Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 25. apríl 1992 Jóhannes Nordal seðlabankastjóri segir enga ástæðu fyrir ríkið að reka húsbréfakerfi: Húsbréfakerfinu verði breytt í veðlánakerfi Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði á árs- fundi bankans í gær að hann sæi enga þörf á því að almenn íbúða- lánastarfsemi til einstaklinga hér á Iandi sé rekin undir forsjá rík- isvaldsins og lánsfjárins aflað með ríkisábyrgð. Jóhannes lagði til að húsbréfum verði breytt í veðdeildarlán, sem verði í umsjón banka og annarra lánastofnana. Húsbréfakerfinu verði þannig breytt í veðlánakerfi líkt og er í Danmörku og fleiri löndum. Jóhannes sagði að áhrif af þessari breytingu yrðu vafalaust þau að vaxtakostnaður myndi hækka eitt- hvað, en lánskjör yrðu mun sveigjan- legri, t.d. varðandi lánstíma og greiðslufyrirkomulag. Jóhannes hefur oft gagnrýnt hús- bréfakerfið. í skýrslu, sem unnin var í Seðlabankanum í fyrra, var því hald- ið fram að stór hluti af lánum, sem lánað er gegnum húsbréfakerfið, færu til almennrar neyslu heimil- anna í landinu. í ræðu á ársfundi Seðlabankans kom Jóhannes að þessu sama atriði. Hann benti á stór- aukna lánsfjámotkun heimilanna undanfarin tvö ár. Hann sagöi eina af ástæðunum fyrir henni vera aukn- ingu á lánum til íbúðaviöskipta, sér- staklega eftir tilkomu húsbréfakerfis- ins. Aðra ástæðu sagði hann vera aukna bjartsýni manna á gang mála í efnahagsmálum á síðari hluta árs 1990. „Þegar litið er á tölur um stóraukna neyslu og innflutning á tímabilinu frá hausti 1990 til vors 1991 annars vegar og hina gífurlegu hækkun íbúðarlána og annarra lána til heim- ilanna á sama tímabili, fer varla á milli mála, að þessi þróun ásamt hallarekstri ríkissjóðs átti meginþátt í auknum þjóðarútgjöldum og við- skiptahalla á síðasta ári,“ sagði Jó- hannes. Jóhannes sagði að lán til húsnæðis- kerfisins hefðu numið 22 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 14 millj- arða árið á undan. Heildarlánsfjár- þörf hins opinbera á síðasta ári nam 40 milljöröum, sem var um 3 millj- örðum meiri en allur peningalegur spamaður á síðasta ári. En þó að ríkissjóður sé frekur á lánamarkaði, en lántökur hans juk- ust um 21% á síðasta ári samanborið við 15% árið á undan, þá kemst hann ekki upp íyrir heimilin. Lántökur heimilanna jukust um 26% á síðasta ári, sem er svipað hlutfall og árið áð- Jóhannes Nordal. ur. Atvinnuvegimir juku lántökur sínar hins vegar aðeins um 7% á síð- asta ári, líkt og þeir gerðu árið á und- an. Jóhannes lýsti ánægju sinni með að stjómvöld skuli hafa dregið úr útgáfu húsbréfa. Hann sagði raunar að eng- ar yfirvofandi hættur séu sjáanlegar vegna útgáfu húsbréfa á næstunni. I ræðunni varaði hann stjómvöld við því að þvinga vexti niður með beinum aðgerðum, þ.e. handafli. Hann sagði að ef aðstæður á fjár- magnsmarkaði væru ekki fyrir hendi, myndi þvinguð vaxtalækkun einung- is leiða til peningaþenslu, verðbólgu og hærri vaxta síðar. Eina raunhæfa leiðin til að lækka raunvexti væri að draga úr lánsfjáreftirspum ríkisins og annarra opinberra aðila og treysta gmndvöll stöðugleikans íverðlagi og gengi. -EO Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum vill bæta atvinnumál: Heimamenn gangi fyrir um vinnu Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum er uggandi um atvinnumál á svæðinu, og hefur sent m.a. for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra kröfu um úrbætur. Þar krefst sambandið þess að íbúar á Suðurnesjum gangi fyrir um vinnu hjá vinnuveitendum, sem tengjast þjónustu á svæðinu við Banaslys sl. þriðjudags Maðurinn, sem lést eftir bílslysið á Vesturlandsvegi sl. þriðjudag, hét Pálmi Sigurðsson, til heimiíis að Grettisgötu 77 í Reykjavík. Hann var 79 ára að aldri. 