Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.04.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. apríl 1992 Tíminn 5 Staðan í stj ómmálunum Jón Kristjánsson skrifar Nú fer að líða að ársafmæli ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar og því er rétt að líta yfir farinn veg. Fyrsta reglulegt þing nýrrar rík- isstjómar er nú brátt að baki, því samkvæmt starfsáætlun Alþingis á því að ljúka þann 15. maí. Það em líka tímamót að því leyti að þá lýkur iyrsta Alþingi undir nýj- um þingskaparlögum. Alþingi liðinn vetur Starf Alþingis á haustin ein- kennist af gerð fjárlaga og ráð- stöfunum í ríkisfjármálum. Á haustþingi 1987, þegar ríkis- stjóm Þorsteins Pálssonar sat að völdum, skeði það að stórdeilu- mál í ríkisfjármálum, „matar- skatturinrí' svokallaði — þ.e. söluskattur á matvæli — og fleiri mál, svo og frumvarp um stjóm fiskveiða, biðu afgreiðslu rétt fyr- ir jól. Þinghaldið þá dróst fram í janúar, og síðan er það æ algeng- ara að fjárlagagerð ljúki ekki fyrir jól, ef deilumál em uppi. Svo varð nú. Ríkisstjóm Þorsteins Pálsson- ar varð ekki langlíf. Sumir halda því fram að slagurinn um jólin og áramótin 1987 hafi verið upphaf- ið að endalokunum. Ég ætla ekki að dæma um það. Afstaðan til at- vinnulífsins í landinu, og skilyrða í sjávarútvegi, fastgengisstefhan. varð henni fyrst og fremst að falli. Óánægja krata — stormur í vatnsglasi Frumvarpið um ráðstafanir í ríkisfjármálum, sem var afgreitt á Alþingi í janúar, getur orðið rík- isstjóminni erfitt, þó samþykkt sé. Það gæti orðið myllusteinn um háls hennar. Þar er að finna nýjar álögur á almenning í land- inu sem, eðli málsins sam- kvæmt, þeir ethaminni eiga erf- iðast með að bera. Ekki fer hjá því að þessar álögur em fleinn í holdi þess hluta Alþýðuflokksins, sem man ennþá að flokkurinn var einu sinni jafnaðarmannaflokk- ur. Hvort órói þeirra verður meira en stormur í vatnsglasi á eftir að koma í ljós. Hingað til hefur hann ekki verið annað. Hitt verður alvarlegra fyrir rík- isstjómina ef þessi átök skila ekki tilætluðum ár- angri. Að halda ríkisút- gjöldum í skefjum og reka ríkissjóð með sem minnstum halla er gott og gilt markmið, og það verður að viðurkenna að einmitt þetta var veikasti þátturinn í fyrri ríkis- stjóm. Því leggur þessi ríkis- stjóm ofurkapp á þennan þátt, vegna þess að þeir telja það hafa pólitískan tilgang auk þess efna- hagslega. Er fuglinn í hendi? Ríkisfjármál em ekki einangr- að og afmarkað fyrirbrigði frá ytri aðstæðum í þjóðfélaginu, frekar en annar rekstur. Þau em órjúf- anlegur hluti af þessum skilyrð- um. Samdráttur og vaxandi at- vinnuleysi getur orðið ríkisbú- skapnum þungt í skauti. Ég þekki svör þeirra, sem em í for- svari fyrir ríkiskassann. Þeir segja að gert hafi verið ráð fyrir þessu. Forsendumar séu inni í áætlun- um fjárlaga. Það má vera, en að hinu ber þó að gæta að þrátt fyrir allt bregst íslenskur almenning- ur mjög snögglega við aðstæð- um. Minnkandi kaupgeta og vax- andi atvinnuleysi hafa gífurleg áhrif á veltu í landinu, sem tekju- möguleikar ríkissjóðs byggjast framar öðm á vegna þess hve óbeinir skattar em hátt hlutfall af ríkistekjunum. Sá fugl, að reka ríkissjóð með fjögurra milljarða króna halla í ár, er því ekki í hendi. Ef hann flýgur úr augsýn á haustdögum, fara alvarlegir tím- ar í hönd fyrir ríkisstjómina, svo mikið kapp sem hún hefur lagt á þennan þátt mála. Þingmál vetrarins Af þeim stjómarfrumvörpum, sem litið hafa dagsins ljós í vetur auk fjárlagafrumvarpsins og „bandormsins“ svokallaða, er frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna það sem eldfimast er pólitískL Þar er gert ráð fyrir að draga vemlega úr námsaðstoð, og veigamikla stefnubreytingu er þar að finna þess efríis að náms- menn greiði vexti af lánum og