Tíminn - 02.04.1992, Side 7

Tíminn - 02.04.1992, Side 7
Fimmtudagur 2. apríl 1992 Tíminn 7 „Nú eru orkulög löngu úrelt orðin, enda á stefnuskrá margra undan- genginna ríkisstjórna aö þau skuli endurskoðuö. Svo er einnig á stefnuskrá núverandi ríkisstjómar. Það er því haría einkennilegt, að áður en skipulag orkumála, þ.á m. orkuveitna, hefur verið endurskoð- að, er RARIK í senn gert 1) að undirbúa tillögu um stofnun hlutafélags um fyrirtækið í óbreyttri mynd og 2) að ráðast í kaup á orkuveitum víða um land“. Þetta segir Aðalsteinn Guðjohn- sen, rafmagnsstjórí og formaður Sambands íslenskra rafveitna, í rit- inu Sveitarstjómarmálum, sem að gefnu tilefni leitaði álits hans á sölu margra orkufyrirtækja sveit- arfélaga til ríkisins á rúmu ári. Aðalsteinn ítrekar þá skoðun sína að dreifing raforkunnar sé best komin í höndum öflugra hérað- sveitna í eigu og undir stjóm heimamanna. Ekki síst á því sviði sé komið að þætti sveitarstjórna, því dreifing og sala orkunnar snúi beint að notendunum, fólki og fyr- irtækjum. Löngu sé því tímabært að sameina kraftana í hverju héraði landsins og stofna þar öflugar dreifiveitur með sveitarfélögin sem kjama. Með héraðsveitum af skyn- samlegri lágmarksstærð sé bæði unnt að veita nægilega góða þjón- ustu, örva atvinnulífið og halda uppi „samanburðar“samkeppni við aðrar héraðsveitur. í stað starfa, sem nú séu unnin á aðalskrifstofu RARIK í Reykjavík, mundu eflaust myndast nokkur ný störf í hinum ýmsu hémðum. Varðandi stöðu og horfur spyr Aðalsteinn: „Er það eðlilegt, að RA- RIK, fyrirtæki sem ríkið hefur æ of- an í æ þurft að styrkja með beinum fjárframlögum, niðurgreiðslum og stórfelldri yfírtöku skulda, fyrirtæki sem sveitarféiögin í landinu þurftu að styrkja með verðjöfnunargjaldi í 20 ár, skuli nú kaupa orkuveitur um skiptingu landsins I átta héraðsveitur. Dreifing raforkunnar best komin í höndum öflugra héraðsveitna í eigu og undir stjórn heimamanna: Framvarp um RARIK hf. byijun á öfugum enda? sveitarfélaga hverja af annarri? Ekki er þetta sagt fyrirtækinu eða því ágæta fólki, sem þar starfar, til hnjóðs. Síður en svo. Þessum orð- um er beint til ríkisvaldsins sjálfs, yfirboðara RARIK, sem ætla verður að ráði ferðinni þar á bæ.“ í ljósi lagafrumvarpsins um RA- RIK hf. telur Aðalsteinn líklegt að þeir ríkisins menn muni gefa þá skýringu að ætlunin sé að selja hluti í fyrirtækinu síðar, ekki síst sveitarfélögunum, og þá á hagstæð- ara verði en öðmm. Samkvæmt því sé trúlegt að Siglufirði, Seyðisfirði og Höfn í Homafirði verði innan tíðar boðið að kaupa hlut í hinu nýja félagi. „Hver er vilji sveitarfélaganna?" spyr Aðalsteinn. Vonandi sæki nú ekki sá doði að sveitarfélögum landsins, að þau vilji hætta þátttöku í rekstri orkuveitna. ,Mig grunar að áðumefnd þrjú sveitarfélög viti það undir niðri að hér séu skammtíma- sjónarmið á ferðinni. Fjölgi þessum sveitarfélögum, tel ég líklegtað þau muni einnig sjá eftir því að hafa í nokkurri fljótfærni stigið skref aft- ur á bak með því að selja ríkinu í hendur orkuveitur sínar.