Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. apríl 1992 Tíminn 7 Guðmundur Jónas Krístjánsson: Róttæklingar í ríkisstjóm Meðan kommúnisminn var og hét, var hann og nytsamir sakleys- ingjar hans kallaðir róttæklingar. Þeir vildu umbylta þjóðfélaginu frá grunni og koma á svokölluðu alræði öreiganna. Heimsbylting var þeirra æðsta markmið. Nú þegar kommúnisminn hefur orðið gjaldþrota, bregður svo við, að önnur bylting róttæklinga virðist vera í uppsiglingu. Þetta eru svokölluð frjálshyggjuöfl, sem dýrka og dá óhefta markaðshyggju, hvað sem hún kostar, og hika jafn- vel ekki við, líkt og heimskommúnisminn, að hafna öllum þjóð- legum viðhorfum og verðmætum, ef svo ber undir. Til liðs við þessi öfl hafa svo komið hinir alþjóðasinnuðu sósíaldemókratar, en alþjóðahyggja þeirra virðist falla mjög vel inn í bandalag hinna alþjóðasinnuðu nýkapítalista. Alþjóðahyggja og miðstýring Eitt gleggsta dæmi þessa eai þau viðhorf og markmið, sem mótuð og þróuð hafa verið með tilkomu stundartískufyrirbærisins Evrópu- bandalag. í raun má segja, að Evr- ópubandalagið sé að verða eins- konar arftaki Sovétskipulagsins hvað alþjóðahyggjuna varðar, og stefnir að því óðfluga að líkjast því hvað miðstýringuna varðar Iíka. Slík alþjóðasinnuð miðstýringar- árátta hefur ætíð endað með ósköpum, enda hafa t.d. margir þjóðlegir íhaldsmenn víðsvegar í Evrópu af þessu miklar áhyggjur. Engu að síður er svo að sjá, að rót- tæklingar óheftrar markaðs- hyggju, með dyggum stuðningi al- þjóðasinnaðra sósíaldemókrata, ráði ferðinni og hafí nánast heillað þorra manna og þjóða upp úr skónum nú um stundarsakir. Við þurfum ekki nema að skoða EB- og GATT-glýjuna þessa dagana hjá hérlendum krötum og ráðamönn- um, sem aðhyllast róttæka mark- aðshyggju, til að sjá hversu langt þessi hugsjónaveiia er komin hér á landi. Hinn sósíaldemókratíski ut- anríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur nú staðfest það sem hann sagði ósannindi Steingríms Hermannssonar fyrir kosningar, að kratar stefndu að að- ild íslands að EB. Nú eru nefnilega hérlendir kratar formlega komnir í sveit frjálshyggjuaflanna á íslandi, sem stefna markvisst að aðild ís- lands að Evrópubandalaginu. Róttæklingar í ríkisstjórn Það á því engum að koma á óvart, þótt hérlendir markaðs- hyggjumenn og sósíaldemókratar næðu að mynda ríkisstjórn á met- tíma s.l. vor, enda höfum við ís- lendingar ekki farið varhluta af gjörbreyttri stjórnarstefnu síðan. Það má því segja að í stað komm- únískra róttæklinga — sem höfðu hér á árum áður uppi áform um að umbylta íslensku þjóðfélagi á grundvelli marxískra kennisetn- inga, og innlima það í Sovét-kerfið — hafi nú komið aðrir róttækling- ar til sögunnar. Þar eru á ferðinni róttæklingar óheftrar markaðs- hyggju, ásamt hérlendum krötum, sem ætla sér bersýnilega líka að umbylta íslensku þjóðfélagi á ör- stuttum tíma og koma því inn í Evrópubandalagið. Áform núver- andi valdhafa eru því orðin býsna áþekk áformum kommúnista forð- um, þótt undir öfugum formerkj- um sé. Þess vegna má segja að í dag séu róttæklingar komnir inn í ríkisstjóm. Það er allt sem bendir til að svo sé, eftir að ríkisstjóm, sem gmndvallar stefnu sína svona augljóslega á róttækum frjáls- hyggjuviðhorfum auk vantrúar á íslenskri framtíð með dæmigerðri kartískri alþjóðahyggju, hefur tek- ið völd. Já, í raun má segja, að það sé með ólíkindum hvað ríkisstjórnin hafi getað skapað mikla óvissu og haft neikvæð áhrif á þjóðlífið, á þeim tiltölulega stutta tíma, sem hún hefur starfað. Hið mikla og róttæka niðurrif, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir gagnvart öllu því sem flokkast undir velferð og félagslegt jafnvægi í þjóðfélaginu, er löngu komið út í öfgar, og hefur þegar kynt undir þá miklu kreppu, sem nú er að þjaka þjóðina og sem dregur úr henni allan kjark. Hið slæma ástand í atvinnumálum, byggðamálum og kjaramálum má fyrst og fremst rekja til þeirrar frjálshyggjuróttækni (mér-kemur- ekki-við-stefnan), sem svo mjög hefur einkennt stefnu og gerðir ríkisstjórnarinnar, og sem gamal- reyndir og þjóðhollir íhaldsmenn, eins og Matthías Bjarnason og fleiri, vara nú mjög við. Nú síðustu misseri hefur afskiptaleysisstefna þessi einkum komið niður á undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og byggða- og kjaramálum. Það má því færa fyrir því gild rök, að það séu róttæklingar, sem stjórni ríkis- stjórninni, og séu langt komnir með að fremja þjóðfélagslegt skemmdarverk, eins og kommún- istarnir ætluðu sér forðum. Og jafnvel á alþjóðavettvangi hafa þeir skaðað ímynd íslands, eftir að for- sætisráðherrann fór í sína svo mjög umdeildu heimsókn til þess ríkis, sem hvað frægast er í heim- inum fyrir hryðjuverkaróttækni gagnvart grannþjóðum sínum. Þannig má segja að flestir ráðherr- ar þessarar ríkisstjórnar bókstaf- lega elti uppi allt sem flokka má undir hina vafasömustu róttækni, jafnvel þótt þeir þurfi að fara heimshorna á milli til að elta hana uppi, eins og hin misheppnaða för forsætisráðherra til hinna um- deildu síonista ber glöggt vitni um. Ríkisstjóm fyrir- hyggju í stað skað- legrar fijálshyggju íslenskt samfélag er fámennt og smátt í sniðum. íslendingar hafa því gegnum áratugina ætíð hafriað öllum róttæklingum. Vilji þjóðar- innar til þess, hvers konar þjóðfé- lag skal upp byggja, er skýr. Það er þjóðfélag félagslegs réttlætis með trú á íslenska framtíð. Allri bylt- ingarkenndri róttækni hefúr ætíð verið hafnað af fslendingum, hvort sem hún hefur komið frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni eða Karli Marx. íslendingar hafa nefnilega aldrei viljað neinar byltingar- kenndar lausnir við stjórn lands- mála, allra síst eins og nú er að eiga sér stað á stjórnarheimilinu, m.a. með EB- daðrinu. Þvert á móti er það ríkisstjórn þjóðlegrar fyrirhyggju í stað skaðlegrar frjáls- hyggju, sem þjóðin vill og þarfn- ast. Hlutverk þjóðlegs og frjáls- lynds miðjuflokks á tímum hinna öfgafullu og blindu markaðs- hyggjusjónarmiða, hefur því aldrei verið eins mikilvægt og nú. Von- andi fáum við því sem fyrst til valda ríkisstjórn undir forystu flokks eins og Framsóknarflokks- ins, í stað þeirra ráðvilltu alþjóða- sinnuðu markaðshyggjuróttæk- linga, sem nú sitja við völd í óþökk alþjóðar. Höfundur er bókhaldari og hefur ofl áður skrífað i Timann. Vandað rit um sögur frá landnámi Ingólfs LANDNAM INGÓLFS Nýtt safn til sögu þess 4 Nýlega kom út fjórða bindið af rit- inu „Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess“. í því er að finna margar fróðlegar greinar fyrir alla, sem áhuga hafa á sagnfræði og fomleifafræði. Það er Félagið Ingólfur sem gef- ur ritið út. Félagið er elsta héraðs- sögufélag landsins, stofnað árið 1934. Það tekur til svæðisins sunn- an Hvalfjarðar og vestan Ölfusár — hins forna landnáms Ingólfs Amar- sonar. Félagið gaf út á ámnum 1935-1940 ritið „Landnám Ingólfs: Safn til sögu þess“ í alls tíu heftum. Að auki gaf félagið út „Þætti úr sögu Reykjavíkur" í tilefni af 150 ára afmæli kaupstaðarins árið 1936. Félagið var endurreist árið 1980 og árið 1983 kom út fyrsta bindið af tímaritinu „Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess“. Kristján Eldjárn ritar grein um draugagang á Bessastöðum. Krist- ján segir frá draugagangi frá sjón- arhomi, sem maður á ekki að venj- ast. Útkoman er bráðskemmtileg. Eftir lestur greinarinnar skilur maður betur hvernig draugasögur verða til. Sagan af vofu Appollóníu Schwarzkopf virðist t.d. vera mun yngri en maður hefði talið. Már Jónsson gerir grein fýrir dulsmálum í landnáminu. Már hef- ur síðustu ár unnið að rannsókn- um á kynferðismálum íslendinga, þ.e. viðhorfum samfélagsins til kynferðismála, kynlífshegðun fólks við þessar aðstæður, löggjöf, brot og refsingu. Nú styttist í að Már birti rannsóknir sínar og verður það án efa fróðleg lesning. Grein Más í Landnámi Ingólfs gefur ágæta innsýn í stöðu