnar og í óíbúðarhæfu ástandi og
heilsuspillandi. „Við þessu fékk ég af-
skaplega fátækleg svör og ég mun í
dag leggja það til að heilbrigðiseftirlit-
inu verði tafarlaust falið að kanna
ástand leiguíbúða borgarinnar og
skila um það skýrslu," sagði Ólína
Aprílgabb
Svo virðist sem íslenskir fjölmiðlar
ætli að viðhalda gamalli hefð með
því að fá lesendur sína til að hlaupa
apríl. Aprílgabb Tímans að þessu
sinni fjallaði um sölu á framleiðslu-
deild ÁTVR og sölu á áfengi á niður-
settu verði í framhaldi af því. Nær
allir flölmiðlar vom í gær með apríl-
gabb og sumir með mörg. Eflaust
hefur það verið misjafnt hversu
margir hlupu aprfi, en við vitum um
nokkra sem hugðust kaupa áfengi á
niðursettu verði. Einn vongóður
hringdi t.d. til blaðsins og spurði:
„Er þetta ekki ömgglega gabb?“
Hann vildi bara vera viss!
Starfsfólk Miklagarðs raðar í hillurnar í nýjum og ódýrari stórmarkaði.
Mikligarður tekur nýja stefnu í verslunarrekstri
Ætla að bjóða lægsta
verð á sér- og matvöru
Stórmarkaðurinn Mikligarður við Sund opnaði að nýju í gær eftir
gagngerar breytingar. Eftir breytingamar er Mikligarður langstærsti
„bónusmarkaður" landsins, þar sem höfuðáhersla er lögð á lágt
verð, bæði hvað varðar matvöru, fatnað, sportvömr og fleira. Fram-
kvæmdastjórí Miklagarðs segir markaðinn við Sund nú samkeppn-
ishæfan við lægsta verð sem boðið er á matvöm og sérvöm í dag.
Vömúrvalið hefur dregist vemlega
saman, sér í lagi í matvömnni, en
þetta skapar svigrúm til þess að lækka
verð vemlega. Framsetning dagvör-
unnar í Miklagarði er nú breitt og lík
því sem gerist í verslunum Bónus.
Hver vömtegund hefur meira rými
og lögð er áhersla á sem minnstan til-
kostnað frá því að vömnni er skipað
upp þar til hún er komin í hendur
neytenda. Aðstaða Miklagarðs er hins
vegar betri heldur en Bónus, því
vömlagerinn og verslunin em undir
sama þaki og flutningskostnaður þar
á milli í algem lágmarki. Flutnings-
kostnaður frá hafnarbakka er einnig í
lágmarki vegna staðsetningar mark-
aðarins. „Hér leggjum við fyrst og
fremst áherslu á lágt vömverð, en
ekki íburð," segir Bjöm Ingimarsson,
framkvæmdastjóri Miklagarðs. ,Auð-
vitað verða viðskiptavinir okkar
þjónustaðir hér eftir sem hingað til,
en það verður ekki hægt að tína allar
mögulegar og ómögulegar vömteg-
undir úr hillunum hjá okkur. Neyt-
endur geta gert sín bestu innkaup hjá
Miklagarði. Ég fullyrði þó ekki að við
munum alltaf vera lægstir í öllu. Það
munu alltaf verða einhverjir sem
undirbjóða okkur á einhverju sviði í
einhvem tíma. Með breyttu fyrir-
komulagi á rekstrinum og í innkaup-
um hjá okkur, hefur náðst það mikill
árangur að við emm fyllilega sam-
keppnisfærir við það besta og lægsta
sem gerist á markaðinum í dag.“
Bjöm segir að þessi breyting á
Miklagarði sé ákveðið afturhvarf til
þess þegar markaðurinn fyrst hóf
starfsemi árið 1983. Reyndar sé geng-
ið lengra en þá með því að leggja enn
meiri áherslu á lítinn tilkostnað,
sjálfsafgreiðslu og lágt vömverð.
Þetta á ekki bara við um matvöm,
heldur einnig fatnað, íþróttavömr,
hreinlætisvömr og fleira, sem verður
boðið á algem lágmarksverði. Mark-
miðið er að slagorð Miklagarðs ,>lik-
ið fyrir Iítið“, standi fyrir sínu.
Verðlækkunin í Miklagarði er ekki
eina breytingin, sem orðin er á versl-
unarrekstri fyrirtækisins. Aðrar
Miklagarðsverslanir en stórmarkað-
urinn við Sund verða framvegis rekn-
ar undir merkjum Kaupstaðar. Þar
verður áfram lögð áhersla á hagstætt
verð, en bæði úrval og þjónusta meiri
en í Miklagarði. Þriðji þátturinn í
verslunarkeðjunni em 11/11 verslan-
imar, sem em að segja má hverfa-
verslanir með takmarkað vömúrval
og sama verð og stórmarkaðimir.