“ Þótt vilji sveitarfélaga væri ljós, segir Aðalsteinn líka óhjákvæmi- legt að spyrja: Hver er vilji ríkisins? „Stefna núverandi ríkistjómar er að breyta orkuvemm, a.m.k. þeim sem hún á að hálfu eða öllu, í hlutafélög. En hver er stefna hennar í skipu- lagsmálum?" spyr Aðalsteinn. Ekkert hafi frést af endurskoðun orkulaga, þótt vera megi að unnið sé að henni í kyrrþey í iðnaðarráðu- neytinu. „Hins vegar mun liggja fyrir fullbúið ffumvarp um RARIK sem hlutafélag. Hér sýnist mér unnið að verkefnum í öfúgri röð. Orkulögin, sem mynda umgerð skipulagsins, ætti auðvitað að end- urskoða fyrst. Lög um RARIK hf. hljóta að mótast af þeirri skipulags- gerð.“ Sé það rétt að frumvarpið um RARIK hf. geri ráð fyrir óbreyttu skipulagi raforkudreifingar — þ.e. ríkisveitu, svæðisskiptri, en mið- stýrðri frá Reykjavík, sem haldi áfram milliliðastarfi sínu með heildsölu orku til rafveitna sveitar- félaga — segir Aðalsteinn verið að festa úrelt skipulag í sessi. Geri ný orkulög ráð fyrir breyttu skipulagi, sé fmmvarpið um RARIK hf. því ekki tímabært. „Og á sama tíma kaupir RARIK fjórar orkuveitur sveitarfélaga og mun hafa gert til- boð í fleiri. Varla samrýmist það stefnu ríkisstjórnarinnar. „Er ekki kominn tími til að sveit- arfélögin marki sér nýja stefnu í orkumálum, stefnu í takt við tím- ann? Er ekki kominn tími til að ríkið Iáti af miðstýringaráráttunni í orkumálum?" spyr Aðalsteinn Guð- johnsen. Múslimskir ofstopamenn auka þrýsting á konungsfjölskylduna í Saudi-Arabíu Klerkur var að flytja prédikun í mosku rétt utan við Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, nýlega, þegar skyndilega var ruddalega gripið fram í fyrir honum. Rétt þegar hann var kominn vel á veg með að æsa sig upp um uppáhaldsumræðuefni sitt, „vestræna illmennsku" og spillingu, stökk upp safnaðarmaður einn til að lýsa vanþóknun á tilteknum dæmum um djöfullega hegðun á þröskuldi klerksins sjálfs. Undrandi klerkinum var skýrt frá því mánuði, vekur athygli á síaukinni að aðeins neðar við veginn væri prins úr konungsfjölskyldu Saudi-Arabíu í óða önn að halda „siðlaust svall" með líbönskum konum. Innan örfárra sekúndna hafði moskan tæmst af fólki og stríður straumur trúaðra æddi um strætin til að finna trúleys- ingjana. Prinsinn beitir valdi sínu Múgurinn gerði atlögu að nær- liggjandi húsum, þar sem reyndar var fyrir hópur af stúlkum. Þær fengu fýlgd til höfuðstöðva mutawain, „trú- arlögreglu" Saudi- Arabíu. En svo er að sjá sem ofsatrúarmennimir hafi valið sér rangan andstæðing — Mas- ha’al bin Abdul Aziz prins, bróður Fahds konungs. Prinsinn sagði borgarstjóra Riyadh að láta stúlkumar lausar undir eins. Þegar því hafði verið hlýtt, er því haldið fram að fjöldi trúarlögreglu- manna hafi orðið. að þola svipuhögg fyrir að hafa tekið þátt í atburðinum. Atvikið, sem stjómarandstæðingar segja að hafi átt sér stað fyrir rúmum spennu milli konungsfjölskyldunnar, undir forystu Fahds konungs sem ber titilinn Gæslumaður hinna tveggja helgu moska, og öfgasinnaðra bók- stafstrúarmanna, sem óttast að sau- diskt þjóðfélag sé að verða of verald- legt. Að utan