Tíminn - 23.04.1992, Síða 17

Tíminn - 23.04.1992, Síða 17
Fimmtudagur23. apríl 1992 Tíminn 17 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn í starfsstöð félagsins á Hvolsvelli á morgun, föstudaginn 24. apríl, og hefst kl. 14.00. Stjórnin Orlofshúsaleiga SFS sumarið 1992 Starfsmannafélag fyrirtækja Sambandsins minnir félagsmenn og þá lífeyrisþega, sem hafa verið félagar í starfsmannafélaginu, á að umsóknareyðublöð fyrir orlofshúsaleigu félagsins sumarið 1992 liggja frammi hjá Jóhanni Steinssyni í Goða hf. við Laugarnesveg. Umsóknum skal skila á sama stað fyrir 30. apríl 1992. Hin áiiega kaffisala skátanna veiður í félagsheimili Kópavogs fráM.3-6. Hlabboið me6 gimilegum kökum. Styrkiö okfeur í starfi! KVENNADEILDIN URTUR & SKÁTAFÉLAGIÐ KÓPAR VERSLUNARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA Aðalfundur Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Hafnargötu 28, Kefiavík, miðvikudaginn 29. apríl n.k. kl. 20:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórnin. Lorna Luft og maöur hennar Jake Hooker geta ekki hugsaö sér aö skilja dótturina Vanessu eftir heima meöan móöir hennar er að skemmta í Englandi. Vanessa er bara 18 mánaöa, en bróöir hennar Jesse, sem er 7 ára, ætlar aö klára skólann heima áður en hann slæst í för meö fjölskyldunni. Lorna Luft skemmtir í Englandi — syngur ekki bestu lög Lizu né mömmu Lorna Luft er önnur heimsfrægra dætra Judy Garland, hin er Liza Minnelli. Báðar hafa þær systur erft talsvert af hinum geysilegu hæfileikum móður sinnar og hafa lagt fyrir sig söng, dans og leik. Um þessar mundir er Lorna að skemmta í London, en hún hefur verið á þriggja mánaða tónleika- ferðalagi um England að undan- förnu. Margt frægra skemmtiatriða er á sýningunni, sem Wayne Sleep hef- ur samið dansana í. Þar eru m.a. atriði úr Cabaret, High Society, Singing In The Rain og West Side Story. Ekki ætlar þó Loma að syngja sjálf úr Cabaret, sem systir hennar hefur gert svo góð skil, enda segir hún þær systur sam- mála um að t.d. hvorug þeirra syngi nokkum tíma Somewhere Over The Rainbow, sem mamma þeirra fór svo snilldarlega með, né heldur muni Lorna nokkm sinni flytja Cabaret. Hvers vegna? „Vegna þess að það er ekki hægt að gera betur en þær gerðu," segir Lorna. Annars á Lorna mörg áhugamál og lætur til sín taka í góðgerðar- starfsemi. Þar ber hæst sjúk böm, sem hún vill bæði gleðja með fjár- framlögum og list sinni enda segir hún mjög veitandi að syngja og dansa fyrir börn. Og þá vill hún ekki síður veita eyðnisjúklingum og rannsóknum á þeim hræðilega sjúkdómi lið, enda segist hún hafa misst marga af sínum bestu vinum afvöldum hans. „Ég hef tapað 60 vinum mínum. Allar þessar jarðarfarir á undan- förnum 8 ámm. Það em næstum því allir sem ég hef þekkt sem nokkurn tíma hafa skapað eitthvað yndislegt, og þau dóu öll úr eyðni- skyldum sjúkdómum," segir Lorna döpur. Benny Hill látinn Fyrir þrem árum var breski grínistinn Benny Hill lát- inn hætta hjá Thames sjónvarpsstöðinni á þeim for- sendum að þættirnir hans væru gamaldags og byggð- ust á kynferðisórum. En honum tókst að fá uppreisn æru áður en hann dó nú um páskana og kom þar með gagnrýnendum sínum á óvart. Það var sjónvarpsstöðin ITV sem áttaði sig á að Benny átti meiri vinsældum að fagna en sérfræðingar Tham- es sjónvarpsstöðvarinnar héldu, og tók aftur upp sýn- ingar á þáttum Bennys, og það á besta sjónvarpstíma. ITV hefur endursýnt hálftímaþætti Bennys frá árunum 1988-1989 að undanförnu. Þar bregður fyrir gamal- kunnum hjálparkokkum s.s. Angelsdansmeyjum Bennys. Benny átti í viðræðum við alþjóðadeild Thames sjón- varpsstöðvarinnar þegar hann þurfti að ieggjast á sjúkrahús í febrúarmánuði sl. vegna hjartveiki sem varð honum að aldurtila um páskana eins og áður seg- ir, 67 ára gömlum. í spegli Tímans Benny Hill naut almennari vin- sælda en margur hugði. Nú er hann látinn og má búast viö aö sumir endurskoöi afstööu sína til gamansmekks hans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.