Tíminn - 23.04.1992, Page 15

Tíminn - 23.04.1992, Page 15
Fimmtudagur 23. apríl 1992 Tíminn 15 Konsert með óvenju- legu hljóðfæri Sinfómutónleikunum 9. aprfl stjóraaði breska tónskáldið og hljóm- sveitarstjórinn Sir Peter Maxwell Davies, sem fæddist 1934 í Manc- hester en býr nú í Orkneyjum. Á efnisskrá voru fjögur verk tveggja tónskálda; þar skiptust á mesta tónskáld allra tíma, Mozart, og stjóraandinn Davies, sem tónleikaskrá sagði vera „meðal fremstu tónskálda Breta í dag“. Davies er grannur maður og kvikur og létt- ur á fæti, eins og margir Bretar, og stjóraar með tilþrifamiklum léttleik. Tónleikamir fóru vel af stað, því hljómsveitin flutti forleikinn að Brúðkaupi Fígarós prýðilega. Síðan tók við trompetkonsert eftir Davies, þar sem sænski trompetsnillingur- inn Hákan Hardenberger (f. 1961) lék einleik með miklum brag. Tón- skáldið lýsir konsertnum betur í tónleikaskrá en mér hefði hug- kvæmst, því satt að segja þótti mér hann heldur leiðinlegur, þótt lúður- inn væri þeyttur af furðulegri list. Davies segir: „Konsertinn er í einum þrískiptum þætti og byggir á grego- rískum söng „Franciscus pauper et humilis“ og var saminn þegar ég var að vinna að undirbúningi að ópem um heilagan Franz. Ég hugsaði um einleikstrompetið sem rödd Franz, en staðset verkið ekki í sólríku landslagi Úmbríu, heldur í harð- neskjulegra landslagi, í vind- og sjávarsorfmni auðn Hoy í Orkneyj- um, þar sem konsertinn er saminn." Þá kom 40. sinfónía Mozarts í g- moll, eitt eilífasta snilldarverk höf- undar síns og allrar tónlistar, en náði sér einhvern veginn ekki á flug. Og loks var rúsína í pylsuendanum eftir Davies, Orkneyjabrúðkaup við sólarupprás. Bretar hafa umfram aðra menn dálæti á „gamansemi í tónlist“, og þetta verk er einmitt hugsað sem dálítil tónlistarleg kímnisaga handa Boston Pops- TONLIST hljómsveitinni. Þetta er „prógram- músík" sem lýsir brúðkaupsveislu, eins og nafnið bendir til, þar sem hljóðfæraleikararnir, sem spila fyrir dansi í veislunni, fá meira viskí en þeim er fyrir bestu. Enda lendir allt í handaskolum, sem Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari lýsti með tilþrifum á fiðlu sína. Undir morgun ráfar sögumaður loks út í morgunroðann og hittir þá fyrir sekkjapípuleikara, sem væntanlega er að spila fyrir sjóinn og fugiana. Hann er þarna fulltrúi hinnar orkn- eysku fjallkonu, sem hafin er yfir mannlegt þras. Því atriði var íýst með því að sekkjapípuleikarinn Ge- orge Macllwham gekk um salinn og upp á sviðið þeytandi pípur sínar og klæddur hefðbundnum búningi píp- ara. Þetta þótti flestum áheyrendum öðrum en Ragnari Björnssyni dæmalaust gaman, enda kom Mac- Ilwham fram í anddyri Háskólabíós á eftir og tók eitt eða tvö vinsæl sekkjapípuaukalög. Og almennt voru þetta hinir skemmtilegustu tónleikar þegar upp var staðið. Sig.St. Þriðja sýning á La Bohéme Eins og allir ættu að vita er Óperu- smiðjan að sýna La Bohéme eftir Puccini í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Og eins og auglýst var í upphafl, taka fleiri þátt í sýn- ingunni en þar rúmast í rauninni, þannig að 10 söngvarar munu, þeg- ar upp er staðið, hafa skipst á að syngja flmm hlutverk. Á frumsýningunni sungu Ingi- björg Guðjónsdóttir og Jóhanna Linnet hlutverk Mímí og Músettu, en á 2. og 3. sýningu sungu þær Inga J. Backman og Ásdís Krist- mundsdóttir. Allar gera þær þetta ágætlega, en með mjög mismun- andi hætti: þannig er Mímí Ingu Backman mun veraldarvanari að sjá en Mímí Ingibjargar Guðjónsdóttur, en Músetta Jóhönnu Linnet hins vegar stórum aðsópsmeiri en Mú- setta Ásdísar Kristmundsdóttur. Raunar hefur Músetta heldur verið að róast gegnum tíðina, því mig minnir að í túlkun Ingveldar Hjalte- sted í Þjóðleikhúsinu um árið hafi hún fyrst verið verulega „risky“, eins og Kanarnir segja. Annars hefur orðið merkari bylt- ing á síðustu árum í óperuflutningi hér og í heiminum öllum en menn kannski átta sig á. Þar á ég við texta- vélarnar, sem nú eru alsiða við óperusýningar hér í bænum og gera það að verkum að meiri