Stjórnarskrárbreyting- ar valda ólgunni Heimildir innan stjómarandstöð- unnar segja að búast megi við frekari árekstrum í kjölfar stjómarskrár- breytinga, sem kynntar vom snemma í mars. Kóngurinn, sem hefur æðsta vald, hefur til þessa yfir- leitt hagað gerðum sínum í nánu samráði við æðsta trúarvaldið í land- inu, Ulema. En nú á að útnefna ráðgjafarráð með vald til að hrinda af stað löggjöf og endurskoðun stefnu í utanríkis- og innanríkismálum. Ný löggjöf til að standa vörð um réttindi einstak- Ásjóna bókstafstrúar múslima. linga er almennt túlkuð sem aðferð til að hafa hemil á mutawain. Á sama tíma hefur fjölda prédikara verið bannað að ávarpa almannasam- kundur, og tugum félaga í öfgasinn- aða trúflokknum Salafi, sem á miklu fylgi að fagna meðal ungs mennta- fólks, hefur verið smalað saman. Bókstafstrúarmennimir hafa búist til gagnárásar með nýrri herferð þar sem þeir nota segulbandsspólur og bækur til að ófrægja konungsfjöl- skylduna. í einni þeirra, „Súperbyssan“, eru konunglegir prinsar, ráðherrar, hátt- settir embættismenn og liðsforingjar í hemum fordæmdir fyrir spillingu, eiturlyíjaneyslu, áfengissýki og önn- ur frávik frá „stíg Islarns". Þar er konungsfjölskyldan líka sökuð um fjárdrátt og að fara frjálslega með ol- íuauð landsins, „sem að lokum hafn- ar í vösum nokkurra prinsa þegar hann mætti nota til heilagri málefna, s.s. að berjast gegn zíonisma og til stuðnings við baráttu palestínsku þjóðarinnar". Hverjir eru höfundar bandanna og bókanna? TVúarleiðtogar eru hvattir til að „fordæma kröftuglega og hispurs- laust" syndir konungsfjölskyldunnar og þeim, sem gegna herþjónustu, er tilkynnt að þeir séu „synir Islams. Skylda ykkar er ekki að verja spilltu konungsfjölskylduna, heldur að þjóna Islam og músíimum". Stjóm- endum landsins er hins vegar ráðlagt að „breyta frá villustefnu sinni inn á sannan veg Islams“. Þessi málflutningur veldur kon- ungsfjölskyldunni miklum áhyggjum og skýrt hefur verið frá að verulegt gjald sé í boði fyrir upplýsingar um höfunda segulbandanna, sem sumir segja vera saudiska shítamúslima sem njóta stuðnings frá íran. Heim- ildir meðal shíta halda því hins vegar fram að sunnimúslimamir í landinu, sem eru í meirihluta, eigi þama hlut að máli. Nýlega hafa einnig tvær bækur komist í umferð. Önnur þeirra ber heitið Stjórnendur skagans: Strengjabrúður satans. Þessar bækur geta valdið ríkisstjóminni meiri áhyggjum en segulböndin, þar sem þær eru sagðar eiga upptök sín í búð- um Salafitrúflokksins í Peshawar í Pakistan, en þar hafa mörg hundmð bókstafstrúarmanna, sumir þeirra fyrmm hermenn í saudiarabiska hemum, hlotið þjálfun áður en þeir gengu til bardaga við hlið mujahedd- inskæruliða í Afganistan. Ríkisstjóm Saudi-Arabíu hefur veitt mujaheddinskæmliðunum vemlegan stuðning og að launum verið nákvæmlega upplýst um að- gerðir þessara hermanna í hópi Sal- afimanna í Pakistan. En það, sem stjómendur Saudi-Arabíu vilja fá að vita, er hvort óánægjan ristir dýpra en svo að látið verði sitja við orðin tóm.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.