endurgreiðslur verði hertar. Ekki skal dregið úr vanda Lánasjóðsins. Vissulega var þar breytinga þörf, enda hefur stjóm- arandstaðan verið til viðræðu um slíkt. Það má þó ekki undir nein- um kringumstæðum gleymast að námslánakerfið er einn af homsteinum þeirrar velferðar og þess jafhréttisþjóðfélags sem er hér á landi. Þótt frumvarpið hafi verið lagað í meðfömm Álþingis, em tvö atriði í því sem benda til þess að ríkisstjómarmeirihlutinn hafi ekki þessi atriði í heiðri. Það er að greiða námsaðstoðina út eftirá á hverju ári, og leggja vexti á námslán. Þetta rýrir mjög kost hinna efnaminni að stunda nám, og verst er efhalítill unglingur ffá landsbyggðinni settur, sem vill stunda nám í háskólanum eða öðmm viðlíka menntastofnun- um í höfuðborginni. Það er undarleg stífni að vilja ekki laga þetta atriði með eftir- ágreiðsluna, og draga þar með úr sárasta misréttinu sem þetta frumvarp hefur í för með sér. Flest önnur stjómarfmmvörp vetrarins af ýmsu tagi em til meðferðar í nefndum AI- þingis. Segja má að Þor- steinn Pálsson, sjávarút- vegs- og dómsmálaráð- herra, hafi verið drýgstur að ná sínum málum fram, en samt á hann veigamik- il mál í meðferð í þinginu, sem er ffumvarp um svo- kallaða „fiskistofu", og fjallar um skipulagsbreytingar í sjávarútvegsráðuneytinu. Lifír ríkisstjómin? Þetta er spuming sem maður er oft spurður á förnum vegi. Ég svara því yfirleitt að menn verði að vera undir það búnir að hún sitji kjörtímabilið. Þó er ekkert ömggt í þessum heimi, og enn síður í heimi stjómmálanna. Nokkur mál geta orðið svo stór að þau valdi ríkisstjóminni vem- legum erfiðleikum. Þar vil ég fyrst nefna atvinnuleysi og sam- drátt í þjóðfélaginu. Atvinnuleys- ið bitnar nú f vaxandi mæli á fólki sem hefur aldrei þekkt slíkt — skuldsettu fólki sem þolir ákaf- lega illa samdrátt í tekjum. At- vinnuleysi er ekki lengur tíma- bundið, heldur viðvarandi. Ef rík- isstjómin áttar sig ekki á þessu þjóðfélagsvandamáli, sem fer hraðvaxandi, getur það orðið hennar banabiti. Rikisfjármálin em nátengd at- vinnumálunum, eins og áður er vikið að. Þar hefur verið lagt mik- ið undir og slakur árangur verð- ur stjómarsamstarfinu þungur í skauti. Ágreiningur í ríkisstjóminni vegna sjávarútvegsmála getur orðið mjög óþægilegur fyrir stjómarsamstarfið, þegar að því kemur að sú tvíhöfða nefnd, sem að störfum er, á að skila áliti, og sjávarútvegsmálin berast inn í Al- þingi fyrir alvöru. Ef óánægja krata er meira en stormur í vatnsglasi, getur hún orðið alvarleg fyrir ríkisstjómina. Það var alvarlegasta uppákoman þegar Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra stoppaði ffum- varp Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra um Búnaðar- bankann. Það mál er ekki úr sög- unni og óséð er hvaða dilk það dregur á eftir sér á flokksþingi krata. Með haustinu kemur í ljós hver alvara er hér á ferðinni, hvort Jóhanna hyggst veita upp- reisnarliði forustu, eða hvort hún lætur sér nægja að fá myndarlegt framlag í sína málaflokka við fjár- lagagerð í haust. EES Svo er ótalið það stórmál að taka afstöðu til samninganna um Evrópskt efnahagssvæði. Það getur orðið ríkisstjóminni mjög erfitt að hafa látið undir höfuð leggjast að kynna málið hlutlægt á innlendum vettvangi, og að ut- anríkisráðherra lýsi því yfir að hann hafi „fengið allt fyrir ekk- ert“, með alla enda lausa. Svona málflutningur er ekki boðlegur í neinu máli, hvað þá stórmáli, enda er framhaldið eftir því. Málsmeðferðin ber öll vott um vandræðaskap, sem getur orðið mikill álitshnekkir fyrir ríkis- stjómina og ekki síst forustu hennar. Verði Alþingi að störfum lung- ann úr sumrinu, verður þetta áreiðanlega „heitt pólitískt sum- ar“, hvað sem öðm veðurfari líð- ur. Menn og málefni i^4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.