Tíminn - 23.04.1992, Side 20

Tíminn - 23.04.1992, Side 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI - BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 HOGG- > DEYFAR Verslió hjá fagmönnum Gi varahlut LbL Hamarshöfða 1 - s. 67-6744, Tímiim FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Nýjungar í messuhaldi í Dómkirkjunni á föstu og páskum: Kross borinn inn á gólf Dómkirkjunnar Boríð hefur á ýmsum kirkjusiöum í messuhaldi Dómkirkjunnar í Reykjavík, sem fólk hefur ekki átt að venjast áður. Þar er til dæmis að myndast hefð fyrír páskavöku seint á laug- ardagskvöldið fyrir páskadag. „Þá söfnumst við saman í myrkrí kirkjunni," segir sr. Jabob Hjálmarsson sóknarprestur, „og hlustum á dapurlega tónlist. Síðan göngum við öll út úr kirkj- unni, út að brennandi báli í jámkerí úti á stétt.“ Þar er kveikt á páskakertinu, sem er stórt og mikið, búið til eftir sér- stökum reglum. Þá er gengið aftur inn í kirkjuna með söng og er eld- ur páskakertisins látinn kveikja á kertum sem kirkjugestir hafa í höndum. Því er svo stillt upp í kór kirkjunnar, við hlið skírnarlaugar- innar. Þá er kirkjan uppljómuð inni í kórnum en hálfrökkur inni í kirkjunni því páskamorgunn er ekki ennþá runninn upp. Á páskavökunni fer líka fram skírn eða endurnýjun skírnarheit- anna. Sé óskað eftir skírn fullorð- inna er hún helst látin fara fram við þessa athöfn. Þennan vetur hefúr 10. hvert fermingarbarn verið óskírt. „Mér finnst þetta safnast dálítið saman hjá okkur hér í Dómkirkjunni," segir sr. Jakob, „ég held það sé vegna þess að þeir sem hafi verið trúastir fulltrúar ‘68-kynsIóðar- innar og hafi ekki haft áhuga á að skíra börnin sín hafi haft mikinn áhuga á gömlum húsum, því eru börnin þeirra hér í Dómkirkj- unni.“ Á föstudaginn langa var höfð at- höfn sem nefnist tignun krossins, en sá siður hefur m.a. tíðkast í Þingeyjarsýslu. Þar voru sungnir hefðbundnir krossfestingarsálmar og píslarsagan lesin. Síðast í at- höfninni bar presturinn inn gróf- an kross og setti inn í kórinn. Við fót krossins var lagt ljós og athöfn- in endaði á því að kirkjugestir sátu í þögulli kirkjunni og hugleiddu krossinn. ,Annað hlutverk hefur þessi kross ekki en að vera tilefni hugleiðingar,“ segir sr. Jakob. „Við erum að byggja upp ákveðna hefð í páskahaldinu hér í Dómkirkjunni og erum þar að draga fram ýmis- legt frá fyrri tíð, sem sumum finnst vera kaþólska en er ekki meiri kaþólska en svo að við sækj- um þetta flest til lútersku kirkj- unnar í Ameríku. Hún hefur verið mjög ötul við að vekja upp gamla samkristna hefð. Kirkjan hefur verið lengur óskipt en klofin svo rétt eins og aðrir kristnir menn eigum við þennar arf, sem sóttur er til frumkirkjunnar." Sr. Jakob er mjög á móti þeim trúarofsa sem viðgengst til dæmis á Filippseyjum, þar sem menn láta negla sig upp á kross á föstudag- inn langa til að minnast píslar- göngunnar: „Þetta er ekki sérlega kristilegt í mínum augum og stangast sérstaklega á við lúterska boðun um það að maðurinn öðlist hjálpræðið við náð Guðs eina. Guð gefur það algerlega óverðskuldað." —GKG. Kirkjuvörður Reykjavíkurdómkirkju kveikir á páskakertinu. Nýj- ar venjur í kirkjulífinu eru að skapast í Dómkirkjunni og er páskakertið einn þáttur þeirra. Tímamynd Ámi Bjama Gjaldþrot Veraldar er um 255 milljónir Kröfur í þrotabú ferðaskrifstof- unnar Veraldar hljóöa upp á 255 milljónir króna. Stærstu kröfu- hafar eru Búnaðarbankinn og Landsbanldnn. Samþykktar for- gangskröfur nema 15 milb'óniun króna, en abnennar kröfur nema 240 miQjónum. Óverulegar eign- ir eru í búinu og ijóst