kvenna og þær aðstæður sem þvinga þær til óhæfuverka. Lýður Bjömsson segir frá heimavamarliði Levetzows og her Jörundar hundadagakonungs. Það er sjálfsagt fáum kunnugt að danska stjórnin hafði uppi tilburði til að koma upp her á Islandi. Það er greinilegt af ritgerð Lýðs að ís- lendingar hafa aldrei verið miklir hermenn. Grein Önnu Agnarsdóttur um Gilpinsránið árið 1808 kemur í rökréttu framhaldi af skrifum Lýðs. Grein Önnu fjallar um það þegar enski „sjóræninginn" Gilpin kom til íslands og stal Jarðabótasjóðn- um, eða The King’s Money Box, eins og hann var kallaður. Ekki er langt síðan Anna lauk við doktors- ritgerð sína, en greinin um Gilp- insránið er hluti af henni. Anna skrifar óvenju lifandi og skemmti- legan stíl. Oftar en ekki fær maður það á tilfinninguna að maður sé að lesa spennusögu en ekki sagnfræði. Guðmundur Ólafsson gerir grein fyrir fomleifarannsóknum á Bessastöðum. Rannsóknunum er hvergi nærri lokið. Þegar hafa komið fram margar og merkilegar upplýsingar um líf manna á Bessa- stöðum og vafaiaust á margt eftir að koma fram við frekari rannsókn- ir. Þá gerir Margrét Hallgrímsdótt- ir ítarlega grein fyrir fomleifarann- sóknum í Viðey 1978- 1989. Rann- sóknirnar í Viðey em án efa í hópi merkilegustu fomleifarannsókna, sem fram hafa farið á íslandi. End- anlegra niðurstaðna þeirra verður beðið með óþreyju. Ég er kominn upp á það — allra þakka verðast — að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Þetta kvað skáldið góða um landabréfabókina sína og mun gagnsemi hennar ekki betur lýst. Ferðalýsingar eru þó að þessu leyti ennþá betri en landabréf. Það get ég fullyrt eftir að hafa lesið þrjár ferðabækur Sigurðar Gunn- arssonar, fyrrverandi skólastjóra á Húsavík. Eg hef ferðast með hon- um í anda, séð fögur og frjósöm lönd víða um heim, falleg fjöll og mikla fjallgarða, suma margbreyti- lega, forn og ný mannvirki og oft hrifist með leiðsögumanninum. í síðustu ferðinni með Sigurði heimsótti ég gamalt Máravirki á þélaölð InDÓlfur oof ilí . Spáni, þar sem ég hafði komið tvisvar áður. En í þriðju ferðinni, sem ég fór ósýnilegur með Sigurði og fylgdi frásögn hans, varð ég fróðari en áður og tók eftir mörgu sem mér hafði dulist fýrr, svo ná- kvæm er frásögn hans og eftirtekt. Þessi frásögn er í fjórðu ferða- bókinni, sem er nýkomin út og ber nafnið „í önnum dagsins". Sigurð- ur hefur ferðast mikið um dagana og heimsótt mörg Iönd. Alltaf eru þó æskustöðvarnar efst í hugan- um. í þessari bók er að finna góða lýsingu á höfuðbólinu þar sem hann er fæddur og uppalinn, Skógum í Öxarfirði, sem hefur á síðustu árum orðið fyrir miklum og eyðandi náttúruhamförum. Er sú saga hörmuleg. Auk ferðaþátta Sigurðar eru í nýju bókinni nokkrar tækifæris- Pétur Sigurðsson skrifar um for- vera Reykjavíkur, Hólminn, og fyrstu tilburði manna til að hefja þar skipulagða verslun. Nafni hans, Pétur H. Ármannsson, gerir grein fyrir byggingarsögu Skólavörðu- holts og þeim stórbrotnu bygging- um sem Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, vildi að byggðar yrðu þar. Auk þess eru birt skjöl, sem varpa ljósi á líf fólks á 19. öld í Landnámi Ingólfs. Fjöldi mynda og korta prýða bókina. Hér er á ferðinni óvenju vandað og skemmtilegt rit, sem flestir ættu að geta haft gaman af. Grein- arnar í bókinni em áhugaverðar og skemmtilega skrifaðar. Egill Ólafsson ræður og síðast en ekki síst nokk- ur ljóð eftir hann. Hann hefur oft á góðra vina fundi skemmt mönn- um með því að flytja margar af snjöllustu lausavísum þingeyskra alþýðuskálda, og hefur nú tekið sér sæti í röðum þeirra. Því til sönn- unar fara hér eftir tvö sýnishorn: Sé hér örðugt frið að fá, fátt um kveðjur heitar, heim til þín um höfin blá hugur jafnan leitar. Því ég segi þetta nú: Þó að hér sé myrkur, í „útlegðinni“ alltaf þú ert mér Ijós og styrkur. Þórarinn Þórarinsson I önnum dagsins Ný bók eftir Sigurð Gunnarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.