áhersla verður ósjálfrátt á leikritið — text- ann og leikinn — en áður var, og þá líklega jafnframt minni á sönginn. Enda er ástæða til að Ijúka lofsorði á íslenska textann, sem Páll Baldvin Baldvinsson er skrifaður fyrir og er mjög fimlegur með köflum. Það er einkenni „lifandi sýninga" sem þessara að þær eru aldrei eins, jafnvel þótt flytjendur séu þeir sömu. Og nú sat ég annars staðar en á frumsýningunni og allt horfði öðruvísi við. Báðar sýningar voru skemmtilegar og stundum glæsileg- ar, en þegar allt er talið skemmti ég mér betur á hinni fyrri. Sig.St. Ársfundur Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu í Búdapest: Almenn ánægja með fyrsta starfsárið Ársfundur Endurreisnar- og þróun- arbanka Evrópu var haldinn í Búda- pest í Ungverjalandi 13. og 14. apr- fl. Fyrir Islands hönd sátu fundinn Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra, sem er fulltrúi ís- lands í bankaráðinu, og Bjöm Frið- fmnsson ráðuneytisstjóri, sem er Sautjándu Andrésar Andar- leikam- ir á skíðum hófust í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær. Andrésar Andar- leikamir em Iangfjölmennasta skíðamót landsins á þessu ári, en um 740 þátttakendur á aldrinum 6- 12 ára frá 16 stöðum á landinu mæta til leiks. Þá em starfsmenn mótsins um 200 manns, auk um 200 fararstjóra. Andrésar Andar-leikarnir hófust með skrúðgöngu frá Lundarskóla að íþróttahöllinni kl. 18, en keppni hófst nú í morgun. Keppendur búa flestir í Lundarskóla og í KA- heim- varamaður hans, Finnur Svein- björasson skrifstofustjóri í við- skiptaráðuneytinu, og HaUdór J. Kristjánsson varafuUtrúi íslands, Eistlands og Svíþjóðar í stjóra bankans í London. Evrópubankinn var stofnaður árið 1991 og er ætlað að stuðla að þróun ilinu. Að lokinni keppni dag hvern verður verðlaunaafhending í íþróttahöllinni, og þar verður einn- ig boðið uppá leiki, þrautir og ýmiss konar skemmtan auk skíðaíþrótt- anna. Aðalstyrktaraðili leikanna nú er Pepsi á Islandi, sem gefur öll verð- laun, en Vaka-Helgafell, sem gefur út Andrésblöðin vinsælu, styrkir leikana einnig. Þriðji styrktaraðili leikanna er Alsport, sem gefur skíða- verðlaun, auk þess sem Akureyrar- bær og ýmis félög veita styrki vegna leikanna. hiá-akureyri. fjölflokkalýðræðis og markaðsbú- skapar í ríkjum Mið- og Austur-Evr- ópu og fyrrum Sovétríkjunum. Hann leggur áherslu á fyrirgreiðslu við einkaaðila og opinber fyrirtæki, sem verið er að einkavæða. Almenn ánægja með fyrsta starfs- ár Evrópubankans kom fram á árs- fundinum, og bendir allt til að hann gegni mikilvægu hlutverki í endur- reisn Austur-Evrópu. Jón Sigurðsson lagði m.a. áherslu á það í ávarpi sínu á fundinum, að bankinn tæki þátt í stofnun fjárfest- ingarsjóða í þessum ríkjum og byggði þar upp þekkingu og fjár- málastofnanir. Samningur Norðurlandanna og Evrópubankans var undirritaður um stofnun fjárfestingarlánasjóðs fyrir EystrasalLsríkin og að bankinn hafi umsjón með sjóði, sem Norðurlönd- in stofnuðu til að fjármagna sér- fræðiráðgjöf í ríkjunum. Stofnun sjóðanna var samþykkt á þingi Norð- urlandaráðs í Helsinki í mars s.l. Á ársfundinum voru Albanía, Eist- land, Lettland og Litháen boðin vel- komin í hóp aðildarríkja bankans, ásamt öllum fyrrum Sovétlýðveld- unum að Georgíu undanskilinni. —GKG. Akureyri: Andrésar Andar-leik- arnir hófust í gær QíeðiCegt sumar! s. árnason & co. VATNAGÖRÐUM 4 QíeðiCegt sumarí Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni QCeðiCegt sumar! HAPPDRÆTTNlfSw Suðurgötu 10 CjCeðiCegt sumar! ora Niðursuðuverksmiðja • Vesturvör 12 QCeðiCegt sumar! ÚÐAFOSS Fatapressa Vitastíg 13 ,/áfev HUÐARENDI VEITIHUASTADUR Austurvegi 3 • Hvolsvelli óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum gCeðtfegs sumars Óskum starfsmönnum okkar og viðskiptavinum gCeðiíegs sumars SAMTAKf HUSEININGAR □ GAGNHEIÐI 1—800 SELFOSSI — SlMI 98-22333 Til sölu Massey Ferguson 135 dráttarvél, árg. 1974, með ámokst- urstækjum. Upplýsingar í síma 95-11120 eftir kl. 20.00.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.