Tíminn - 23.04.1992, Side 14

Tíminn - 23.04.1992, Side 14
14 Tíminn Fimmtudagur 23. apríl 1992 Óska eftir jörð til leigu Þarf að hafa gott hesthús og (búðarhús, vegna fyrirhug- aðrar tamningar. Upplýsingar í síma 91-35367. m Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggðamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksins, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: FUNDAREFNI: Málefni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Þingflokkur framsóknarmanna Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriöjudaga frá kl. 17.00-19.00. Litiö inn i kaffi og spjall. Framsóknarfélögin i HafnarfíróL Kópavogur — Heitt á könnunni Skrifstofan að Digranesvegi 12 veröur framvegis opin á laug- ardögum kl. 10.00-12.00. Lltið inn og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö saman. Framsóknarfélögin i Kópavogi. Landsstjórn L.F.K. Fundur veröur f Landsstjóm L.F.K. laugardaginn 2. mai n.k. kl. 9-12 I Bændahöllinni I Reykjavik, 3. hæð. Allar konur, sem eru aöal- og varamenn, eru hvattar til aö mæta. Framkvæmdastjóm L.F.K. Borgarnes — Nærsveitir Spiluö veröur félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 24. april kl. 20.30. 2. kvöldiö I 3ja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgamess. Siglfirðingar Páll Pétursson alþingismaöur veröur til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Suðurgötu 4, föstudaginn 24. april kl. 16.00-18.00. Páll Pétursson Siguröur Geirdal Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Miöstjómarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn á Hótel Sögu, Átthagasal, dagana 2.-3. mai n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 2. mal kl. 10.30. Dagskrá nánar auglýst slðar. Framsóknarflokkurinn Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Þriöjudaginn 28. april n.k. veröa Finnur Ingólfsson alþlngismaö- urog Alfreö Þorsteinsson varaborgar- fulltrúi til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Hafnarstræti 20 (3. hæö), kl. 17-19. Finnur á sæti I Heilbrigöis- og trygg- inganefnd og lönaöarnefnd Alþingis. Alfreö á sæti I stjóm Landsvirkjunar og Innkaupastofnunar Reykjavikuiborgar. Fulltrúaráð FFR. Listasafn Flugleiða kynnir verkið Sabina eftir Erró: Rúmlega 500 listaverk í eigu fyrirtækisins Félag íslenskra fræða vegna stöðu þjóðminjavarðar: Mótmælir vinnu- brögðum Stjórn Félags íslenskra fræða hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún mótmælir „þeim gerræðislegu vinnubrögðum sem viðhöfð voru nýlega við val á staðgengli þjóð- minjavarðar", eins og það er orðað. Stjórnin telur ámælisvert að þjóð- minjaráð eða starfsfólk safnsins var ekki haft með í ráðum áður en ákvörðun var tekin. —GKG. Samband íslenskra við- skiptabanka ósátt við hugmyndir um skattlagn- ingu sparifjár: Hækkun skatta - aukin neysla Samband íslenskra viðskiptabanka hefur sent frá sér ályktun vegna hugmynda um skattlagningu spari- fjár. Það telur aukna neyslu muni fylgja hækkun skatta á þessu sviði og að vextir muni hækka. Sambandið seg- ir höfuðatriði að skattar á sparifé verði ekki hærri hér á landi en í öðr- um löndum. Sömu reglur þurfi að gilda um alla flokka sparifjár, þar með talin spariskírteini ríkissjóðs, en því er ekki gert ráð fyrir í fyrr- nefndum hugmyndum. Að lokum álítur sambandið nauð- synlegt að allar breytingar verði gerðar í áföngum með hæfilega löngu millibili, þar eð frelsi í gjald- eyrismálum verði bráðum að veru- leika og því séu breytingar á skatt- lagningu spariljár viðkvæmari en ella. Samband íslenskra viðskiptabanka telur þessi atriði ekki hafa verið höfð nægilega í huga við mótun þeirra hugmynda, sem nú liggja fyrir. —GKG. Flugleiðir hefur í gegnum tíðina keypt myndlistarverk eftir merk- ustu listamenn þjóðarinnar, sem sett hafa verið upp víðs vegar um fyrirtækið. Fyrir tveimur árum hóf sérstök listaverkanefnd hjá fyrirtækinu að kom á fót safni af íslenskri nútíma- list. Upphafstími safnsins miðast við þau straumhvörf, sem urðu í ís- lenskri myndlist um og eftir síðari heimsstyrjöld. Nú telur Listasafn Flugleiða rúm- lega 500 verk, sem hafa verið ljós- mynduð og skráð á þar til gerð eyðu- blöð og er það því mjög aðgengilegt. Listasafnið hefur tekið upp þá ný- breytni að kynna sérstaklega verk úr eigu safnsins á söluskrifstofunni í Kringlunni. Að þessu sinni er það olíumálverkið Sabina eftir Erró, frá árinu 1990. Safnið eignaðistverkiðá síðastliðnu ári. —GKG. Siglufjörður: Nýr fullkominn sjúkrabíll Siglufjarðardeild Rauöa kross ís- lands hefur fest kaup á nýjum sjúkrabíl af Econoline-gerð, og kom hann til Siglufjarðar 14. mars síðastliðinn. Bifreiðin er búin fullkomnum tækjum til sjúkraflutninga og flutnings slasaðra. Það er stjórn Rauða kross-deild- arinnar á Siglufirði sem hefur veg og vanda af kaupunum, og eru um 75% af kaupverði bíisins fjár- mögnuð af RKÍ-deildinni þar, en Rauði kross íslands fjármagnar 25%. „Það eru margir, sem hafa lagt okkur lið. Bæjarfélagið lagði fram stóran hlut og félög, fyrir- tæki og einstaklingar hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Við gæt- um þetta ekki án fólksins í bæn- um, og við erum afar þakklát fyrir þann skiining og velvilja sem við höfum mætt,“ sagði Halldóra S. Jónsdóttir, formaður RKÍ-deildar- innar, í samtali við Tímann. Ekki er hægt að segja nákvæmlega á þessari stundu hvað bifreiðin kostar, en til þess að gefa hug- myndir þá kostaði sambærilegur bíll, sem nýlega var afhentur í Borgarnesi, um 7 milljónir. Valþór Stefánsson læknir á Siglufirði lætur vel af bílnum, segir hann vera nánast gjörgæslu á hjólum og veita mjög góða vinnuaðstöðu m.a. fyrir hópslys. Valþór Stefánsson læknir, Halldóra S. Jónsdóttir formaður RKf- deildarinnar á Siglufirði, og Jóhann P. Jónsson frá Rauða krossi fslands. Bíllinn er vel búinn tækjum, s.s. öndunarvél, hjartatæki með línu- riti, tæki til að fylgjast með hita og súrefni í blóði, og fullkomnum ljósa- og rafmagnsbúnaði. Heilsugæsiustöðin á Siglufirði sér um alla sjúkraflutninga, en lögregluþjónar annast aksturinn. -PS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.