77 ára gömul kona Iést rúmum tveimur tímum síðar, þegar hún gekk fyrir bíl á Hafnarfjarðarvegi norðan Hamraborgarbrúarinnar í Kópavogi. Hún hét Elín Auðuns- dóttir, til heimilis að Ásbraut 3 í Kópavogi. —GKG. Elugstöð Leifs Eiríkssonar og verktökum og varnarliði á Kefla- víkurflugvelli. Losni störf þar, á að auglýsa þau fyrst innan svæöis. Einnig vill sambandið að fyrir- tæki, einstaklingar og verktakar á Suðurnesjum gangi fýrir varöandi útboð og/eða ákvörðun um verk- taka til stærri verka á vegum sveit- arfélaganna og annarra fram- kvæmdaaðila. Sambandið vill að skipulega verði unnið að markaðssetningu Suöur- nesja með tilliti til nýrra atvinnu- tækifæra, og ríkisstjórn íslands veiti til þess fjármagn. Sambandið mælist líka til þess að allur sá afla- kvóti, sem til sölu kann að verða á svæöinu, verði boðinn innan Suð- urnesja. Að lokum vill Samband sveitarfé- laga á Suðurnesjum að einn aðili komi fram við samninga gagnvart varnarliði og stjórnvöldum Banda- ríkjanna, hvernig sem verktöku á varnarsvæðum verður háttað. —GKG. Halla Linker og David sonur hennar færa Þorsteini Jónssyni (t.v.), framkvæmdastjóra Kvikmynda- safns íslands, skjal sem veitir safninu allan höfundar- og sýningarrétt. Kvikmyndasjóði íslands færð gjöf: íslandsmyndir Linkerhjónanna Halla Linker og David sonur hennar færðu í gær Kvikmyndasafni íslands kvikmyndir þær, sem Hal Linker tók hér á landi á árunum 1950-1979. Þær hafa sterkt sögulegt gildi og er því mikill fengur í gjöfinni. —GKG. Seyðisfjörður og Norðfjörður fjárfesta saman í skipi: Vinnsla fer fram á báðum stöðunum Seyðfirðingar og Norðfirðingar hafa stofnað sameiginlegt félag um rekstur togaraútgerðar. Þeir ætla að festa kaup á skipinu Birtingur, sem er í eigu Síldar- vinnslunnar h/f, með hálfum kvóta skipsins. Kaupverð er um 250 milljónir króna og fylgir um 1000 tonna bolfiskkvóti eða um 830 þorskígildi. Heildarveiðiheimild Birtings verður um 1800 þorsk- ígildi. Hlutafé félagsins verður 250 millj- ónir króna og á Síldarvinnslan 50%, Seyðisfjarðarkaupstaður 26%., Fiskiðjan Dvergasteinn h/f 20%, og 4% eiga aðrir aðilar á Seyðisfirði. Birtingur verður gerður út frá Neskaupstað, helmingi aflans land- að til vinnslu á Seyðisfirði og hin- um helmingnum landað til vinnslu á Neskaupstað. Síðar er gert ráð fyr- ir að annar helmingur áhafnar veröi frá Seyðisfirði og hinn frá Neskaup- stað. Sveitarstjórnir kaupstaðanna hafa gert með sér samkomulag um að aðstöðugjöld og útsvarstekjur vegna áhafnar skiptist jafnt á milli kaupstaðanna. Síldarvinnslan h/f mun annast rekstur skipsins, en framkvæmda- stjóri hennar er Finnbogi Jónsson. Formaður stjórnar Birtings er Þor- valdur Jóhannsson frá Seyðisfirði. —GKG. Sparisjóður Svarfdæla: 7 milljóna króna hagn- aður á síðasta ári Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík að fradregnum sköttum nam tæpum 7 milljónum króna á siðasta ári. Er það lítið eltt verri útkoma en árið á undan, en þá nam hagnaðurinn 7,6 milljónum króna. Þetta kom fram á aðalfundi Spari- sjóðsins. Einnig kom fram að inn- lán sjóðsins á síðasta ári voru um 567 mliljómr króna á móti 519 ár- ið á undan, og nam innlánsaukn- ingin 9,1%. Útlán Sparisjóðsins voru ríflega 636 milljónir króna, jukust um 5,8% milli ára. Eigið fé Sparisjóðsins í árslok nam tæpum 110 milljónum króna, eða 13,8% af niðurstöðutölum efnahags- reiknings. Heildariaunagreiðslur á síðasta ári námu um 16,5 miljjón- um króna, en 8 starfsmenn störf- uðu að meðaltali hjá Sparisjóði Svarfdæla. Á fundinum var að venju tHkynnt um úthlutun úr Menningarsjóði Sparisjóðs Svarfdæla, og var rff- lega 1,1 miQjón króna til úthlutun- ar. Lene Zachariassen í Dæli fékk úthlutað um 500 þúsund krónum til að vinna áfram að gerð Hstmuna úr íslenskum dýrahárum og ulL Þá var veitt fé til viðhalds á Tjamar- ldrkju, og Listvinafélag Eyjaflarðar, Rósa Kristín Baldursdóttir og Tjamarkvartettinn fengu sinn skerf. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.