er að ekkert ftest upp í almennar kröfur. Skiptafundur í þrotabúi Veraldar verður haldinn eftir næstu helgi. Búnaðarbankinn hcfur lagt fram kröfur upp á um 51 milljón krón- ur í þrotabúið og Landsbankinn um 43. Erlend hótel og fcrða- skrifstofur eiga einnig kröfur sem skipta tugum milljónum króna, Gjaldheimtan 10 milljónir og tollstjóraembættið um 3,5 mílljónir. Að auki þykir Ijóst að rikissjóður þurfi að greiða milij- ónir vegna ríkisábyrgðar launa. Bóstjóri þrotabús Veraldar, Brynjólfur Kjartansson, hefur ákveðið að láta endurskoðanda fara yfir bókhald fyrirtækisins til þess að kanna hvort ástæða sé tíi þess að fara fram á opinbera rannsókn á bókhaldinu. I 1990 var jákvætt eigiö fé fyrir- tækisins rúmai 57 milljónir og í millhippgjöri sem gert var í októ- her 1991 var eigið fé taKð jákvætt um rúmar 8 miljjónir. -EÓ Tekjur Samskipa 3,7 milljarðar á síðasta ári og jukust um 16%: Sambandið vill selja 400 m.kr. hlutafé í Samskipum „Það má með sanni segja að fyrsta starfsár Samskipa hf. hafi einkennst af miklum sviptingum. Árið reyndist tími mikilla umsvifa og margra nýjunga hjá fyrirtæk- inu eins og við mátti búast. Sú ákvörðun að breyta Skipadeild Sambandsins í hlutafélagið Sam- skip hf. hefur reynst viðskiptavin- um og starfsfólki fyrirtækisins happadrjúg," segir Ómar Hl. Jó- hannsson framkvæmdastjóri m.a. í ársskýrslu á aðalfundi. Hann sagði mikla breytingu hafa orðið hjá félaginu þegar öll starfsemi þess í Reykjavík var sameinuð á Holtabakka sl. haust. Á döfinni sé að koma þar einnig fyrir banka og tollþjónustu þannig að viðskipta- vinir geti þá fengið alla flutninga- þjónustu á einum stað. Þetta yrði þá eina þjónustumiðstöð sinnar tegundar á landinu. Heildartekjur Samskipa námu rúmlega 3,7 milljörðum króna á árinu og höfðu þá aukist um 16% sé borið saman við síðasta rekstr- arár Skipadeildar. Rekstrargjöld námu 3.584 milljónum kr. fyrir fjármagnsliði, sem námu 123 Frá aðalfundi Samskipa í gær. milljónum. Hagnaður var því að- eins 21 milljón kr., sem er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Heildareignir Samskipa í árslok voru bókfærðar 3.373 milljónir en heildarskuldir 2.400 milljónir. Eigið fé var því 973 milljónir eða tæplega 29% af eignum. Hluthafar Samskipa voru 80 í lok Timamynd Ámi Bjama ársins, en Samband ísl. samvinnu- féiaga átti þá enn 98% hlutafjár- ins. Sambandið stefnir að því að selja 400 milljónir, eða kringum 44%, af tæplega 900 milljóna kr. hlutafé sínu. Framkvæmdastjóri segir starfs- mönnum Samskipa hafa verið gef- inn kostur á að kaupa hlutabréf í félaginu á sérstökum kjörum og hafi fjöldi þeirra nýtt sér það til- boð. Segir framkvæmdastjóri það mikla hvatningu fyrir stjórnendur að sjá hvern hug starfsfólk ber til fyrirtækisins. Starfsmenn Samskipa voru 256 í byrjun ársins en 274 í lok þess. Þar af voru skipverjar 111 og 99 í vöru- afgreiðslu. Launagreiðslur hjá fé- laginu námu samtals 604 miíljón- um kr. á árinu. Samskip fluttu samtals 552 þús- und tonn á árinu, sem var aukning um 5% frá árinu á undan. Aukn- ingin er aðaliega rakin til meiri flutninga milli erlendra hafna, svo og aukinna strandflutninga og innflutnings. Strandflutningar (olía og önnur vara) voru stærsti hluti flutninganna, eða 37%. Inn- flutningur óx um tæpan fjórðung milli ára og var nær 30% flutning- anna. Útflutningur minnkaði aftur á móti um 19% og varð tæplega 22% heildarflutninganna. Hlut- fallslega varð þó langmest aukning á flutningum milli erlendra hafna eða 193% og námu þeir 63 þús. tonnum. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.